Að tilheyra réttum markhópi

Jakob S. Jónsson kemur hér með hugleiðingar í tilefni markaðsátaksins „Ísland – saman í sókn“ og streitulosunarhátalara.

Auglýsing

Ef marka má Íslands­stofu og ferða­mála­ráð­herra, eru nú óvissu­tímar, jafn­vel svo að jafn­ist á við krepp­una 1929 eða lok seinni heims­styrj­aldar 1945. Þetta má sjá og heyra í kynn­ingu, sem haldin var vegna mark­aðsátaks­ins „Ís­land – saman í sókn“.

En það er huggun harmi gegn að Ísland er enn aðlað­andi í augum erlendra ferða­manna, þekkt fyrir fal­lega og hreina nátt­úru; hér hefur tek­ist vel að taka á Covid-19 far­aldr­inum og landið er þekkt fyrir öryggi, heil­brigði og heil­næmt umhverfi, það er strjál­býlt en býr yfir sterkum innvið­um.

En það kom líka fram að það líka afar brýnt að hin efna­hags­lega mik­il­væga ferða­þjón­usta rétti úr kútnum og til þess að svo megi verða var undir „ör­uggri hand­leiðslu Rík­is­kaupa“ val­inn „öfl­ugur aðili“ til að ann­ast þann hluta máls­ins – M&C Saatchi, mark­aðs­stofa. Hún starfar auð­vitað sam­kvæmt ákveð­inni aðferða­fræði.

Auglýsing

Full­trúi M&C Saatchi talar um „breyti­lega tíma“ þar sem Íslands­stofa og ferða­mála­ráð­herra tala um „óvissu­tíma“. Í „breyti­legum tím­um“ fel­ast mögu­leik­ar. Þeir snúa að þeim erlendu ferða­mönnum sem eru lík­legir til að koma til lands­ins á undan öðrum eftir Covid-19 far­ald­ur­inn. Þeir eru vel­stæðir fjár­hags­lega og sólgnir í að ferðast, en þeirra ferða­lög snú­ast fremst um það að geta mátað sig og sitt gild­is­mat við hreina nátt­úru, lands­lags­feg­urð og ævin­týri í heimi öræfa. M&C Saatchi telja sig geta boðið þessum ferða­löngum uppá Ísland til að öðl­ast stað­fest­ingu á að þeir séu unn­endur nátt­úru og vist­kerf­is­væn­ir. Það munu þeir fá vottað með því að geta sagt vinum og vanda­mönnum „sjáið tind­inn, þarna fór ég“ – og áherslan er á „ég“.

Þessir ferða­menn líta á nátt­úru Íslands sem neyslu­vöru sem þjónar þeim til­gangi fyrst og fremst að stað­festa að þeir séu fjallagarpar, nátt­úru­unn­endur á eigin for­send­um. Þeir ferð­ast ekki á for­sendum nátt­úr­unn­ar. Upp­lifun þeirra snýst um að stað­festa sjálfs­mynd­ina, en tekur ekki mið af því ein­staka vist­kerfi sem ein­kennir íslenska nátt­úru. Það er sorg­leg stað­reynd – en þannig er lagt upp með aug­lýs­inga­her­ferð M&C Saatchi og sýnir sig m.a. í þeim hátöl­urum sem eiga að miðla streitu­los­una­r­öskrum ferða­langa í ákveðnum nátt­úruperlum lands­ins.

Ef rýnt væri í aðferða­fræði M&C Saatchi útfrá sjón­ar­miðum síð­ný­lendu­stefnu færi trú­lega hrollur um ansi margan Íslend­ing, sem til þessa hefur staðið í þeirri trú að Ísland sé hvorki nýlenda né hjá­lenda í þjón­ustu erlends afls. Hugsum sem svo, að erlendum ferða­mönnum væri gef­inn laus taumur innan veggja Þjóð­minja­safns­ins og leyft að skreyta sig með hvaða grip sem væri til að taka face­bók­ar­sjálfu og skapa skemmti­legar upp­still­ingar með sjálfum sér í brennid­epli og þyrfti þá kannski að beygja eitt­hvert silfur­arm­bandið til að koma því á úln­lið, nú, eða rífa upp­hlut til að kom­ast í hann eða þætti snið­ugt skera út nafnið sitt á 17. aldar ask til að full­nægja þörf­inni til að stað­festa sig sem skemmti­legan gaur, þá væri það allt í lagi sam­kvæmt aðferða­fræði M&C Saatchi.

Þessir ferða­menn til­heyra réttum mark­hópi og skilja hvernig Ísland, íslensk menn­ing og íslensk nátt­úra stað­festir ímynd­ina af þeim sjálfum sem menn­ing­ar- og nátt­úru­elsk­andi mann­ver­ur! Eða hvað?

Það er mögu­legt að selja Ísland á sjálfsí­mynd­ar­út­sölu eins og að ofan greinir í ljósi þess að hér vantar enn heild­ar­stefnu í ferða­þjón­ustu, sem myndi, ef skyn­sam­lega væri að verki stað­ið, að sjálf­sögðu ganga út frá hags­munum lands­ins, nátt­úr­unn­ar, þjóð­ar­innar og menn­ingu hennar og sögu.

Höf­undur er leið­sögu­maður og leik­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar