Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir segir að það sé mikilvægt að skoða hvernig tímanum er varið og hvernig hægt er að forgangsraða því sem nærir okkur og gefur hamingju.

Auglýsing

Lífs­skil­yrð­i hafa tekið miklum breyt­ingum og á síð­ustu ára­tugum hefur tækni­þróun fleygt fram og ekki sér fyrir end­ann á henni. Ytra áreiti er mikið og virð­ist fara sí vax­andi. Það sem hefur ekki breyst er tím­inn, í hverri viku eru 168 klukku­stundir sem við skiptum niður til að fást við mis­mun­andi verk­efni í líf­inu. Það er mik­il­vægt að skoða hvernig tím­anum er varið og hvernig hægt er að for­gangs­raða því sem nærir okkur og gefur ham­ingju. Við þá for­gangs­röðun er mik­il­vægt að auka þekk­ingu og með­vit­und barna og ung­linga um líðan sína og kenna leiðir sem stuðla að bættri líð­an. Menntun í vel­ferð snýst um að þróa færn­i ein­stak­lings­ins til að auka vellíð­an, ham­ingju og bjart­sýni og það er mik­il­vægt að sú færni sé kennd mark­visst.

Jákvæð sál­fræði

Jákvæð sál­fræði (Positi­ve P­sychology) er fræði­grein sem byggir á vís­inda­legum rann­sóknum um það hvernig efla má vellíðan ein­stak­lings­ins á öllum svið­um. Jákvæð sál­fræði gengur þvert á við­fangs­efni sál­fræð­innar og er því ekki und­ir­grein sál­fræð­inn­ar. Martin E. P. ­Selig­man  hefur verið kall­að­ur­ faðir jákvæðrar sál­fræði en árið 1998 þegar hann var kos­inn for­seti amer­ísku sál­fræði­sam­tak­anna lagði hann áherslu á að ­rann­saka og beina sjónum að ­styrk­leik­um ­fólks ekki síður en veik­leik­um. Áherslur jákvæðrar sál­fræði gefa þó ekki í skyn að aðrar áherslur í sál­fræði séu nei­kvæðar heldur dregur fram áherslur á jákvæða og bæt­andi þætti í mann­legri hegð­un.

Mennskan og hag­vöxtur

Hag­vöxtur er mik­il­vægur í nútíma­sam­fé­lagi en aðferðir sem mæla hag­vöxt ­gefa þó ekki rétta mynd af verð­mæti þjóð­ar. Hag­vaxt­ar­mæl­ing­ar ­gera ekki ráð fyrir mennsk­unni og má segja að aðferð­irnar meti flest annað en lífið sjálft, í hag­vexti felst til dæmis ekki ham­ingja, ­styrk­leik­ar, dyggðir eða feg­urðin í sinni víð­ustu mynd. 

Auglýsing
En á allra síð­ustu árum hefur þó mátt sjá vilja til breyt­inga og að aukið til­lit verði tekið til ann­arra þátta en efna­hags­legra þátta við mat á árangri í sam­fé­lag­inu. Það má segja að á tím­um COVID-19 reyni á að jafn­vægi sé á þessum þáttum þegar hugað er að hvernig sam­fé­lag við viljum byggja upp og hverju við hlúum að.

Jákvæð menntun

Innan jákvæðrar sál­fræði eru kenn­ingar sem hægt er að draga af mennt­un­ar­fræði­legar álykt­anir og kalla má jákvæða mennt­un. Í því felst að kenna börnum færni til að auka vellíðan og ham­ingju ásamt því að ná árangri í hefð­bundnum kennslu­grein­um. Rann­sóknir styðja að í skólum ætti að kenna færni sem eykur þraut­seigju og jákvæðar til­finn­ing­ar. I­an Morris ­deild­ar­stjóri vel­ferð­ar­kennslu (Well-being) Well­ington Col­lege í Berks­hire ­þró­aði náms­efni um vel­ferð og ham­ingju og gaf út bók­ina Learn­ing to ride el­ephants. Teaching happiness and well-bein­g in schools (2009) byggða á jákvæðri sál­fræði. Skólar í Ástr­alíu og Bret­landi hafa verið með jákvæða menntun í sinni náms­á­ætlun og gefið góðan árang­ur. Erla Krist­jáns­dóttir þýddi bók­ina (Að sitja fíl – nám í skóla um ham­ingju og vel­ferð ) sem var gefin út af Náms­gagna­stofnun 2012.

Sjálf­ræði og jákvæð sam­skipti

Skóli eða skóla­sam­fé­lag snýst öðru fremur um sam­skipti. Margar kann­anir eru gerðar til að fylgj­ast með líðan barna og sem dæmi má nefna Skólapúls­inn en hann er lagður fyrir nem­endur í 6. – 10. bekk hvert ár þar sem spurt er út í virkni, líðan og skóla- og bekkj­ar­andaGrunn­þættir mennt­unar eru sex, Heil­brigði og vel­ferð er einn þeirra og þar má sjá að rík áhersla er á vel­ferð, vellíðan og ham­ingju. Ingi­björg Kalda­lóns lektor við Háskóla Íslands fjallar meðal ann­ars um í dokt­ors­rit­gerð sinni sem ber heit­ið Stuðn­ingur við sjálf­ræði nem­enda í íslenskum grunn­skólum um ­stuðn­ing við sjálf­ræði nem­enda í skóla­starfi og hvernig sjálf­ræði út frá sjálfs­á­kvörð­un­ar­kenn­ingum og jákvæðri sál­fræði er mik­il­vægur þáttur í vel­farn­að­i. ­Sjálf­ræði er að nem­and­inn upp­lifi að hann hafi eitt­hvað um það að segja sem hann er að fást við í skól­an­um, að við­fangs­efnið þjóni mark­miðum hans og gild­um, að nem­and­inn upp­lifi að hann ráði við við­fangs­efnið og hafi trú á sér í þeim aðstæðum sem koma upp. Jákvæð sam­skipti og félags­menn­ing í skólum eru lík­legri til að styðja við börn og auka sjálf­ræði þeirra og vel­ferð. 

Það má ætla að börn séu í kringum 20 -25 klukku­stundir (30 – 37 kennslu­stund­ir) í skól­anum hverja viku í form­legu námi sem skóla­skyldan kveður á um, það er stór hluti af tíma barns­ins og yngri börn eru að auki mjög mörg í skóla­vist­un eftir að form­legum skóla­degi lík­ur, ásamt því að vera í öðru námi sem skyldan kveður ekki á um, sama má segja um eldri nem­end­ur. Í skólaum­hverf­inu reynir mjög á flókin sam­skipti hvern dag, við ­jafn­aldra og eldri og yngri skóla­fé­laga sem og full­orðna ein­stak­linga.

Í Aðal­námskrá grunn­skóla er lögð áhersla á heil­brigði og vel­ferð. Stuðla skal mark­visst að jákvæðum skóla­brag þar sem gætt er sér­stak­lega að því að skapa öruggt og vin­sam­legt umhverfi svo barnið fái tæki­færi til að þroska styrk­leika sína og efla trú sína á það geti lært það sem hugur þess stendur til og náð mark­miðum sín­um. Það er mik­il­vægt þegar barnið hefur lokið grunn­skóla að það hafi lært aðferðir sem hjálpa því að ná árangri. Að það hafi fundið að við­fangs­efnin hafi haft til­gang og það hafi náð að skapa sér jákvæða sjálfs­mynd og trú á eigin getu hvort sem það er í námi eða félags­tengsl­u­m. 

Núvit­und

Áhrif núvit­undar hefur verið rann­sökuð í ára­tugi og sýna þús­undir rann­sókna sem hafa verið gerðar fram á að núvit­und­ar­þjálfun hefur góð áhrif. Nið­ur­stöður sýna fram á fimm atriði sem núvit­und­ar­þjálfun hefur sér­stak­lega góð áhrif á; það er minni streita, betri stjórn á til­finn­ing­um, meiri ham­ingja, sterkara ónæm­is­kerfi og bætt hugs­un. Sömu nið­ur­stöður koma fram Þegar breskir og íslenskir nem­endur eru spurðir hvaða áhrif þeim finnst núvit­und hafa á sig. Þegar nem­endur segja hvers vegna þeir eru ánægðir með kennslu í núvit­und  nota þeir setn­ingar eins og „…vegna þess að ég fann að hún róaði mig niður fyrir vik­una“ og nem­andi í öðru landi seg­ir; „ég er búin að læra róa mig nið­ur“, „upp­á­halds­tím­arnir mínir í vel­ferð voru þegar við lærðum að hug­leiða vegna þess að það kenndi mér hvernig ég gæti róað mig nið­ur, … og það gagn­leg­asta sem ég hef lært.“  Núvit­und er víða kennd og ætti að vera auð­velt fyrir kenn­ara og aðra starfs­menn í skólum að fá þjálfun í núvit­und til þess að beita henni í kennslu. Rann­sóknir hafa sýnt mjög jákvæð áhrif núvit­und­ar iðk­un­ar og ætti þess vegna að vera einn af grunn­þáttum í vel­ferð­ar­kennslu. Það má segja að núvit­und sé „grunn­færni“ í ann­ari ­færni það er til­finn­inga­stjórn, sam­skipta­hæfni og streitu­þoli. Að þjálfa færni  til að veita þessu athygli gefur okkur meira val og aukna sjálf­stjórn í athöfnum dag­legs lífs og að beina hug­anum þangað sem við viljum hafa hann, með því getur núvit­und­ar­þjálfun hjálpað til við að draga úr van­líðan og þján­ing­u. Sjálf­stjórn er talin hafa mikið for­spá­gildi fyrir vel­gengi í líf­inu og þegar nem­endur eru spurðir þá finnst þeim það eft­ir­sókn­ar­verð líð­an.

Heil­brigði og vel­ferð, grunn­þátt­ur ­mennt­un­ar og mark­mið stjórn­valda

Bjart­sýni teng­ist því að mót­læti sé tíma­bundið og trúa að hlut­irnir fari frekar vel en illa. Það er mik­il­vægt að börn læri aðferðir til að þjálfa seiglu og temja sér jákvæðar leiðir og hugs­anir sem styðja við bjart­sýni og von.

Eins og hefur komið fram þá hafa rann­sóknir í jákvæðri sál­fræði beinst meðal ann­ars að því að þróa inn­grip og aðferðir sem gætu stuðlað að ham­ingju og auk­inni vel­ferð. Jákvæð menntun fellur því vel að mark­miðum stjórn­valda að auka  vel­ferð og ham­ingju hjá börnum og ungu fólki.

Á vef Emb­ættis land­læknis kemur fram að vís­bend­ingar séu um að and­legri heilsu ung­menna á Íslandi hafi hrakað á und­an­förnum árum og þró­unin sé í verri átt. Skip­aður var starfs­hópur 1. nóv­em­ber 2018 sem var liður í geð­heil­brigð­is­stefnu stjórn­valda til árs­ins 2020.  Í starfs­hópn­um voru full­trúar frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyti, Mennta­mála­stofn­un, Kenn­ara­sam­bandi Íslands, Heim­ili og skóla og Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Emb­ætti land­læknis og var Emb­ætti land­læknis falið að leiða vinnu hóps­ins í sam­ráði við heil­brigð­is­ráðu­neyt­ið. Starfs­hóp­ur­inn lagði meðal ann­ars fyrir könnun meðal starfs­fólks í leik-, grunn- og fram­halds­skólum um allt land til að fá sem skýrasta mynd af því hvernig geð­rækt­ar­starfi í skólum er háttað í dag, finna má nið­ur­stöð­urnar á vef Land­lækn­is Geð­rækt, for­varnir og stuðn­ingur við börn og ung­menni í skólum á Íslandi.

Í jan­úar 2020 skil­aði starfs­hóp­ur­inn síðan nið­ur­stöðum og til­lög­um Inn­leið­ing geð­rækt­ar­starfs, for­varna og stuðn­ing við börn og ung­menni í skólum Íslands.   Þar kemur fram að „Al­þjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­un­in ­mælir með að heilsu­efl­ing fari fram í skólum með heild­rænum hætti þar sem jöfn áhersla er lögð á and­lega, lík­am­lega og félags­lega vellíð­an. Þetta sé hag­kvæm­asta leiðin til að efla bæði heilsu, vellíðan og náms­ár­ang­ur.“ Einnig kemur fram í skýrsl­unni að mik­il­vægt er að hefj­ast handa við að inn­leiða með mark­vissum hætti vinnu í geð­rækt, for­vörnum og snemmtækan stuðn­ing við börn og ung­menni, mennta kenn­ara og náms­ráð­gjafa og aðra aðila sem koma að þess­ari vinnu. Til að ná mark­miðum stjórn­valda um aukna vel­ferð og ham­ingju þarf að setja vel­ferð­ar­kennslu inn í skól­anna með mark­vissum hætti. Við þurfum að horfa á hvernig skóla­menn­ingu við viljum hafa og hvernig sam­fé­lag við viljum búa börnum okkar í nútíð og fram­tíð. Það er ekki eins manns verk - heldur er það sam­fé­lagið allt sem  hefur áhrif á að það gangi vel. Huga þarf að því hvernig skól­inn getur skapað umhverfi þar sem við náum að virkja „leið­toga“ í hverju og einu barni svo það geti betur tek­ist á við lífið sjálft sorgir og sigra, þekkt gildi sín og geti lagt af mörkum til sam­fé­lags­ins með því að vera virkur þjóð­fé­lags­þegn, lifað merk­ing­ar­bæru lífi og þannig haft áhrif á vel­ferð sína og ham­ingju. Það hefur verið leit­ast við að skil­greina við­fangs­efnið og safna upp­lýs­ingum með ýmsum hætti, reyna að greina hvað gengur vel og hvað má betur gera til að auka vellíðan og ham­ingju barna og ung­menna. Næsta skref er að takast á við verk­efnið og setja Vel­ferð­ar­kennslu inn í skól­anna með mark­vissum hætti.

Höf­undur er Náms- og starfs­ráð­gjafi og nem­andi í jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar