Stefna um stuðning í 1001 dag

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi vonast til þess að ríki og sveitarfélög á Íslandi gríði til aðgerða sem felast í stefnumótun og fjármögnun til að byggja upp vandaða þjónustu handa litlum börnum og foreldrum þeirra.

Auglýsing

Í breska þing­inu hefur í nokkur ár verið rætt um nauð­syn þess að veita verð­andi og nýbök­uðum feðrum og mæðrum og ungum börnum þeirra auk­inn stuðn­ing. Kostn­aður vegna ýmissa geð­rænna vanda­mála sem rekja má til áfalla í æsku hefur rokið upp þar­lendis og í umræðum árið  2014 var því spáð að frá og með árinu 2024 geti sveit­ar­fé­lög í Bret­landi ekki lengur staðið undir hefð­bund­inni þjón­ustu vegna auk­ins kostn­aðar við ein­stök mál. 

­Þrýst­ingur hefur komið frá ýmsum sam­tökum í þjóð­fé­lag­inu sem hafa átt stóran þátt í að koma mál­efn­inu á dag­skrá og gef­ur skýrsla þings­ins frá árs­byrjun 2019 góða mynd af þeirri þverpóli­tísku sýn sem skap­ast hef­ur. Andrea Leadsom, ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn er meðal þeirra sem barist hafa fyrir mál­efn­inu og fengið mikið lof fyr­ir, m.a. frá Ther­esu May fyrrum for­sæt­is­ráð­herra. Þar í landi var rætt um að stofna nýtt ráðu­neyti um 1001 mik­il­væg­ustu ævi­dag­ana, tíma­bilið frá getn­aði til 2ja ára ald­urs barns.

Umræða um aðgerð­ar­á­ætlun um stefnu í mál­efnum barna og ung­menna hafði verið hér á Íslandi um ára­bil og allt fram til árs­ins 2007. Rætt var um að styrkja stöðu barna- og ung­menna og sporna við sívax­andi kostn­aði í félags- og heil­brigð­is­kerf­inu m.a. með for­eldra­færni­fræðslu fyrir for­eldra fyrsta barns sem þjón­aði þörfum beggja kynja. Því miður náði stefnan ekki flugi vegna hruns­ins. 

Auglýsing
Nokkru eftir hrun var umræðan tekin upp á ný, leidd af 1001 hópnum sem í er fag­fólk frá ýmsum stofn­unum og frjálsum félaga­sam­tök­um. Vernd­ari verk­efn­is­ins er for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son. Hóp­ur­inn sendi öllum sveit­ar­fé­lögum og þing­mönnum ákall árið 2017. Þar var kallað eftir við­ur­kenn­ingu á sér­stökum þörfum verð­andi og nýbak­aðra for­eldra og ungra barna þeirra, ásamt vit­und­ar­vakn­ingu um gildi líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra tengsla barns við báða for­eldra, að breskri fyr­ir­mynd. Barna­mála­ráð­herra hefur sýnt mál­efn­inu áhuga.

Sól­rún Erlings­dóttir og Anna María Jóns­dóttir birtu fræði­lega grein, Lengi býr að fyrstu gerð, í nýjasta riti Geð­vernd­ar. Þar er lýst áhrifum áfalla, streitu og erf­iðrar æsku á þroska ein­stak­lings­ins og lögð fram rök fyrir því að grípa reglu­bundið til snemmtækrar íhlut­unar í þágu barna.

Von­andi grípa ríki og sveit­ar­fé­lög á Íslandi til aðgerða sem fel­ast í stefnu­mótun um mála­flokk­inn og fjár­mögnun til að byggja upp vand­aða þjón­ustu handa litlum börnum og for­eldrum þeirra.

Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þrettán manns með virk smit á Íslandi – allir í ein­angr­un
Tvö sýni greindust jákvæð við landamæraskimun í gær og þrjú innanlands og eru viðkomandi í einangrun. Alls eru nú 13 manns með virk smit á Íslandi og eru þau öll í einangrun.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar