Fjárfesting til framtíðar

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi leggur til að hið opinbera stofni nýsköpunarsjóð sem verði notaður til að fjármagna þjónustu sveitarfélaga við verðandi og nýbakaða foreldra smábarna til eins eða tveggja ára aldurs.

Auglýsing

Fjár­fest­ing í upp­eldi og aðhlynn­ingu barna fyrstu ævi­árin er lyk­ill að auk­inni far­sæld í sam­fé­lagi okk­ar. Og veru­lega kostn­að­ar­spar­andi til lengri tíma litið eins Heck­mankúrfan sýn­ir. En eigum við nóga pen­inga til að auka stuðn­ing við barns­haf­andi pör og for­eldra ungra barna? Hvar má spara á mót­i? 

Árið 2019 vörðu sveit­ar­fé­lög 150 millj­örðum  í mennta­kerf­ið. Litlu sem engu fjár­magni varið í ráð­gef­andi þjón­ustu við barns­haf­andi pör og for­eldra ung­barna, þrátt fyrir að það sé besta lang­tíma­fjár­fest­ing sam­fé­lags­ins. Ríkið varði að auki 80 millj­örðum í mennta­kerfið og tugum millj­arða til við­bótar í ýmiss konar stofn­ana­úr­ræði til að hjálpa fólki sem á erfitt með að fóta sig í líf­inu.

Auglýsing
Gera má ráð fyrir að hægt sé að spara nokkuð í stofn­ana­úr­ræðum vegna félags­legra og heilsu­tengdra vanda­mála ef betur tekst til með upp­eldi ungra barna. Hvað ef við tökum sem nemur 1% af þeim 230 millj­örðum sem varið er til upp­eldis og mennt­unar og setjum í ráð­gjöf og stuðn­ing við barna­upp­eldi? Hægt er að gera bylt­ingu í þessum mála­flokki með fjár­fest­ingu upp á 2,3 millj­arða. Þá fá allir verð­andi for­eldrar skipu­lega fræðslu um for­eldra­hlut­verkið og ráð­gjöf fyrstu æviár barns­ins. 

Á hverju ári eru  um 100.000 nemar í mennta­kerf­inu, í leik­skól­um, grunn­skól­um, fram­halds­skólum og háskól­um. Kostn­aður við hvern nema er að með­al­tali 2,3 millj­ónir króna á ári. Árlega fæð­ast ríf­lega 4000 börn á Íslandi. Að setja 300-500 þús­und á ári að með­al­tali í stuðn­ing við sér­hvert barns­haf­andi par og uppalendur smá­barna er lík­legt til að auka far­sæld okkar veru­lega til lengri tíma litið og hag­kvæmni með því að styrkja náin tengsl á við­kvæmu skeiði.

Ég legg til að hið opin­bera stofni nýsköp­un­ar­sjóð með árlegu fram­lagi að upp­hæð 2,3 millj­arðar króna. Sjóð­ur­inn verði not­aður til að fjár­magna þjón­ustu sveit­ar­fé­laga við verð­andi og nýbak­aða for­eldra smá­barna til eins eða tveggja ára ald­urs. Sér­stök áhersla verði lögð á mik­il­vægt hlut­verk feðra í upp­eldi og umönnun ung­barna. Þannig munum við ger­breyta sam­fé­lagi okkar til hins betra.

Höf­undur er fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar