Stefna um stuðning í 1001 dag

Fjölskyldu- og hjónaráðgjafi vonast til þess að ríki og sveitarfélög á Íslandi gríði til aðgerða sem felast í stefnumótun og fjármögnun til að byggja upp vandaða þjónustu handa litlum börnum og foreldrum þeirra.

Auglýsing

Í breska þing­inu hefur í nokkur ár verið rætt um nauð­syn þess að veita verð­andi og nýbök­uðum feðrum og mæðrum og ungum börnum þeirra auk­inn stuðn­ing. Kostn­aður vegna ýmissa geð­rænna vanda­mála sem rekja má til áfalla í æsku hefur rokið upp þar­lendis og í umræðum árið  2014 var því spáð að frá og með árinu 2024 geti sveit­ar­fé­lög í Bret­landi ekki lengur staðið undir hefð­bund­inni þjón­ustu vegna auk­ins kostn­aðar við ein­stök mál. 

­Þrýst­ingur hefur komið frá ýmsum sam­tökum í þjóð­fé­lag­inu sem hafa átt stóran þátt í að koma mál­efn­inu á dag­skrá og gef­ur skýrsla þings­ins frá árs­byrjun 2019 góða mynd af þeirri þverpóli­tísku sýn sem skap­ast hef­ur. Andrea Leadsom, ráð­herra í núver­andi rík­is­stjórn er meðal þeirra sem barist hafa fyrir mál­efn­inu og fengið mikið lof fyr­ir, m.a. frá Ther­esu May fyrrum for­sæt­is­ráð­herra. Þar í landi var rætt um að stofna nýtt ráðu­neyti um 1001 mik­il­væg­ustu ævi­dag­ana, tíma­bilið frá getn­aði til 2ja ára ald­urs barns.

Umræða um aðgerð­ar­á­ætlun um stefnu í mál­efnum barna og ung­menna hafði verið hér á Íslandi um ára­bil og allt fram til árs­ins 2007. Rætt var um að styrkja stöðu barna- og ung­menna og sporna við sívax­andi kostn­aði í félags- og heil­brigð­is­kerf­inu m.a. með for­eldra­færni­fræðslu fyrir for­eldra fyrsta barns sem þjón­aði þörfum beggja kynja. Því miður náði stefnan ekki flugi vegna hruns­ins. 

Auglýsing
Nokkru eftir hrun var umræðan tekin upp á ný, leidd af 1001 hópnum sem í er fag­fólk frá ýmsum stofn­unum og frjálsum félaga­sam­tök­um. Vernd­ari verk­efn­is­ins er for­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son. Hóp­ur­inn sendi öllum sveit­ar­fé­lögum og þing­mönnum ákall árið 2017. Þar var kallað eftir við­ur­kenn­ingu á sér­stökum þörfum verð­andi og nýbak­aðra for­eldra og ungra barna þeirra, ásamt vit­und­ar­vakn­ingu um gildi líf­fræði­legra og til­finn­inga­legra tengsla barns við báða for­eldra, að breskri fyr­ir­mynd. Barna­mála­ráð­herra hefur sýnt mál­efn­inu áhuga.

Sól­rún Erlings­dóttir og Anna María Jóns­dóttir birtu fræði­lega grein, Lengi býr að fyrstu gerð, í nýjasta riti Geð­vernd­ar. Þar er lýst áhrifum áfalla, streitu og erf­iðrar æsku á þroska ein­stak­lings­ins og lögð fram rök fyrir því að grípa reglu­bundið til snemmtækrar íhlut­unar í þágu barna.

Von­andi grípa ríki og sveit­ar­fé­lög á Íslandi til aðgerða sem fel­ast í stefnu­mótun um mála­flokk­inn og fjár­mögnun til að byggja upp vand­aða þjón­ustu handa litlum börnum og for­eldrum þeirra.

Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka
Arion banki með of mikið eigið fé
Nýliðinn ársfjórðungur var góður fyrir Arion banka, samkvæmt nýútgefnu ársfjórðungsuppgjöri hans. Bankastjórinn segir bankann vera með of mikið eigið fé.
Kjarninn 28. október 2020
Tilgangur minnisblaðsins „að ýja að því að það séu öryrkjarnir sem frekastir eru á fleti“
Öryrkjabandalag Íslands segir fjármálaráðherra fara með villandi tölur í minnisblaði sínu.
Kjarninn 28. október 2020
Árni Stefán Árnason
Dýravernd – hallærisleg vanþekking lögmanns – talað gegn stjórnarskrá
Kjarninn 28. október 2020
Frá mótmælum á Austurvelli í fyrra.
Meirihluti vill tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá
Meirihluti er hlynntur því að tillögur Stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá, samkvæmt nýrri skoðanakönnun frá Maskínu. Um það bil 2/3 kjósenda VG segjast hlynnt því, en minnihluti kjósenda hinna ríkisstjórnarflokkanna.
Kjarninn 28. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar