Mismunun eftir íslenskukunnáttu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sautjándi pistillinn.

Auglýsing

17. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að láta aldrei skort á íslensku­kunn­áttu bitna á fólki eða nota hann til að mis­muna því á ómál­efna­legan hátt.

Nú hafa verið lögð fram drög að frum­varpi um að bæta í stjórn­ar­skrá ákvæð­inu „Ís­lenska er rík­is­mál Íslands og skal rík­is­valdið styðja hana og vernda“, og sam­svar­andi ákvæði um íslenskt tákn­mál. Þótt engin ástæða sé til að amast við þessu er rétt að minna á að í til­lögum Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá er svohljóð­andi ákvæði: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann­rétt­inda án mis­mun­un­ar, svo sem vegna […] tungu­máls […].“ Í skýr­ingum við þetta seg­ir: „Þessu ákvæði er ætlað að úti­loka mis­munun gagn­vart fólki sem talar annað mál en íslensku eða aðra mál­lýsku en þá sem ráð­andi er í sam­fé­lag­inu hverju sinn­i.“

Á sein­ustu árum hafa iðu­lega birst fréttir um að erlent afgreiðslu­fólk á hót­el­um, veit­inga­stöðum og í versl­unum verði fyrir aðkasti vegna skorts á íslensku­kunn­áttu. Það er vit­an­lega óvið­un­andi – bar­átta fyrir íslensk­unni má aldrei snú­ast upp í þjóð­rembu og hana má aldrei nota til þess að úti­loka fólk á ómál­efna­legan hátt eða gera með ein­hverju móti lítið úr því. Vissu­lega getur í sumum til­vikum verið mál­efna­legt að gera kröfur um íslensku­kunn­áttu „til að tryggja skil­virk sam­skipti við við­skipta­vini, þar á meðal í störfum í þjón­ustu­geir­an­um“, en þetta er við­kvæmt og vand­með­farið mál.

hætta er fyrir hendi að íslenskan verði not­uð, með­vitað eða ómeð­vit­að, til að búa til lag­skipt þjóð­fé­lag þar sem ann­ars vegar erum „við“, fólk sem ræður öllu í þjóð­fé­lag­inu, m.a. í krafti mál­fars­legra yfir­burða, og situr að bestu bit­unum hvað varðar mennt­un, tekjur o.s.frv. – og svo „hin“, fólk af erlendum upp­runa, jafn­vel önnur og þriðja kyn­slóð inn­flytj­enda, sem hefur ekki gott vald á íslensku og kemst þess vegna hvergi áfram en situr eftir ómenntað í lág­launa­störf­um, áhrifa­laust um umhverfi sitt og fram­tíð. Hugs­an­lega kæra sumir atvinnu­rek­endur sig ekk­ert um að erlent starfs­fólk þeirra læri íslensku því að þá gæti það farið að gera meiri kröfur og átta sig betur á rétt­indum sín­um.

Auglýsing

Ef fólk úr þessum hópi ætlar sér að taka virkan þátt í þjóð­fé­lag­inu, t.d. í stjórn­mál­um, fær það iðu­lega á sig  óvægna gagn­rýni vegna ófull­kom­innar íslensku­kunn­áttu. Fyrir utan þann skaða sem þetta veldur fólk­inu sem í því lendir er þetta stór­hættu­legt fyrir lýð­ræðið og býr til jarð­veg fyrir lýð­skrum og öfga­stefn­ur. Ef inn­flytj­endur verða 15-20% lands­manna innan fárra ára hefur það vita­skuld áhrif á stöðu íslensk­unnar sem til skamms tíma var ein­ráð á öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins. Þessi breytta staða skapar spennu milli íslensku og ensku – og hugs­an­lega einnig milli Íslend­inga og inn­flytj­enda.

Við þurfum að finna leið sem tekur til­lit til útlend­inga og gerir þeim kleift að bjarga sér í sam­fé­lag­inu, án þess að íslenskan verði ævin­lega víkj­andi. Það er ekki ein­falt mál að halda íslensk­unni á lofti, halda því til streitu að hún sé not­hæf og notuð á öllum sviðum, en jafn­framt gæta þess að íslensku­kunn­átta og -færni sé aldrei notuð til að mis­muna fólki. Það er brýnt að stjórn­völd móti stefnu í þessum mál­um. Fólki sem ekki hefur íslensku að móð­ur­máli mun fara fjölg­andi hér á landi á næstu árum og það er mik­il­vægt að það vilji læra íslensku – og eigi þess kost.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiÁlit