Mismunun eftir íslenskukunnáttu

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, birtir nú pistla á Kjarnanum um heilræði eða boðorð um íslenska málrækt. Hér kemur sautjándi pistillinn.

Auglýsing

17. Til að efla íslensku og tryggja fram­tíð hennar er mik­il­vægt að láta aldrei skort á íslensku­kunn­áttu bitna á fólki eða nota hann til að mis­muna því á ómál­efna­legan hátt.

Nú hafa verið lögð fram drög að frum­varpi um að bæta í stjórn­ar­skrá ákvæð­inu „Ís­lenska er rík­is­mál Íslands og skal rík­is­valdið styðja hana og vernda“, og sam­svar­andi ákvæði um íslenskt tákn­mál. Þótt engin ástæða sé til að amast við þessu er rétt að minna á að í til­lögum Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá er svohljóð­andi ákvæði: „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann­rétt­inda án mis­mun­un­ar, svo sem vegna […] tungu­máls […].“ Í skýr­ingum við þetta seg­ir: „Þessu ákvæði er ætlað að úti­loka mis­munun gagn­vart fólki sem talar annað mál en íslensku eða aðra mál­lýsku en þá sem ráð­andi er í sam­fé­lag­inu hverju sinn­i.“

Á sein­ustu árum hafa iðu­lega birst fréttir um að erlent afgreiðslu­fólk á hót­el­um, veit­inga­stöðum og í versl­unum verði fyrir aðkasti vegna skorts á íslensku­kunn­áttu. Það er vit­an­lega óvið­un­andi – bar­átta fyrir íslensk­unni má aldrei snú­ast upp í þjóð­rembu og hana má aldrei nota til þess að úti­loka fólk á ómál­efna­legan hátt eða gera með ein­hverju móti lítið úr því. Vissu­lega getur í sumum til­vikum verið mál­efna­legt að gera kröfur um íslensku­kunn­áttu „til að tryggja skil­virk sam­skipti við við­skipta­vini, þar á meðal í störfum í þjón­ustu­geir­an­um“, en þetta er við­kvæmt og vand­með­farið mál.

hætta er fyrir hendi að íslenskan verði not­uð, með­vitað eða ómeð­vit­að, til að búa til lag­skipt þjóð­fé­lag þar sem ann­ars vegar erum „við“, fólk sem ræður öllu í þjóð­fé­lag­inu, m.a. í krafti mál­fars­legra yfir­burða, og situr að bestu bit­unum hvað varðar mennt­un, tekjur o.s.frv. – og svo „hin“, fólk af erlendum upp­runa, jafn­vel önnur og þriðja kyn­slóð inn­flytj­enda, sem hefur ekki gott vald á íslensku og kemst þess vegna hvergi áfram en situr eftir ómenntað í lág­launa­störf­um, áhrifa­laust um umhverfi sitt og fram­tíð. Hugs­an­lega kæra sumir atvinnu­rek­endur sig ekk­ert um að erlent starfs­fólk þeirra læri íslensku því að þá gæti það farið að gera meiri kröfur og átta sig betur á rétt­indum sín­um.

Auglýsing

Ef fólk úr þessum hópi ætlar sér að taka virkan þátt í þjóð­fé­lag­inu, t.d. í stjórn­mál­um, fær það iðu­lega á sig  óvægna gagn­rýni vegna ófull­kom­innar íslensku­kunn­áttu. Fyrir utan þann skaða sem þetta veldur fólk­inu sem í því lendir er þetta stór­hættu­legt fyrir lýð­ræðið og býr til jarð­veg fyrir lýð­skrum og öfga­stefn­ur. Ef inn­flytj­endur verða 15-20% lands­manna innan fárra ára hefur það vita­skuld áhrif á stöðu íslensk­unnar sem til skamms tíma var ein­ráð á öllum sviðum þjóð­fé­lags­ins. Þessi breytta staða skapar spennu milli íslensku og ensku – og hugs­an­lega einnig milli Íslend­inga og inn­flytj­enda.

Við þurfum að finna leið sem tekur til­lit til útlend­inga og gerir þeim kleift að bjarga sér í sam­fé­lag­inu, án þess að íslenskan verði ævin­lega víkj­andi. Það er ekki ein­falt mál að halda íslensk­unni á lofti, halda því til streitu að hún sé not­hæf og notuð á öllum sviðum, en jafn­framt gæta þess að íslensku­kunn­átta og -færni sé aldrei notuð til að mis­muna fólki. Það er brýnt að stjórn­völd móti stefnu í þessum mál­um. Fólki sem ekki hefur íslensku að móð­ur­máli mun fara fjölg­andi hér á landi á næstu árum og það er mik­il­vægt að það vilji læra íslensku – og eigi þess kost.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit