Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga

Drífa Snædal segir Alþýðusambandi Íslands bæði ljúft og skylt að standa að vitrænni umræðu um efnahagsmál. Hún svarar framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í gær að ASÍ væri á góðri leið með að stimpla sig út úr slíkri umræðu.

Auglýsing

Fram­kvæmda­stjóri Sam­taka atvinnu­lífs­ins steig fram í fréttum Rík­is­sjón­varps­ins á sunnu­dags­kvöld og lýsti því yfir að ASÍ væri „á góðri leið með að stimpla sig út úr vit­rænni umræðu um efna­hags­mál”. Senni­lega eru þessi ummæli til marks um rök­þrot, enda hefur for­ystu atvinnu­rek­enda ekki tek­ist að sýna fram á það með raun­gögnum að ráð­legt sé að slíta kjara­samn­ingum til þess eins að knýja fram launa­fryst­ingar þvert á atvinnu­grein­ar. Þar virð­ast póli­tískar kenn­ingar ráða mestu og eru fengnir bæði fyrr­ver­andi og núver­andi tals­menn SA til að halda þeim á loft­i.  

Okkur í ASÍ er bæði ljúft og skylt að standa að vit­rænni umræðu um efna­hags­mál og höfum því tekið saman nokkur atriði sem gæti verið gott fyrir for­ystu Sam­taka atvinnu­lífs­ins, þá og nú, að kynna sér. 

1. Hag­fræði er ekki raun­vís­indi

Hag­fræði telst til félags­vís­inda. Hún fjallar um mann­legt sam­fé­lag en ekki nátt­úru­lög­mál. Þetta á sér­stak­lega við þegar hag­fræðin reynir að spá fyrir um óorðna hluti, enda getur spáin farið að hafa áhrif á fram­vind­una, ekki síst ef spá­menn­irnir eru í þeirri stöðu að geta haft slík áhrif sjálf­ir. Að líkja geng­is- og verð­bólgu­þróun við þyngd­ar­lög­mál­ið, eins og einn tals­manna sjón­ar­miða atvinnu­rek­enda hefur gert á opin­berum vett­vangi, er því frá­leitt. Þær breytur sem eru að verki í hag­kerf­inu verða ekki færðar undir grunn­hug­tök eðl­is­fræð­inn­ar. 

Auglýsing

2. Verð­bólga er marg­þætt fyr­ir­bæri 

Verð­bólga telst heldur ekki til nátt­úru­lög­mála. Helstu áhrifa­valdar á verð­bólgu eru nú einmitt mann­fólkið og það væri hægt að lista margar óða­verð­bólgu­spár sem ekki hafa gengið eft­ir. Seðla­bankar og ákvarð­anir um rík­is­fjár­mál hafa áhrif á verð­bólgu, líkt og á geng­is­mál, en þar geta fjár­sterkir aðilar líka haft áhrif. Á alþjóða­vett­vangi er sífellt verið að þróa áfram kenn­ingarramma um verð­bólgu en af hálfu SA er alltaf spiluð sama gamla platan þar sem verð­bólguógn­inni er beitt sem refsi­vendi gagn­vart almenn­ingi og þá sér­stak­lega lág­launa­fólki. Hér má til dæmis vitna í nýlega grein í breska tíma­rit­inu the Economist þar sem bent er á að sam­bandið milli verð­bólgu og atvinnu­leysis hafi breyst. 

3. Kjara­skerð­ingar munu dýpka krepp­una

For­ystu­menn SA telja það úrræði henta best á þessum erf­iðu tímum að falla frá umsömdum launa­hækk­unum með til­heyr­andi hót­unum um atvinnu­leysi og óða­verð­bólgu. Hið rétta er að verði ekki staðið við gerða samn­inga munu umsvif drag­ast saman í hag­kerf­inu og þannig lengja og dýpka krepp­una. Við blasir að sam­dráttur í útgjöldum almenn­ings mun einnig verða til þess að auka atvinnu­leysi og þannig gera krepp­una enn erf­ið­ari en ella. Lækkun launa­kostn­aðar stuðlar ekki sjálf­krafa að fram­leiðni­aukn­ingu, en það er fram­leiðni­aukn­ingin sem ætti að ein­blína á. Enn fremur verður fyr­ir­tækjum ekki bjargað frá gjald­þroti með því að lækka launa­kostn­að, vand­inn til fram­búðar er stærri en svo. 

4. Hækkun lægstu launa er góð fyrir sam­fé­lagið

Hækkun lægstu launa er góð fyrir sam­fé­lagið og sér­stak­lega góð fyrir hag­kerfið á erf­ið­leika­tím­um. Launa­hækk­anir þeirra sem minnst bera úr býtum renna beint út í hag­kerfið og skila sér m.a. í formi meiri umsvifa í verslun og þjón­ustu og virð­is­auka til rík­is­ins. Það er líka rétt­læt­is­mál að vinn­andi fólk fái sann­gjarnt end­ur­gjald fyrir vinnu sína. Ef menn vilja lækka laun er nær­tæk­ast að byrja á þeim sem mestar áhyggjur af hafa launa­hækk­unum almenns launa­fólks. Þeir telja laun sín í millj­ónum og eiga aldrei erfitt með að hækka þau um nokkra hund­rað þús­und kalla ef á reyn­ir. Almennt launa­fólk þarf hins vegar á þús­und köllum að halda til að geta haft efni á sömu mat­ar­körfu áfram. 

5. Nið­ur­skurður og sam­dráttur virkar ekki á kreppu­tím­um 

Fjöl­mörg ríki fóru þá leið í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins 2008 að draga saman segl­in. Þar réði ekki síst póli­tík þeirra sem vildu nýta tæki­færið til að minnka hið opin­bera og draga úr afkomu­ör­yggi lág­launa­fólks til að geta náð í ódýrt vinnu­afl hvar og hvenær sem er. Afleið­ing­arnar hafa verið skelfi­legar og ríkin sem fet­uðu þessa braut hafa orðið verst úti í heims­far­aldr­in­um, bæði efna­hags­lega og heilsu­fars­lega. Meira að segja Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn varar nú við því að nota krepp­una til að saxa niður og hvetur öðru fremur til að tryggja afkomu­ör­yggi fólks. Nið­ur­skurður og sam­dráttur er ótækur með öllu á kreppu­tím­um. Um þetta hefur mynd­ast sam­staða víð­ast hvar á Vest­ur­lönd­um. 

6. Það er ekki allt á von­ar­völ

Kreppan vegna heims­far­ald­urs­ins hefur sann­ar­lega komið illa við ákveðnar atvinnu­greinar og lands­hluta. Launa­fólk hefur tekið mik­inn skell í gegnum atvinnu­leysi, hluta­bæt­ur, skert starfs­hlut­fall og minnk­aða yfir­vinnu. Sum fyr­ir­tæki standa ein­stak­lega illa. En efna­hags­þróun hefur engu að síð­ur, enn sem komið er, verið hag­felld­ari en ótt­ast var í fyrstu, ekki síst þar sem atvinnu­lífið hefur notið góðs af sterkri fjár­hags­stöðu heim­ila og af sér­tækum úrræðum stjórn­valda. Góð eig­in­fjár­staða, vaxta­lækk­anir og úrræði stjórn­valda hafa gert heim­ilum kleift að halda lífi í hag­kerf­inu þrátt fyrir efna­hags­á­fall­ið. Með því að beita sér­tækum aðgerðum til að mæta þeim sér­tæka vanda sem nú er uppi er hægt að milda áhrifin af krepp­unni og tryggja að við komumst í gegnum hana með sem minnstum skaða. 

7. Ójöfn­uður er vondur fyrir hag­kerfið og sam­fé­lag­ið 

Sífellt ber­ast upp­lýs­ingar um vax­andi ójöfnuð á Íslandi. Nú síð­ast skýrði Hag­stofan frá því að eignir 10% rík­ustu Íslend­ing­anna hefðu auk­ist um 40% á fjórum árum. Á sama tíma ber­ast fréttir af því að 200 fjöl­skyldur á Suð­ur­nesjum hafi þurft mat­ar­að­stoð fyrir helgi. Við þessar aðstæður býður for­ysta SA fólk­inu í land­inu upp á þann mál­flutn­ing að standi samn­ingar um hækkun launa þeirra sem minnst bera úr býtum verði efna­hags­lífi þjóð­ar­innar stefnt í áður óþekktan voða. Slíkar stað­hæf­ingar minna einna mest á mál­flutn­ing eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins 2008 þegar látið var að því liggja að almenn­ingur bæri þar mesta sök vegna kaupa á flat­skjám. Sú stofn­ana­vædda brjál­semi sem leiddi til Hruns­ins byggð­ist á hug­mynda­fræði, sér­hags­munum og sið­leysi. Kreppur leiða oft til vax­andi ójöfn­uðar og það er hlut­verk okkar allra að tryggja að svo fari ekki núna. Þar stendur verka­lýðs­hreyf­ingin sam­einuð gegn sér­hags­muna­öfl­un­um. 

8. Nýfrjáls­hyggjan er dauð

Við­brögð rík­is­stjórna á Vest­ur­löndum við efna­hag­skrepp­unni eru öll á þann veg að beita stýri­tækjum rík­is­ins af fullum þunga til að lina ham­far­irnar sem COVID-far­ald­ur­inn veld­ur. Nýfrjáls­hyggjan veitir ekki þau svör sem þarf til að mæta vand­an­um. Stjórn­mála­menn sem áður reiddu sig á hana hika nú ekki við að beita inn­gripum og styrk rík­is­ins með til­heyr­andi fjár­út­lát­um. Þeir sem halda að mark­aðs­lausnir nýfrjáls­hyggj­unnar komi nú til bjargar eru í und­ar­legu sam­bands­leysi við umheim­inn.  

Að lokum má taka fram að ótt­ist for­ysta SA að ASÍ hafi ætlað að láta þeim einum eftir sviðið í umræðum um efna­hags­mál þá er það ekki rétt. ASÍ setur almanna­hag ofar sér­hags­munum í stefnu­mótun sinni og hlustar á þá hag­spek­inga sem hafa upp­fært þekk­ingu sína síð­ustu ár. Kreddur og hug­mynda­fræði mis­skipt­ingar verða aldrei heppi­legur grund­völlur fyrir „vit­ræna umræðu um efna­hags­mál“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar