Mismunun eftir íslenskukunnáttu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sautjándi pistillinn.

Auglýsing

17. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að láta aldrei skort á íslensku­kunn­áttu bitna á fólki eða nota hann til að mis­muna því á ómál­efna­legan hátt.

Nú hafa verið lögð fram drög að frum­varpi um að bæta í stjórn­ar­skrá ákvæð­inu „Ís­lenska er rík­is­mál Íslands og skal rík­is­valdið styðja hana og vernda“, og sam­svar­andi ákvæði um íslenskt tákn­mál. Þótt engin ástæða sé til að amast við þessu er rétt að minna á að í til­lögum Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá er svohljóð­andi ákvæði: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann­rétt­inda án mis­mun­un­ar, svo sem vegna […] tungu­máls […].“ Í skýr­ingum við þetta seg­ir: „Þessu ákvæði er ætlað að úti­loka mis­munun gagn­vart fólki sem talar annað mál en íslensku eða aðra mál­lýsku en þá sem ráð­andi er í sam­fé­lag­inu hverju sinn­i.“

Á sein­ustu árum hafa iðu­lega birst fréttir um að erlent afgreiðslu­fólk á hót­el­um, veit­inga­stöðum og í versl­unum verði fyrir aðkasti vegna skorts á íslensku­kunn­áttu. Það er vit­an­lega óvið­un­andi – bar­átta fyrir íslensk­unni má aldrei snú­ast upp í þjóð­rembu og hana má aldrei nota til þess að úti­loka fólk á ómál­efna­legan hátt eða gera með ein­hverju móti lítið úr því. Vissu­lega getur í sumum til­vikum verið mál­efna­legt að gera kröfur um íslensku­kunn­áttu „til að tryggja skil­virk sam­skipti við við­skipta­vini, þar á meðal í störfum í þjón­ustu­geir­an­um“, en þetta er við­kvæmt og vand­með­farið mál.

hætta er fyrir hendi að íslenskan verði not­uð, með­vitað eða ómeð­vit­að, til að búa til lag­skipt þjóð­fé­lag þar sem ann­ars vegar erum „við“, fólk sem ræður öllu í þjóð­fé­lag­inu, m.a. í krafti mál­fars­legra yfir­burða, og situr að bestu bit­unum hvað varðar mennt­un, tekjur o.s.frv. – og svo „hin“, fólk af erlendum upp­runa, jafn­vel önnur og þriðja kyn­slóð inn­flytj­enda, sem hefur ekki gott vald á íslensku og kemst þess vegna hvergi áfram en situr eftir ómenntað í lág­launa­störf­um, áhrifa­laust um umhverfi sitt og fram­tíð. Hugs­an­lega kæra sumir atvinnu­rek­endur sig ekk­ert um að erlent starfs­fólk þeirra læri íslensku því að þá gæti það farið að gera meiri kröfur og átta sig betur á rétt­indum sín­um.

Auglýsing

Ef fólk úr þessum hópi ætlar sér að taka virkan þátt í þjóð­fé­lag­inu, t.d. í stjórn­mál­um, fær það iðu­lega á sig  óvægna gagn­rýni vegna ófull­kom­innar íslensku­kunn­áttu. Fyrir utan þann skaða sem þetta veldur fólk­inu sem í því lendir er þetta stór­hættu­legt fyrir lýð­ræðið og býr til jarð­veg fyrir lýð­skrum og öfga­stefn­ur. Ef inn­flytj­endur verða 15-20% lands­manna innan fárra ára hefur það vita­skuld áhrif á stöðu íslensk­unnar sem til skamms tíma var ein­ráð á öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins. Þessi breytta staða skapar spennu milli íslensku og ensku – og hugs­an­lega einnig milli Íslend­inga og inn­flytj­enda.

Við þurfum að finna leið sem tekur til­lit til útlend­inga og gerir þeim kleift að bjarga sér í sam­fé­lag­inu, án þess að íslenskan verði ævin­lega víkj­andi. Það er ekki ein­falt mál að halda íslensk­unni á lofti, halda því til streitu að hún sé not­hæf og notuð á öllum sviðum, en jafn­framt gæta þess að íslensku­kunn­átta og -færni sé aldrei notuð til að mis­muna fólki. Það er brýnt að stjórn­völd móti stefnu í þessum mál­um. Fólki sem ekki hefur íslensku að móð­ur­máli mun fara fjölg­andi hér á landi á næstu árum og það er mik­il­vægt að það vilji læra íslensku – og eigi þess kost.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiÁlit