Kyrkingartakið

Morðið á George Floyd olli bylgju mótmæla í Bandaríkjunum og vakið athygli á hlutskipti svartra í landinu. Er svörtum haldið niðri með skipulegum hætti? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar.

Auglýsing

Það er kallað „kyrk­ing­ar­tak­ið“ (e. „The Chokehold“) en þetta hug­tak vísar til þeirrar með­ferðar sem margir svartir í Banda­ríkj­unum telja sig verða fyrir af hendi lög­reglu­yf­ir­valda og þar sem félags­legt órétt­læti gagn­vart svörtum virð­ist vera að aukast frekar en hitt og orðið „bakslag“ kemur upp í hug­ann.

Per­sónu­leg reynsla

„Kyrk­ing­ar­tak­ið“ er einnig nafnið á bók sem kom út árið 2017 og er eftir fyrrum alrík­is­sak­sóknar­ann Paul Butler (The Chokehold – Policing Black Men). Hann er sjálfur svartur og hefur per­sónu­lega reynslu af „kyrk­ing­ar­tak­in­u“, þ.e.a.s. hann hefur orðið fyrir því sem kalla má lög­reglu­of­beldi eða óhóf­leg vald­beit­ing.

Bók Butlers er nöt­ur­leg lýs­ing á hlut­skipti svartra í Banda­ríkj­un­um, sem hafa logað í mót­mæl­um, eftir að blökku­mað­ur­inn George Floyd var kyrktur (og myrt­ur) á götu úti í borg­inni Minn­ea­polis þann 25. maí síð­ast­lið­inn. Það var hvítur lög­reglu­mað­ur, Derek Chauvin, sem lá með annað hnéð á hálsi Floyd í næstum 9 mín­útur og hrein­lega kæfði og drap Floyd að við­stöddum fjölda vitna, sem kvik­mynd­uðu aftök­una (þetta var ekk­ert annað en aftaka). 

Auglýsing

Á myndupp­tökum sést að Floyd veitti nán­ast enga mót­spyrnu, en hann var undir áhrifum fíkni­efna þegar hann var hand­tek­inn eftir að hafa reynt að kaupa sígar­ettur með fölsuðum pen­inga­seðli.

Almenna hug­myndin um lög­reglu er sú að hún fram­fylgi lög­unum og sé til þess að vernda almenna borg­ara, en ekki myrða þá („to prot­ect and to ser­ve“ – ein­kunn­ar­orð lög­regl­unnar í Los Ang­el­es). En töl­fræðin er slá­andi; árin 2018 og 2019 voru um þús­und ein­stak­lingar skotnir til bana af banda­rískum lög­reglu­mönn­um, ár hvert, eða sam­tals um 2000 manns. Lög­reglu­menn deyja líka við skyldu­störf, að með­al­tali falla um 60 til 70 lög­reglu­menn á ári hverju í Banda­ríkj­unum (Heim­ild­ir: Statista.com/Wikipedi­a).

Fékk 18 kvart­anir á 19 árum

Á 19 ára ferli sínum hjá lög­regl­unni í Minn­ea­polis, hafði Chauvin fengið á sig 18 kvart­an­ir, eða næstum eina á ári, og einnig hefur Chauvin fengið opin­bera við­vörun vegna starfa sinna. Þess ber þó einnig að geta að hann hefur fengið við­ur­kenn­ingar fyrir störf sín, en Chauvin er fyrrum her­lög­reglu­mað­ur. 

Chauvin var rek­inn úr starfi dag­inn eftir atvikið og er nú ákærður fyrir mann­dráp, en einnig hefur honum verið birt skatta­á­kæra, sem er frekar talin lík­leg til þess að hann verði sak­felld­ur, því það er sjald­gæft að lög­reglu­menn séu sak­felldir fyrir alvar­leg brot í starfi í Banda­ríkj­un­um. 

Eitt fræg­asta dæmið um slíkt er mál Rod­ney King árið 1991, þar sem nokkrir lög­reglu­menn í Los Ang­eles voru sýkn­aðir af ákærum og allt varð vit­laust útaf, borgin log­aði í óeirðum í nokkra daga. Á Net­flix er hægt að sjá mjög fróð­lega heim­ilda­mynd um það mál, LA 92.

Kyrk­ing­ar­takið, bók Butlers, er í raun tvennt; hún er nöt­ur­lega lýs­ing á aðstæðum og hlut­skipti svartra (karl­manna) í Banda­ríkj­unum og síðan eru hún eins­konar leið­bein­ing­ar­rit um hvað svartir (karl­menn) geta gert til þess að lenda ekki í því sem Butler kallar „kyrk­ing­ar­tak­ið“, en það bitnar lang­mest á svörtum körl­um.

„Svartur að keyra“

Kyrk­ing­ar­takið er meðal ann­ars safn­hug­tak yfir hegðun og hátt­semi margra banda­rískra lög­reglu­manna (alls ekki þó allra) gagn­vart sam­borg­ur­unum og er nei­kvæð, til dæmis að hand­taka svarta menn í bílum sínum án nokk­urrar sýni­legrar ástæðu (kall­ast „DWB“ „dri­v­ing while black“) og eða að hand­taka unga svarta menn á götum úti, líka án nokk­urrar sýni­legrar ástæð­u. 

Hug­takið vísar líka til ýmissa laga sem Butler segir að séu sett í þeim til­gangi að halda svörtum niðri og stjórna þeim sem þjóð­fé­lags­hópi. Butler segir að fjöl­margt í banda­rísku sam­fé­lagi miði ein­fald­lega að því að kúga og þar með stjórna svört­um.

Eitt „verk­færið“ sem fellur undir kyrk­ing­ar­hug­takið kall­ast „frisk­ing“ og hefur verið beitt grimmi­lega í New York, en í því felst að stoppa og leita á ein­stak­lingum (án gruns eða dóms­úr­skurð­ar). Árangur þess­arar aðferðar við „brotaminnkun“ („crime prevention“) hefur þó verið nán­ast eng­inn sam­kvæmt bók Butler­s. 

Á árunum 2002-2013 voru yfir 5 millj­ónir ein­stak­linga teknir fyrir með þessum hætti í borg­inni og yfir­gnæf­andi meiri­hluti þeirra voru svart­ir. Árið 2011 voru tæp­lega 700.000 svona til­vik! Þau voru þó aðeins um 13.000 árið 2019. Við þetta er yfir­leitt gerð nið­ur­lægj­andi lík­ams­leit á við­kom­andi ein­stak­ling­i. 

Engin gögn eru til sem benda til þess að þessi aðferð hafi aukið öryggi í borgum Banda­ríkj­anna eða minnkað glæpi. Margt er hins­vegar sem bendir til þess að þetta hafi aukið veru­lega á andúð á lög­regl­unni og tor­veldað sam­vinnu við hana.

Svartir 1/3 af föng­um 

Alls eru svartir um 13% íbúa Banda­ríkj­anna og eru svartir karlar um helm­ing­ur­inn af þess­ari tölu. Í allri afbrota­töl­fræði hallar veru­lega á svörtu karl­ana, þeir eru t.d. um 35% af öllum föngum í Banda­ríkj­unum á hverjum tíma (fer þó fækk­andi) en á hverjum tíma eru meira en 2 millj­ónir fanga á bak­við lás og slá í land­inu. Ekk­ert land er með fleiri fanga að stað­aldri.  Á árinu 2016 voru um 860 fangar pr. 100.000 íbúa í Banda­ríkj­un­um, en það sam­svarar því að hér á landi hefðu um 3000 manns verið í fang­elsi. Á Íslandi eru um 40 fangar pr. 100.000 íbúa sam­kvæmt tölum frá Hag­stofu Íslands og því um 120 – 130 fangar að stað­aldri í afplánun hér­lend­is. 

Fang­elsi sem iðn­aður

Í frægri bók árið 1993 (Crime Control As Industry Towards Gulags, Western Style) lýsti norski afbrota­fræð­ing­ur­inn Nils Christie (nú lát­inn) banda­ríska fang­els­is­kerf­inu sem „fang­els­is­iðn­aði“ og kerfi sem þyrfti sífellt „nýtt hrá­efni“ (fanga) til að við­halda sér. Enda hluti fang­elsa einka­rekin og þurfa því að skila hagn­aði. Ýmis­legt bendir til þess að hann hafi rétt fyrir sér.

Í Banda­ríkj­unum eru svartir á aldr­inum 18-35 ára í sér­stökum áhættu­hópi og þeir eru mun lík­legri en hvítir (sem eru um 31% af íbúa­fjöld­an­um) að verða fyrir allskyns ofbeldi, ekki síst lög­reglu­of­beldi. Á árunum 2010-2012 voru um 75% þeirra sem voru skotnir af lög­regl­unni svart­ir.

Svartir fá lengri dóma

Að vera svartur í Banda­ríkj­unum þýðir einnig að þú ert með minnstar lífslík­ur, 72,2 ár, á móti 76,6 hjá hvítum og 78.8 hjá spænsku­mæl­andi. Hjá svörtum karl­mönnum fæddum árið 2001 mun einnig einn af hverjum þremur lenda í fang­elsi á lífs­leið­inni og almennt fá svartir lengri dóma en aðrir hóp­ar.

Þeir eru einnig mun lík­legri til þess að vera teknir af lífi í fang­elsum lands­ins, þ.e.a.s að aftöku­dómum sé fram­fylgt. Meðal ann­ars eru dæmi um að bætt hafi verið við stigum á greind­ar­prófi svartra fanga svo hægt hafi verið að taka þá af lífi! Það eru hrein­lega lög í sumum fylkjum Banda­ríkj­anna sem leyfa þetta.

Það er meira en 200% lík­legra að svartir lendi í hand­járnum en hvítir og yfir 300% lík­legra að beint sé byssu að svörtum manni en hvít­um. Þeir eru nær tvö­falt lík­legri að verða fyrir spörk­um, pip­ar­spreyi og álíka og um 170% lík­legri en hvítir til að verða gripnir („grabbed“) af lög­reglu.

Glæpa­tíðni á nið­ur­leið

Morð­töl­fræði meðal svartra er einnig átak­an­leg; um helm­ingur morða eru framin af svörtum og um helm­ingur fórn­ar­lambanna eru svört („svartir drepa svarta“) en algengt mynstur í morðum er að þau eru „innan kyn­þátta“ („intra-raci­al“). Á meðan glæpa­tíðni hefur almennt verið á nið­ur­leið í Banda­ríkj­unum eru hún hins­vegar ekki á nið­ur­leið meðal svartra, heldur þvert á móti og árið 2013 voru svartir um 10 sinnum lík­legri en hvítir að verða fórn­ar­lamb morðs. 

Fleiri drepnir en í Írak og Afganistan

Um 40% af öllum ofbeld­is­glæpum í Banda­ríkj­unum voru árið 2013 framdir af svörtum og á síð­ustu 15 árum hafa fleiri svartir menn verið drepnir í ofbeld­is­glæpum í borg­inni Chicago, en hafa fallið í stríð­unum í Írak og Afganistan (um 10.000 manns, inn­skot GH).  Um miðjan júlí síð­ast­lið­inn voru 10 manns drepnir í Chicago á einni helgi og 70 særð­ust. Karl­menn eru yfir­gnæf­andi, meira en 90%, í allri afbrota­töl­fræði í Banda­ríkj­un­um.

Ein skýr­ing á þessu er að sjálf­sögðu sú að gríð­ar­legur fjöldi skot­vopna í umferð, en byssu­eign meðal almenn­ings er senni­lega hvergi meiri en í Banda­ríkj­un­um. Enda er skot­vopna­lög­gjöfin þannig víða að fólk getur verið þung­vopnað á almanna­færi. Að sjálf­sögðu eru fleiri skýr­ingar á þessu, flestar félags­leg­ar, þar sem það er nokkurn veg­inn öruggt að eng­inn ein­stak­lingur fæð­ist glæpa­mað­ur. 

Löng saga

Almennt telur Paul Butler hins­vegar að með­ferð yfir­valda á svörtum megi meðal ann­ars rekja til ótta hvítra við svarta,  en að þessi með­ferð sé ekk­ert nýtt fyr­ir­bæri og megi rekja langt aft­ur, t.d. til þræla­halds­ins. Þessi ótti, segir Butler, birt­ist með marg­vís­legum hætti í menn­ing­unni, í fjöl­miðl­um, kvik­myndum og öðru slíku. Butler vísar í rann­sóknir þar sem fram kemur að margir Banda­ríkja­menn líti ekki á svarta sem mann­eskjur heldur tengja þá frekar við apa. 

Butler rekur dæmi frá lög­regl­unni í Los Ang­el­es, þar sem til­vik um glæpi þar sem ein­göngu svartir komu við sögu voru flokk­aðir sem „NHI-til­vik“ („No Human Invol­ved“)! Nálgun sem þetta er kallað „af­mennskun“ en þekktasta sögu­lega dæmið um það er afmennskun nas­ista á gyð­ingum í seinni heims­styrj­öld­inni.

Und­an­farið hafa verið dag­leg mót­mæli í fjöl­mörgum borgum Banda­ríkj­anna, meðal ann­ars í Portland (Or­egon-­ríki) þar sem óein­kenn­is­klæddir her­menn/að­ilar á vegum banda­ríska alrík­is­ins hafa verið ásak­aðir um ástæðu­lausar hand­tökur á mót­mæl­end­um. Ofbeldi og eigna­skemmdir hafa fylgt þessum mót­mæl­um, sem er mjög mið­ur.

Morðið á George Floyd (og fleirum í gegnum tíð­ina) dregur því miður upp þá mynd að enn sé mjög langt í land á mörgum sviðum fyrir svarta í Banda­ríkj­unum og í bók Butlers er ein­fald­lega varpað fram þeirri hug­mynd hvort Banda­ríkin séu „mis­heppnað ríki“ fyrir svarta? 

Það er slæmt ef svo er, því ein af grunn­hug­myndum Banda­ríkj­anna er per­sónu­legt frelsi og rétt­ur­inn til leitar að lífs­ham­ingju („p­ursuit of happy­ness“). En miðað við það sem gengið hefur á að und­an­förnu er fátt sem bendir til þess að lífs­ham­ingja svartra sé að aukast í Banda­ríkj­un­um.

Höf­undur er fram­halds­skóla­kenn­ari og kennir meðal ann­ars afbrota­fræði í Fjöl­brauta­skól­anum í Garða­bæ.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar