Jóga er meira en bara teygjur og stellingar

Guðmundur Hauksson spyr: Ef við ímyndum okkur hóp af fólki sem við neyðum til þess að ganga með hokið bak og annan hóp sem við neyðum til að ganga uppréttan, er svo galið að ímynda sér að það hafi áhrif á hvernig þessar manneskjur upplifa lífið?

Auglýsing

Af hverju virð­ist það vera að við getum ekki setið kyrr með lokuð augun og verið alsæl? Af hverju virð­umst við nauð­beygð til að sækja í ytri skynjun til að upp­lifa vellíðan þó svo að öll okkar vellíðan komi fyrst og fremst að inn­an? Getur verið að það hvernig við berum okkur hafi eitt­hvað með það að gera?



Ef við ímyndum okkur hóp af fólki sem við neyðum til þess að ganga með hokið bak og nið­ur­lút í heilt ár og annan hóp sem við neyðum til að ganga upp­rétt með beint bak, er svo galið að ímynda sér að þessar lík­ams­stöður hafi áhrif á það hvernig þessar mann­eskjur upp­lifi líf­ið?



Að ein­hverju leyti er þetta það sem jóga-­fræðin hafa rann­sakað í þaula. Þ.e.a.s. að með því að setja lík­amann í ákveðnar stell­ingar þá hefur það ákveðin áhrif á ýmis kerfi lík­am­ans sem gerir okkur kleift að upp­lifa lífið á betri veg en ella.

Auglýsing



Isha Yoga-­sam­tökin eru góð­gerða­sam­tök sem rekin eru af sjálf­boða­liðum með það að mark­miði að upp­fylla þá hug­sjón að fá hverja mann­eskju til að blómstra til sinnar ýtr­ustu getu. Aðferð­irnar sem sam­tökin beita til þess eru mis­mun­andi en sem dæmi má nefna eru stór­tækar gróð­ur­setn­ingar trjáa, aðstoð í fátækra­hverfum í formi kennslu, mat­ar­gjafa og aðgengi að ókeypis heil­brigð­is­þjón­ustu, og svo jóga­kennsla með beina skírskotun í hin fornu jóga-­vís­indi. Jóga sem er ekki ein­göngu teg­und af lík­ams­rækt heldur jóga sem gefur þér færi á að með­höndla þinn innsta kjarna sem gerir þig að því sem þú ert.



Algengt er að þegar fólk hugsar um jóga þá hugsar það um hinar og þessar teygjur og stell­ingar sem jóga er orðið svo þekkt fyr­ir. En jóga er meira en bara teygjur og stell­ing­ar. Það að lesa bók getur verið jóga. Það að heim­sækja ömmu þína getur verið jóga. Það að hlusta á tón­list getur verið jóga. Í raun­inni er jóga allt sem þú gerir með það að mark­miði að eyða þeim hömlum sem þú ósjálfrátt hefur sett þér.



Það að lesa bók getur verið jóga. Það að heimsækja ömmu þína getur verið jóga. Það að hlusta á tónlist getur verið jóga. Í rauninni er jóga allt sem þú gerir með það að markmiði að eyða þeim  hömlum sem þú ósjálfrátt hefur sett þér. Mynd: PexelsTil frek­ari skil­grein­ingar þá hafa jóga-­fræðin aðgreint jóga í fjóra flokka; greind­ar-jóga (gn­ana yoga), til­finn­inga-jóga (bhakti yoga), athafna-jóga (karma yoga) og orku-jóga (kriya yoga). Hægt er að halda því fram að Íslend­ing­ar, og Vest­ur­landa­búar almennt, séu góð­kunn­ugir fyrstu þremur flokk­unum af jóga en þegar það kemur að orku-jóga sé reyndin önn­ur. Orku-jóga beinir sjónum sínum að þeim grunni sem til­veran okkar bygg­ist á, þess­ari sam­eig­in­legu orku sem nútíma­vís­indi eru nú þegar farin að sýna fram á að sé það sem til­vera okkar sé í grunn­inn. Þó að það virð­ist hafa átt sér stað ein­hver vit­und­ar­vakn­ing í þessum efnum nýlega, þá er ekki hægt að segja að nálg­unin sé alltaf byggð á eins ígrund­uðum fræðum og jóga­fræðin bjóða uppá, fræði sem Patanjali tók meðal ann­ars saman í Yoga Sutras. Þeir sem kynna sér þessi fræði munu sjá að mögu­leikar manns­lík­am­ans séu geig­væn­legir miðað við það hvað almennt er talið og má þar nefna sem dæmi mat­ar­venjur og svefn­venj­ur.



Isha Yoga-­sam­tökin hafa ein­sett sér að nálg­ast jóga út frá þessum fræð­um. Þeir sem stunda orku- jóga af alvöru þurfa að gera það af mik­illi ein­urð og til­einka sér mikla nákvæmni. Því þó það virð­ist sak­leys­is­legt að teygja sig reglu­lega í hinar og þessar stell­ingar þá er reyndin sú að allt það sem hefur getu til að umbreyta lífi okkar hefur þá getu að breyta því bæði til góðs eða ills. Þeir sem ekki hafa tök á að stunda slíkt jóga þá er til ein­fald­ara form af jóga æfingum sem kall­ast Upa jóga. Hægt er að nálg­ast þessar æfingar með því að slá inn Upa yoga á youtu­be.com eða á isha.london/upa. Kennslu­mynd­bandið er rúmur klukku­tími að lengd og býður það upp á 20 mín­útna jóga­æf­ingar sem hver sem er eldri en sjö ára getur gert að eigin vild þegar honum hent­ar. Þessar jóga­æf­ingar ættu að henta vel öllum þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða vel ígrund­aðar jóga­æf­ingar í sitt dag­lega líf og þeim sem vilja líta inn á við þar sem öll okkar upp­lifun sprettur frá.

Höf­undur er sjálf­boða­liði hjá Isha Yoga-­sam­tök­un­um.



 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar