Eru stúdentar ekki fjárfestingarinnar virði?

Isabel Alejandra Díaz segir að stúd­entar ættu að geta stundað námið óáreittir og áhyggju­lausir – hins vegar sé raun­veru­leiki þeirra allt ann­ar.

Auglýsing

Fjár­fest­ing í menntun er okkur öllum til hags­bóta til lengri tíma því rann­sókn­ir, menntun og nýsköpun eru grund­völlur þess að þjóðin geti verið sam­keppn­is­hæf öðrum þjóð­um. Stúd­entar eru því bók­staf­lega fram­tíð­in. Við furðum okkur þar af leið­andi á því við­móti sem stúd­entar hafa mætt varð­andi kröfu sína um atvinnu­leys­is­bætur handa stúd­entum í náms­hléum, svo sem yfir sum­ar­tím­ann, sem kom til vegna áhrifa kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins. Stúd­entar áttu þann rétt í ára­tugi, allt til 1. jan­úar 2010. Ef við myndum snúa aftur til þáver­andi kerfis gæti vinn­andi náms­fólk ein­fald­lega sótt sér þann rétt sem það hefur áunnið sér með greiðslu atvinnu­trygg­inga­gjalds af launum þeirra, ef það þarf að takast á við atvinnu­leysi.

Atvinnu­laust náms­fólk utan atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins

Á Alþingi er til umræðu frum­varp um breyt­ingu á ýmsum lögum til að mæta efna­hags­legum áhrifum heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru. Í frum­varp­inu er að finna átakið Nám er tæki­færi sem á að heim­ila atvinnu­lausum að fara í nám án þess að missa rétt sinn til atvinnu­leys­is­bóta. Hér er verið að tala um fólk sem kemur af vinnu­mark­aði og fer í nám. Það er ekki verið að tala um núver­andi stúd­enta, sem misstu störfin sín í vor og höfðu ekk­ert fjár­hags­legt örygg­is­net, og hafa það ekki ennþá skyldi verða bakslag eða aðrar sam­bæri­legar áskor­anir í fram­tíð­inni. Það er að sjálf­sögðu ótrú­lega mik­il­vægt að komið sé til móts við þau sem eru að horfa fram á atvinnu­leysi og tökum við því ávallt fagn­andi að fólk geti sótt nám. Á sama tíma vekur undrun að krafa stúd­enta, sem hefur verið skýr frá fyrsta degi, mæti alltaf lok­uðum dyrum því það er talið of vanda­samt að fara í stórar kerf­is­breyt­ing­ar. Frum­varpið sýnir okkur þó að það sé ger­legt. Það má túlka sem svo að krafa stúd­enta sé mark­tæk en hóp­ur­inn sem leggur hana fram, stúd­ent­ar, sé ekki stjórn­völdum mark­tæk­ur. 

Frum­varpið byggir á til­lögum sam­hæf­ing­ar­hóps um aðgerðir vegna mennta- og vinnu­mark­aðs­mála, settur á fót af Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu og Félags- og barna­mála­ráðu­neyt­inu. Það er hópur sem Lands­sam­tök Íslenskra stúd­enta (LÍS) og Stúd­enta­ráð Háskóla Íslands (SHÍ) sitja í og það skal vera skýrt að báðar hreyf­ingar hafa talað máli stúd­enta á þeim vett­vangi og skilað af sér fjölda athuga­semda. Það er óskilj­an­legt hvers vegna stúd­entar eru látnir standa í eilífum víta­hring þar sem jafn­vægið milli náms og vinnu er óút­reikn­an­legt.

Auglýsing

Bar­átta stúd­enta síðan í vor

Í mars var strax ljóst að meg­in­þorri stúd­enta væri þegar í erf­iðri fjár­hags­stöðu sökum far­ald­urs­ins og að margir yrðu atvinnu­lausir yfir sum­ar­ið. Sam­hliða atvinnu­leys­is­bótum fyrir stúd­enta yfir sum­arið kall­aði SHÍ eftir afnámi skrá­setn­ing­ar­gjalds Háskóla Íslands og breyt­ingum á úthlut­un­ar­reglum LÍN. Atvinnu­leys­is­bætur voru það úrræði sem myndi grípa allt náms­fólk sem ekki kæm­ist að í vinnu og þótti SHÍ það sjálf­sagður réttur þar sem af launum stúd­enta er greitt atvinnu­trygg­inga­gjald í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð, sem nemur 1.35% af laun­unum þeirra, eins og hjá öllum vinn­andi lands­mönnum sam­kvæmt 3. gr. laga um trygg­inga­gjald nr. 113/1990. Atvinnu­leys­is­bótakrafa stúd­enta hefur ekki undir neinum kring­um­stæðum snú­ist um að stúd­ent sem ekki hefur þörf á að sækja sér fjár­hags­að­stoðar geti gert svo frjáls­lega. Atvinnu­leys­is­bætur eru ætl­aðar þeim sem missa vinn­una sökum sam­dráttar á vinnu­mark­aði eða upp­sagna eða ann­arra sam­bæri­lega ástæðna og neyð­ast þar með til að leita sér fjár­hags­að­stoð­ar. Það raun­gerð­ist í vor þegar hund­ruðir urðu atvinnu­lausir sökum sam­dráttar á vinnu­mark­aði vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins, og hafði náms­fólk ekk­ert öryggi að sækja í.

SHÍ setti af stað kann­anir til að fá til­finn­ingu fyrir stöðu stúd­enta á vinnu­mark­aði þar sem engin opin­ber gögn eru til um atvinnu­leysi náms­fólks á Íslandi. Sú fyrsta frá 22. mars og sú seinni frá 6. apríl sýndu 40% atvinnu­leysi. Í milli­tíð­inni sendu aðrir háskólar út kann­anir til sinna nem­enda sem sýndu enn verri stöðu, eða 50% atvinnu­leysi í HR og 65% í LHÍ. Þær gáfu til kynna mikið atvinnu­leysi, náms­fólk var að missa sum­ar­störf sem því hafði verið lofað og útlitið var ekki gott. Þá settu stjórn­völd millj­ónir í nýsköp­un­ar­sjóð, sum­ar­nám og sum­ar­störf. SHÍ hefur tekið skýrt fram að sum­ar­störfin voru gleði­efni, enda hluti þeirra aðgerða sem SHÍ krafð­ist í fyrstu til­lögum sín­um.

Nokkur starf­anna voru kynnt 26. maí en ekki var byrjað að ráða fyrr en um miðjan júní. Alla jafna eru stúd­entar byrj­aðir að vinna á þeim tíma enda nýta þeir sum­arið vel til að eiga fyrir bæði sumr­inu sjálfu og skóla­ár­inu, því lána­sjóð­ur­inn lánar ein­ungis fyrir 9 mán­uði árs­ins. Í ljós kom að störfin væru ein­ungis fyrir tvo mán­uði en ekki þrjá sem þýðir að þau voru í raun­inni mun færri en 3.400 og þýddi að stúd­entar yrðu enn atvinnu­lausir þriðj­ung sum­ars­ins. Þetta er reiknað sam­kvæmt frum­varpi til fjáruka­laga, bls. 32.

Þriðja könn­unin var unnin af SHÍ í sam­starfi við LÍS og yfir­lesin og send út af Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu þann 14. maí og stóð yfir til 26. maí. Nið­ur­stöður hennar sýndu 38.9% atvinnu­leysi en mark­miðið með henni var að fá til­finn­ingu fyrir stöðu stúd­enta í maí. Á loka­degi könn­un­ar­innar var opnað fyrir umsóknir í störf hjá Vinnu­mála­stofnun og ákvað ráðu­neytið að senda út fjórðu könn­un­ina, í þetta sinn úrtakskönnun á vegum Mask­ínu og í sam­starfi við bæði SHÍ og LÍS. Sú könnun nær yfir tíma­bilið u.þ.b. 29. maí til 11. júní en nið­ur­stöð­urnar hennar hafa enn ekki verið gerðar opin­ber­ar, þrátt fyrir beiðni SHÍ. Mark­miðið með þeirri könnun var að kort­leggja enn betur stöð­una. 

Full­yrt um þarfir náms­fólks

Félags- og barna­mála­ráðu­neytið sendi frá sér til­kynn­ingu þann 16. júní þar sem kom fram að ekki væri þörf á að skapa fleiri störf fyrir stúd­enta. Þá sagði í til­kynn­ing­unni: „Því er ljóst að staða náms­manna á vinnu­mark­aði er umtals­vert betri en for­ystu­fólk náms­manna hefur talið hingað til, en alls er um 500 störf­um, sem búin voru til í tengslum við átak­ið, óráð­stafað og líkur á því að þeim fjölgi nokkuð þegar vinnu við umsóknir um störf hjá opin­berum stofn­unum lýk­ur.“ 



SHÍ stóð ekki á sama enda ekki búið að opin­bera gögn úr fjórðu könn­un­inni sem Mask­ína fram­kvæmdi. Hafi ráðu­neytið verið svo full­vissað um að ástæða þess að störfin fyllt­ust ekki væri því allt náms­fólk væri komið í vinnu, hefði mátt sýna fram á það með því að birta nið­ur­stöð­urn­ar. Aðeins í gegnum þær tölur hefðum við getað metið hvaða hópa störfin gripu eða gripu ekki. Við­búið var að hlut­fall atvinnu­lausra stúd­enta í júní væri minna en í maí, enda búið að opna fyrir umsóknir í sum­ar­störfin þegar Mask­ínu könn­unin er fram­kvæmd. Flest störfin voru hins vegar miðuð að fólki í rann­sókn­ar­tengdum verk­efn­um, hjá opin­berum stofn­unum og ráðu­neyt­um, og krafði það umsækj­endur oft og tíðum um að hafa verið búin að ljúka 1-2 árum í ákveðnu fagi í háskóla. Þau voru ekki hönnuð fyrir allt náms­fólk, svo sem fram­halds­skóla­nema, 18 ára og eldri, list­nema og fleiri hópa. Af fjölda skrán­inga í sum­ar­nám mátti að auki draga þá ályktun að stúd­entar hafi frekar kosið að fara í nám í eitt miss­eri til við­bótar heldur en að taka áhætt­una og bíða þar til um miðjan júní eftir starfi. Rétti­lega svo, það er ekki hægt að bíða í meira en mánuð eftir að fá kannski eða kannski ekki starf. Úrræði stjórn­valda voru nefni­lega á þá leið að stúd­entar voru að hefja störf 15. júní en höfðu flest lokið prófum 8. maí. 



Vanda­málið var því ekki að skortur væri á náms­fólki til að manna sum­ar­störf­in, heldur var fram­boðið ekki nægi­legt í þeim skiln­ingi að það hent­aði þeim stóra hópi sem náms­fólk mynd­ar, bóknemar, iðnemar, list­nemar o.s.frv. Töfin á að birta nið­ur­stöður fjórðu könn­un­ar­innar gefa ekki góð fyr­ir­heit um hver staða stúd­enta hafi í raun verið í sum­ar. Fyr­ir­sláttur Félags- og barna­mála­ráðu­neyt­is­ins um að störf hafi verið óþarfi gefur það heldur ekki. 



Félags- og barna­mála­ráð­herra sagði eft­ir­minni­lega í Silfr­inu að stúd­entar gætu ekki fengið pen­ing fyrir að „gera ekki neitt“. Staða stúd­enta á Íslandi í íslensku mennta­kerfi er þannig að yfir­gnæf­andi meiri­hluti stúd­enta vinnur með námi nú þeg­ar. Stúd­entar eru bæði náms­fólk og vinnu­afl þessa lands. Ofurá­hersla stjórn­valda á að virkja stúd­enta gefur í skyn að það að vera í 100% námi og vinnu allan árs­ins hring til að eiga fyrir sér og sína sé ekki nóg virkn­i. 



Skörun atvinnu­leys­is­trygg­inga­kerf­is­ins og náms­lána­kerf­is­ins

Stúd­ent er ekki heim­ilt að vera í fleiri en 10 ein­ing­um, sam­hliða vinnu, til þess að eiga rétt á atvinnu­leys­is­bótum missi hann vinn­una. Á sama tíma má stúd­ent ekki vera í minna en 22 ein­ingum til að geta tekið náms­lán hjá Mennta­sjóði náms­manna. Hér skiptir engu máli hvort stúd­ent sé í námi og hluta­starfi eða í 100% vinnu og námi með. Stúd­ent sem missir vinn­una, og þar með tekjur sín­ar, hefur engan rétt á bótum ein­fald­lega vegna þess að hann er í námi. Í frum­varp­inu á þingi er lagt til að hækka ein­inga­við­miðið úr 10 í 12 ein­ingar hjá Vinnu­mála­stofnun en bilið milli kerf­anna væri samt ber­sýni­lega enn of stórt. Til­lagan er byggð á því að náms­fólk á háskóla­stigi sé almennt í 6 ein­inga nám­skeið­um. Það er hins vegar allur gangur á ein­inga­fjölda eftir náms­leiðum auk þess að fullt nám mið­ast við 30 ein­ing­ar. Þessi breyt­ing veitir stúd­entum ekki frekara svig­rúm en fyrir 1-2 nám­skeið­u­m. 



Helstu mótrökin gegn atvinnu­leys­is­bóta­kröfu stúd­enta eru þau að náms­lána­kerfið eigi að grípa náms­fólk­ið. Þann 10. júní sl. varð Mennta­sjóður náms­manna að lögum og þó að SHÍ telji heild­ar­end­ur­skoðun náms­lána­kerf­is­ins jákvætt og tíma­bært skref þá harmar það til­högun grunn­fram­færslu fram­færslu­lána sem og sjálf­bærn­is­hug­sjón sjóðs­ins. Fram­færslu­lánin duga stúd­entum ekki og neyð­ast þeir því til að vinna sam­hliða námi til að fram­fleyta sér. Aftur á móti skerð­ast lánin þéni þeir tekna umfram frí­tekju­markið og þar með skap­ast víta­hringur þar sem stúd­entar verða að vinna meira til geta séð fyrir sér og sín­um. Til­högun fram­færslu­lána er falið sjóð­stjórn án skýrra fyr­ir­mæla um end­ur­skoðun milli ára og benti SHÍ á að þannig væri engin krafa gerð til hennar um að ráð­ast í breyt­ingar væri þess þörf. SHÍ batt þó vonir við að stjórn gripi til aðgerða við gerð nýrra úthlut­un­ar­reglna Menntasjóðs­ins. Í nýjum úthlut­un­ar­reglum er hækkun grunn­fram­færslu þó ekki að finna. Önnur aðgerð sem SHÍ krafð­ist í úthlut­un­ar­regl­unum var fimm­földun á frí­tekju­marki Mennta­sjóðs­ins (þá LÍN), svo auð­veld­ara yrði fyrir fólk að kom­ast af vinnu­mark­aði og í nám. Fimm­föld­unin gagn­ast ekki þeim sem hafa verið í námi sl. 6 mán­uði, en var það úrræði sem Mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra féllst á. 



Þörf á stöðugri bar­áttu náms­fólks

Líkt og fram hefur komið voru stúd­entar úti­lok­aðir frá rétti til atvinnu­leys­is­bóta í náms­hléum þann 1. jan­úar 2010 eftir að Alþingi sam­þykkti laga­frum­varp um breyt­ingar þess efn­is. Þá hefði eflaust verið ráð að breyta fyr­ir­komu­lag­inu í heild sinni þannig að atvinnu­trygg­inga­gjald af launum stúd­enta væri ekki að renna í sjóð sem stúd­entar mega ekki sækja í. Ef miðað er við tölur frá EUROSTU­DENT VI, sam­evr­ópskri könnun á stöðu stúd­enta, vinna 70% náms­fólks sam­hliða námi, í 50% starfi að með­al­tali og tæp­lega 90% náms­fólks vinnur fullt starf að sumri. Sé þetta fólk allt á lág­marks­laun­um, skv. samn­ingum SGS og SA frá 2010 til dags­ins í dag, nema atvinnu­trygg­inga­gjöld þess hóps sem runnið hafa í atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóð yfir 3,5 millj­arða króna síð­ast­liðin 10 ár. Sam­kvæmt Eurostu­dent vinna stúd­entar þó að með­al­tali 26 klst. á viku með námi sem er nær 70% starfs­hlut­falli og eru 3,5 millj­arðar því mjög var­lega áætluð upp­hæð. Það gæti ekki verið skýrar að atvinnu­trygg­inga­gjöld vinn­andi stúd­enta skapa millj­arða af tekjum atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóðs og því frá­leitt að þeir hafi verið án rétt­inda úr sjóðnum í ára­tug.



Í svoköll­uðu hluta­bóta­leið­inni sem var lögð fram á þingi 17. mars fólst m.a. að ein­stak­lingur yrði að halda 50% starfs­hlut­falli og lækka um a.m.k 20% til að eiga rétt á atvinnu­leys­is­bótum vegna tíma­bund­ins sam­dráttar í starf­semi vinnu­veit­enda útaf sam­komu­bann­inu og kór­ónu­veiru­far­aldr­in­um. SHÍ sendi frá sér umsögn og sagði að 50% við­mið­unar starfs­hlut­fallið væri of hátt fyrir stúd­enta, sem eru margir í hluta­starfi með námi og ná aug­ljós­lega ekki upp í það starfs­hlut­fall. Stúd­entum til mik­illar ánægju var hlut­fallið lækkað úr 50% í 25% og sér­stakri máls­grein var bætt við frum­varpið sem tók mið af stúd­entum í sam­ræmi við athuga­semdir SHÍ. Þetta var sam­þykkt á þingi 19. mars og átti að vera í gildi til 1. júní. Hluta­bóta­leiðin var fram­lengd 29. maí og við­mið­unar starfs­hlut­fallið var hækkað úr 25% í 50%. SHÍ gagn­rýndi hækk­un­ina, alveg eins í fyrstu umferð, enda voru stúd­entar ekk­ert lík­legri á þeim tíma­punkti til að ná upp í 50% starfs­hlut­fall frekar en í mars. Ráðið sendi frá sér umsögn 26. maí sem litið var fram­hjá. 



SHÍ krafð­ist þess að 75.000kr skrá­setn­ing­ar­gjald HÍ yrði afnumið fyrir skóla­árið 2020-2021. Stjórn­völd brugð­ust við með því að boða þess í stað greiðslu­dreif­ingu, en stúd­ent sem sér ekki fram á að mæta útgjöldum sínum og á erfitt með að sjá fyrir fjöl­skyldu sinni á ekk­ert auð­veld­ara með að greiða 75.000 kr í nokkrum greiðsl­um, til þess að stunda nám. Þess má geta að stúd­ent þarf að greiða gjaldið að fullu jafn­vel þó hann sé aðeins í einu nám­skeiði, t.d. að klára 8 ein­inga loka­rit­gerð­ina sína. Þá er vert að hafa í huga þá ótrú­legu stað­reynd að náms­lána­kerfið á Íslandi lánar ekki fyrir skrá­setn­ing­ar­gjöldum í opin­bera háskóla og því geta þau sem vilja stunda nám í Háskóla Íslands ekki fengið lánað fyrir því. Háskóli Íslands tók á það ráð að fram­lengja greiðslu­frest­inn á skrá­setn­ing­ar­gjald­inu og bjóða einnig upp á greiðslu­dreif­ingu. Raunar hefur Háskól­inn tekið mikið mið af áhyggjum stúd­enta, til að mynda brást hann við beiðni SHÍ um að koma til móts við fjár­hags­vanda stúd­enta á stúd­enta­görð­unum með því að ráð­stafa fjár­magni í sér­stakan sjóð. Við­brögðin hafa verið til fyr­ir­mynd­ar.



Starfs­kraftar fram­tíð­ar­innar

Stjórn­völd sem stæra sig af því að búa í vel­ferð­ar­ríki með fyr­ir­myndar mennta­kerfi og náms­lána­kerfi sem tryggir jafn­rétti til náms hafa verið í mik­illi mót­sögn við sig sjálf. Stúd­entar eru vinn­andi fólk í orðs­ins fyllstu merk­ingu og það ber að veita þeim öryggið sem þeir eiga allan rétt á. Stúd­entar leggja atvinnu­leys­is­trygg­inga­sjóði lið með þeirra vinnu­fram­lagi. Það er stað­reynd og því mun krafa SHÍ um að tryggja eigi stúd­endum rétt til atvinnu­leys­is­bóta standa óhögguð. 



Nám er, eins og við vitum öll, 100% vinna. Stúd­entar ættu að geta stundað það óáreitt og áhyggju­laus, hins vegar er raun­veru­leiki þeirra allt ann­ar. Aðgerðir stjórn­valda er hægt að greina í ákveðið mynstur þess að stúd­entar séu ekki fjár­fest­ing­ar­innar virði og eru því utan­skilin og látin falla milli kerfa, þrátt fyrir að vera starfs­kraftar fram­tíð­ar­inn­ar. Það er svo sann­ar­lega hægt að fara í kerf­is­breyt­ing­ar, það þarf aðeins vilja til. Við erum í slæmum málum ef ráð­herra félags- og barna­mála telur náms­fólk og börn þeirra ekki eiga rétt­indi sín skilið og stöndum enn verri fæti ef ráð­herra okkar mála­flokks er ekki með okkur í liði.



Höf­undur er for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar