Covid klisjur og vetur vonleysis?

Elísabet Grétarsdóttir skrifaði grein áður en hún fór í enn eitt skiptið inn á spítala í geislameðferð.

Auglýsing

Það er stundum sagt að allir hafi sitt eigið fjall til að klífa en krakk­ar, mikið svaka­lega er ég orðin þreytt á þessu Covid­klifri. Þegar ég vakna í rökkr­inu þessa dag­ana er það fyrsta sem ég geri að teygja mig í sím­ann og skoða íslenskar frétta­veit­ur. Ég held í mér and­anum og bíð eftir jákvæðum fréttum af smit­málum á Íslandi. Ég er einn af þessum Íslend­ingum sem búa erlendis og ég hef ekki getað hitt fólkið mitt síðan síð­asta vet­ur. Það er sárt að vera langt frá fólk­inu sínu þegar maður hefur enga kosti að nálg­ast það. Það er líka þungt hljóðið í vinum og vanda­mönnum heima og ég finn til með þeim að vera aftur komin í sama Covid á­standið og í vor. Ég skil þau vel, það eru svo mikil von­brigði að vakna aftur við rætur fjalls­ins sem maður hélt að maður væri búinn að klífa... í þriðja ­fokk­ing ­skipt­ið! 

Ég fylgd­ist spennt með íslenskum sam­löndum mínum takast á við Covidveiruna í vor og þegar ég var spurð af hverju Íslend­ingar stæðu sig svo vel þá útskýrði ég að við værum snill­ingar í að redda mál­um. Ég tal­aði líka um þessa ein­stöku kreppu­stemm­ingu sem mynd­ast þegar mikið bjátar á. Það er næstum eins og við höfum gaman af því og getum myndað hópefli í kringum hvað sem er. Við förum annað hvort að prjóna, baka í frystikist­una eða söfn­umst fyrir framan sjón­varpið og syngjum með Helga Björns. Það er nefni­lega ein­hver eldur í íslensku þjóð­arsál­inni sem kviknar þegar erfitt er. Þetta hlýtur að vera arfur frá því þegar lífs­bar­áttan var svo átak­an­leg að þau sem stóðu ekki saman áttu í hættu að lifa ekki af. Þessi kreppu­sam­staða er þykkur rauður þráður í sál Íslend­ings­ins.

Auglýsing
Meira að segja þegar við erum full og glöð þá tökum við upp gít­ar­inn og syngjum hástöfum um þessa nap­ur­lega lífs­bar­áttu. Við skálum (sullum smá niður á lopa­peysuna) og syngjum svo kampa­kát, með inn­lifun: "...ef ég drukkna, drukkna í nótt!" Já, gott partý er ekki partý nema það sé nett kreppu­há­tíð líka, sjáið bara Þjóð­há­tíð í Eyj­um. Þangað velkj­umst við í pollagalla og sjó­veik til að drekka bland í brúsa ... og að sjálf­sögðu í lopa­peys­unni. Kreppu­stemm­ing er íslenska þjóðar­í­þrótt­in. En að vera mætt enn eitt skiptið við grunn­búð­ir Covid­fjalls­ins ­tekur á og öll súr­deigs­brauðin hafa verið borðuð og börnin kvarta ef enn eitt hel­vítis ban­ana­brauðið er bak­að. ­Sjálfs­vor­kunnin er orð­inn heim­il­is­gestur og von­brigðin og p­irr­ing­ur­inn liggja yfir sam­fé­lag­inu. Það er eng­inn í stuði fyr­ir­ ­myllu­merki eins og #lifa­ognjóta, #þakk­læti eða #líf­ið­ernún­a. 

En þó að engin vilji heyra það þá er lífið samt núna. Það er ekki bara þegar gengur vel og sólin skín heldur líka núna þegar dag­arnir taka á. Lífið er líka erf­iðar stund­ir, sjálfs­vor­kunn og reiði. Það er nefni­lega ekk­ert mál að segja #lifa­ognjóta og #líf­ið­ernúna þegar dag­arnir eru ljúfir, það er bara fyrir byrj­end­ur. Það fer fyrst að telja þegar stund­irnar eru erf­iðar og það sem má ekki nefna fer ekki neitt og lægð situr yfir land­in­u. 

Því ef við ætlum aftur upp á topp Covid­fjalls­ins ­með geð­heils­una nokkurn veg­inn í lagi þá virkar gamla klisjan að pakka góðu við­horf­i. D­ic­kens ­skrif­aði: „Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar, þetta var öld visku, þetta var öld heimsku, til­trúin sat við háborð­ið, van­trúin sat við háborð­ið, þetta var tíma­bil ljóss, þetta var tíma­bil myrk­urs, þetta var vor von­ar­inn­ar, þetta var vetur von­leys­is­ins, allt var framund­an, ekk­ert var framundan".  

Á meðan allir feng­u Covid­fjall að klífa fékk ég úthlut­uðum mínum per­sónu­lega krabba­meins­hnjúk. Snemma í vor fékk ég stað­fest að ég væri með mein­varp í brjósti og þyrfti aðgerð og með­ferð. Í miðju Covid­fári ­skildi ég að ef þetta ætti ekki að keyra fjöl­skyld­una mína í þrot þá yrði ég að trúa að bestu tím­arnir koma með verstu tímun­um. Það þýddi að nú þyrfti ég að velja hug­ar­far. Ég vissi að ég ætti erf­iðar með­ferðir eft­ir, fjöl­skyldan yrði félags­lega ein­angruð í útlönd­um, smit­hætt­ur ­leynd­ust alls staðar (meira segja kvef var mér hættu­legt) og því yrði ekki breytt. En spurn­ingin var hversu mikið ætl­aði ég að láta það skemma fyrir mér? Ég gæti valið mér að velt­ast upp úr sjálfs­vor­kunn en hversu inni­halds­ríkir dagar eru það ef ég fæ kannski ekki meiri tíma með fólk­inu mínu? Dag­arnir síðan þá hafa verið dásam­legur hræri­grautur af ynd­is­legum stundum í bland við ömur­legar meðferð­ir. Lífið er nefni­lega nún­a... Akkúrat nún­a. 

Kæru sam­land­ar, þvoið hend­ur, berið grím­ur, skoðið brjóstin á ykk­ur, kaupið Bleiku slauf­una og elskið fólkið ykk­ar. Covid­töl­urn­ar þurfa að fara niður því ég þarf að kom­ast heim að knúsa pabba minn og mömmu. Ég þarf að sýna þeim að hvorki brjóstakrabba­mein né Covid ­stoppar mig. 

En p­lís... ekki meiri Helgi Björns. 

Knús heim! 

Höf­undur er þriggja barna móðir í krabba­meins­með­ferð og búsett erlend­is.

#líf­ið­ernúna #þakk­læti #lifa­ognjóta #k­lisja #fuckcancer #­kraftur #bleikaslaufan 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar