Vöndum okkur

Formaður Samfylkingarinnar kallar eftir opnara samtali. Stjórn og stjórnarandstaða þurfi að axla ábyrgð og leita jafnvægis milli hinna ýmsu hagsmuna og segi það ekki tækifærismennsku að taka þá umræðu.

Auglýsing

Í upp­hafi nýrrar Covid-­bylgju er eðli­legt að líf­leg umræða eigi sér stað um hvort rétt hafi verið að losa um ferða­tak­mark­anir til lands­ins þann 15. júní. Slík skoð­ana­skipti eru bæði eðli­leg og nauð­syn­leg. Ekki til að finna söku­dólga, heldur vegna þess að hún getur leitt til nauð­syn­legs aðhalds og vand­aðri ákvarð­ana­töku, í þágu alls almenn­ings. Síð­ustu daga hafa nokkrir hag­fræð­ingar lýst yfir miklum efa­semdum um efna­hags­legan ávinn­ing af til­slök­unum á landa­mær­um. Þar á meðal Tinna Laufey Ásgeirs­dótt­ir, Þórólfur Matth­í­as­son og Gylfi Zoega. Þá hefur Kári Stef­áns­son dregið í efa að núver­andi fyr­ir­komu­lag dugi til að lág­marka lík­urnar á að far­ald­ur­inn gjósi upp inn­an­lands að nýju. Loks hafa for­eldrar og skóla­fólk lýst yfir áhyggjum af skóla­starfi sem á að hefj­ast síðar í mán­uð­in­um.

Það eru fjöl­mörg sjón­ar­mið sem liggja til grund­vallar gagn­rýni á ákvörðun stjórn­valda fyrr í sum­ar.

Í grein­ingu fjár­mála­ráðu­neyt­is­ins og skýrslu Stýri­hóps um aflétt­ingu ferða­tak­mark­ana var fyrst og fremst fjallað um áhrif veirunnar á ferða­þjón­ust­una. Nú geri ég hvorki lítið úr mik­il­vægi hennar eða þeim erf­iðu aðstæðum sem margir sem vinna í ferða­þjón­ustu hafa þurft að þola. Við stöndum hins vegar frammi fyrir því að ný smit, sem örugg­lega má að ein­hverju leyti rekja til ferða til lands­ins, hafa veru­lega slæm áhrif á nær alla aðra atvinnu­starf­semi í land­inu. Ekki aðeins opin­bera þjón­ustu, skóla­starf og heil­brigð­is­þjón­ustu, heldur líka allt menn­ing­ar­líf og aðrar atvinnu­greinar sem þríf­ast á því að fólk geti komið saman og unnið sam­an. Skýrslan sjálf gaf reyndar nægt til­efni til að horft hefði verið breið­ara yfir sviðið enda segir þar á einum stað: „Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að ef of geyst er farið getur komið dýr­keypt bakslag í bar­átt­una gegn veirunni hér innan lands og þá er betur heima setið en af stað er far­ið.“  

Auglýsing
Vera má að ein­hver frek­ari grein­ing­ar­vinna hafi átt sér stað en gott væri ef rík­is­stjórnin upp­lýsti þá um hana og birti. Ljóst er að við stöndum á þeim tíma­punkti að ákveða næstu skref varð­andi ferðir til og frá land­inu og öruggt er að rík­is­stjórnin mun þurfa að taka fjölda afdrifa­ríkra ákvarð­ana vegna veirunnar næstu miss­er­in. Hér er því ekki haldið fram að ákvörð­unin frá því fyrr í sumar hafi endi­lega verið röng en stóri lær­dóm­ur­inn er sá að þær aðgerðir sem boð­aðar verði í fram­tíð­inni byggi á traust­ari grunni. Á vönd­uðum grein­ingum sem rík­is­stjórnin kynni ítar­lega en bjóði ekki áfram uppá ein­faldar til­skip­an­ir, án rök­stuðn­ings á íburð­ar­miklum blaða­manna­fundum ráð­herra. Það þarf opn­ara sam­tal. Stjórn og stjórn­ar­and­staða þurfa axla ábyrgð og leita jafn­vægis milli hinna ýmsu hags­muna. Og það er ekki tæki­fær­is­mennska að taka þá umræðu heldur nákvæm­lega það sem þrí­eykið okkar góða hefur kallað eftir und­an­farin miss­er­i. 

Allar grein­ingar þurfa að sjálf­sögðu að fela í sér sam­an­burð á efna­hags­legum áhrifum ólíkra leiða, ekki aðeins á ein­stakar atvinnu­greinar heldur líka á áhrifum sem þær geta haft á líf almenn­ings í land­inu: heilsu fólks, efna­hag, skerð­ingu á frelsi til venju­bund­ins lífs, mögu­leika sjúk­linga og eldri borg­ara til að hitta ást­vini, and­lega líðan fjöl­margra og svo fram­veg­is. Og ekki síst hvaða afleið­ingar þær geta haft á mögu­leika barna og ungs fólks til að sækja skóla með eðli­legum hætti, mennta sig og búa sig undir líf­ið. 

Við stöndum and­spænis fram­tíð sem mun ein­kenn­ast af gríð­ar­legum tækni­breyt­ingum og þær munu eiga sér stað á áður óheyrðum hraða, störf munu hverfa og önnur verða til. Og þó það sé í sjálfu sér úti­lokað að spá um hvernig þró­unin verður er öruggt að góð menntun verður lyk­ill­inn að því að við getum tek­ist á við þessar breyt­ing­ar, stönd­umst sam­keppni við aðrar þjóðir og getum bætt áfram lífs­gæði okk­ar. Hag­rænn og félags­legur ávinn­ingur af því að standa þéttan vörð um eðli­legt skóla­starf kemur ef til vill ekki fram í næsta árs­upp­gjöri rík­is­sjóðs en skilar sér án alls vafa til lengri tíma lit­ið. Rík­is­stjórnin verður að horfa sér­stak­lega til þess­ara þátta við allar ákvarð­anir sín­ar. Þröngir hags­munir mega ekki ráða för. Það er ein­fald­lega of mikið í húfi.

Höf­undur er for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar