Endum fíknistríðið

Þorsteinn Úlfar Björnsson segir að þeir einu sem græði á fíknistríðinu séu dópsalarnir. Og þeir verða bara ríkari og ríkari.

Auglýsing

Örygg­is­ráð­gjafi Ric­hards Nixons Banda­ríkja­for­seta, John Erlichman, sagði í við­tali vegna bókar Dan Baum, Smoke and Mir­r­ors, árið 1994: „1968 átti Nixon tvo óvini, vinstri­s­inn­aða rót­tæka hern­að­ar­and­stæð­inga og lit­aða. Skil­urðu hvað ég er að segja? Við vissum að við gátum ekki gert það ólög­legt að vera á móti stríð­inu eða vera svartur en með því að tengja hippa við mari­júana og svarta við heróín og herða refs­ingar gátum við truflað þessa hópa. Við gátum hand­tekið leið­tog­ana, rústað híbýlum þeirra og hleypt upp fundum þeirra og atað þá auri kvöld eftir kvöld í frétt­un­um. Vissum við að við vorum að ljúga um vímu­efn­in? Auð­vitað vissum við það.“

Svo Ric­hard Nixon lýsti því form­lega yfir að fíkni­stríðið væri hafið þann 17. júní 1971. Árinu áður en Banda­ríkja­menn voru með þá áætlun að lög­leiða kanna­bis. En Nixon var í vanda heima fyrir vegna Viet Nam stríðs­ins og mikil ólga og mót­mæli í land­inu. Svo Nixon þurfti að lækka rostann í lit­uð­um, hippum og rót­tæk­ling­um. Hvað var þá hent­ugra en að fara í stríð gegn þessum hópum og beita „dóp­inu“ fyrir vagn­inn? Hann vissi sem var að hann gat ekki lýst yfir stríði við þessa hópa. En hann gat lýst yfir stríði við vímu­gjafann sem vin­sælastur var meðal þeirra. Sem John Erlichman ját­aði svo. For­sendur stríðs­ins gegn vímu­efn­unum voru bull og skáld­skap­ur.

Auglýsing
Fíknistríðið sem hófst á þessum vafasömu for­sendum hefur staðið í 49 ár. Það hefur kostað óhemju fé úr vösum skatt­greið­enda, sem reyndar voru aldrei spurðir hvort þeir vildu taka þátt í kostn­aði þess, auk þess að kosta gíf­ur­lega mörg manns­líf um allan heim. Árlegur kostn­aður er um 51 millj­arður doll­ara árlega bara í Banda­ríkj­unum sam­kvæmt Drug Policy Alli­ance sem hefur verið iðið að benda á hann.

En fíkni­stríðið hefur líka kostað miklar mann­fórn­ir. Svo miklar að UNODC (United Nation Office on Drugs and Cri­mes) hefur áætlað mann­fallið um milljón manns á ári. Þá er ekki talið með mann­fallið t.d. í Mexíkó þar sem glæpa­gengin halda land­inu nán­ast í gísl­ingu með hrotta­legu ofbeldi. Allur þessi kostn­aður og allt þetta mann­fall til að koma í veg fyrir neyslu um 10% af þeim vímu­efnum sem notuð eru því það er ekki meira sem þessar aðgerðir skila að því talið er. Ég reikna með að fleirum en mér blöskri slík enda­leysa. 

En við skulum fara 4000 ár aftur í tím­ann því frá þeim tíma má finna fyrsta skjal­festa bannið en á pap­írus­skjali frá Egypta­landi skrifar þar­lendur prestur nem­anda sín­um: „Ég, yður æðri, banna yður að fara á ölstofu. Þér breyt­ist í skepn­u.“ Það er þó einn slá­andi munur á þessu fyrsta banni og fíkni­stríð­inu. Prest­ur­inn bann­aði einum manni að detta í það en ekki allri þjóð­inni, hvað þá heldur öllum heim­in­um. En það er nákvæm­lega það sem Banda­ríkja­menn hafa til mál­anna að leggja. Að banna öllum heim­inum að víma sig með öðrum efnum en þeim eru þókn­an­leg.

Auglýsing
Á þess­ari tæpu hálfu öld sem stríðið hefur staðið hefur það alltaf orðið harð­ara og grimmara, þrátt fyrir að byrjað sé að slaka á klónni varð­andi sum efni eins og t.d. kanna­bis og breytta afstöðu til máls­ins hjá ein­stökum lönd­um. Og alltaf hafa Banda­ríkja­menn staðið eins og klettur á móti öllum breyt­ingum og þeir eru ansi fyr­ir­ferða­miklir innan alþjóða­sam­starfs enda með mikla reynslu í að kúga þjóð­ir, múta eða kaupa. Það sem verra er að Banda­ríkja­menn túlka Single sátt­mál­ann, sem stríðið bygg­ist á og er svo sem nógu gall­aður í sjálfu sér og barn síns tíma, algjör­lega eftir því hvað hentar þeim póli­tískt. Bæði heima fyrir og alþjóð­lega.

En um hvað snýst svona galið fyr­ir­bæri eins og að fara í stríð við vímu­efni? Það snýst meðal ann­ars um að fólk geti ekki leitað sér líknar án aðkomu lækna eða stóru lyfja­fyr­ir­tækj­anna. 

Það snýst um að fólk leiti sér ekki ánægju­auka með efna­fræði­legri hjálp nema með áfengi, kaffi og tóbaki. 

Og ekki síst snýst það um að stjórn­völd geti notað það til að jað­ar­setja og berja á ákveðnum þjóð­fé­lags­hópum sem eru stjórn­völdum lítt þókn­an­legir eins og til dæmis ungt fólk eða rót­tækt. 

Það snýst um að gera þjóð­fé­lags­þegna að afbrota­mönnum að versla við afbrota­menn og það er mik­ill sann­leikur í því sem fyrrum hæsta­rétt­ar­dóm­ari í Kali­forníu James P. Grey segir í bók sinni A Judicial Ind­ict­ment of the War on Drugs, „Mesti félags­legi skað­inn vegna vímu­efna er ekki vegna áhrifa efn­anna sjálfra, heldur vegna banns að lögum við notkun þeirra.“

Fíkni­stríðið snýst líka um pen­inga og völd. Bann­sinnar eru vegna hinna „hræði­legu og hættu­legu eit­ur­lyfja“ og bar­átt­unnar gegn þeim, flestir búnir að koma sér vel fyrir með lúk­urnar í fjár­hirslum ríkja. 

Það snýst um póli­tísk völd og við­hald þeirra af mönnum eins og Duterte for­seta Fil­ipps­eyja sem borgar fyrir hvern drep­inn neyt­anda. 

Pen­ing­arnir eru ævin­týra­legir og það er talið að velta vímu­efna­mark­að­ar­ins í heim­inum nú sé meiri en sam­an­lögð velta hveit­is, korns og syk­urs þannig að eftir tölu­verðu er að slægj­ast.

En hvað kostar núver­andi skipan mála hér á landi? Á vef Fang­els­is­mála­stofn­un­ar, fang­elsi.is, kemur fram að lang­flest afbrot séu framin í tengslum við vímu­efni, áfengi þar á meðal og kannski aðal­lega. Seðla­bank­inn áætl­aði fyrir nokkrum árum að velta ólög­legrar starf­semi á borð við fíkni­efna­sölu, smygl, vændi og heima­brugg sé um 6,6 millj­arðar króna árlega. Þetta fé kemur frá skatt­borg­ur­um, bæði sem neyt­endum og sem skatt­borg­urum til rekst­urs stríðs­ins, lög­gæsla, toll­gæsla, heil­brigð­is­kerfi, dóms­kerfi.

­Kostn­aður á hvern fanga hér er kr. 19.000 á dag og fram hefur komið að þriðj­ungur þeirra situr inni vegna fíkni­efna­brota eða um 50 manns á ári. Árlega er þá kostn­aður í kringum 50 sinnum 19.000 sem gerir þá tæpa milljón á dag eða um 347 millj­ónir tæpar á ári. Þá er ekki tal­inn með kostn­aður dóms­kerfis og lög­reglu sem lík­lega má áætla að sé annað eins því dóm­arar eru ekki á neinum lúsa­laun­um. Þetta gerir um 700 millj­ónir á ári bara vegna fíkni­efna­brota. Þá er lík­legt að nokkrir fangar sitji inni vegna ofbeld­is- eða auðg­un­ar­brota vegna neyslu. 

Árlegur kostn­aður skatt­greið­enda vegna vímu­efna­neyslu, þ.m.t. áfengi, er þá senni­lega á bil­inu 46,4 til 49 millj­arðar króna Inni í þeirri tölu er ekki kostn­aður vegna ótíma­bærra dauðs­falla, bæði vegna vímu­efna­tengdra sjúk­dóma og slysa. Ef hann er tal­inn með liggur kostn­aður þjóð­ar­innar á bil­inu 53,1 til 85.5 millj­arð­ar. Þetta má finna í vand­aðri meist­ara­rit­gerð Ara Matth­í­as­sonar í heilsu­hag­fræði við HÍ.

Það er nokkuð sama hvaðan maður horfir á mál­in, Á fíkni­stríð­inu tapa all­ir, hver og einn ein­asti þjóð­fé­lags­þegn – nema dópsal­arn­ir. 

Þeir verða bara rík­ari og rík­ari svo lengi sem lagaum­hverfið réttir þeim bæði vopn og fé. Svart fé.

Þetta er fyrri grein af tveim­ur. Höf­undur er áhuga­maður um sögu menn­ing­ar­bundnar vímu­efna­notk­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar