Þegar síga fer á seinni hlutann

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir vonast til að þingmönnum takist að krafsa sig í gegnum komandi kosningavetur á málefnalegum nótum. Sjaldan sé lognmolla á Alþingi, hvað þá þegar síga fer á seinni hluta kjörtímabils.

Auglýsing

Það verður að segj­ast að þing­vet­ur­inn sem leið er sá sér­kenni­leg­asti sem ég hef upp­lif­að, þó mig hafi ekki órað fyrir því síð­ast­liðið haust. Leið­inda tíð með langvar­andi óveðri, snjó­flóð, jarð­skjálftar og heims­far­aldur er nefni­lega ekk­ert sem gerir boð á undan sér. En nú erum við komin undan vetri og inn í bjart og milt sum­ar. 

Á loka­dögum þings­ins var óvenju gott veður og á Aust­ur­velli mátti sjá fjölda fólks spóka sig í sól­baði, spjalli og leikj­um. Þörf áminn­ing um að lífið heldur áfram sinn vana­gang þrátt fyrir að veiran skæða tæki stjórn á lífi okkar allra. Á nán­ast einu augna­bliki í mars stöðv­að­ist sam­fé­lagið og við tókum öll saman hönd­um. Árang­ur­inn var slíkur að nú eru augu heims­ins á Íslandi og fjallað er um okkar öfunds­verðu stöðu. Við höfum stigið fyrstu skrefin til að taka á móti ferða­mönnum á ný og fylgist þrí­eykið okk­ar, Þórólf­ur, Alma og Víðir vel með stöðu mála eins og þau hafa gert hingað til. Það þarf þó að hafa var­ann á eins og fréttir síð­ustu daga hafa sýnt. Ekki er vitað hversu lengi tak­mark­anir munu vera í gildi hér á landi en ég er sann­færð um að við munum takast á við það af æðru­leysi hér eftir sem hingað til.

Í þeim hama­gangi sem fylgdi því að koma okkur í skjól fyrir Covid-19 efað­ist ég aldrei nokkurn tím­ann um að vel myndi til takast. Við búum nefni­lega að traustri for­ystu, bæði í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu sem og ráðu­neyti heil­brigð­is­mála sem mæddi mikið á þetta vor­ið. Það er á þeim stund­um, þar sem taka þarf stórar og erf­iðar ákvarð­anir sem efa­semdir þagna um hæfi fólks. Ég er afar stolt af því að vera þing­flokks­for­maður Vinstri grænna enda skiptir máli hverjir eru við stjórn­völ­inn.

Auglýsing

Um 30 mál voru afgreidd á Alþingi í vor til að bregð­ast við heims­far­aldri Covid-19. Þau voru í dag­legu tali kölluð Covid-­mál og tóku á tíma­bili alla athygli þings­ins. Þrátt fyrir það voru fjöl­mörg önnur og góð mál sam­þykkt þennan vet­ur­inn.

Þannig varð á dög­unum til glæ­nýtt náms­lána­kerfi á Íslandi. Mennta­sjóður náms­manna og segja má að bar­áttu­mál stúd­enta­hreyf­ing­ar­innar til margra ára sé í höfn með auknum stuðn­ingi og rétt­lát­ara kerfi.

Við höfum líka lengt fæð­ing­ar­or­lof, tryggt réttar­ör­yggi upp­ljóstr­ara, stofnað Kríu – nýjan og öfl­ugan nýsköp­un­ar­sjóð og sam­þykkt fyrstu for­varn­ar­á­ætl­un­ina meðal barna og ung­menna gegn kyn­ferð­is­legu og kyn­bundnu ofbeldi. Við höfum tryggt heil­brigð­is­þjón­ustu fyrir fólk með fíkni­vanda með til­komu neyslu­rýma, lög­fest að nor­rænni fyr­ir­mynd þriggja þrepa skatt­kerfi og gjör­bylt lögum um nátt­úru­vernd. 

Á síð­ustu dögum þings­ins voru mörg góð mál sam­þykkt. Eitt af þeim var afar mik­il­vægt frum­varp for­sæt­is­ráð­herra um eign­ar­ráð á landi sem tryggir gagn­sæi í jarða­við­skiptum og spornar gegn óhóf­legri sam­þjöppun lands á fárra manna hend­ur. 

Einnig voru frum­vörp umhverf­is­ráð­herra um lofts­lags­mál og bann við margs konar einnota plast­vörum sam­þykkt sem skiptir gríð­ar­lega miklu máli fyrir Íslend­inga enda erum við með því að stað­festa alþjóð­legar skuld­bind­ingar okkar sam­kvæmt Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu og sporna við mengun í höfum og örplasti í drykkj­ar­vatni.

Það eru svona mál sem minna mig á hvers vegna ég hóf þátt­töku í stjórn­málum – til að hafa áhrif á sam­fé­lagið til hins betra. Það munum við Vinstri græn halda áfram að ger­a. 

Framundan er kosn­inga­vetur og er það alkunna að með honum fær­ist oft harka í stjórn­mál­in. Það er mín ein­læga von að okkur þing­mönnum tak­ist þó að krafsa okkur í gegnum hann á mál­efna­legum nót­um. Það er margt gott fólk sem á sæti á Alþingi og stóran hluta kjör­tíma­bils­ins hefur sam­starf við minni­hlut­ann gengið vel. 

Það er sjaldan logn­molla á Alþingi, hvað þá þegar fer að síga á seinni hluta kjör­tíma­bils. Við Vinstri græn munum þó halda áfram að vinna af heilum hug að góðum mál­um, landi og þjóð til heilla.



Höf­undur er þing­flokks­for­maður Vinstri grænna. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar