Styðjum við bakið á feðrum strax í upphafi

Karlmenn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútímalega karlmennsku. Karlmennsku sem einkennist af tilfinningalegum styrk og jafnrétti innan sem og utan heimilisins., skrifar Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskylduráðgjafi.

Auglýsing

Hvernig stendur á því að sá atburð­ur, sem fyrir flest pör er inn­sigl­ing á kær­leika þeirra til hvors ann­ars, verður oftar en ekki ein rótin að skiln­aði?

Það má færa rök fyrir því að fæð­ing fyrsta barns sé með stærstu lífs­breyt­ingum sem fólk fer í gegn­um. Það er upp­hafið að ábyrgð­ar­fullu lífs­skeiða­verk­efni með gleði, við­bót­ar­á­lagi og óvæntum upp­á­kom­um. And­legur og til­finn­inga­legur þroski jafnt barns sem for­eldra tekur stökk. Því er mik­il­vægt að umgjörðin sem barnið fæð­ist inn í sé traust og að parið styrki sam­band sitt. Stað­reyndin er sú að 30% skiln­að­ar­barna eru yngri en 3 ára við skilnað for­eldra.

Auglýsing



Í hverju liggur þetta? Jú, sam­bandið getur orðið mjög barnsmiðað og for­eldr­arnir gleymt að rækta sjálf sig og sam­bandið hvort við annað auk álags  og mis­gengis í  vænt­ing­um. Eins geta verk­efna­skipt­ing og ábyrgð lagst mjög ójafnt á for­eld­rana sem getur orðið rót að óánægju og langvar­andi upp­lifun á ójafn­rétt­læti. Hjá mörgum for­eldrum liggur meg­in­þung­inn af umönnun barns­ins hjá móð­ur­inni. Ekki ein­ungis hin líf­fræði­legi hluti hvað varðar brjósta­gjöf og slíkt, heldur einnig hin almenna ummönnun og til­finn­inga­lega ábyrgð. Þetta er nátt­úru­lega að ein­hverju leyti erfða­gripur frá gömlum hug­myndum um heim­inn og verka­skipt­ingu kynj­anna. En við erum nú komin í 21. öld­ina og ættum að geta skipu­lagt okkur öðru­vísi, er það ekki?



Vandi nýbak­aðra feðra



Reynslan sýnir að ungt fólk vill jafn­ari heim og tekur jafn­ari þátt í fjöl­skyldu­mynd­un. Með laga­breyt­ingum um fæð­ing­ar­or­lof hafa margir feður farið að taka feðra­or­lof og vilja taka virkan þátt í upp­eld­inu. Nútíma karl­menn vilja byggja upp traust og mót­andi sam­band við börnin sín og taka virkan þátt í upp­vexti þeirra og þroska. En hvað þýðir það fyrir karl­menn? Hvar eru fyr­ir­mynd­irnar sem geta kennt nýjum feðrum hvernig það hlut­verk virkar? Hvernig er maður góður pabbi árið 2020?



Ef við lítum á sam­fé­lags­legar vænt­ingar til karl­manna, þá snú­ast þær mikið um lík­am­legan styrk og að færa björg í bú. Hér er fátt um fína drætti hvað varðar bleyju­skipti, til­finn­inga­legan stuðn­ing og skiln­ing. Karl­menn eru nú í miðjum klíðum að móta nýja nútíma­lega karl­mennsku. Karl­mennsku sem ein­kenn­ist af til­finn­inga­legum styrk og jafn­rétti innan sem og utan heim­il­is­ins.



Að verða for­eldri getur verið yfir­þyrm­andi upp­lif­un. Vilja og þrá til að skila verk­inu vel úr hendi lýstur saman við óvissu og hræðslu við nýtt verk­efni. Verk­efni sem þar að auki er dramat­ískt og veldur stór­felldum breyt­ingum á líf­inu: vökunæt­ur, horm­óna­rús­sí­bani og fríar stundir sem telj­ast í sek­únd­um. Þetta til­finn­inga­lega álag reyn­ist mörgum erfitt . Um 14% mæðra þjást af fæð­ing­ar­þung­lyndi, sem lýsir sér í þreytu og skömm yfir því að finna ekki betri teng­ingu við barn­ið. Minna þekkt er að um 10% feðra þjást einnig af fæð­ing­ar­þung­lyndi. Það lýsir sér oft í meiri vinnu og fjar­lægð frá heim­il­inu. Kannski eru það eðli­leg við­brögð að lifa ster­íó­stýpuna í botn, það er að minnsta kosti eitt­hvert hald­reipi í óvissu­á­standi. Því miður er það ekki upp­byggi­leg­asta leiðin fyrir föð­ur­inn til að vera styðj­andi maki og virkur upp­alandi.



Hægt er að hjálpa



Hér geta stjórn­völd lagt hönd á plóg fyrir nýja for­eldra og sér­stak­lega feð­ur. Veita má fræðslu fyrir for­eldra, svo­kall­aða jafn­rétt­is­fræðslu, þar sem for­eldrar eru til­finn­inga­lega und­ir­búin fyrir upp­eld­is­hlut­verk­ið. Og karlar geta skil­greint fyrir sjálfa sig hvernig þeir vilja vera góðir feður á 21. öld. Þannig geta menn og konur öðl­ast skiln­ing á lær­dóms­ferl­inu við að verða for­eldri, lært hvernig þau geta hleypt hvort öðru að og vaxið saman sem for­eldrar um leið og þau styrkja parsam­band­ið.



Þróuð fjöl­skyldu­fræðsla er fyrir hendi í heim­inum og ekki væri mikið mál að hefja slíkt starf á Íslandi á þannig við­ur­kenndum grunni. Gott­mann-hjón­in, John og Julie, hafa lengi rann­sakað para­sam­bönd og haldið slíka fræðslu fyrir nýbak­aða for­eldra með góðum árangri. Sam­hljómur er með rann­sóknum þeirra og fjölda ann­arra rann­sókna: Með fræðslu og auk­inni hæfni til inn­still­ingar í til­finn­ingar ann­arra má fækka veru­lega sam­bands­slitum for­eldra ungra barna. Par með góða þekk­ingu í fartesk­inu skipu­leggur líf sitt á þann hátt að geta átt fleiri sam­veru­stundir með barn­inu og með hvort öðru.



Upp­hafið hér á Íslandi væri jafn­rétt­is­fræðsla og aðstoð á með­göngu fyrir alla verð­andi for­eldra. Efnið er til, við þurfum bara að hefj­ast handa. Ekki þarf mikið af fjár­magni fyrir stjórn­völd til að bjóða öllum for­eldrum stuðn­ing til að vaxa saman í sterka fjöl­skyldu og koma heil­brigðum ein­stak­lingi á legg. Ísland er leið­andi í heim­inum í jafn­rétti utan heim­il­is­ins, höldum því áfram innan veggja þess.



Höf­undur er ­fjöl­skyldu- og hjóna­ráð­gjafi.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar