Mismunun eftir íslenskukunnáttu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sautjándi pistillinn.

Auglýsing

17. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að láta aldrei skort á íslensku­kunn­áttu bitna á fólki eða nota hann til að mis­muna því á ómál­efna­legan hátt.

Nú hafa verið lögð fram drög að frum­varpi um að bæta í stjórn­ar­skrá ákvæð­inu „Ís­lenska er rík­is­mál Íslands og skal rík­is­valdið styðja hana og vernda“, og sam­svar­andi ákvæði um íslenskt tákn­mál. Þótt engin ástæða sé til að amast við þessu er rétt að minna á að í til­lögum Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá er svohljóð­andi ákvæði: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann­rétt­inda án mis­mun­un­ar, svo sem vegna […] tungu­máls […].“ Í skýr­ingum við þetta seg­ir: „Þessu ákvæði er ætlað að úti­loka mis­munun gagn­vart fólki sem talar annað mál en íslensku eða aðra mál­lýsku en þá sem ráð­andi er í sam­fé­lag­inu hverju sinn­i.“

Á sein­ustu árum hafa iðu­lega birst fréttir um að erlent afgreiðslu­fólk á hót­el­um, veit­inga­stöðum og í versl­unum verði fyrir aðkasti vegna skorts á íslensku­kunn­áttu. Það er vit­an­lega óvið­un­andi – bar­átta fyrir íslensk­unni má aldrei snú­ast upp í þjóð­rembu og hana má aldrei nota til þess að úti­loka fólk á ómál­efna­legan hátt eða gera með ein­hverju móti lítið úr því. Vissu­lega getur í sumum til­vikum verið mál­efna­legt að gera kröfur um íslensku­kunn­áttu „til að tryggja skil­virk sam­skipti við við­skipta­vini, þar á meðal í störfum í þjón­ustu­geir­an­um“, en þetta er við­kvæmt og vand­með­farið mál.

hætta er fyrir hendi að íslenskan verði not­uð, með­vitað eða ómeð­vit­að, til að búa til lag­skipt þjóð­fé­lag þar sem ann­ars vegar erum „við“, fólk sem ræður öllu í þjóð­fé­lag­inu, m.a. í krafti mál­fars­legra yfir­burða, og situr að bestu bit­unum hvað varðar mennt­un, tekjur o.s.frv. – og svo „hin“, fólk af erlendum upp­runa, jafn­vel önnur og þriðja kyn­slóð inn­flytj­enda, sem hefur ekki gott vald á íslensku og kemst þess vegna hvergi áfram en situr eftir ómenntað í lág­launa­störf­um, áhrifa­laust um umhverfi sitt og fram­tíð. Hugs­an­lega kæra sumir atvinnu­rek­endur sig ekk­ert um að erlent starfs­fólk þeirra læri íslensku því að þá gæti það farið að gera meiri kröfur og átta sig betur á rétt­indum sín­um.

Auglýsing

Ef fólk úr þessum hópi ætlar sér að taka virkan þátt í þjóð­fé­lag­inu, t.d. í stjórn­mál­um, fær það iðu­lega á sig  óvægna gagn­rýni vegna ófull­kom­innar íslensku­kunn­áttu. Fyrir utan þann skaða sem þetta veldur fólk­inu sem í því lendir er þetta stór­hættu­legt fyrir lýð­ræðið og býr til jarð­veg fyrir lýð­skrum og öfga­stefn­ur. Ef inn­flytj­endur verða 15-20% lands­manna innan fárra ára hefur það vita­skuld áhrif á stöðu íslensk­unnar sem til skamms tíma var ein­ráð á öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins. Þessi breytta staða skapar spennu milli íslensku og ensku – og hugs­an­lega einnig milli Íslend­inga og inn­flytj­enda.

Við þurfum að finna leið sem tekur til­lit til útlend­inga og gerir þeim kleift að bjarga sér í sam­fé­lag­inu, án þess að íslenskan verði ævin­lega víkj­andi. Það er ekki ein­falt mál að halda íslensk­unni á lofti, halda því til streitu að hún sé not­hæf og notuð á öllum sviðum, en jafn­framt gæta þess að íslensku­kunn­átta og -færni sé aldrei notuð til að mis­muna fólki. Það er brýnt að stjórn­völd móti stefnu í þessum mál­um. Fólki sem ekki hefur íslensku að móð­ur­máli mun fara fjölg­andi hér á landi á næstu árum og það er mik­il­vægt að það vilji læra íslensku – og eigi þess kost.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit