Jóga er meira en bara teygjur og stellingar

Guðmundur Hauksson spyr: Ef við ímyndum okkur hóp af fólki sem við neyðum til þess að ganga með hokið bak og annan hóp sem við neyðum til að ganga uppréttan, er svo galið að ímynda sér að það hafi áhrif á hvernig þessar manneskjur upplifa lífið?

Auglýsing

Af hverju virð­ist það vera að við getum ekki setið kyrr með lokuð augun og verið alsæl? Af hverju virð­umst við nauð­beygð til að sækja í ytri skynjun til að upp­lifa vellíðan þó svo að öll okkar vellíðan komi fyrst og fremst að inn­an? Getur verið að það hvernig við berum okkur hafi eitt­hvað með það að gera?Ef við ímyndum okkur hóp af fólki sem við neyðum til þess að ganga með hokið bak og nið­ur­lút í heilt ár og annan hóp sem við neyðum til að ganga upp­rétt með beint bak, er svo galið að ímynda sér að þessar lík­ams­stöður hafi áhrif á það hvernig þessar mann­eskjur upp­lifi líf­ið?Að ein­hverju leyti er þetta það sem jóga-­fræðin hafa rann­sakað í þaula. Þ.e.a.s. að með því að setja lík­amann í ákveðnar stell­ingar þá hefur það ákveðin áhrif á ýmis kerfi lík­am­ans sem gerir okkur kleift að upp­lifa lífið á betri veg en ella.

AuglýsingIsha Yoga-­sam­tökin eru góð­gerða­sam­tök sem rekin eru af sjálf­boða­liðum með það að mark­miði að upp­fylla þá hug­sjón að fá hverja mann­eskju til að blómstra til sinnar ýtr­ustu getu. Aðferð­irnar sem sam­tökin beita til þess eru mis­mun­andi en sem dæmi má nefna eru stór­tækar gróð­ur­setn­ingar trjáa, aðstoð í fátækra­hverfum í formi kennslu, mat­ar­gjafa og aðgengi að ókeypis heil­brigð­is­þjón­ustu, og svo jóga­kennsla með beina skírskotun í hin fornu jóga-­vís­indi. Jóga sem er ekki ein­göngu teg­und af lík­ams­rækt heldur jóga sem gefur þér færi á að með­höndla þinn innsta kjarna sem gerir þig að því sem þú ert.Algengt er að þegar fólk hugsar um jóga þá hugsar það um hinar og þessar teygjur og stell­ingar sem jóga er orðið svo þekkt fyr­ir. En jóga er meira en bara teygjur og stell­ing­ar. Það að lesa bók getur verið jóga. Það að heim­sækja ömmu þína getur verið jóga. Það að hlusta á tón­list getur verið jóga. Í raun­inni er jóga allt sem þú gerir með það að mark­miði að eyða þeim hömlum sem þú ósjálfrátt hefur sett þér.Það að lesa bók getur verið jóga. Það að heimsækja ömmu þína getur verið jóga. Það að hlusta á tónlist getur verið jóga. Í rauninni er jóga allt sem þú gerir með það að markmiði að eyða þeim  hömlum sem þú ósjálfrátt hefur sett þér. Mynd: PexelsTil frek­ari skil­grein­ingar þá hafa jóga-­fræðin aðgreint jóga í fjóra flokka; greind­ar-jóga (gn­ana yoga), til­finn­inga-jóga (bhakti yoga), athafna-jóga (karma yoga) og orku-jóga (kriya yoga). Hægt er að halda því fram að Íslend­ing­ar, og Vest­ur­landa­búar almennt, séu góð­kunn­ugir fyrstu þremur flokk­unum af jóga en þegar það kemur að orku-jóga sé reyndin önn­ur. Orku-jóga beinir sjónum sínum að þeim grunni sem til­veran okkar bygg­ist á, þess­ari sam­eig­in­legu orku sem nútíma­vís­indi eru nú þegar farin að sýna fram á að sé það sem til­vera okkar sé í grunn­inn. Þó að það virð­ist hafa átt sér stað ein­hver vit­und­ar­vakn­ing í þessum efnum nýlega, þá er ekki hægt að segja að nálg­unin sé alltaf byggð á eins ígrund­uðum fræðum og jóga­fræðin bjóða uppá, fræði sem Patanjali tók meðal ann­ars saman í Yoga Sutras. Þeir sem kynna sér þessi fræði munu sjá að mögu­leikar manns­lík­am­ans séu geig­væn­legir miðað við það hvað almennt er talið og má þar nefna sem dæmi mat­ar­venjur og svefn­venj­ur.Isha Yoga-­sam­tökin hafa ein­sett sér að nálg­ast jóga út frá þessum fræð­um. Þeir sem stunda orku- jóga af alvöru þurfa að gera það af mik­illi ein­urð og til­einka sér mikla nákvæmni. Því þó það virð­ist sak­leys­is­legt að teygja sig reglu­lega í hinar og þessar stell­ingar þá er reyndin sú að allt það sem hefur getu til að umbreyta lífi okkar hefur þá getu að breyta því bæði til góðs eða ills. Þeir sem ekki hafa tök á að stunda slíkt jóga þá er til ein­fald­ara form af jóga æfingum sem kall­ast Upa jóga. Hægt er að nálg­ast þessar æfingar með því að slá inn Upa yoga á youtu­be.com eða á isha.london/upa. Kennslu­mynd­bandið er rúmur klukku­tími að lengd og býður það upp á 20 mín­útna jóga­æf­ingar sem hver sem er eldri en sjö ára getur gert að eigin vild þegar honum hent­ar. Þessar jóga­æf­ingar ættu að henta vel öllum þeim sem hafa áhuga á að inn­leiða vel ígrund­aðar jóga­æf­ingar í sitt dag­lega líf og þeim sem vilja líta inn á við þar sem öll okkar upp­lifun sprettur frá.

Höf­undur er sjálf­boða­liði hjá Isha Yoga-­sam­tök­un­um. Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar