Á degi hafsins – stærsta vistkerfi Jarðar

Í tilefni af degi hafsins fjallar Árni Finnsson um verndun sjávar – hér heima sem og alþjóðlega.

Auglýsing

Umræða um verndun hafs­ins og nýt­ingu þess hér­lendis hættir til að verða ein­hæf. Góðum árangri við fisk­veiði­stjórn vilja útgerð­ar­menn þakka úthlutun veiði­kvóta sem þeir segja for­sendu þess að það tókst að tak­marka heild­ar­afla á Íslands­mið­um. Nær væri að segja að heild­ar­afla­mark – afla­reglan – í sam­ræmi við ráð­gjöf vís­inda­manna Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar hafi verið mik­il­væg­asta for­send­an, en kvóta­kerfið var sú skipt­ing heild­ar­afl­ans sem útgerð­ar­menn gátu sætt sig við. Vel má hugsa sér að ann­ars konar kerfi – byggt á afla­reglu – hefði einnig dregið úr fjölda skipa á Íslands­mið­um, dregið úr olíu­notkun og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Jafn­framt má hugsa sér að þjóðin hefði fengið stærri hluta arðs­ins af auð­lind­inni í sinn hlut.

Dagur hafs­ins

Hug­myndin um sér­stakan dag hafs­ins var fyrst lögð fram á umhverf­is­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í Ríó árið 1992, að fagna skyldi degi hafs­ins um heim allan á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Það var ekki fyrr en 2008 að þessi dag­ur, 8. júní, var fyrst hald­inn hátíð­legur á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna ár hvert til áminn­ingar um mik­il­vægi hafs­ins.

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun sýna vel mik­il­vægi hafs­ins. Ekki síst  mark­mið nr. 2 um að útrýma hungri og tryggja fæðu­ör­yggi. Þá má nefna mark­mið nr. 8 um góða atvinnu og hag­vöxt. 

Auglýsing

14. heims­mark­miðið snýr að verndun hafs­ins beint. Þar er meðal und­ir­mark­miða að vinna gegn súrnun sjávar og halda skað­legum áhrifum lofts­lags­breyt­inga í skefj­um. Heims­mark­mið nr. 12, að tryggja sjálf­bær neyslu- og fram­leiðslu­mynstur, er afar mik­il­vægt fyrir sam­fé­lög sem byggja afkomu sína á sjáv­ar­út­vegi.

Hið 13. „Að­gerðir í lofts­lags­málum“ – und­ir­strikar einnig nauð­syn þess að vinna gegn súrnun sjáv­ar. Hér verðuir einig að skoða –  þótt það sé ekki nefnt fullum fetum í sjálf­bærni­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna, vax­andi súr­efn­iskort vegna meng­unar af völdum nær­ing­ar­efna, og vegna þess að þegar hafið hlýnar minnkar súr­efni.

Hafið verndar

Plöntu­svif í haf­inu bindur gríð­ar­legt magn af kolefni úr and­rúms­loft­inu og dregur þannig úr gróð­ur­húsa­á­hrif­um. Jafn­framt fram­leiðir hafið um 70% alls súr­efnis í and­rúms­loft­inu. Vís­inda­rann­sóknir um það hvernig hafið getur hjálpað okkur í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ingar verða æ mik­il­væg­ari.

Nýleg grein í Kjarn­an­um.is um stöðuga hnignun eða fölnun Kór­al­rifs­ins mikla undan norð­vest­ur­strönd Ástr­alíu minnir okkur á þessa stað­reynd. Hafið hlýnar og líf­ríki Kór­al­rifs­ins mikla er í æ meiri hættu.

Stefna í mál­efnum hafs­ins?

Til að ein­falda málið nokkuð gæti stefna Íslands í mál­efnum hafs­ins falist í að fram­fylgja ofan­nefndum heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un. Sumt hefur gengið vel hér heima, annað síð­ur, en umræðan er alþjóð­leg og rödd Íslands þarf að verða miklu skýr­ari. Við eigum að þessu leyti kost á góðu sam­starfi við aðrar þjóð­ir, svo sem aðrar Norð­ur­landa­þjóðir eða smá eyríki sem eiga eftir að finna hvað mest fyrir áhrifum breyt­inga á lofts­lagi, og eru nú þegar komin í vanda.

Í vetur leið var lögð fram á Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­laga um mótun stefnu Íslands um mál­efni hafs­ins. Þar seg­ir: 

„Al­þingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra í sam­ráði við sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra að setja á fót starfs­hóp um mótun stefnu Íslands um mál­efni hafs­ins, með það að leið­ar­ljósi að Ísland marki sér stöðu sem fram­sækið ríki þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum og verndun og sjálf­bærri nýt­ingu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika sjáv­ar, bæði hér á landi og á alþjóða­vett­vangi. Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með nið­ur­stöðum eigi síðar en 15. apríl 2020.“

Hugs­an­lega dag­aði þessa til­lögu uppi í kóf­inu en því miður verður að ætla lík­legra að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafi lít­inn áhuga á að ræða þessi mál. Hefðin er að umræða um stefnu­mótun um mál­efni hafs­ins fari fram á bak við luktar dyr og sam­ráð tak­mark­ist við full­trúa SFS.

Svart­olía

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, Guð­mundur Andri Thors­son, nefndi sér­stak­lega svartol­íu­notkun í flutn­ings­ræðu sinni:

„Ís­land beiti sér fyrir því á vett­vangi Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar, IMO, að bruni svartolíu sem elds­neytis fyrir skip og flutn­ingur olíu á norð­ur­slóðum verði bann­aður líkt og IMO hefur sam­þykkt við suð­ur­heim­skaut­ið, þ.e. sunnan 66. breidd­argráðu.“

Og Guð­mundur Andri bætti við:

„Þá ber að hafa í huga í þessu sam­bandi að svart­olía er gríð­ar­lega eitrað og seig­fljót­andi skipa­elds­neyti sem brotnar afar hægt niður í líf­ríki sjávar og alveg sér­stak­lega á kald­ari slóð­um, í Norð­ur­höf­um. Verði skips­skaði eða sjó­slys gæti það orsakað óbæt­an­legan skaða á fiski­miðum okkar enda er nán­ast von­laust að hreinsa svartolíu úr haf­inu. Bruni svartolíu veldur auknum gróð­ur­húsa­á­hrifum þegar sótagnir sem mynd­ast setj­ast á ís og jökla og dekkja yfir­borð­ið.“

Það liggur nán­ast í augum uppi að ef til væri heild­ræn stefna um mál­efni hafs­ins – stefna sem stenst sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna, þá væri þegar búið að banna bruna og flutn­inga á svartolíu innan íslenskrar land­helg­i. 

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar