Kaffi og kauphallarviðskipti

Baldur Thorlacius, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptatengsla hjá Nasdaq, skrifar um hlutabréfamarkaðinn á Íslandi í grein sem birtist fyrst í Vísbendingu 4. september.

Auglýsing

Það er gömul saga og ný að rekstur Icelandair Group („Icelanda­ir“) er mikið á milli tann­ana á fólki. Umtalið virð­ist hafa farið stig­vax­andi með risi og falli WOW air, 737 MAX vél­unum og svo síð­ast, en ekki síst, COVID-19. Allir hafa sína skoðun eða eiga frænku eða frænda sem telur sig vita allt um þessi mál. Blaða­menn skrifa vand­aðar greinar um félagið og reglu­lega eru tekin við­töl við sér­fræð­inga um stöðu og fram­tíð­ar­horfur þess. 

Icelandair virð­ist hafi fengið sæti við borðið á kaffi­stofum þjóð­ar­inn­ar. Í ljósi núver­andi ástands, legu lands­ins og vax­andi mik­il­vægi ferða­þjón­ust­unnar á und­an­förum árum kemur þetta vænt­an­lega fáum á óvart. Þetta er að sama skapi mjög jákvætt, að mati und­ir­rit­aðs. Mál­efna­legar umræður um rekstur fyr­ir­tækja geta verið mjög gagn­legar fyrir þau sjálf, fjár­festa og við­skipta­vini þeirra, sem og hollar fyrir sam­fé­lagið í heild sinn­i. 

Það er, aftur á móti, ákveðið áhyggju­efni hversu tóm­legt er um að lit­ast á kaffi­stof­unni. Eins og hug­lægar sótt­varn­ar­að­gerðir hafi ríkt um fjölda rekstr­ar­tengdra umræðu­efna sl. ára­tug­inn: Engin fyr­ir­tæki inn á kaffi­stof­una, en tak­mörkuð und­an­þágu­heim­ild fyrir flug­fé­lög. Sjaldan heyrir maður „venju­legt“ fólk tala um rekstur fyr­ir­tækja, nema þá helst ef þeim verður á í mess­unni. Slíkt umtal er vissu­lega hollt og veitir nauð­syn­legt aðhald, en nokkuð sér­kenni­legt eitt og sér. Eins og ef fólk tal­aði bara um íþróttir þegar ein­hver gerði mis­tök á stór­móti, hrækti framan í dóm­ara eða félli á lyfja­prófi. 

Auglýsing

Hvað er gott með kaff­inu?

En hvað er það sem aðgreinir Icelandair frá öðrum fyr­ir­tækjum að þessu leyti? Skýr­ingin liggur í augum uppi. Icelandair er almenn­ings­hluta­fé­lag og skuld­bundið til að starfa með afar gagn­sæjum hætti. Það er borð­leggj­andi að almenn­ings­hluta­fé­lög búi við slíkt umtal. Eða hvað? Sama virð­ist ekki eiga við um önnur almenn­ings­hluta­fé­lög, sem fá lítið pláss í almennri umræð­u. 

Á fyrstu sjö mán­uðum árs­ins 2020 voru við­skipti með hluta­bréf Icelandair um fjórð­ungur allra við­skipta í Kaup­höll­inni, mælt í fjölda. Þegar litið er til hlut­falls af veltu nam það ein­ungis 3%. Við­skiptin eru mörg, en að jafn­aði tals­vert minni en gengur og ger­ist á mark­aðnum (nánar til­tekið einn tíundi af mið­gild­is­stærð við­skipta). Fleiri, en smærri, við­skipti benda til þess að ein­stak­lingar séu orðnir nokkuð atkvæða­miklir í við­skiptum með þetta eina félag. Önnur almenn­ings­hluta­fé­lög kom­ast ekki inn á kaffi­stof­una, a.m.k. ekki með þeim hætti að það end­ur­speglist í við­skiptum á mark­að­i. 

Yfir­stand­andi heims­far­aldur skýrir þetta mögu­lega að ein­hverju leyti, en Icelandair er sem stendur að vinna að því að styrkja lausa­fjár­stöðu sína, m.a. með því að efna til hluta­fjár­út­boðs, til þess að takast á við þær áskor­anir sem fylgja langvar­andi ferða­tak­mörk­unum á heims­vísu. Það er, aftur á móti, illa fyrir okkur komið ef fólk og fjöl­miðlar fá ekki áhuga á rekstri fyr­ir­tækja nema fram­tíð þeirra sé ógn­að. En staðan sem er komin upp í ferða­þjón­ust­unni er holl áminn­ing, engu að síð­ur. Rekstur og fjár­mögnun fyr­ir­tækja skiptir okkur öll miklu máli – svo það er eins gott að við skiptum okkur af. 

Önnur skýr­ing kann að vera sú að Icelandair þyki ein­fald­lega meira spenn­andi en önnur almenn­ings­hluta­fé­lög. Blaða­mað­ur­inn Sig­urður Már Jóns­son gerði það að umtals­efni í nýlegum pistli að skortur væri á „skemmti­leg­um“ fyr­ir­tækjum í Kaup­höll­inni. Fyr­ir­tækjum í áhuga­verðum rekstri og með djörf áform. Í pistl­inum taldi hann fyrst og fremst til fyr­ir­tæki í tækni og nýsköp­un, en sama gæti mögu­lega átt við um flug­fé­lög. Flug­rekstur er sveip­aður ákveðnum töfra­ljóma, fólk tengir við flug­fé­lög, þekkir þau, flýgur sjálft með þeim og hefur sterka skoðun á þeim. Fjár­fest­ingu í flug­fé­lögum getur fylgt áhætta. Ákveðin spenna, sem almennir fjár­festar leita gjarnan uppi, ólíkt því sem margir virð­ast halda, í bland við aðrar áhættu­minni fjár­fest­ing­ar. 

Fika, ølstofur og saunur

Til þess að kanna nánar hvaða eig­in­leikum fyr­ir­tæki þurfi að vera gædd til að eiga upp á pall­borðið hjá almenn­ingi er hægt að rýna í við­skipta­gögn frá öðrum kaup­höllum Nas­daq á Norð­ur­lönd­un­um. Það eru reyndar ekki til opin­berar upp­lýs­ingar um sam­setn­ingu fjár­festa á Norð­ur­lönd­unum svo ég viti til, en með því að taka saman og greina við­skipti stærstu net-fjár­fest­ing­ar­banka Norð­ur­land­anna, Avanza og Nor­dnet (hér eftir „net­bank­arn­ir“, til ein­föld­un­ar), sem gera fyrst og fremst út á við­skipti ein­stak­linga, má mögu­lega greina ákveðnar vís­bend­ingar um eft­ir­spurn almenn­ings. 

Þegar rennt er yfir lista yfir félögin sem net­bank­arnir áttu mest við­skipti með á árinu 2019 má sjá mörg kunn­ug­leg nöfn. Þekkt vöru­merki eins og Volvo, Erics­son, H&M og Nokia, líf­tækni­fyr­ir­tæki eins og Astr­aZeneca og Novo Nor­disk, tækni­fyr­ir­tæki eins og Finger­print Cards og PowerCell Sweden, stærstu banka og fjár­mála­fyr­ir­tæki Norð­ur­land­anna og Investor AB, fjár­fest­ing­ar­fé­lag sem er yfir­leitt kennt við Wal­len­berg fjöl­skyld­una. 

Þegar list­inn er skoð­aður í heild sinni má sjá að fyr­ir­tækin eru af ýmsum stærðum og gerðum og virð­ist heild­ar­myndin ekk­ert ósvipuð þeirri sem fæst þegar við­skipti ann­ara fjár­mála­fyr­ir­tækja eru skoð­uð. Öflug stór­fyr­ir­tæki sem fólk þekkir vel í bland við spenn­andi nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Það er stundum talað um að fyr­ir­tæki þurfi að stefna á mik­inn vöxt og/eða vera með sterk tengsl við sam­fé­lagið sem þau starfa í ef þau ætla að höfða til almennra fjár­festa. Við­skipti net­bank­anna virð­ast passa vel við þetta.

Net­bank­arnir koma að um 6% af hluta­bréfa­við­skiptum á Norð­ur­lönd­unum (utan Íslands). Þegar kannað er hvernig það skipt­ist niður á atvinnu­greinar má sjá að hlut­deildin er yfir­leitt á bil­inu 4 – 9%.  Hún er þó lægri í fast­eigna­fé­lögum (3%), trygg­inga­fé­lögum (2%), veitu­fyr­ir­tækjum (2%) og mat­væla- og tóbaks­fram­leið­endum (2%), en hærri í félögum sem starfa við ferða­þjón­ustu og tóm­stundir (16%) eða fjöl­miðlun (14%). Icelandair fellur einmitt í þann fyrr­nefnda. Þar er vissu­lega að finna „skemmti­leg“ fyr­ir­tæki, í bók­staf­legum skiln­ingi. Fyr­ir­tæki sem eru mörg hver rekin til þess eins að skemmta fólki. Þar á meðal eru ýmis tölvu­leikja­fyr­ir­tæki í bland við fyr­ir­tæki sem margir íslenskir ferða­langar þekkja vel, eins og Tivoli og Parken Sports & Enterta­in­ment

En það er rétt að halda því til haga að þetta eru hvorki mörg félög né afger­andi mun­ur. Heilt á litið virð­ist sem fyr­ir­tæki úr öllum atvinnu­greinum komi til tals­ins í sænskum fika boð­um, dönskum ølstofum og finnskum saun­um. En sum þeirra þykja aug­ljós­lega meira spenn­andi en önn­ur. 

„When you‘re curi­ous, you find lots of inter­est­ing things to do“ – Walt Dis­ney

Breitt áhuga­svið við­skipta­vina net­bank­anna er reyndar nokkuð fróð­legt eitt og sér. Enn fremur þegar við­skipti eru greind eftir stærð við­kom­andi fyr­ir­tækja. Um 65% við­skipta net­bank­anna eru með hluta­bréf stór­fyr­ir­tækja, á móti 35% með hluta­bréf smárra og með­al­stórra fyr­ir­tækja og fyr­ir­tækja á First North mark­aðnum (sem er mark­aður fyrir vaxt­ar­fyr­ir­tæki). Hjá öðrum fjár­mála­fyr­ir­tækjum eru aftur á móti 91% við­skipta með hluta­bréf stór­fyr­ir­tækja og 9% með önn­ur. 

Þetta er nokkuð afger­andi vís­bend­ing um að fjár­magn sem miðlað er í gegnum stofn­ana­fjár­festa leiti frekar í hluta­bréf stór­fyr­ir­tækja heldur en þegar ein­stak­lingar taka sjálfir ákvörðun um fjár­fest­ing­ar. Fyrir lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki getur slíkt skipt sköp­um. 

Í því sam­hengi er einnig áhuga­vert að skoða hvernig fyr­ir­tæki almenn­ingur virð­ist þykja spenn­andi – en ekki endi­lega öðrum fjár­fest­um. Fyr­ir­tæki sem tals­verð velta er með á mark­aðn­um, yfir 100 millj­ónir evra á árs­grunni, sem er að megn­inu til komin vegna við­skipta almenn­ings­.  

Efst á blað rað­ast fyr­ir­tæki eins og Crunchfish: sem þróar búnað og tækni í tengslum við við­bót­ar­veru­leika (e. aug­mented rea­lity), SaltX Technology: sem notar nanó-­tækni til að finna betri leiðir til að varð­veita orku, Savosol­ar: sem þróar sól­ar­orku­lausnir, Cyxone: líf­tækni­fyr­ir­tæki sem þróar lausnir til að bæta líf fólks með sjálfs­næm­is­sjúk­dóma, Diamyd Med­ical: sem vinnur að með­ferðum við syk­ur­sýki, Spect­rumOne: sem þróar lausnir til að hjálpa fyr­ir­tækjum að vinna og greina gögn, Spect­raCure: sem vinnur að með­ferðum við blöðru­háls­kirtil­skrabba­meini og Tri­boron International: sem þróar tækni til að draga úr útblæstri CO2. Í til­vikum þess­ara fyr­ir­tækja voru net­bank­arnir með um eða yfir 70% hlut­deild í hluta­bréfa­við­skiptum árið 2019. Hlut­deild almenn­ings var því án efa hærri, þar sem venju­legt fólk á einnig við­skipti í gegnum aðra banka en þessa tvo. 

Sitt sýn­ist hverjum um það hvers konar rekstur væri æski­legt að efla hér á landi, en að mínu mati er starf­semi eins og áður­nefnd fyr­ir­tæki stunda ágætis grunn­ur. Fyr­ir­tæki sem eru í spenn­andi nýsköp­un, fyr­ir­tæki sem geta von­andi vaxið og skapað ný störf, fyr­ir­tæki sem eru að vinna að því að gera heim­inn betri. 

Að koma fyr­ir­tækjum og fjár­fest­ingum inn á kaffi­stof­una snýst ekki bara um að finna nýja hluti til að tala um, heldur einnig að brúa bilið milli almenn­ings og atvinnu­lífs­ins og skapa mik­il­væga lífæð fyrir fjár­mögnun lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja, sem eru meira og minna í nýsköp­un. 

Hvert er vanda­mál­ið? 

Það virð­ist sem tals­verð eft­ir­spurn gæti verið eftir ákveð­inni gerð almenn­ings­hluta­fé­laga, sem Sig­urður Már kallar „skemmti­legu fyr­ir­tæk­in“. Þetta eru góð tíð­indi fyrir eig­endur og stjórn­endur slíkra fyr­ir­tækja, sem þurfa mörg hver á fjár­magni og auknum sýni­leika að halda, og hvatn­ing fyrir frum­kvöðla fram­tíð­ar­inn­ar. 

En slík fyr­ir­tæki leita ekki á mark­að­inn að sjálfu sér. Við þurfum að virkja vara­liðið í stríð­inu við stöðnun og eins­leitni í atvinnu­líf­inu. Koma fjár­málum og rekstri aftur inn á kaffi­stof­urnar og skapa hvata fyrir ein­stak­linga til að fjár­festa með beinum hætti í hlutafé spenn­andi fyr­ir­tækja. Það er frá­bært að fólk láti sig rekstur Icelandair varða, en við megum ekki láta þar við sitja. Ég hef mínar hug­myndir um hvað þurfi til, og er meira en til í kaffi­bolla með öllum sem vilja ræða þessi mál.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar