Guð og náttúran

Örn Bárður Jónsson skrifar þanka um Guð og hans góðu sköpun.

Auglýsing

Nú á tímum er mörgu fólki tamara að tala um ver­öld­ina sem nátt­úru en sköp­un.

Íslensk nátt­úra er gjarnan rómuð fyrir feg­urð og þau skipta þús­undum sem ár hvert halda á vit hennar til að upp­lifa hið stóra sam­hengi. Margir leitar nátt­úru­upp­lif­unar í trú­ar­legum til­gangi. Vissu­lega segir nátt­úran ýmis­legt um lífið og til­ver­una. Hún talar sínu máli, hún getur til að mynda bent til Guðs eða gefið fólki þá upp­lifun að Guð sé að baki öllu lífi, allri feg­urð. En nátt­úran segir okkur fátt ef nokkuð um eðli Guðs. Sál­in, sam­viskan, vitnar líka um Guð og segir okkur sitt­hvað um hann, en til að vita hver Guð er í raun og veru hefur mann­kynið fengið opin­berun í Bibl­í­unni og skær­ast í Jesú Kristi. Hin sögu­lega trú og hinn sögu­legi Kristur tjá okkur margt mik­il­vægt um eðli Guðs, að hann sé til að mynda kær­leik­ur, að Guð hafi skapað allt sem er, að Guð sé upp­spretta elskunn­ar, að hjá honum einum sé að finna full­komið rétt­læti og svo mætti lengi telja. Það sem Biblían og Jesús Kristur segja okkur um Guð fáum við hvorki að vita í sam­visku okkar né nátt­úr­unni.

Í klass­ískri guð­fræði eru gerð skil á milli skap­ar­ans og sköp­unar hans. Guð er Guð og sköp­unin er sköpun hans en ekki hann sjálf­ur. Hann getur hins vegar með ein­hverjum hætti verið þar nærri eða „í, með og undir" eins og Lúther sagði um alt­ar­issakra­ment­ið. For­sjón hans er merkj­an­leg í sköp­un­inni, í sálu mann­eskj­unn­ar, í sam­fé­lagi manna, karla og kvenna, barna og full­orð­inna, sem hann hefur skap­að. Sköp­unin er ekki Guð, nátt­úran og vist­kerfið ekki heldur því þá erum við komin með það sem kallað hefur verið allt-er-guð-ismi eða pan­teismi sem er ein höf­uð­kenn­inga hindúism­ans. Til er einnig kenn­ing sem kölluð er guð-í-öllu-ismi eða panenteismi og er líka aust­ræn hugsun að upp­runa. Nátt­úran er ekki Guð og Guð er ekki í öllu, en áhrifa hans gætir þó í sköp­un­ar­verk­inu og í mann­eskj­unni.

Auglýsing
Þegar menn rök­ræddu á alþingi hinu forna um nýjan sið var meðal ann­arra orða sagt nokkuð sem tjáir skýrt að Guð og sköp­un/­nátt­úran eru ekki eitt og hið sama. 

Við þekkjum sög­una um að hraun hafi runnið á Hell­is­heiði, er Alþingi var haldið árið 999 eða 1000, skammt frá Þing­völlum og stefnt í átt að bæ eins kristna höfð­ingj­ans. Töldu heiðnir menn að þetta væri merki um að guð­irnir reidd­ust. Á þá Snorri Þor­gríms­son á Helga­felli að hafa mælt „Um hvað reidd­ust goð­in, þá er hér brann hraun­ið, er nú stöndum vér á?

Snorri goði hafði sína teod­ice guð­fræði á hreinu og greindi að skap­ara og sköp­un. Um hann segir Har­aldur Sig­urðs­son, jarð­fræð­ingur í pistli sem ég fann á Net­inu: „Þar með flutti Snorri goði íslenska menn­ingu út úr forn­eskju og hjá­trú, inn í meira raun­sæi, þar sem ham­farir eins og eld­gos eru nátt­úru­við­burð­ur, og ekki stjórnað af reiðum guð­um."

Kristnin færði okkur þessa hreinu hugsun og enn­fremur staf­róf­ið, rit­menn­ing­una, æðstu menntir og listir þess tíma í Evr­ópu. And­stæð­ingar kirkju og krist­in­dóms mættu gjarnan íhuga þessar stað­reyndir sér til upp­lýs­ing­ar.

Þegar flóð­bylgjan mikla skall á ströndum Tælands og víðar á jóla­dag 2004 heyrð­ust þær raddir í erlendum fjöl­miðlum að Guð hefði látið flóðið skella á ferða­manna­stöðum í SA-Asíu til að hefna sín á barna­perrun og hór­körlum, einkum af sænskum upp­runa! Ég fann mig knú­inn til að leið­rétta slíkar dellu­til­gátur og for­dóma í pré­dikun á sínum tíma með teod­ice kenn­ing­unni en orðið er myndað af teo=guð og dice=rétt­læti og merkir að rétt­læta Guð and­spænis illsk­unni í heim­inum og segja m.ö.o. að hann beri ekki ábyrgð á illskunni, nátt­úru­ham­förum, sjúk­dóm­um, slysum o.s.frv.

Merki­legt hvað hún er lífseig þessi kenn­ing um að Guð og nátt­úran séu eitt og hið sama. Ef Guð er nátt­úran, vist­kerf­ið, þá eru eld­gosin af hans völd­um, flóð­bylgj­urn­ar, krabba­mein­in, Covid-19 og allt sem ógnar mann­eskj­unni þegar nátt­úran byltir sér og brölt­ir.

Kristnir í Róm forðum daga voru m.a. ofsóttir fyrir að vera guð­leys­ingjar - ateistar - því þeir höfn­uðu öllu guða­stóði Róm­verja. Kristnin hefur ætíð hafnað öðrum guðum og goð­mögn­um, tröllum og for­ynj­um, álfum og draug­um. Slík fyr­ir­brigði, ef fyr­ir­brigði skal kalla, geta hins vegar búið um sig í hugsun manna og sál­ar­lífi en það er allt önnur Ella sem rita mætti margt um.

En sem sagt: Guð er Guð, nátt­úran nátt­úra og vist­kerfið vist­kerfi. Nátt­úran og vist­kerfið eru sköpun hans og lúta sínum lög­mál­um, fara sínu fram og hafa gert um aldir og árþús­und og lengur en mann­eskjan hefur lífsand­ann dreg­ið, mann­eskjan sem nú tröll­ríður þess­ari jörð og er helsta ógn nátt­úr­unn­ar, sköp­unar Guðs.

Höf­undur er fyrr­ver­andi sókn­­ar­­prest­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar