Barnamálaráðherrann og hlutdeildarlán

Hildur Gunnarsdóttir segist sakna þess sem arkitekt og almennur mannvinur að í skilyrðum um hagkvæmar íbúðir séu gerðar kröfur til húsnæðisins sem geti tryggt almenn gæði þess, eins og góða hönnun.

Auglýsing

Í sam­ráðs­gátt stjórn­valda liggja nú fyrir drög að reglu­gerð félags- og barna­mála­ráð­herra Ásmundar Ein­ars Daða­sonar um hlut­deild­ar­lán. Í skýr­ing­ar­texta kemur m.a. fram að hlut­deild­ar­lán eru lán sem Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun (HMS) muni veita þeim sem eru undir til­teknum tekju­mörkum til þess að brúa eig­in­fjár­kröfu við kaup á fyrstu íbúð.

Í drög­unum koma fram ýmis skil­yrði um með­ferð umsókna og úthlutun hlut­deild­ar­lán­anna fyrir utan skil­yrði um íbúð­irnar sjálf­ar, þ.e. hvaða íbúðir verða keyptar með hlut­deild­ar­lánum m.t.t. hámarks­verðs og -stærða íbúða, hag­kvæmni og ástands þeirra.

Nokkur óvissa hefur verið um skil­grein­ingu HMS á hug­tak­inu „hag­kvæmar íbúð­ir“ svo að und­ir­rituð las spennt kafl­ann um hámarks­verð og hámarks­stærðir íbúða. Þar kemur fram að íbúð­irnar verði frá 40 m² stúd­íó­í­búðum til allt að 110 m² fimm her­bergja fjöl­skyldu­í­búða á verð­bil­inu 32 millj­ónir til 58,5 millj­ón­ir. Þannig er t.d. þriggja her­bergja hag­kvæm íbúð á höf­uð­borg­ar­svæð­inu skil­greind á bil­inu 71 til 90 m² og má kosta frá hámarki 46 til 49,5 millj­ónir eftir stærð. Má lesa út úr töfl­unni um stærðir íbúða og hámarks­verð að með­al­há­marks­fer­metra­verð „hag­kvæmu íbúð­anna“ er um 620.000 kr. 

Með ein­faldri leit á fast­eigna­vefum er hægt að finna margar íbúðir aug­lýstar til sölu sem upp­fylla skil­yrði um að vera á bil­inu 70 m² - 90 m² og undir 49,5 millj­ón­um. Þannig var föstu­dag­inn 9. októ­ber hægt að finna 103 íbúðir til sölu í öllum póst­núm­erum Reykja­víkur á þessu bili, þar af 23 nýjar íbúð­ir. Á Hall­gerð­ar­götu við Kirkju­sand voru lýs­ing­ar­orðin ekki spöruð í aug­lýs­ingu á íbúð sem kost­aði rétt yfir 600.000 kr. fer­metr­inn: 

Fast­eigna­mark­að­ur­inn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu afar vand­aðar 2ja til 5 her­bergja lúxus­í­búðir á ein­stökum útsýn­is­stað í þessu glæsi­lega húsi "STUÐLA­BORG" við Hall­gerð­ar­götu 9a við Kirkju­sand í Reykja­vík, stein­snar frá mið­borg Reykja­víkur og í mik­illi nálægð við Laug­ar­dal­inn.

Frá­bært, gæti ein­hver hugsað sér. Nú gæti fjöl­skyld­an, með hlut­deild­ar­lánum stjórn­valda, yfir­gefið leigu­mark­að­inn eða for­eldra­hús og eign­ast sína fyrstu íbúð. Íbúðin þarf í flestum til­vikum ekki að vera neinn lúx­us, bara eðli­leg íbúð fyrir kannski stækk­andi fjöl­skyldu og von­andi í sama leik og grunn­skóla­hverfi, svo að börnin geti haldið sínu striki þrátt fyrir brölt for­eldr­anna á hús­næð­is­mark­aðn­um. 

Auglýsing
Hlutdeildarlánin á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru reyndar skil­yrt nýbygg­ingum og girða þau því fyrir mögu­leika fjöl­skyldn­anna á að geta keypt hag­stæð­ustu íbúð­irnar í grónum hverfum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þar er aðeins lánað til kaupa á íbúðum í nýbygg­ingum sem falla undir skil­yrði reglu­gerð­ar­innar um hag­kvæmni og ástand íbúð­ar. Þannig segir í 13. gr.:

Bygg­ing­ar­að­ili skal sjá til þess að íbúðir séu svo hag­kvæmar og hóf­legar sem frekast er kostur í því skyni að unnt verði að selja þær á við­ráð­an­legu verði fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Hag­kvæmar og hóf­legar og seldar á við­ráð­an­legu verði? Nú er búið að gefa út að fer­metra­verð íbúð­anna er allt að með­al­tali um 620.000 kr. Fyrir þá upp­hæð er hægt að byggja lúxus­í­búð með sjáv­ar­út­sýni rétt við Laug­ar­dal­inn! 

Næsta setn­ing reglu­gerð­ar­innar kemur ekki minna á óvart, út frá áætl­uðu fer­metra­verði, og virð­ist sem algjör upp­gjöf eðli­legra gæða­krafna vera í fyr­ir­rúmi: Íbúðir skulu þannig hann­aðar að þær séu ein­faldar að allri gerð. Og: Skal þess gætt að um lóð gildi ekki skipu­lags­skil­málar sem hafa í för með sér hækkun á bygg­ing­ar­kostn­að­i. 

Þá kemur að hlut­verki félags- og barna­mála­ráð­herr­ans Ásmundar Ein­ars Daða­sonar hvers ráðu­neyti stendur að reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán, en svo vísað sé í heima­síðu ráðu­neyt­is­ins er tit­ill ráð­herra  m.a. til marks um áherslur ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­innar á mál­efnum barna og ungs fólks. Sú spurn­ing vaknar hins vegar hvort að barna­mála­ráð­herr­ann Ásmundur Einar hafi hags­muni barna for­eldra sem treysta á hlut­deild­ar­lán til að kom­ast inn á eign­ar­mark­að­inn að leið­ar­ljósi þegar reglu­gerð með  skil­grein­ingum og lýs­ingum á algjöru and­leysi og upp­gjöf eðli­legra gæða­krafna íbúða er sam­in? Hvernig ætli að sé að alast upp í íbúð sem er eins hag­kvæm og hóf­leg sem frekast er unnt, ein­föld að allri gerð og án íþyngj­andi skipu­lags­skil­mála á lóð? Hvaða skipu­lags­skil­málar á lóð geta verið svona íþyngj­andi, gæti ein­hver spurt? Gæti það verið að lóð skuli vera frá­geng­in, ekki und­ir­lögð bíla­stæð­um, eða að á lóð megi finna dvalar og leik­svæði sem á skín sól?

Ég sakna þess sem arki­tekt og almennur mann­vinur að í skil­yrðum um hag­kvæmar íbúðir séu gerðar kröfur til hús­næð­is­ins sem geti tryggt almenn gæði þess, eins og góða hönn­un, sem felur t.a.m. í sér úrlausnir m.t.t. birtu, sveigj­an­leika og rýmd­ar, svo að ekki sé talað um umhverf­is­leg og félags­leg mark­mið með upp­bygg­ing­unni.

Til sam­an­burðar má líta til nágranna okkar í Dan­mörku. Í meira en ald­ar­gömlum dönskum lögum um almennar íbúðir (leigu­í­búðir á vegum hins opin­bera) eru gæða­klásúl­ur.Nýjar almennar íbúðir í Ny Ellebjerg í  Kaupmannahöfn. Mynd: Vandkunsten arkitekter.

Þar segir að íbúð­irnar skulu vera: Nútíma­legar íbúðir útbúnar venju­legum þæg­indum fyrir fjöld­ann og eiga að vera í takt við tím­ann í stað þess að rétt sleppa (Den tids­svar­ende bolig med almindelige moderne bekvemmelig­heder til den brede befolkn­ing og skulle være tids­svar­ende frem for skra­bet). Danir virð­ast hafa borið gæfu til þess að halda í þessi við­mið og stand­ast danskar almennar íbúð­ir, sem er verið að byggja um þessar mund­ir, öðrum íbúðum á íbúða­mark­aði fylli­lega snún­ing. Íslend­ingar hafa áður tekið Dani sér til fyr­ir­mynd­ar, eins og þegar lög um almennar íbúðir og reglu­gerð um stofn­fram­lög voru samin og sam­þykkt árið 2016. Þar er að finna gæða­við­mið: Almennar íbúðir skulu útbúnar og inn­rétt­aðar í sam­ræmi við kröfur tím­ans og tekið skal mið af nýt­ing­ar­þörfum til fram­tíðar litið eftir því sem við á. 

Lítið virð­ist hins vegar fara fyrir þeim við­miðum í fram­kvæmd, en það er önnur saga. Í umræddum drögum að reglu­gerð um hlut­deild­ar­lán eru hins vegar engar gæða­kröfur gerðar til íbúða­bygg­ing­anna.

Höf­undur er arki­tekt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar