Storytel mætir HUH!

Bjarni M. Bjarnason rithöfundur og stjórnarmaður í Rithöfundasambandi Íslands segir að eldsneytið sem knúi veldi Storytel áfram séu peningarnir sem rithöfundar fái ekki lengur fyrir verk sín.

Auglýsing

Leirat­aður HUH-­maður opnar faðm­inn

Nýlendu­stefna og síð­ný­lendu­stefna er efni sem er strax krufið í félags­fræði fyrir fram­halds­skóla. Í kennslu­bók­inni Ríkar þjóðir og snauðar, eftir Hannes Í. Ólafs­son, segir að út frá sjón­ar­miði sumra fræði­manna þá skorti; þriðja heim­inn tækni­þekk­ingu til þess að íbúar geti nýtt eigin auð­lindir á sam­keppn­is­færan hátt (bls. 112). Rót­gró­in, en gam­al­dags hug­mynd undir áhrifum tækni­hyggju, er að þjóðir þró­ist frá nátt­úru­menn­ingu til tækni­menn­ingar (bls. 61). Þróun og hag­vöxtur eru lyk­il­hug­tök í þessu mód­eli, þau eru nauð­syn­leg svo að nátt­úru­sam­fé­lög geti orðið þróuð í FRAM­TÍЭINNI. Höf­und­ur­inn rök­styður hvers vegna bæði nátt­úru­menn­ingu og tækni­menn­ingu fylgja kostir og gall­ar, og hvers vegna ekki er hægt að segja að ein teg­und fólks sé annarri fremri.

Það ríkj­andi sjón­ar­mið að við Íslend­ingar til­heyrum þró­un­ar­löndum getur orðið full sam­gróið manni. Þess vegna er hressandi að upp­lifa að til manns er talað sem nátt­úru­manns. Stundum ger­ist það í bók­menntum að fólk frá gömlum nýlendum er fram­reitt sem frum­stætt, villt, exó­tískt. Það hendir jafn­vel höf­unda frá slíkum löndum að klæða landa sína þess­háttar mitt­is­skýl­um. Kannski er eðli­leg fram­vinda bók­mennta­sög­unnar að höf­und­arnir sjálfir, sem héldu ef til vill að þeir væru handan við þennan leik, að þeir stýrðu honum úr öruggu skjóli, hafni í því hlut­verki að til þeirra er talað eins og exó­tískra nátt­úru­manna í fána­lita­leir einum fata. Frummanna sem leggja allt sitt í orðið HUH. Þetta hefur gerst und­an­farið og er ég sjálfur orð­inn mun betri í HUH-inu, en ég var áður en Storytel kok­gleypti For­lagið og ég var beð­inn um að fagna með: HUH! (=ég er stolt­ur!)

Auglýsing

FRAM­TÍÐIN

Storyt­elskornið okkar hefst á að fjöl­þjóð­legt fyr­ir­tæki fellur af himni ofan yfir íslenskan bóka­markað og gerir það í nafni FRAM­TÍЭAR­INN­AR! Eins og segir í til­kynn­ingu um atburð­inn þá mun þetta gæfu­spor „færa okk­ur skrefi nær inn í fram­tíð­ina“, og „tryggja for­ystu í sta­f­rænni þróun til fram­tíð­ar.“ Hún, fram­tíð­in, hefði ekki komið án Storyt­el, er strax orðið ljóst. Listi­lega er svo trommað upp í glæsi­legan hápunkt­inn: „Það má því segja að sam­­band Storytel og For­lags­ins sé í raun fjár­­­fest­ing íslenskrar útgáfu í fram­­tíð­inn­i.“ Hér er sko ekki tuldruð almúga­leg vit­leys­an. Þegar rök­styðja á flókna hluti fyrir van­þró­uðum nátt­úru­mönnum þá er best að nota fram­tíð­ina sem trausta for­sendu að byggja á. Við þessu segir maður þá kröft­ug­lega: HUH! (=kærar þakkir!)

TÆKNIN

Eins er þetta fyr­ir­tæki komið alla leið hingað á heims­hjar­ann með sjálfa tækn­ina, og hrein­lega „sta­f­rænu þró­un­ina“, svo maður slái aðeins um sig með hátækni­máli. Vegna þess að staf­ræn útgáfa og hljóð­bók­ar­út­gáfa er skilj­an­lega hátækni­iðn­að­ur, sem við á mitt­is­skýl­unum myndum aldrei henda reiður á sjálf. Um þetta segir hann Jonas minn hjá Storytel þegar hann gleðst yfir að við séum að bæt­ast í „Storyt­el­fjöl­skyld­una“; Hann elsku Júnas segir - og missið ekki af dáleið­andi söngl­and­anum í hreimnum „þekk­ing Storytel á staf­rænni þró­un“, muni gera alls­konar gott! Gaman er að tengj­ast svona töfra­lækni fjöl­skyldu­bönd­um. Manni sem bjargar okk­ur, því við mundum bara slasa okkur ef við reyndum að fóta okkur án til­skil­ins hlífð­ar­bún­aðar á sleipu lykla­borði hins staf­ræna heims. Við þess­ari gjöf Júndasar, (skyldi ég mega kalla hann pabba?) segir maður vit­an­lega hlýr í kinn­um: HUH! (=kærar þakkir!)

REKST­UR­INN

Þetta fyr­ir­tæki er komið í ást­leitnum yfir­töku­er­indum til að tryggja rekst­ur­inn, eða eins og segir í frels­is­yf­ir­lýs­ing­unni;  „Kaupin munu styrkja rekstr­ar­grunn For­lags­ins og tryggja for­ystu í staf­rænni þróun til fram­tíð­ar­.“

Mikið er gott að vita að Storytel er alls ekki komið vegna þess að fjöl­þjóð­leg fyr­ir­tæki stunda vina­legar yfir­tökur útaf hag­ræð­ing­unni sem eft­irá fylgir í nið­ur­skurði á rekstri. Jonas mundi aldrei taka undir það sem segir í ofan­nefndri leik­skrá með þess­ari revíu; það eru yfir­leitt hags­munir auð­hringja að þriðji heim­ur­inn auðg­ist ekki um of því þá verður vinnu­afl þar (rit­höf­und­arn­ir) ekki eins ódýrt (bls. 117). Jonas mundi aldrei halda því fram að mínus þýddi plús og plús mínus, enda hættu­legt að halda and­stæðum pólum í hausnum á sama tíma. Nei, rekst­ur­inn er tryggður (les­ist; rekstur Storyt­el). Heim­ur­inn verður óbreytt­ur, nema reyndar að auð­hringur hag­ræddi ekki eftir yfir­töku. Sem er vissu­lega nýstár­lega frétt­ir, og sýnir bara hvað við erum rosa­lega heppin með auð­hring. Það er frá­bært líka að sjá að við tryggjum staf­ræna þróun til fram­tíðar, dáleið­andi orða­lag sem maður bara hlýtur að elska, en í því og allri kynn­ing­ar­fram­setn­ing­unni felst svo svalandi síð­ný­lendu­hugs­un, að hún er kjörið rit­gerð­ar­efni í félags­fræði fyrir fram­halds­skóla. Lyk­il­hug­tökin um þróun ríkja eru kom­in, þróun sem, eins og við höfum lært, er frá nátt­úru­menn­ingu til tækni­menn­ingar – sam­kvæmt tækni­hyggj­unni – og við erum svo heppin að vera að þró­ast. Auð­hring­ur­inn, sem gleypti For­lagið eins og smá for­rétt áður en hann tók yfir stærstu hljóð­bóka­út­gáf­una á arab­ísku (Kitab Sawt­i), breiðir tækn­ina út um allan heim! Og við verðum í fremstu röð, því í þessu kapp­hlaupi staldrar for­ustu­sauð­ur­inn Jonas við, til að hleypa okkur fyrstum í mark! Vei! Við þessu er ekk­ert annað að segja en: HUH! (=faðm­aðu mig strax!)

ALLIR PEN­ING­ARN­IR 

Stór­fyr­ir­tæki rog­ast hingað með pen­inga­poka í einka­flug­vélum sem eru þandar í botn í nafni þró­un­ar­hjálp­ar­inn­ar. Eða; það lofar að ýta á milli­færslu-takk­ann í fram­tíð­inni. Pen­inga­seðlar munu fjúka milli her­bergja þegar gluggar eru opn­aðir af því að þau munu „nýta stóran hluta kaup­verðs­ins til stofn­fjár sjóðs,“ bara fyrir höf­unda að svamla í. En svo er sá sígildi galdur fram­inn að fyr­ir­tækið sem setti pen­ing inn í fyr­ir­tæk­ið, það á fyr­ir­tæk­ið. Það jafn­vel er fyr­ir­tæk­ið. Það getur breytt öllum reglum þar dag­lega, til gam­ans, og hókus pók­us; pen­ingur sem fór ofan í vinstri vasa kom upp úr hægri vasa. Þetta eru upp­tendr­andi töfrar Jonasar, og ekk­ert annað hægt að gera en að grenja; HUH! (=gerðu þetta aft­ur!)

Þunnur dúddi les við­skipta­f­réttir – fyrri hluti

Væri maður ekki þessi exó­tíski nátt­úru­maður sem maður er, heldur nývakn­aður þunnur dúddi frá iðn­væddu ríki eins og til dæmis Sví­þjóð að bryðja verkja­töflur og blaða í við­skipta­f­rétt­unum á net­inu, þá mundi maður álykta að Storytel málið snérist ekki um neitt annað en rekstr­ar­form og mark­aðs­stöðu fyr­ir­tækja á bóka­mark­aði. Og þá hvarfl­aði jafn­vel að manni að mynttaln­ing­ar­vélin Jonas hefði ekki hug­mynd um hvað orða­lagið staf­ræn þróun þýð­ir. Jafn­vel mundi maður stynja yfir þessu, já, þetta snýst auð­vitað um pen­inga og völd. Og ræk­ist maður síðan í tölv­una, til að sjá afstöðu Sænska rit­höf­unda­sam­bands­ins til Storyt­el, þá sæi maður að það log­aði svo skært að bál­köst­inn má sjá frá Gunn­ars­húsi. Í grein frá rit­höf­unda­sam­bandi upp­runa­lands Storytel sem má finna undir fyr­ir­sögn­inni Där­för är ljudbo­ken en fråga om makt, er við­ur­kennt að tæknin er fín fyrir bók­mennt­irn­ar. Sjálf­sagt sé að fagna henni með glasa­glamri og kampa­víni. En, eins og alveg edrú for­maður rit­höf­unda­sam­bands­ins Sænska leggur áherslu á; Vand­inn er að rit­höf­und­arnir eru valda­lausir gagn­vart nýju við­skipta­mód­eli.

Tækni- og auð­hrings­dansinn 

Að dúd­d­anum flögraði að gam­an­mynda­leik­ar­inn og menn­ing­ar­grein­and­inn Mars­hall McLu­han hafi sagt að tækni geti gert allt nema bæta sér við það sem við þegar erum. Dúdd­inn sæi, eins og sami leik­ari tók fram; að ný tækni brýtur upp alla ferla og raðar brotum saman í nýja röð. Þetta er hægt, vegna þess að þó svo virð­ist oft þegar maður hefur van­ist hlut­unum eins og þeir eru, þá er, eins og David Hume sýndi fram á, ekk­ert orsaka­lög­mál falið í sam­felldri röð sem slíkri. (Mið­ill-á­hrif-­merk­ing, bls. 41)

Þessi áhrif tækni á menn­ingu sjást víða, en sam­skipta­miðlar eru nær­tæk­asta dæm­ið. Þeir stokka upp hvernig mann­leg sam­skipti eru, breyta hvað telst normal. Á tíma­bili er normal að kynn­ast fólki í gegnum aðra, blaða í mynda­albú­mum eftir löng kynni. Síðar er normal að sam­þykkja vina­beiðni ókunn­ugs aðila, og byrja á að skoða mynda­al­bú­ið. Að baki ördæm­inu um hvernig mynda­al­búið er selt, og um það vélað, eru átök fyr­ir­tækja um for­mú­ur.

Það sem auð­valdið getur nýtt sér vegna þess­ara ein­földu lög­mála er að þegar tæknin brýtur upp ferla, sem er ekki slæmt í sjálfu sér, þá má stíga inn og hrifsa til sín vald yfir ein­ingu í ferl­inu, eins og mynda­albú­m­inu. Vald sem lá ann­ar­staðar fyrir upp­brot­ið. Sé upp­brotið fram­kvæmt nægi­lega hratt og oft verður fólk óátt­að. Lít­illar sam­stöðu gætir þá hjá hags­muna­að­ilum enda fólk ósam­mála um hvað það á að standa saman um. Fyrr en varir eru lista­menn farnir að greiða með tón­list sinni til að koma henni á fram­færi hjá streym­isveitum eins og Spoti­fy, svo hlið­stætt dæmi sé tekið við það sem á sér stað í bók­mennta­heim­inum með örum vexti Storytel (sjá; Áhrif streym­isveita á lifn­að­ar­hætti tón­list­ar­manna, skemm­an.is). Elds­neytið sem knýr mask­ínu Storytel áfram, sem skapar yfir­töku­mátt­inn víða um lönd, er pen­ing­arnir sem höf­undar fá ekki lengur fyrir verk sín. Yfir­takan gengur út á að kom­ast með bor­ana í þá olíu­lind. Þess vegna er það kald­hæðn­is­legt fram­halds­uppi­stand þegar ringl­aðir greina­höf­undar sem ann­ars fjand­skap­ast út af auð­hringj­um, bæði falla fyrir ofnot­aðri retó­rík­inni, að auð­hring­ur­inn komi með fram­tíð­ina og tækn­ina, og gera hana að sinni.

Hvaða ráðum skal hlíta?

Málið er að tæknin er eitt, auð­hring­ur­inn ann­að, og þegar tæknin brýtur upp ferl­ana, sem er allt í lagi, þá þarf valdið ekki að fara til risa eins Storytel sem hefur skilið eftir sig sviðna jörð víða um lönd. Valdið getur allt eins farið til aðila sem er hag­stæð­ara fyrir höf­unda að fari með það. Eins og til dæmis ann­ars hljóð­bóka­fyr­ir­tæk­is, eða inn­lendrar bóka­út­gáfu sem keypti hluta af For­lag­inu. Þetta mundi færa okkur það fram­tíð­ar­ríki sem boðað er í frels­is­yf­ir­lýs­ing­unni, en auk þess bæta stöðu höf­unda, frekar en að skerða hana veru­lega.

Það eina sem þessi leið mundi breyta pen­inga­lega væri að 13% maður fengi ekki vel yfir 100 millj­ónir í vasann, summu sem er ágætis hvati fyrir hvern sem er, og virð­ist vera hreyfi­aflið á bak við þessar jarð­hrær­ingar í bók­mennta­heim­in­um. Að ein­hver geti grætt á bóka­út­gáfu er fínt, en fórn­ar­kostn­að­ur­inn er of mik­ill fyrir heild­ina sé eign­ar­hlut­inn leystur út með þessum hætti. Hóf­legri leið, væn­legri fyrir alla, mundi skila aðeins færri millj­ónum til við­kom­andi, enda þá eng­inn alræmdur auð­hringur að þrengja sér upp úr vasa hans með það að marki að taka yfir íslenskan bóka­mark­að.

Djúpi vas­inn sem leið Storytel liggur um hingað til lands er silki­vas­inn sem stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands vill sauma fyr­ir. Ástæðan er, eins og kemur fram í yfir­lýs­ingu henn­ar, að hún hef­ur; áhyggjur af enn meira valda­ó­jafn­vægi á bóka­mark­aði ef kaupin ganga í gegn þar sem stærsta bóka­út­gáfa lands­ins og eina streym­isveita hljóð­bóka verði í eigu sama aðila.

Þó að sam­bands­sinn­uðu áróð­ur­meist­ar­arnir með blitz­yf­ir­töku Storytel á Íslenskum bók­mennta­heimi geti skemmt manni með holum og örvænt­inga­fullum sölu­ræðum sem áhuga­vert er að greina í ljósi eft­ir­lendu­fræða með hjálp fram­halds­skóla­fé­lags­fræði, þá er núna skyn­sam­legra að hlusta á varn­að­ar­orð Evr­ópsku rit­höf­unda­sam­tak­ana. Þau segja í nýrri skýrslu (EWC-s­ur­vey); Staf­ræna netút­lána- og hljóð­bóka­á­skriftin hefur auk­ist gríð­ar­lega á kostnað ann­arar útgáfu, bæði í gegnum bóka­söfn og vegna margs­konar lággjalda áskrifta­mód­ela. Það sem leið­irnar báðar eiga sam­eig­in­legt er að laun höf­unda hafa hlut­falls­lega lækk­að, eða horf­ið.

Þunni dúdd­inn og við­skipta­f­rétt­irn­ar, seinni hluti

Pen­ingar og völd, muldr­aði dúdd­inn, og tæki eftir að yfir­taka Storytel væri háð sam­þykki sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins, sem enn hefur ekki verið veitt. Þar sem dúdd­inn byggi yfir meiri tækni­þekk­ingu en við, mundi hann, eftir að hafa hrisst hausinn, gúggla sam­keppn­is­eft­ir­lit­ið, þurrka bar­bekjú­sósu af lykla­borð­inu, og kom­ast að því að það er opið fyrir öllum ábend­ingum almenn­ings um sam­keppn­islaga­brot og um ótt­ann við slík brot í FRAM­TÍЭINNI. Dúdd­inn fyndi net­fangið sam­keppn­i@­sam­keppn­i.is og benti öllum tækni­sén­íum á að senda þeim skoðun sína á mál­inu, tæpitungu­lausa, ásamt yfir­lýs­ingum Rit­höf­unda­sam­bands Íslands og Sví­þjóð­ar, og glás af efni í sama dúr sem auð­velt er að nálg­ast á net­inu. Þetta mundi venju­legur dúddí í þró­uðu ríki, í fyrsta heim­in­um, álykta og gera áður en hann tæki að lesa brand­ar­síð­una til að ná sér niður með efni sem má taka alvar­lega. 

Ég hins­veg­ar, þegar ég mæti björtum mönnum úti í auðn­inni sem hrósa mitt­is­skýl­unni og lit­skrúð­ugum spari­leirnum á skrokkn­um, mönnum sem koma fær­andi hendi með FRAM­TÍЭINA, og ein­falda líf mitt með því að rétta mér sjálfa TÆKN­INA að styðj­ast við, - mönnum sem leyfa mér, þurrum í munn­inum af upp­hefð­ar­hita að súpa á vatni sem bragð­ast sem ELD­UR,  – þá – já, þá fórna ég höndum til him­ins og rym frá iðr­un­um; HUH! (Vin­ur/­bjarg­vættur – leyfðu mér að knúsa þig!)

Höf­undur er rit­höf­und­ur, með meistara­gráðu í menn­ing­ar­fræði og situr í stjórn Rit­höf­unda­sam­bands Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar