Hlaupið endalausa

Auglýsing

Hér áður fyrr stund­aði ég hlaup. Nokkrum sinnum í viku reim­aði ég á mig hlaupa­skóna og lagði af stað. Um helgar fór ég yfir­leitt lengra, allt upp í 20 km. Það var öðru­vísi en að hend­ast út og hlaupa fimm km fremur hratt. Ég þurfti að vera í sér­stökum skóm, réttum sokk­um, passa að fötin nudd­uð­ust hvergi, hafa borðað hæfi­lega og umfram allt, flýta mér hæg­ar. Ef ég lagði af stað á sama hraða og í styttri hlaup­unum var ekk­ert víst að ég kæm­ist í mark. Því var grund­vall­ar­at­riði að vita hvað ég ætl­aði langt áður en ég lagði af stað. Núna líður mér eins og við séum í löngu hlaupi sem við höfum ekki hug­mynd hvar end­ar. Við lögðum af stað af illri nauð­syn og þurfum að halda áfram að hlaupa, illa skóuð og með tóman maga.

Kór­óna­veiran sem hrellir okkur þessa dag­ana kom okkur flestum að óvörum og henni er erfitt að verj­ast. Kannski er það jafn­vel ómögu­legt, úr því sem komið er. Heims­byggðin bíður eftir bólu­efni sem eng­inn veit í raun með nokk­urri vissu hvenær verður til­búið og við getum ekki hugsað þá hugsun til enda að kannski tak­ist aldrei að búa það til. Þessa dag­ana heyrum við að við verðum að læra að lifa með veirunni. Við vorum svo sem búin að heyra það áður en senni­lega vildum við ekki heyra það. Við vildum vera í stuttu hlaupi, kannski sjö kíló­metra, í sól og blíðu eftir vinnu á þriðju­degi, ekki enda­lausu últramara­þoni um fjöll og firn­indi. Við stóðum okkur svo vel að við vildum verð­laun. Frelsi, vina­fundi, bjartar sum­ar­nætur og kok­teila, úti­legur eða góða hót­eldíla, Stuðla­gil og Vest­fjarða­túr. En nú er fríið búið og veiru­skratt­inn kom­inn aftur á kreik. 

Í raun var algjör­lega fyr­ir­sjá­an­legt að það kæmi bakslag. Í lok­uðu mengi væri hægt að halda land­inu veiru­fr­íu, alla­vega fræði­lega, en við lifum ekki í lok­uðum heimi. Hingað kemur fólk og hefur raunar komið allan tím­ann sem veiran hefur verið á kreiki. Það komu bara fáir og þau sem komu þurftu að fara í tveggja vikna sótt­kví. Og þannig náðum við að vinna bug á veirunni um stund­ar­sakir og hófum „frí­ið“. 

Auglýsing

Þau sem ráða eru ekki öfunds­verð. Þetta er ekki auð­velt verk­efni og upp­lýs­ingar hafa stundum verið af skornum skammti. Framan af fannst mér íslensk stjórn­völd gera vel í því að leyfa fag­fólki á sviði sótt­varna, heil­brigð­is­mála og almanna­varna að ráða ferð­inni. En það er alveg ljóst að það er ekki hægt enda­laust. Við öll verðum að taka ákvarð­anir um hvernig við viljum hafa þetta. Sótt­varn­ar­læknir sagði rétti­lega á einum af upp­lýs­inga­fund­inum að það væri stjórn­valda að ákveða hvaða hags­munir vegi þyngst. Stjórn­völd starfa í umboði almenn­ings, þing­menn og ráð­herrar eru full­trúar okkar hinna, kjörin til að standa vakt­ina og taka ákvarð­anir um þjóð­ar­hag. En kjós­endur greiddu þeim atkvæði í síð­ustu kosn­ingum út frá þeim mál­efnum sem voru rædd og boðuð haustið 2017 þegar kosn­ing­arnar fóru fram. Þá var engin hættu­leg kór­ónu­veira á ferli og ekki til umræðu að loka eða opna landið fyrir ferðamönnum. Umboð stjórn­valda til ákvarð­ana­töku um þessi mál, og þar með fram­tíð okkar allra, er því fremur veikt. Það kaus eng­inn VG, Fram­sókn eða Sjálf­stæð­is­flokk­inn vegna stefnu þeirra flokka í sótt­vörn­um. Eftir hrunið gjör­breytt­ust allar for­send­ur, rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir slitu sam­starfi og boðað var til kosn­inga. Þetta er aðeins öðru­vísi núna enda ekki hægt að kenna neinum einum um þessa veiru en það breytir því ekki að umboðið er veikt og leiðin framundan að mestu órædd. 

Ég er alþjóðasinni, ég trúi á sam­tal og sam­skipti alls­konar fólks og ólíkra þjóða og fyrir nokkrum mán­uðum hefði ég aldrei trúað því að mér fynd­ist koma til greina að hefta för fólks inn í landið veru­lega. En þetta eru ekk­ert venju­legir tím­ar. Víða er gripið til orð­ræðu stríðs­á­taka þegar rætt er um veiruna og varnir gegn henni. Í sjálfu sér erum við á stór­hættu­legum stað og það er býsna stutt úr þeirri orð­ræðu lok­un­ar, hafta og stríðsógnar sem nú heyr­ist yfir í útlend­inga­andúð og ein­angr­un­ar­hyggju og það ótt­ast ég. Mér finnst erfitt að tala um auknar lok­anir á land­inu okkar sem alþjóðasinni – hingað til hefur slíkt ekki farið saman í mínum huga og ég er sann­færð um að ef mann­kynið á að ná að vinna bug á veiru­skratt­anum þá þarf meiri alþjóð­lega sam­vinnu en ekki minni. Hins vegar verðum við að minnka allt ráp og snert­ing­ar, það á líka við á milli sýktra svæða, til dæmis landa.  

Við vitum í raun ekk­ert hvernig heim­ur­inn verður eftir fjög­ur, fimm ár. Það eina sem er víst er að hann verður breyttur og við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að þær breyt­ingar verði til góðs. Að heim­ur­inn komi skárri og heil­brigð­ari út úr þessu en hann var fyr­ir. Að jöfn­uður verði meiri, losun kolefna minni og sem flest okkar heil á lík­ama og sál. Og þá verðum við líka að geta horfst í augu við að margt sem við höfum vanið okkur á er tómt rugl og skað­legt plánet­unni okk­ar, svo sem versl­un­ar­ferðir til útlanda. 

Nú er ekki tím­inn til að sitja með hendur í skauti og vona að þetta redd­ist en umræðu um fram­tíð­ina hefur sár­lega skort. Ekki bara umræðu um næstu skref og vet­ur­inn framundan heldur fram­tíð­ina eins og hún leggur sig. Það bætti ekki ástandið að þingið var vart starf­andi seinni hluta vetrar og í vor þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins reið yfir. En loks­ins er eitt­hvað að ger­ast og umræðan að fara af stað, reyndar ekki um fram­tíð­ina, heldur næstu vikur og mán­uði og þá ólíku leiðir sem okkur bjóð­ast. 

Ég held að við getum flest verið sam­mála um að þrýst­ingur frá tals­mönnum ferða­þjón­ust­unnar hafi verið áber­andi í vor. Það er ekk­ert skrítið enda ljóst að á þá atvinnu­grein hall­aði mikið í því ástandi sem þá ríkti. Og tals­maður ferða­þjón­ust­unnar er í vinnu við einmitt það, að beita stjórn­völd þrýst­ingi og það er ekk­ert óeðli­legt að hann geri það. Það er hins vegar ekki hlut­verk almenni­legra stjórn­valda að kok­gleypa hvað sem er.

Ég held að ég sé ekk­ert ein um að hafa það á til­finn­ing­unni að hags­munir ferða­þjón­ust­unnar hafi verið teknir fram fyrir hags­muni almenn­ings og við þessu var var­að. Þann 4. júní s.l. sagði Gylfi Zoëga í frétt­um: „Og það má alls ekki ger­ast eins og hefur gerst svo oft í sög­unni hér að hags­munir fárra verði til þess að fleiri séu settir í hættu. ... Þetta eru svona almanna­gæði að geta búið í landi þar sem að er ekki far­sótt, þar sem að fólk getur mætt í vinnu, farið út að borða, það getur hist. Og þessi almanna­gæði eru svo mik­il­væg að maður má passa sig að gera ekk­ert sem að stefnir þeim í voða.“ Það er eitt­hvað und­ur­sam­legt við það að hag­fræð­ingur geti orðað hlut­ina svona fal­lega.

Stað­reyndin er sú að stjórn­völd hafa farið í tölu­verðar æfingar til að opna landið fyrir ferða­mönnum sér­stak­lega án þess að sú áætlun gangi sér­lega vel upp eða dæmið hafi verið reiknað til enda eins og ýmsir hag­fræð­ingar hafa bent á síð­ustu daga. Þá blasir við að sú áætlun um skimun ferða­manna sem lagt var upp með gekk ekki upp enda hafði ríkið ekki getu til að fram­fylgja henni og það eitt og sér er algjör­lega óásætt­an­legt. Þá á eftir að nefna pen­ing­ana í öskur­her­ferð­ina sem er sér­stak­lega ætlað að laða fleiri ferða­menn til lands­ins. Fleiri ferða­menn en við getum ski­mað. 

Á Íslandi höfum við sér­stakan ráð­herra ferða­mála. Það hefur ekki alltaf verið þannig, það var póli­tísk ákvörðun að innan atvinnu- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is­ins ætti að vera ráð­herra ferða­mála og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir var fyrst allra skipuð í það emb­ætti í jan­úar 2017 þótt mál­efni ferða­þjón­ust­unnar hafi auð­vitað ratað á borð stjórn­valda oftar og fyrr. Þór­dís er reyndar líka ráð­herra iðn­aðar og nýsköp­un­ar. Engu að síður er það aðal­lega ferða­málin sem nú eru í umræðu, þrátt fyrir að tvö kís­il­ver sem bæði hafa kostað skatt­greið­endur stórfé með íviln­un­um, jarð­göngum og fleiru hafi strandað úti í móa, stór álver hóti að loka og að það sem við þyrftum helst að ræða sem mest þessa dag­ana sé nýsköpun og frum­kvöðla­starf. Hvers konar atvinnu­líf viljum við hér til fram­tíð­ar, 4. Iðn­bylt­ing­una og það allt. Allt heyrir þetta undir hennar ráðu­neyti. Og við vitum ekki hvort ferða­þjón­usta verði með sama sniði og fyrir kófið eftir ein­hver ár né höfum við spurt okkur hvort það sé æski­leg­t. 

Kófið skyggir á allt annað og það eina sem við heyrum í ráð­herr­anum er um ferða­mál. Um mán­að­ar­mótin sagði hún „ásætt­an­lega áhættu að opna land­ið“ og í grein í Morg­un­blað­inu um liðna helgi að þeir hag­fræð­ingar sem gagn­rýnt hafa opnun lands­ins fyrir ferða­mönnum séu ekki sér­fræð­ingar í sótt­vörnum og að hún viti ekki um neinn sem ætli hring­inn í októ­ber. 

Þeirri grein hefur nú verið svarað og ég verð að við­ur­kenna að mér finn­ast rök Gylfa Zoëga enn og aftur vega mun þyngra en rök ráð­herr­ans um að rík­is­sjóð vanti pen­inga og því þurfum við ferða­menn. Fyrst hægt var að selja ferða­mönnum það að það væri góð hug­mynd að fara til Íslands að vetri til þá skil ég ekki af hverju ekki er hægt að telja Íslend­ingum trú um það líka. Nema það sé alls ekki góð hug­mynd. Og vel­ferð þjóð­ar­innar getur ekki byggst á því að ein­hver keyri hring­inn í októ­ber.

Það er alveg ljóst að ólík sjón­ar­mið og hags­munir takast á og sviðs­myndin er ekk­ert endi­lega ein­föld. Við getum enda­laust stillt upp ólíkum hags­munum sem ekki fara sam­an. Í mál­flutn­ingi sínum hefur Gylfi dregið upp mynd af nokkuð frjálsu og öruggu þjóð­fé­lagi þar sem við getum sótt skóla og vinnu, ferð­ast um landið og hitt vini og fjöl­skyldu á móti hags­munum ferða­þjón­ust­unn­ar. Auð­vitað er þetta ein­föld­um. Sumir eiga t.d. fjöl­skyldu og vini í öðrum löndum og meiri höft eru eins og fleygur í slík sam­bönd. Íslend­ingar búsettir í útlöndum geta ekki bæði farið í tveggja vikna frí á Íslandi og tveggja vikna sótt­kví til að kom­ast inn í land­ið. 

Eitt af því sem nefnt hefur verið sem rök fyrir meiri opnun er einmitt að sú skilj­an­lega þörf fólks til að koma og vera með fjöl­skyld­unni þegar eitt­hvað bjátar á. Við viljum auð­vitað að ást­vinir í útlöndum geti komið þegar alvar­leg veik­indi, slys eða and­lát ber að höndum og verið með þeim sem eiga um sárt að binda. Það gleym­ist í umræð­unni að í vetur var heim­sókn­ar­bann á sjúkra­stofn­anir og sam­komu­bann sem mið­að­ist við tutt­ugu manns. Fjöldi fólks veikt­ist alvar­lega og ein­hverjir dóu án þess að þeirra nán­ustu gætu heim­sótt þá á spít­ala eða verið með þeim á dán­ar­beði. Aðrir kusu að leggj­ast ekki inn þrátt fyrir þörf og lífs­gæði margra voru skert þegar aðgerðum og rann­sóknum var frestað. 

Því hefur verið haldið fram að ekki sé hægt að halda land­inu lausu við veiruna til lengdar og það getur vel verið rétt. Engu að síður tókst Nýja Sjá­landi sem líka er nokkuð afskekkt eyja það í hund­rað daga þótt hún hafi nú skotið upp koll­inum þar aft­ur. Nýsjá­lend­ingar eru um fimm millj­ónir en við bara ríf­lega þrjú­hund­ruð þús­und. Af hverju ætti það ekki vera hægt hér líka? Og ættum við að reyna það eða er það „ásætt­an­leg áhætta“ að ungt fólk liggi lífs­hættu­lega veikt á spít­ala, skóla­hald sé í hættu, menn­ing­ar­stofn­anir leggi upp laupana og elsta fólk­inu okkar sé haldið í ein­angr­un? 

Í stóra sam­heng­inu er und­ar­legt að horfa á ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar tala fyrir hags­munum síns mála­flokks eins og hann sé í algjöru tóma­rúmi og hafi litla sem enga snertifleti við sam­fé­lagið í heild. Mér komu í hug orð Þór­unnar Svein­bjarn­ar­dóttur í skýrslu rann­sókn­ar­nefnar Alþingis um banka­hrun­ið: „Á stundum hefur mér fund­ist að ráð­herrar í rík­is­stjórn Íslands séu eins og 12 trillukarlar sem hitt­ast í kaffi tvisvar í viku, bera saman afla­brögð og horf­ur, standa saman gegn utan­að­kom­andi áreiti eða ógn­unum en eru jafn­framt í sam­keppni inn­byrðis um afl­anna.“ Þannig virð­ist tekju­öfl­un­ar­leið­angur ferða­mála­ráð­herr­ans ekki endi­lega henta heil­brigð­is­kerf­inu né heldur skóla­kerf­inu eða sam­fé­lag­inu yfir höf­uð. Það eru aðrir ráð­herrar sem eru með þau mál á sinni könnu. Hér vantar allt sam­tal og sam­ráð við okkur öll, ekki bara háværasta hags­muna­hóp­inn. Mér finnst núver­andi stjórn­völd ekki hafa umboð til að taka frek­ari ákvarð­anir um leið­ina áfram án und­an­geng­innar lýð­ræð­is­legrar umræðu og jafn­vel kosn­inga. Fram­tíð okkar er ekki einka­mál ein­stakra ráð­herra eða hags­muna­fé­laga. 



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None