Stefna um stuðning í 1001 dag

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi vonast til þess að ríki og sveitarfélög á Íslandi gríði til aðgerða sem felast í stefnumótun og fjármögnun til að byggja upp vandaða þjónustu handa litlum börnum og foreldrum þeirra.

Auglýsing

Í breska þing­inu hefur í nokkur ár verið rætt um nauð­syn þess að veita verð­andi og nýbök­uðum feðrum og mæðrum og ungum börnum þeirra auk­inn stuðn­ing. Kostn­aður vegna ýmissa geð­rænna vanda­mála sem rekja má til áfalla í æsku hefur rokið upp þar­lendis og í umræðum árið  2014 var því spáð að frá og með árinu 2024 geti sveit­ar­fé­lög í Bret­landi ekki lengur staðið undir hefð­bund­inni þjón­ustu vegna auk­ins kostn­aðar við ein­stök mál. 

­Þrýst­ingur hefur komið frá ýmsum sam­tökum í þjóð­fé­lag­inu sem hafa átt stóran þátt í að koma mál­efn­inu á dag­skrá og gef­ur skýrsla þings­ins frá árs­byrjun 2019 góða mynd af þeirri þverpóli­tísku sýn sem skap­ast hef­ur. Andrea Leadsom, ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn er meðal þeirra sem barist hafa fyrir mál­efn­inu og fengið mikið lof fyr­ir, m.a. frá Ther­esu May fyrrum for­sæt­is­ráð­herra. Þar í landi var rætt um að stofna nýtt ráðu­neyti um 1001 mik­il­væg­ustu ævi­dag­ana, tíma­bilið frá getn­aði til 2ja ára ald­urs barns.

Umræða um aðgerð­ar­á­ætlun um stefnu í mál­efnum barna og ung­menna hafði verið hér á Íslandi um ára­bil og allt fram til árs­ins 2007. Rætt var um að styrkja stöðu barna- og ung­menna og sporna við sívax­andi kostn­aði í félags- og heil­brigð­is­kerf­inu m.a. með for­eldra­færni­fræðslu fyrir for­eldra fyrsta barns sem þjón­aði þörfum beggja kynja. Því miður náði stefnan ekki flugi vegna hruns­ins. 

Auglýsing
Nokkru eftir hrun var umræðan tekin upp á ný, leidd af 1001 hópnum sem í er fag­fólk frá ýmsum stofn­unum og frjálsum félaga­sam­tök­um. Vernd­ari verk­efn­is­ins er for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son. Hóp­ur­inn sendi öllum sveit­ar­fé­lögum og þing­mönnum ákall árið 2017. Þar var kallað eftir við­ur­kenn­ingu á sér­stökum þörfum verð­andi og nýbak­aðra for­eldra og ungra barna þeirra, ásamt vit­und­ar­vakn­ingu um gildi líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra tengsla barns við báða for­eldra, að breskri fyr­ir­mynd. Barna­mála­ráð­herra hefur sýnt mál­efn­inu áhuga.

Sól­rún Erlings­dóttir og Anna María Jóns­dóttir birtu fræði­lega grein, Lengi býr að fyrstu gerð, í nýjasta riti Geð­vernd­ar. Þar er lýst áhrifum áfalla, streitu og erf­iðrar æsku á þroska ein­stak­lings­ins og lögð fram rök fyrir því að grípa reglu­bundið til snemmtækrar íhlut­unar í þágu barna.

Von­andi grípa ríki og sveit­ar­fé­lög á Íslandi til aðgerða sem fel­ast í stefnu­mótun um mála­flokk­inn og fjár­mögnun til að byggja upp vand­aða þjón­ustu handa litlum börnum og for­eldrum þeirra.

Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar