Tilneyddir farfuglar

Eggert Gunnarsson skrifar um velmegun sumra á kostnað annara.

Auglýsing

Frá því að seinni heims­styrj­öld­inni lauk árið 1945 hefur verið mikil hag­sæld. Hag­sæld sem hefur fært þró­uðum þjóðum heims­ins vel­megun en það sama er ekki hægt að segja um þær þjóðir sem eru eft­ir­bátar þeirra. Stríð, hung­ursneyð­ir, far­aldr­ar, land­flótti og nátt­úru­ham­far­ir. Þær ham­farir sem nú eiga sér stað eru að hluta til af manna völd­um. Til­komnar vegna gróð­ur­húsa­á­hrifa og meng­unar almennt. Stríð hafa brot­ist út víða og oftar en ekki hafa þessi átök verið vegna þess að svæðin voru bit­bein Sov­ét­ríkj­anna og Banda­ríkj­anna á meðan á Kalda stríð­inu stóð. 

Hér má nefna Kóreu, Víetnam og Kam­bó­díu sem dæmi. Kína kom auð­vitað einnig við sögu í átök­un­um. Auð­vitað var barist um póli­tísk áhrif en und­ir­liggj­andi voru alltaf efna­hags­hags­mun­ir. Sama má segja um þau átök sem seinna áttu sér stað í Suð­ur­-Am­er­íku. Þetta á við enn þann dag í dag og það þarf ekki að fara í graf­götur með það að sú vargöld sem ríkir fyrir botni Mið­jarð­ar­hafs, í Sýr­landi og í ríkjum sem liggja nálægt olíu­lindum Persaflóa er til­komin vegna þess að olía hefur verið drif­kraftur efna­hags­legrar vel­gengni hinna vest­rænu ríkja. Þetta á við einnig núna og nú er svo komið að ástandið í heim­inum er að stefna okkur öllum í mikil vand­ræði bæði vegna þess hvaða áhrif styrj­aldir hafa á almenna borg­ara og vegna þess að enn er olía megin hvat­inn í efna­hags­kerfi okkar sem leiðir til þess að enn brennur sú auð­lind og áhrif vegna þess valda hlýnun jarð­ar. 

Það er ein­földun að kenna styrj­öldum ein­vörð­ungu um flótta­manna­vand­ann. Upp­skeru­brest­ur, þurrkar og efna­hags­leg óstjórn í mörgum ríkjum gerir það að verkum að íbú­arnir geta ekki fram­fleytt sér og bregða á það ráð að reyna að flytja sig um set til ann­arra landa til að reyna að fá betri tæki­færi til að fram­fleyta sér. Covid-19 bætir örugg­lega ekki úr skák þó að það hafi ekki borið mikið á far­aldr­inum í flótta­manna­búðum enn sem komið er.

Litið til baka

Seinni heims­styrj­öldin breytti öllu og eins og áður var sagt voru þau 75 ár sem liðin eru frá lokum styrj­ald­ar­innar hag­stæð fyrir Banda­rík­in, Kanada og Evr­ópu­ríkin sem voru vestan járn­tjalds­ins. Hér má einnig nefna Ástr­al­íu, Japan og fleiri lönd. Þetta eru allt lönd sem fylgdu Banda­ríkj­unum að málum og voru þau áhrifa­mest í heims­mál­unum um langan ald­ur. Þetta hefur breyst mikið und­an­farin ár og smátt og smátt eru Banda­ríkin að missa þá sterku stöðu sem þau höfðu. Kína er í mik­illi sókn og vekur ugg vegna þess að þar ríkir alræði komm­ún­ista­flokks­ins og eng­inn veit hvernig heims­mynd það mun skapa. Þau lönd og svæði sem ekki til­heyrðu klúbbnum sem var undir for­ystu Banda­ríkj­anna dróg­ust aftur úr og eru enn eft­ir­bátar þeirra sem höfðu vinn­ing­inn. 

Auglýsing
Sovétríkin og þau lönd sem til­heyrðu þeim gátu ekki keppt við hin svoköll­uðu vest­rænu ríki þegar talað er um hag­sæld eða lýð­ræð­is­þró­un. Það kerfi sem var kallað komm­ún­ismi dó drottni sínum og varð að ger­ræði og alræði sem í fæstum til­vikum getur af sér fram­farir eða hag­sæld. Þetta virð­ist þó ekki vera upp á ten­ingnum þegar talað er um Kína og þá gríð­ar­legu sókn sem þar hefur verið und­an­farin ár. 

Afr­íku­þjóðir fengu hver á fætur annarri sjálf­stæði eftir 1945 og sumar jafn­vel fyrr. Vegna þess hvernig staðið var að því að gefa þessum þjóðum sjálf­stæði komust þær oft í mikil vand­ræði. Spill­ing varð land­læg og ein­ræð­is­herrar hrifsuðu til sín völd og átök brut­ust út. Þetta hefur valdið miklum búsifjum fyrir þau ríki sem um er rætt og almennir borg­arar hafa alltaf farið illa út úr ástandi sem þessu. Eins og áður var getið hafa hung­ursneyðir sem komu til meðal ann­ars vegna átaka rekið fólk að heiman í leit að betra lífi. Flótta­manna­straumur er ekki nýtt vanda­mál en árið 2014 gáfu Sam­ein­uðu þjóð­irnar það út að flótta­fólk í heim­inum það árið var fleira en við lok seinni heims­styrj­ald­ar. Ég er efins um að á þeim sex árum sem liðin eru hafi mikil breyt­ing orðið nema að vand­inn hefur auk­ist.

Tölu­legar stað­reyndir

Sam­kvæmt Flótta­manna­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­HCR) voru 79,5 millj­ónir manna á flótta í lok árs 2019. Þar af 26 millj­ónir flótta­fólk, 45,7 millj­ónir á flótta innan heima­lands­ins, 4,2 millj­ónir hæl­is­leit­endur og 3,6 millj­ónir sem höfðu flúið Venes­ú­ela.

Þetta er um 1 pró­sent jarð­ar­búa í lok árs 2019. 80 pró­sent þessa fólks býr nú á svæðum sem eiga við erf­ið­leika að stríða hvað varðar við­ur­væri, vatns­skortur er við­var­andi og nær­ing­ar­skortur er mikið vanda­mál.

40 pró­sent þeirra sem flúið hafa eru börn.

4,2 millj­ónir eru án rík­is­fangs.

Þau lönd sem hafa tekið við hvað flestum flótta­mönnum eru:

  • Tyrk­land með 3,6 millj­ón­ir.
  • Kól­umbía með 1,8 millj­ón.
  • Pakistan með 1,4 millj­ón.
  • Úganda með 1,4 millj­ón.
  • Þýska­land með 1,1 millj­ón.
  • Þau lönd sem flest flótta­fólk kemur frá eru:
  • Sýr­land með 6,6 millj­ón­ir.
  • Venes­ú­ela með 3,7 millj­ón­ir.
  • Afganistan með 2,7 millj­ón­ir.
  • Suður Súdan með 2,2 millj­ón­ir. 
  • Myan­mar með 1,1 millj­ón.

Hér er hlekk­ur­inn á síð­una.

Hvernig sem á þetta er litið eru þetta slá­andi töl­ur.

Flótta­fólk á Íslandi

Rauði kross Íslands hefur starfað með flótta­mönnum síðan 1956. Þeir flótta­menn sem koma til lands­ins eru svo­kall­aðir kvótaflótta­menn og valdir til ferð­ar­innar af starfs­fólki Rauða kross­ins. Í ár átti að taka á móti 85 flótta­mönnum með þessum hætti en það er enn ekki útséð um að þeirri tölu verði náð. Úrvinnsla gagna er lokið hjá Útlend­inga­stofu og rík­is­lög­reglu­stjóra en vegna heims­far­ald­urs­ins hefur það dreg­ist að fólkið komi til lands­ins. Árið 2018 komu 52 kvótaflótta­menn til lands­ins og á síð­asta ári voru þeir 74.

Það eru skiptar skoð­anir um þetta mál­efni og nýverið hefur mikið verið rætt og ritað um mál Khedr-­fjöl­skyld­unnar sem er frá Egypta­landi. Umsókn þeirra um dval­ar­leyfi hafði velkst um í kerf­inu lengi og að lokum var ákveðið að vísa þeim úr landi. Fjöl­skyldan fór í felur og fannst ekki í nokkrar vik­ur. Að lokum ákvað kæru­nefnd útlend­inga­mála að veita þeim land­vist­ar­leyfi á þeim for­sendum að umfjöllun um mál þeirra hafi tekið of langan tíma. Annað mál sem kom upp var vegna stúlkn­anna Haniye og Mary sem var í hámæli í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017. Til að koma stúlk­unum í skjól var sam­þykkt á alþingi að breyta útlend­inga­lögum tíma­bund­ið. Katrín Jak­obs­dótt­ir, núver­andi for­sæt­is­ráð­herra, flutti frum­varpið og allir flokkar sem sátu á þingi greiddu atkvæði með frum­varp­inu að Sjálf­stæð­is­flokknum und­an­skild­um.

Staðan núna

Flótta­fólk leitar að örugg­ari stað til að búa á og til að fram­fleyta sér og fjöl­skyldum sín­um. Flótta­manna­búðir eru neyð­ar- og bráða­birgða­úr­ræði sem oft er gripið til en raunin er sú að þessar búðir verða oftar en ekki heim­ili fólks til lang­frama. Flótta­manna­búðir eru oft byggðar á landi þar sem erfitt er að finna vatn og ræktun er ill­ger­leg. Þetta ylli ekki miklum vanda ef búð­irnar stæðu aðeins nokkra mán­uði og væru undir vernd­ar­væng hjálp­ar­stofn­anna og þeir sem þar leit­uðu skjóls kæmust aftur til síns heima eða væri boðin önnur úrræði. Það eru hins­vegar dæmi um það að flótta­manna­búðir hafi staðið árum saman og breyst með árun­um. Búð­irnar verða að fátækra­hverfum þar sem vol­æði ríkir vegna þess að íbú­arnir hafa fá tæki­færi til að fram­fleyta sér og glæp­ir, hungur og sjúk­dómar verða mörgum að fjör­tjóni. Þrátt fyrir það að hjálp­ar­stofn­anir reyni sitt ítrasta hefur vand­inn stig­magnast með árun­um. Flótta­fólk reynir með öllum ráðum að sleppa úr þeim aðstæðum sem það er í og oft ferð­ast þetta fólk um langan veg og reynir að kom­ast til Evr­ópu, Banda­ríkj­anna eða ann­arra landa þar sem lífs­gæðin eru skap­legri og tæki­færi til að fram­fleyta sér eru fleiri. Straumur flótta­fólks hefur skapað mörg vanda­mál og stjórn­mála­leið­togar hafa reynt að nota ástandið sér til fram­dráttar og oft mætir flótta­mönn­unum hatur og óvild. 

Auglýsing
Flóttamannastraumur til Þýska­lands var Ang­elu Merkel mjög erf­iður og hún átti undir högg að sækja vegna þess að hægriöfl­unum þótti hún leyfa of mörgum að koma til lands­ins. Don­ald Trump notar þetta vanda­mál í sífellu sér til fram­dráttar og vill reisa vegg á landa­mærum Banda­ríkj­anna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að flótta­fólk sem kemur hvaðanæva að frá Suð­ur­-Am­er­íku kom­ist inn í land­ið. Honum hefur ekki tek­ist þetta ætl­un­ar­verk sitt og kjör­tíma­bil hans er brátt á enda runn­ið. Umræðan um flótta­menn veldur miklum deilum og hat­ursá­róð­ur­inn er gríð­ar­leg­ur. Það má nefna önnur dæmi eins og með­ferð flótta­manna í sumum Aust­ur-­Evr­ópu­ríkjum eins og mikla ásókn flótta­manna frá Norð­ur­-Afr­íku sem reyna að kom­ast yfir Mið­jarð­ar­hafið á bátum sem oft eru ekki hæfir til sjó­ferða og lenda oft í hrakn­ingum og sökkva jafn­vel með fjölda fólks inn­an­borðs. Þeir sem kom­ast alla leið eru hýstir í flóttamannabúð­um, meðal ann­ars á eyj­unni Les­bos. Þetta flótta­fólk á litla mögu­leika að kom­ast alla leið til fyr­ir­heitna lands­ins þrátt fyrir að hafa sloppið frá heima­högum sínum þar sem oftar en ekki er stríðs­á­stand, hung­ur, sjúk­dómar og dauði. Það fólk sem tekur sig upp og flýr er búið að full­reyna það að reyna að búa þar sem það fædd­ist. Í all­flestum til­vikum er það alger neyð og sú stað­reynd að það er engin fram­tíð í heima­land­inu.

Þó að Ísland sé vissu­lega úr alfara­leið og ekki sé með góðu móti hægt að kom­ast hingað á bátum né heldur land­veg koma flótta­menn hingað í leit að skjóli og bjart­ari fram­tíð. Þegar þessi mál eru rædd er það oft á þann hátt að mann­eskj­urnar gleym­ast og praktíkin er látin ráða för. Í vik­unni var mikið rætt um hug­myndir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur, dóms­mála­ráð­herra, um lokuð svæði á Íslandi fyrir flótta­fólk sem bíður brott­vís­un­ar. Andres Ingi Jóns­son bendir á það að þetta hafi verið reynt í Dan­mörku en skil­aði ekki góðum árangri og að aðbún­aður flótta­fólks­ins hafi verið afar slæm­ur. Þór­hildur Sunna Sæv­ars­dótt­ir, þing­maður Pírata og Kol­beinn Ótt­ars­son Proppé tjáðu sig á sam­fé­lags­miðlum og leist mjög illa á hug­myndir dóms­mála­ráð­herra. Umræða skap­að­ist einnig á Alþingi um hvernig verk­lag lög­regl­unnar er háttað og spurt um hugs­an­lega breyt­ingar á því.

Það má til sanns vegar færa að húman­ismi kostar fé en stundum þarf að líta fram hjá því. Ísland er sann­ar­lega ekki í stakk búið til að taka við fjölda flótta­manna ein­fald­lega vegna smæðar lands­ins en við þurfum að leggja okkar á vog­ar­skál­arnar þar sem vand­inn er gríð­ar­leg­ur. Íslend­ingar geta líka beitt sér á alþjóða­vett­vangi og í stað þess að ræða flótta­manna­vand­ann að ræða hvernig hægt er að stöðva mann­vonsku og grimmd­ar­verk á heims­vísu. Flest okkar eru þannig þenkj­andi að við viljum búa þar sem við ólumst upp. Þó að Íslend­ingar búi nú út um allar koppa­grundir þá snúa margir heim eftir nám eða eftir að hafa unnið í öðrum löndum um lengri eða skemmri tíma og vilja hvergi ann­ars­staðar búa. Römm er sú taug og svo fram­veg­is. Við ættum því að geta gert okkur í hug­ar­lund og sett okkur í spor þeirra sem ekki geta snúið til síns heima og eru jafn­vel nauð­beygð til að flýja land sitt. Þetta er alheims­vanda­mál sem við erum hluti af og þessi mál þarf að ræða opin­skátt og án sleggju­dóma og for­dóma. 

Höf­undur er kenn­­ari/­­kvik­­mynda­­gerð­­ar­­mað­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar