Covid klisjur og vetur vonleysis?

Elísabet Grétarsdóttir skrifaði grein áður en hún fór í enn eitt skiptið inn á spítala í geislameðferð.

Auglýsing

Það er stundum sagt að allir hafi sitt eigið fjall til að klífa en krakk­ar, mikið svaka­lega er ég orðin þreytt á þessu Covid­klifri. Þegar ég vakna í rökkr­inu þessa dag­ana er það fyrsta sem ég geri að teygja mig í sím­ann og skoða íslenskar frétta­veit­ur. Ég held í mér and­anum og bíð eftir jákvæðum fréttum af smit­málum á Íslandi. Ég er einn af þessum Íslend­ingum sem búa erlendis og ég hef ekki getað hitt fólkið mitt síðan síð­asta vet­ur. Það er sárt að vera langt frá fólk­inu sínu þegar maður hefur enga kosti að nálg­ast það. Það er líka þungt hljóðið í vinum og vanda­mönnum heima og ég finn til með þeim að vera aftur komin í sama Covid á­standið og í vor. Ég skil þau vel, það eru svo mikil von­brigði að vakna aftur við rætur fjalls­ins sem maður hélt að maður væri búinn að klífa... í þriðja ­fokk­ing ­skipt­ið! 

Ég fylgd­ist spennt með íslenskum sam­löndum mínum takast á við Covidveiruna í vor og þegar ég var spurð af hverju Íslend­ingar stæðu sig svo vel þá útskýrði ég að við værum snill­ingar í að redda mál­um. Ég tal­aði líka um þessa ein­stöku kreppu­stemm­ingu sem mynd­ast þegar mikið bjátar á. Það er næstum eins og við höfum gaman af því og getum myndað hópefli í kringum hvað sem er. Við förum annað hvort að prjóna, baka í frystikist­una eða söfn­umst fyrir framan sjón­varpið og syngjum með Helga Björns. Það er nefni­lega ein­hver eldur í íslensku þjóð­arsál­inni sem kviknar þegar erfitt er. Þetta hlýtur að vera arfur frá því þegar lífs­bar­áttan var svo átak­an­leg að þau sem stóðu ekki saman áttu í hættu að lifa ekki af. Þessi kreppu­sam­staða er þykkur rauður þráður í sál Íslend­ings­ins.

Auglýsing
Meira að segja þegar við erum full og glöð þá tökum við upp gít­ar­inn og syngjum hástöfum um þessa nap­ur­lega lífs­bar­áttu. Við skálum (sullum smá niður á lopa­peysuna) og syngjum svo kampa­kát, með inn­lifun: "...ef ég drukkna, drukkna í nótt!" Já, gott partý er ekki partý nema það sé nett kreppu­há­tíð líka, sjáið bara Þjóð­há­tíð í Eyj­um. Þangað velkj­umst við í pollagalla og sjó­veik til að drekka bland í brúsa ... og að sjálf­sögðu í lopa­peys­unni. Kreppu­stemm­ing er íslenska þjóðar­í­þrótt­in. En að vera mætt enn eitt skiptið við grunn­búð­ir Covid­fjalls­ins ­tekur á og öll súr­deigs­brauðin hafa verið borðuð og börnin kvarta ef enn eitt hel­vítis ban­ana­brauðið er bak­að. ­Sjálfs­vor­kunnin er orð­inn heim­il­is­gestur og von­brigðin og p­irr­ing­ur­inn liggja yfir sam­fé­lag­inu. Það er eng­inn í stuði fyr­ir­ ­myllu­merki eins og #lifa­ognjóta, #þakk­læti eða #líf­ið­ernún­a. 

En þó að engin vilji heyra það þá er lífið samt núna. Það er ekki bara þegar gengur vel og sólin skín heldur líka núna þegar dag­arnir taka á. Lífið er líka erf­iðar stund­ir, sjálfs­vor­kunn og reiði. Það er nefni­lega ekk­ert mál að segja #lifa­ognjóta og #líf­ið­ernúna þegar dag­arnir eru ljúfir, það er bara fyrir byrj­end­ur. Það fer fyrst að telja þegar stund­irnar eru erf­iðar og það sem má ekki nefna fer ekki neitt og lægð situr yfir land­in­u. 

Því ef við ætlum aftur upp á topp Covid­fjalls­ins ­með geð­heils­una nokkurn veg­inn í lagi þá virkar gamla klisjan að pakka góðu við­horf­i. D­ic­kens ­skrif­aði: „Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar, þetta var öld visku, þetta var öld heimsku, til­trúin sat við háborð­ið, van­trúin sat við háborð­ið, þetta var tíma­bil ljóss, þetta var tíma­bil myrk­urs, þetta var vor von­ar­inn­ar, þetta var vetur von­leys­is­ins, allt var framund­an, ekk­ert var framundan".  

Á meðan allir feng­u Covid­fjall að klífa fékk ég úthlut­uðum mínum per­sónu­lega krabba­meins­hnjúk. Snemma í vor fékk ég stað­fest að ég væri með mein­varp í brjósti og þyrfti aðgerð og með­ferð. Í miðju Covid­fári ­skildi ég að ef þetta ætti ekki að keyra fjöl­skyld­una mína í þrot þá yrði ég að trúa að bestu tím­arnir koma með verstu tímun­um. Það þýddi að nú þyrfti ég að velja hug­ar­far. Ég vissi að ég ætti erf­iðar með­ferðir eft­ir, fjöl­skyldan yrði félags­lega ein­angruð í útlönd­um, smit­hætt­ur ­leynd­ust alls staðar (meira segja kvef var mér hættu­legt) og því yrði ekki breytt. En spurn­ingin var hversu mikið ætl­aði ég að láta það skemma fyrir mér? Ég gæti valið mér að velt­ast upp úr sjálfs­vor­kunn en hversu inni­halds­ríkir dagar eru það ef ég fæ kannski ekki meiri tíma með fólk­inu mínu? Dag­arnir síðan þá hafa verið dásam­legur hræri­grautur af ynd­is­legum stundum í bland við ömur­legar meðferð­ir. Lífið er nefni­lega nún­a... Akkúrat nún­a. 

Kæru sam­land­ar, þvoið hend­ur, berið grím­ur, skoðið brjóstin á ykk­ur, kaupið Bleiku slauf­una og elskið fólkið ykk­ar. Covid­töl­urn­ar þurfa að fara niður því ég þarf að kom­ast heim að knúsa pabba minn og mömmu. Ég þarf að sýna þeim að hvorki brjóstakrabba­mein né Covid ­stoppar mig. 

En p­lís... ekki meiri Helgi Björns. 

Knús heim! 

Höf­undur er þriggja barna móðir í krabba­meins­með­ferð og búsett erlend­is.

#líf­ið­ernúna #þakk­læti #lifa­ognjóta #k­lisja #fuckcancer #­kraftur #bleikaslaufan 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar