Vaxandi kreppur kapítalismans

Nú þegar ljóst er að Kóvid-19 kreppan mun leika fjárhag hagkerfa heimsins grátt þá er ljóst að hugsanlega muni heimsfarandurinn ekki aðeins leiða af sér efnahagskreppu heldur einnig fjármálakreppu, skrifar Stefán Ólafsson.

Auglýsing

Stórar kreppur hafa oft verið vendi­punktar í þró­un kap­ít­al­ism­ans – sumar þó meira en aðr­ar.

Þannig leiddi Kreppan mikla á fjórða ára­tugnum til­ grund­vall­ar­breyt­inga á efna­hags- og stjórn­mála­skipan vest­rænna sam­fé­laga. Kreppan sú var af flestum talin til marks um að óheft­ur frjáls­hyggju-kap­ít­al­ismi hefði brugð­ist illa og fara yrði nýja leið.

Nið­ur­staðan var bland­aða hag­kerf­ið, grund­vallað á hag­stjórn­ar­speki John Meyn­ard Key­nes. Það færði rík­is­vald­inu stærra hlut­verk en áð­ur, með auk­inni reglun og aðhaldi að mark­aðs­skipu­lag­inu – fín­still­ing­u efna­hags­lífs­ins í þágu almanna­hags.

Auglýsing

Þessi skipan var við lýði í um þrjá ára­tugi, frá lok­um ­seinni heims­styrj­aldar fram á fyrri hluta átt­unda ára­tug­ar­ins. Hluti af kerf­in­u var Bretton Woods skipan gjald­eyr­is­mála, með höftum á flæði fjár­magns milli­ landa og Banda­ríkja­dal sem kjöl­festu í milli­ríkja­við­skipt­um.

Upp úr 1970 losn­aði um þessa skip­an, vegna nýrra vanda­mála í vest­rænum hag­kerfum og skap­aði það nýtt svig­rúm fyrir sjón­ar­mið nýfrjáls­hyggju, eða óheft­ari kap­ít­al­isma, eins og tíðkast hafði fyrir seinni heims­styrj­öld.

Er Mar­grét Thatcher og Ron­ald Reagan komu til valda í kringum 1980 fékk nýfrjáls­hyggjan mik­inn byr í seglin og varð upp frá því ­ríkj­andi hag­stjórn­ar­speki, ekki bara í vest­rænum sam­fé­lögum heldur meira og m­inna um allan heim. Alþjóða­væð­ingin varð að miklu leyti frjáls­hyggju­væð­ing ­mark­aðs­hátta, fjár­mála og skatta­skjóla.

Tíma­bil bland­aða hag­kerf­is­ins (1945-1973) var sem sag­t ­tíma­bil mik­illa fram­fara: mik­ils hag­vaxt­ar, nútíma­væð­ing­ar, auk­ins jafn­aðar og fjár­hags­legs stöð­ug­leika.

Tíma­bil nýfrjáls­hyggj­unnar (1980 til nútím­ans) hefur hins ­vegar verið tíma­bil hæg­ari hag­vaxt­ar, alþjóða­væð­ing­ar, auk­ins ójafn­aðar og ­tíð­ari fjár­málakreppa.

Þetta má sjá á mynd­inni hér að neð­an. Fyrir seinn­i heims­styrj­öld­ina var mikið um fjár­hags­legan óstöð­ug­leika og krepp­ur. Síðan tók við stöð­ug­leiki til átt­unda ára­tug­ar­ins og loks vax­andi krepputil­hneig­ing­ar aftur á síð­ustu ára­tug­um.

Við þetta bæt­ist nú Kóvid-19 krepp­an, sem óvíst er hversu ­stór verð­ur, en sumir hafa spáð því að hún verði á stærð við þær stærst­u: Krepp­una miklu 1929-1939 og Fjár­málakrepp­una sem hófst 2008. [1]

Tímabil nýfrjálshyggjunnar (1980 til nútímans) hefur hins vegar verið tímabil hægari hagvaxtar, alþjóðavæðingar, aukins ójafnaðar og tíðari fjármálakreppa.

Reynslan er því sú, að óheft­ari kap­ít­al­isma í anda frjáls­hyggju ­fylgi meiri hætta á fjár­málakreppum og auknum ójöfn­uði. Frjáls­hyggju­skip­an­in ­þjónar best hags­munum fámennrar yfir­stéttar atvinnu­rek­enda og fjár­festa, en bland­aða hag­kerfið bætti kjör lægri og milli stétta (alls þorra almenn­ings) mun bet­ur. [2]

Eins og myndin sýnir glögg­lega þá hefur tíðni fjár­málakreppa ­auk­ist veru­lega eftir að Bretton Woods skip­anin leið undir lok, með aukn­um frjáls­hyggju­á­hrif­um.

Vax­andi skulda­söfnun veldur nú áhyggjum

Áður en Kóvid-19 kreppan skall á voru sumir hag­fræð­ing­ar farnir að verða ugg­andi um að senn stytt­ist í nýja fjár­málakreppu, til dæm­is­ No­uriel Rubini, sem spáði fyrir um fjár­málakrepp­una 2008, eins og frægt er. ­Kenn­eth Rogoff og Car­men Rein­hart, áhrifa­miklir sér­fræð­ingar í fjár­málakrepp­um, ­sömu­leið­is. [3]

Megin ástæða þessa er sú, að skuldir hafa verið að aukast í heims­hag­kerf­inu jafnt og þétt. Of mikil upp­söfnun skulda í spá­kaup­mennsku-um­hverfi er yfir­leitt helsta orsök fjár­málakreppa.

Alþjóða­bank­inn birti nýlega athygl­is­verða skýrslu um skulda­þró­un­ina í heims­hag­kerf­inu, Global Waves of Debt: Causes and Con­sequences (2020). Sjá mynd úr skýrsl­unni hér að neðan er sýnir þessa þró­un.

Alþjóðabankinn birti nýlega athyglisverða skýrslu um skuldaþróunina í heimshagkerfinu.

Höf­undar skýrsl­unnar benda á að síð­ustu 50 árin, frá 1970, hafi gengið yfir fjórar bylgjur auk­innar skulda­söfn­un­ar. Þrjár þær fyrst­u end­uðu allar í fjár­málakreppu og sú fjórða stendur yfir og hefur und­an­far­ið verið með einna örasta aukn­ingu skulda, mest í einka­geirum sam­fé­lag­anna.

Nú þegar ljóst er að Kóvid-19 kreppan mun leika fjár­hag hag­kerfa heims­ins grátt, væg­ast sagt, þá er ljóst að hugs­an­lega muni heims­farand­ur­inn ekki aðeins leiða af sér efna­hag­skreppu heldur geti hún að auki breyst yfir í fjár­málakreppu, með þjóð­ar­gjald­þrotum í kjöl­far veru­lega auk­inn­ar skulda­söfn­un­ar, þessu öllu til við­bótar (sjá grein Car­men Rein­hart, This timetruly is differ­ent, í Project Synd­icate).

Hættu­leg hnatt­ræn far­sótt og lofts­lagskreppa í ofaná­lag!

Ofan­greindar vax­andi kreppur kap­ít­al­ism­ans eru svo að fara fram í umhverfi hnatt­rænnar hlýn­un­ar, sem rekja má til meng­andi fram­leiðslu og of­notk­unar líf­rænna orku­gjafa. Þjóðum heims­ins hefur ekki beint gengið vel að glíma við þann vanda til þessa.

Fyrir skömmu voru fjöl­miðlar heims­ins fullir af myndum af ­slökkvi­liðs­mönnum að glíma við risa­vaxna skóg­ar­elda, and­lit hlýn­un­ar­inn­ar, og nú hafa fjöl­miðlar fyllst af myndum af örvænt­ing­ar­fullu heil­brigð­is­starfs­fólki að glíma á hetju­legan hátt við afleið­ingar veiru­sótt­ar­inn­ar, sem einnig set­ur efna­hags- og fjár­mála­lífið á hlið­ina.

Raunir mann­kyns er því vax­andi, eftir almennt gott tíma­bil frá lokum seinni heims­styrj­ald­ar.

Það blasir einnig við að umskiptin til nýfrjáls­hyggju­tím­ans eftir 1980 hafa gert illt verra – svo um mun­ar.

Eftir að frjáls­hyggjan varð ríkj­andi skipan alþjóða­væð­ing­ar­inn­ar hefur hún leitt til vax­andi fjár­mála­ó­stöð­ug­leika, auk­ins ójafn­aðar og veik­ing­ar vel­ferð­ar­ríkja, sem einmitt eru best til þess fallin að verja almenn­ing á vá­legum tímum eins og nú ríkja (sjá um það hér). 

Heim­ur­inn hefur þannig verið á rangri leið á síðust­u ára­tug­um, sem von­andi verður leið­rétt þegar við komum út úr núver­andi kreppu, líkt og gerð­ist í kjöl­far Krepp­unnar miklu á fjórða ára­tugn­um.

Höf­undur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi í hluta­starfi.

[1] ­Myndin er tekin úr grein Agn­ars Freys Helga­son­ar, The Polit­ical Economy of Crisis Responses, í bók Stef­áns Ólafs­sonar o.fl., Welfare and the Great Recession: A Comparative Study (Ox­ford Uni­versity Press 2019).

[2] ­Sjá um það í nýrri bók Thomas Piketty (2020), Capi­tal and Ideo­logy (Harvard Uni­versity ­Press).

[3] ­Sjá t.d. nýlegar greinar eftir Rogoff og Rein­hart á Project­ ­Synd­icate vef­svæð­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar