Á degi hafsins – stærsta vistkerfi Jarðar

Í tilefni af degi hafsins fjallar Árni Finnsson um verndun sjávar – hér heima sem og alþjóðlega.

Auglýsing

Umræða um verndun hafs­ins og nýt­ingu þess hér­lendis hættir til að verða ein­hæf. Góðum árangri við fisk­veiði­stjórn vilja útgerð­ar­menn þakka úthlutun veiði­kvóta sem þeir segja for­sendu þess að það tókst að tak­marka heild­ar­afla á Íslands­mið­um. Nær væri að segja að heild­ar­afla­mark – afla­reglan – í sam­ræmi við ráð­gjöf vís­inda­manna Haf­rann­sókn­ar­stofn­unar hafi verið mik­il­væg­asta for­send­an, en kvóta­kerfið var sú skipt­ing heild­ar­afl­ans sem útgerð­ar­menn gátu sætt sig við. Vel má hugsa sér að ann­ars konar kerfi – byggt á afla­reglu – hefði einnig dregið úr fjölda skipa á Íslands­mið­um, dregið úr olíu­notkun og þar með losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda. Jafn­framt má hugsa sér að þjóðin hefði fengið stærri hluta arðs­ins af auð­lind­inni í sinn hlut.

Dagur hafs­ins

Hug­myndin um sér­stakan dag hafs­ins var fyrst lögð fram á umhverf­is­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í Ríó árið 1992, að fagna skyldi degi hafs­ins um heim allan á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna. Það var ekki fyrr en 2008 að þessi dag­ur, 8. júní, var fyrst hald­inn hátíð­legur á vegum Sam­ein­uðu þjóð­anna ár hvert til áminn­ingar um mik­il­vægi hafs­ins.

Heims­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun sýna vel mik­il­vægi hafs­ins. Ekki síst  mark­mið nr. 2 um að útrýma hungri og tryggja fæðu­ör­yggi. Þá má nefna mark­mið nr. 8 um góða atvinnu og hag­vöxt. 

Auglýsing

14. heims­mark­miðið snýr að verndun hafs­ins beint. Þar er meðal und­ir­mark­miða að vinna gegn súrnun sjávar og halda skað­legum áhrifum lofts­lags­breyt­inga í skefj­um. Heims­mark­mið nr. 12, að tryggja sjálf­bær neyslu- og fram­leiðslu­mynstur, er afar mik­il­vægt fyrir sam­fé­lög sem byggja afkomu sína á sjáv­ar­út­vegi.

Hið 13. „Að­gerðir í lofts­lags­málum“ – und­ir­strikar einnig nauð­syn þess að vinna gegn súrnun sjáv­ar. Hér verðuir einig að skoða –  þótt það sé ekki nefnt fullum fetum í sjálf­bærni­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna, vax­andi súr­efn­iskort vegna meng­unar af völdum nær­ing­ar­efna, og vegna þess að þegar hafið hlýnar minnkar súr­efni.

Hafið verndar

Plöntu­svif í haf­inu bindur gríð­ar­legt magn af kolefni úr and­rúms­loft­inu og dregur þannig úr gróð­ur­húsa­á­hrif­um. Jafn­framt fram­leiðir hafið um 70% alls súr­efnis í and­rúms­loft­inu. Vís­inda­rann­sóknir um það hvernig hafið getur hjálpað okkur í bar­átt­unni við lofts­lags­breyt­ingar verða æ mik­il­væg­ari.

Nýleg grein í Kjarn­an­um.is um stöðuga hnignun eða fölnun Kór­al­rifs­ins mikla undan norð­vest­ur­strönd Ástr­alíu minnir okkur á þessa stað­reynd. Hafið hlýnar og líf­ríki Kór­al­rifs­ins mikla er í æ meiri hættu.

Stefna í mál­efnum hafs­ins?

Til að ein­falda málið nokkuð gæti stefna Íslands í mál­efnum hafs­ins falist í að fram­fylgja ofan­nefndum heims­mark­miðum Sam­ein­uðu þjóð­anna um sjálf­bæra þró­un. Sumt hefur gengið vel hér heima, annað síð­ur, en umræðan er alþjóð­leg og rödd Íslands þarf að verða miklu skýr­ari. Við eigum að þessu leyti kost á góðu sam­starfi við aðrar þjóð­ir, svo sem aðrar Norð­ur­landa­þjóðir eða smá eyríki sem eiga eftir að finna hvað mest fyrir áhrifum breyt­inga á lofts­lagi, og eru nú þegar komin í vanda.

Í vetur leið var lögð fram á Alþingi þings­á­lykt­un­ar­til­laga um mótun stefnu Íslands um mál­efni hafs­ins. Þar seg­ir: 

„Al­þingi ályktar að fela for­sæt­is­ráð­herra í sam­ráði við sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra að setja á fót starfs­hóp um mótun stefnu Íslands um mál­efni hafs­ins, með það að leið­ar­ljósi að Ísland marki sér stöðu sem fram­sækið ríki þegar kemur að lofts­lags­breyt­ingum og verndun og sjálf­bærri nýt­ingu líf­fræði­legs fjöl­breyti­leika sjáv­ar, bæði hér á landi og á alþjóða­vett­vangi. Starfs­hóp­ur­inn skili skýrslu með nið­ur­stöðum eigi síðar en 15. apríl 2020.“

Hugs­an­lega dag­aði þessa til­lögu uppi í kóf­inu en því miður verður að ætla lík­legra að rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir hafi lít­inn áhuga á að ræða þessi mál. Hefðin er að umræða um stefnu­mótun um mál­efni hafs­ins fari fram á bak við luktar dyr og sam­ráð tak­mark­ist við full­trúa SFS.

Svart­olía

Fyrsti flutn­ings­maður til­lög­unn­ar, Guð­mundur Andri Thors­son, nefndi sér­stak­lega svartol­íu­notkun í flutn­ings­ræðu sinni:

„Ís­land beiti sér fyrir því á vett­vangi Alþjóða­sigl­inga­mála­stofn­un­ar­inn­ar, IMO, að bruni svartolíu sem elds­neytis fyrir skip og flutn­ingur olíu á norð­ur­slóðum verði bann­aður líkt og IMO hefur sam­þykkt við suð­ur­heim­skaut­ið, þ.e. sunnan 66. breidd­argráðu.“

Og Guð­mundur Andri bætti við:

„Þá ber að hafa í huga í þessu sam­bandi að svart­olía er gríð­ar­lega eitrað og seig­fljót­andi skipa­elds­neyti sem brotnar afar hægt niður í líf­ríki sjávar og alveg sér­stak­lega á kald­ari slóð­um, í Norð­ur­höf­um. Verði skips­skaði eða sjó­slys gæti það orsakað óbæt­an­legan skaða á fiski­miðum okkar enda er nán­ast von­laust að hreinsa svartolíu úr haf­inu. Bruni svartolíu veldur auknum gróð­ur­húsa­á­hrifum þegar sótagnir sem mynd­ast setj­ast á ís og jökla og dekkja yfir­borð­ið.“

Það liggur nán­ast í augum uppi að ef til væri heild­ræn stefna um mál­efni hafs­ins – stefna sem stenst sjálf­bærni­mark­mið Sam­ein­uðu þjóð­anna, þá væri þegar búið að banna bruna og flutn­inga á svartolíu innan íslenskrar land­helg­i. 

Höf­undur er for­­maður Nátt­úru­vernd­­ar­­sam­­taka Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar