Fyrir 2000 árum gekk um á jörðinni maður sem vildi bæta mannlífið og heiminn allan. Hann lifði innan um einfalt alþýðufólk sem ekki alltaf skildi kenningar hans. Þegar hann varð þess var, þá reyndi hann að setja kenningar sínar í dæmisögur úr daglega lífinu, sögum sem fólkið skildi.
E.t.v. er á Íslandi í dag ástæða til þess að fólkið í landinu fari að tala við stjórnendur sína í dæmisögum, svo þeir skilji hvert þeirra hlutverk er.
Auglýsing
Ég ætla ekki að skýra þetta út nánar, enda held ég að flestir skilji samlíkinguna. Ég ætla svo sannarlega ekki að líkja mér við manninn sem talaði í dæmisögum til almennings fyrir 2000 árum, en ég skil þó að stundum þarf að tala í samlíkingum til þess að þau sem ekki skilja, eða ekki vilja skilja alvarleika þess sem nú herjar á mannkynið gæti að ábyrgð sinni.
Fróðlegt væri að fá svör ferðamálaráðherra sem segir núverandi aðgerðir á landamærum Íslands vera „ásættanlega áhættu”. Hvað má fórna mörgum mannslífum svo það falli undir skilgreiningu ráðherrans sem ásættanleg áhætta?
Spyr sá sem ekki veit.