Hindranir í vegi nýrrar stjórnarskrár

Stefán Erlendsson stjórnmálafræðingur skrifar um nýja stjórnarskrá. Hann segir að andstaðan við stjórnarskrárbreytingar hverfist í grundvallaratriðum um auðlindaákvæðákvæði og hagsmuni útgerðarauðvaldsins.

Auglýsing

Núgild­andi stjórn­ar­skrá, sem var sett til bráða­birgða við lýð­veld­is­stofn­un­ina 1944, er að stofni til byggð á stjórn­ar­skrá danska kon­ungs­rík­is­ins frá 1849. Stjórn­mála­flokk­arnir á Alþingi á þeim tíma hétu því að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána þegar sjálf­stæð­is­málið hefði verið leitt til lykta. Þetta lof­orð var aldrei efnt. Í nýársávarpi sínu 1949 setti Sveinn Björns­son, fyrsti for­seti Íslands, ofan í við for­ystu­menn flokk­anna fyrir getu- eða vilja­leysið í þessu efni, og árétt­aði að við byggjum „því enn við bætta flík, sem sniðin var upp­runa­lega fyrir annað land, með öðrum við­horf­um, fyrir heilli öld.“ Síðan hefur Alþingi skipað ótal nefndir til að vinna að end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­inn­ar. En í stað þess að end­ur­skoða hana frá grunni hefur ein­ungis verið lappað upp á sömu gömlu flík­ina með minni háttar breyt­ing­um, einkum hvað varðar kosn­inga­kerfi og kjör­dæma­skip­an, og nýjum kafla um mann­réttindi, sem var grund­vall­ar­við­bót.

Norð­mað­ur­inn Jon Elster, einn helsti sér­fræð­ingur heims í stjórn­ar­skrár­fræð­um, talar um að nýjar stjórn­ar­skrár verði yfir­leitt til í miklu umróti. Ekki er fjarri lagi að slíkar aðstæður hafi skap­ast hér á landi í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins 2008. Þá sá fyrsta hrein­rækt­aða vinstri stjórnin í sögu lýð­veld­is­ins, undir for­sæti Jóhönnu Sig­urð­ar­dótt­ur, sér leik á borði og réð­ist í heild­ar­end­ur­skoðun á stjórn­ar­skránni. Hleypt var af stokk­unum lýð­ræð­is­legu ferli til að laða fram þjóð­ar­vilj­ann og/eða sam­eig­in­leg grunn­gildi þjóð­ar­innar sem hafa skyldi að leið­ar­ljósi. Jafn­framt var ákveðið að fela almennum borg­urum en ekki full­trúum stjórn­mála­flokk­anna á Alþingi að end­ur­skoða stjórn­ar­skrána eða móta til­lögu að nýrri. Þetta ferli var í senn ein­stakt og aðdá­un­ar­vert og vakti athygli víða um heim. Þor­valdur Gylfa­son, hag­fræði­pró­fess­or, hefur rakið það og eft­ir­mál þess skil­merki­lega í marg­vís­legum skrifum sín­um, meðal ann­ars í grein­inni „Stjórn­ar­skrá í salt­i,“ sem birt­ist í tíma­rit­inu Skírni vorið 2015. 

Eins og nærri má geta voru ekki allir á eitt sáttir um hvort eða hverju skyldi breytt í núgild­andi stjórn­ar­skrá og hafa ýmsir reynt að leggja stein í götu stjórn­ar­skrár­ferl­is­ins sem enn sér ekki fyrir end­ann á. Fyrsta ágjöfin reið yfir þegar þrír ein­stak­ling­ar, sann­an­lega hand­gengnir Sjálf­stæð­is­flokkn­um, kærðu kosn­ingu 25 full­trúa á stjórn­laga­þing og í kjöl­farið úrskurð­aði meiri­hluti dóm­ara í Hæsta­rétti, flestir skip­aðir af Sjálf­stæð­is­flokkn­um, kosn­ing­una ógilda. Engum blöðum er um það að fletta að mála­til­bún­aður rétt­ar­ins var með endem­um. Stjórn­ar­meiri­hlut­inn á Alþingi lét krók koma á móti bragði með því að bjóða þeim sem náðu kjöri í stjórn­laga­þings­kosn­ing­unni að setj­ast í stjórn­laga­ráð. Að þeim fjórum mán­uðum liðnum sem þingið úthlut­aði stjórn­laga­ráði voru frum­varps­drög að nýrri stjórn­ar­skrá full­bú­in. Verkið var unnið fyrir opnum tjöldum og í góðu sam­ráði við fjölda fólks úr ýmsum geirum sam­fé­lags­ins sem bauð fram aðstoð sína en fáir fræði­menn og enn færri lög­fræð­ingar voru þar á með­al.

Stuðn­ingur Alþingis við nýja stjórn­ar­skrá virt­ist hafa dvínað þegar þingið fékk frum­varp stjórn­laga­ráðs í hend­ur. Því var til dæmis hafnað að láta þýða frum­varpið á ensku svo að útlend­ingar gætu kynnt sér það og brugð­ist við. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd las það engu að síður vand­lega yfir, spurði nokk­urra spurn­inga og lagði til smá­vægi­legar orða­lags­breyt­ingar á stöku stað en engar efn­is­breyt­ing­ar. Áformað var að halda þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um frum­varpið jafn­hliða for­seta­kosn­ing­unum í júní 2012 til að ýta undir kjör­sókn. En minni­hlut­inn á Alþingi beitti mál­þófi til að koma í veg fyrir að slíkt næði fram að ganga. Þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan var því haldin í októ­ber sama ár. Kosn­inga­þátt­taka var 49 pró­sent, og yfir­gnæf­andi meiri­hluti kjós­enda, eða 67 pró­sent, vildu að til­lögur stjórn­laga­ráðs yrðu lagðar til grund­vallar nýrri stjórn­ar­skrá og studdu jafn­framt öll mik­il­væg­ustu ákvæði frum­varps­ins s.s. um nátt­úru­auð­lindir í þjóð­ar­eigu, jafnan atkvæð­is­rétt og þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­ur.

Að þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unni lok­inni var hópur inn­lendra lög­fræð­inga feng­inn til að grann­skoða frum­varpið og betrumbæta orða­lag út frá laga­tækni­legu sjón­ar­miði ef ástæða þætti til. Lög­fræð­inga­hóp­ur­inn gerði hins vegar efn­is­legar breyt­ingar á frum­varp­inu, þar á meðal auð­linda­á­kvæð­inu, sem ger­breytti merk­ingu þess í þágu útgerð­ar­inn­ar, og fór þannig út fyrir umboð sitt. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd færði text­ann aftur í upp­runa­legt horf en sneri síðar við blað­inu og skipti út orð­unum „fullt gjald“ fyrir „eðli­legt gjald“ – þvert gegn ein­dreg­inni og vel rök­studdri afstöðu stjórn­laga­ráðs. Loks var Fen­eyja­nefnd­in, öllum að óvörum á ell­eftu stundu, beðin um að yfir­fara stjórn­ar­skrár­frum­varp­ið. Eftir að það hafði verið lagað að veiga­mestu athuga­semdum nefnd­ar­innar var tíma­bært að ganga til atkvæða á Alþing­i. 

Auglýsing
Þá varð fjand­inn laus. Stjórn­ar­and­stað­an, með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í far­ar­broddi, gekk hrein­lega af göfl­unum og hélt uppi linnu­lausu mál­þófi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, sem hafði stutt stjórn­ar­skrár­ferlið í byrj­un, lét heldur ekki sitt eftir liggja. „Þetta var mjög heift­úðug stjórn­ar­and­staða, mjög óbil­gjörn,“ sagði Jóhanna Sig­urð­ar­dóttir í blaða­við­tali. „Bæði Bjarni og svo Sig­mundur Dav­íð. Þetta var bara and­styggi­legt, hvernig þeir létu. Þeir voru að stoppa öll mál og stund­uðu algjört eyði­legg­ing­ar­starf á Alþing­i.“ Hún hafði „aldrei séð annað eins, hvorki fyrr né seinna ...“ Fram­ferði þeirra minnti óþyrmi­lega á sið­laus kænsku­brögð Dav­íðs Odds­sonar frá því hann fór fyrir minni­hluta Sjálf­stæð­is­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur. „Ég gerði öll mál tor­tryggi­leg ... jafn­vel þó að ég væri í hjarta mínu sam­þykkur þeim, og hjólaði í þau ...“

Stjórn­ar­and­stöð­unni tókst þannig að koma í veg fyrir að Alþingi greiddi atkvæði um stjórn­ar­skrár­frum­varpið fyrir þing­lok vorið 2013. Áhöld eru um hvort þing­meiri­hluti hafi verið fyrir frum­varp­inu en hitt er ljóst að stjórn­ar­meiri­hlut­inn heykt­ist á að stöðva mál­þófið svo að atkvæða­greiðslan gæti farið fram af ótta við afleið­ingar slíkrar ákvörð­un­ar. Eins virð­ist sam­staðan í röðum stjórn­ar­liða hafa verið farin að gliðna. Hér réði þó úrslitum að þáver­andi for­seti Alþing­is, Ásta Ragn­heiður Jóhann­es­dótt­ir, braut þing­sköp til að koma í veg fyrir að breyt­ing­ar­til­laga við til­lögu nýbak­aðra for­manna stjórn­ar­flokk­anna og Bjartrar fram­tíðar um að binda enda á umræð­una kæmi til atkvæða. Breyt­ing­ar­til­lagan fól í sér sjálft stjórn­ar­skrár­frum­varpið og var örvænt­ing­ar­full til­raun til að koma því í atkvæða­greiðslu áður en það væri um sein­an.

Frá því Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur komust til valda eftir hraksmán­ar­lega útreið vinstri flokk­anna í alþing­is­kosn­ing­unum 2013 hefur stjórn­ar­skráin verið í gísl­ingu stjórn­mála­stétt­ar­inn­ar. Alþingi skip­aði nýja stjórn­ar­skrár­nefnd að gam­al­kunnri fyr­ir­mynd og valdi þar til for­ystu svar­inn and­stæð­ing stjórn­ar­skrárum­bóta. Frum­varp stjórn­laga­ráðs var síðan með­höndlað eins og hvert annað gagn sem haft var til hlið­sjónar í starfi nefnd­ar­innar rétt eins og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslan hefði aldrei farið fram. Rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur heggur í sama knérunn. Í stað þess að virða nið­ur­stöðu lýð­ræð­is­legrar kosn­ingar er ráð­ist í heild­ar­end­ur­skoðun stjórn­ar­skrár­innar öðru sinni í „þverpóli­tísku sam­starfi“ allra flokka sem eiga sæti á Alþingi með það fyrir augum að ná „breiðri sátt“ um breyt­ing­ar­til­lögur „að und­an­gengnu víð­tæku sam­ráði“ (Minn­is­blað for­sæt­is­ráð­herra, 22. jan. 2018).

Áherslan á „breiða sátt“ og „víð­tækt sam­ráð“ milli allra stjórn­mála­flokka vísar m.a. til þess að í aðdrag­anda lýð­veld­is­stofn­unar hafi ríkt ein­hugur og sam­staða um stjórn­ar­skrá og slíkt hið sama gildi um allar stjórn­ar­skrár­breyt­ingar síð­an. Svanur Krist­jáns­son, pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði, sem gjör­þekkir sögu stjórn­ar­skrár­inn­ar, segir að hér sé um að ræða goð­sögu eða skrök­sögu sem eigi ekki við nein rök að styðj­ast og þjóni sem hug­mynda­fræði­leg rétt­læt­ing á því að sem minnst sé hróflað við stjórn­ar­skránni. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn telji ekki þörf á heild­ar­end­ur­skoðun þrátt fyrir að stjórn­ar­sátt­máli kveði á um slíkt. Krafan um „al­gjöra sátt“ jafn­gildi þannig „neit­un­ar­valdi sér­hags­muna­afla hinna ríku og vold­ugu með Sjálf­stæð­is­flokk­inn í broddi fylk­ing­ar.“ Þar með sé „full­veld­is­réttur þjóð­ar­inn­ar“ aft­ur­kall­aður og valda­stéttin ráði áfram „stjórn­ar­skrá íslenska lýð­veld­is­ins, grund­vall­ar­lögum og stjórn­skip­un“ (Svanur Krist­jáns­son, „Goðsátta­sagan um stjórn­ar­skrána,“ Kjarn­inn, 21. jan. 2019).

Höf­uðið er svo bitið af skömminni með því að bjóða upp á sýnd­ar­lýð­ræði í gegnum svo­kall­aða „rök­ræðukönn­un“ og „sam­ráðs­gátt“ til að breiða yfir sví­virði­lega aðför stjórn­valda að lýð­ræð­inu. Reynt er að telja almenn­ingi trú um að hann hafi eitt­hvað um stjórn­ar­skrána að segja sem máli skiptir um leið og auð­linda­á­kvæð­inu – umdeildasta ákvæði stjórn­ar­skrár­frum­varps­ins – er haldið und­an. And­staðan við stjórn­ar­skrár­breyt­ingar hverf­ist í grund­vall­ar­at­riðum um þetta ákvæði og hags­muni útgerð­ar­auð­valds­ins og skó­sveina þess þótt fleira hangi vissu­lega á spýt­unni. Í frum­varpi stjórn­laga­ráðs er þess vand­lega gætt að tryggja almanna­hags­muni í þessu sam­bandi – að fullt gjald komi fyrir afnot af sam­eig­in­legri fisk­veiði­auð­lind – en í með­förum Alþingis hefur auð­linda­á­kvæðið verið útvatnað í nafni „sátta“ og „sam­ráðs.“ Verði það sam­þykkt óbreytt er hætta á því að ranglátt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sem fer í bága við Mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu fest­ist enn frekar í sessi með til­heyr­andi afleið­ing­um. 

Lág­kúru­leg­astur er þó mála­til­bún­aður þeirra sem hafa grafið undan stjórn­ar­skrár­ferl­inu með „vís­vit­andi rugl­andi, hugs­aðri, sam­an­settri og birtri í þeim eina til­gangi að rugla, blekkja og afvega­leiða stjórn­mála­hug­mynd­ir“ fólks, svo að notað sé orða­lag frá Þór­bergi Þórð­ar­syni rit­höf­undi. Birgir Ármanns­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hélt því til dæmis fram að til að sjá vilja þjóð­ar­innar væri ekki nóg að rýna í nið­ur­stöður þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar heldur þyrfti einnig að túlka hug þeirra sem ekki mættu á kjör­stað. Hann komst jafn­framt að þeirri nið­ur­stöðu að þeir sem sátu heima myndu hafa kosið gegn frum­varp­inu. Fyrir vikið upp­skar hann við­ur­nefnið „um­boðs­maður ógreiddra atkvæða“ í háð­ung­ar­skyni. Eng­inn með snefil af sóma­kennd eða óbrenglaða dóm­greind heldur slíku fram. 

Að lokum þetta: Í stefnu­ræðu sinni á Alþingi 1. októ­ber síð­ast­lið­inn sagði Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­sæt­is­ráð­herra, að núna væri „tæki­færi fyrir Alþingi“ til að „breyta stjórn­ar­skrá með skyn­sam­legum hætti með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.“ Það er hins vegar þjóðin sem er stjórn­ar­skrár­gjaf­inn en ekki Alþingi. Skrifum undir kröf­una um að Alþingi við­ur­kenni niður­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu um nýja stjórn­ar­skrá

Höf­undur er stjórn­mála­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar