Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?

Nína Þorkelsdóttir segir að bætt lagalæsi stuðli að upplýstara samfélagi, virkari réttindum, valdeflingu almennings og heilbrigðara lýðræði.

Auglýsing

Árið 1886 skrif­aði Páll Briem, þá nýút­skrif­aður lög­fræð­ingur og fræði­maður í Kaup­manna­höfn, grein í Þjóð­ólf sem bar yfir­skrift­ina „Um laga­þekk­ing og laga­nám“. Í grein­inni færir Páll sann­fær­andi rök fyrir því að á Íslandi ætti að vera starf­rækt laga­deild á háskóla­stigi, en á þessum tíma þurftu Íslend­ingar sem hugð­ust leggja stund á laga­nám að fara utan. Páll kemur einnig inn á almenna laga­þekk­ingu í grein sinni, sem hann telur að verði sífellt mik­il­væg­ari sam­hliða auknum tækni­breyt­ingum og flókn­ari sam­fé­lags­gerð.

Páli varð að hluta til að ósk sinni því laga­deild var komið á fót við stofnun Háskóla Íslands árið 1911. Hvað almenna laga­þekk­ingu varð­ar, þá er erfitt að full­yrða hvort henni hafi fleytt fram, nú rúm­lega 130 árum síð­ar. Það er í hverju falli ljóst að umræða um mál­efnið hefur ekki verið fyr­ir­ferð­ar­mikil í íslensku sam­fé­lagi frá því að Páll vakti athygli á því.

Hug­tökin laga­læsi og lög­færni lýsa þekk­ingu og skiln­ingi almennra borg­ara á lögum og rétti. Í stuttu máli sagt þekkir laga­læs ein­stak­lingur rétt sinn og laga­legar skyld­ur, kemur auga á laga­legan ágrein­ing og getur fundið leiðir til þess að forð­ast hann, veit hvar er hægt að nálg­ast upp­lýs­ingar um lög og rétt og áttar sig á hvenær og hvort þörf sé á að sækj­ast eftir lög­fræði­ráð­gjöf. Laga­læs ein­stak­lingur þarf alls ekki að búa yfir yfir­grips­mik­illi og nákvæmri lög­fræði­þekk­ingu. Honum nægir ákveðin lág­marks­þekk­ing sem gerir honum kleift að taka virkan þátt í sam­fé­lagi sem er gegn­sýrt af lögum og regl­um.

Mik­il­vægt að þekkja eigin rétt­indi

Rökin fyrir laga­læsi eru marg­þætt. Til dæmis má nefna að í íslensku rétt­ar­kerfi, líkt og reyndar víð­ast hvar, getur ein­stak­lingur sem hefur verið ákærður eða stefnt ekki beitt þeirri málsvörn að honum hafi ekki verið kunn­ugt um lögin sem hann er sak­aður um að hafa brot­ið. Í þess­ari reglu, að van­þekk­ing á lög­unum leysi ekki undan ábyrgð, er í raun­inni fólgin krafa um ákveðna lág­marks­þekk­ingu á lög­gjöf­inni.

Auglýsing
Góð þekk­ing á laga­legum skyldum getur jafn­framt stuðlað að betri sam­skiptum og gert fólki kleift að kom­ast hjá mála­ferl­um. Þá er ekki síður mik­il­vægt fyrir fólk að þekkja rétt sinn, enda eru borg­ar­leg rétt­indi til lít­ils ef þau sem njóta þeirra átta sig ekki á hvað felst í þeim. 

Sömu­leiðis hefur verið bent á að laga­læsi geti stuðlað að heil­brigð­ara lýð­ræði, enda auð­veld­ara fyrir laga­læsa kjós­endur að átta sig á störfum lög­gjafans og taka þátt í mál­efna­legri stjórn­mála­um­ræðu.

Jað­ar­settir hópar, laga­læsi og aðgangur að rétt­ar­kerf­inu

Rann­sóknir sýna að jað­ar­settir hópar standa gjarnan höllum fæti þegar kemur að laga­læsi. Hér á landi er ýmis­legt sem bendir til þess að fólk sem talar ekki íslensku geti raunar ekki með góðu móti aflað sér upp­lýs­inga um lög og rétt. Nær­tækt dæmi er nýleg sam­an­tekt sem gerð var á vegum Sam­taka um kvenna­at­hvarf en sam­kvæmt henni skortir konur af erlendum upp­runa sem búsettar eru hér á landi upp­lýs­ingar um rétt­indi sín. Í sam­an­tekt­inni kemur sömu­leiðis fram að ger­endur í ofbeldi gegn kon­unum nýttu sér þekk­ing­ar­skort þeirra, til dæmis með hót­unum um að börn yrðu tekin af þeim eða þær sendar úr landi ef þær lytu ekki vilja þeirra. Einnig má nefna álit umboðs­manns Alþingis frá því í sum­ar, en sam­kvæmt því er ekki kveðið nógu skýrt á um í lögum hvaða skyldum stjórn­völd gegna í sam­skiptum við fólk sem skilur ekki íslensku, til dæmis hvort það eigi rétt á túlka­þjón­ustu eða leið­bein­ingum á tungu­máli sem það skil­ur. 

Þýð­ing laga hefur heldur ekki verið for­gangs­mál hjá stjórn­völdum en sem dæmi má nefna að útlend­inga­lögin voru ekki þýdd á ensku fyrr en síðla árs 2018, eða tæpum tveimur árum eftir að þau tóku gildi. Þeir ein­stak­lingar sem lögin áttu helst erindi við gátu því fæstir kynnt sér lögin á tungu­máli sem þeir skildu um margra mán­aða skeið. 

Van­ræksla stjórn­valda á að hlúa að íbúum hér á landi sem tala ekki íslensku skerðir mögu­leika þeirra á að verða læs á íslensk lög og hindrar jafn­framt aðgang þeirra að rétt­ar­kerf­inu (e. access to just­ice). 

Hvað er til ráða?

Árið 2009 var gerð skýrsla um fjár­mála­læsi á vegum nefndar sem skipuð var af við­skipta­ráð­herra. Nið­ur­stöður hennar voru meðal ann­ars að fjár­mála­læsi Íslend­inga væri ábóta­vant og að börn og ung­lingar fengju ekki full­nægj­andi kennslu um fjár­mál. Full ástæða er að skoða stöðu laga­læsis á svip­aðan máta, en hér á landi hefur staða laga­læsis og lög­færni meðal almenn­ings ekki verið könnuð með mark­vissum hætti líkt og gert hefur verið víða ann­ars stað­ar.

Í Bret­landi voru til að mynda gerðar ítar­legar kann­anir á árunum 2010 og 2012 á almennri laga­þekk­ingu og reynslu almenn­ings af rétt­ar­kerf­inu. Kann­an­irnar sýndu ekki aðeins fram á almennt laka laga­þekk­ingu, heldur gáfu nið­ur­stöður þeirra einnig vís­bend­ingu um hvaða hópar stóðu höllum fæti og á hvaða rétt­ar­sviðum þekk­ing­unni var ábóta­vant. Í kjöl­farið gátu stjórn­völd og félaga­sam­tök mótað stefnu sína í fræðslu um lög­fræði fyrir almenn­ing. Fræðsla af þessu tagi hefur sótt í sig veðrið í Bret­landi og fer fram með ýmsu móti, meðal ann­ars í gegnum net­ið, með ókeypis fyr­ir­lestrum, fræðslu­mynd­böndum og bæk­ling­um.

Hægt er að ímynda sér ýmsar fleiri leiðir til þess að efla laga­læsi, til dæmis með því að finna lög­fræði far­veg í mennta­kerf­inu en hún er hvorki skyldu­fag í grunn­skólum né fram­halds­skólum hér á landi. Með því móti væri hægt að efla grunn­skiln­ing á lögum og stuðla að því að ungt fólk verði óhrædd­ara við að afla sér þekk­ingar þegar á reyn­ir. 

Erfitt er þó að gera mark­vissar úrbætur á meðan lítið er vitað um stöðu laga­læsis hér á landi. Það væri því kjörið fyrsta skref að kanna laga­læsi meðal almenn­ings og leita svo skyn­sam­legra leiða til þess að efla það ef þörf kref­ur, til dæmis með úrbótum á mennta­kerf­inu, full­orð­ins­fræðslu og stuðn­ingi við við­kvæma hópa. Bætt laga­læsi stuðlar að upp­lýst­ara sam­fé­lagi, virk­ari rétt­ind­um, vald­efl­ingu almenn­ings og heil­brigð­ara lýð­ræði. Eftir hverju erum við að bíða?

Höf­undur er nemi við Ox­for­d-há­skóla og einn stofn­með­lima Rétt­vísr­ar. Rétt­vís er félags­skapur laga­nema og nýút­skrif­aðra lög­fræð­inga með þann til­gang að miðla þekk­ingu um lög­fræði­leg álita­efni á manna­máli. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar