Covid klisjur og vetur vonleysis?

Elísabet Grétarsdóttir skrifaði grein áður en hún fór í enn eitt skiptið inn á spítala í geislameðferð.

Auglýsing

Það er stundum sagt að allir hafi sitt eigið fjall til að klífa en krakk­ar, mikið svaka­lega er ég orðin þreytt á þessu Covid­klifri. Þegar ég vakna í rökkr­inu þessa dag­ana er það fyrsta sem ég geri að teygja mig í sím­ann og skoða íslenskar frétta­veit­ur. Ég held í mér and­anum og bíð eftir jákvæðum fréttum af smit­málum á Íslandi. Ég er einn af þessum Íslend­ingum sem búa erlendis og ég hef ekki getað hitt fólkið mitt síðan síð­asta vet­ur. Það er sárt að vera langt frá fólk­inu sínu þegar maður hefur enga kosti að nálg­ast það. Það er líka þungt hljóðið í vinum og vanda­mönnum heima og ég finn til með þeim að vera aftur komin í sama Covid á­standið og í vor. Ég skil þau vel, það eru svo mikil von­brigði að vakna aftur við rætur fjalls­ins sem maður hélt að maður væri búinn að klífa... í þriðja ­fokk­ing ­skipt­ið! 

Ég fylgd­ist spennt með íslenskum sam­löndum mínum takast á við Covidveiruna í vor og þegar ég var spurð af hverju Íslend­ingar stæðu sig svo vel þá útskýrði ég að við værum snill­ingar í að redda mál­um. Ég tal­aði líka um þessa ein­stöku kreppu­stemm­ingu sem mynd­ast þegar mikið bjátar á. Það er næstum eins og við höfum gaman af því og getum myndað hópefli í kringum hvað sem er. Við förum annað hvort að prjóna, baka í frystikist­una eða söfn­umst fyrir framan sjón­varpið og syngjum með Helga Björns. Það er nefni­lega ein­hver eldur í íslensku þjóð­arsál­inni sem kviknar þegar erfitt er. Þetta hlýtur að vera arfur frá því þegar lífs­bar­áttan var svo átak­an­leg að þau sem stóðu ekki saman áttu í hættu að lifa ekki af. Þessi kreppu­sam­staða er þykkur rauður þráður í sál Íslend­ings­ins.

Auglýsing
Meira að segja þegar við erum full og glöð þá tökum við upp gít­ar­inn og syngjum hástöfum um þessa nap­ur­lega lífs­bar­áttu. Við skálum (sullum smá niður á lopa­peysuna) og syngjum svo kampa­kát, með inn­lifun: "...ef ég drukkna, drukkna í nótt!" Já, gott partý er ekki partý nema það sé nett kreppu­há­tíð líka, sjáið bara Þjóð­há­tíð í Eyj­um. Þangað velkj­umst við í pollagalla og sjó­veik til að drekka bland í brúsa ... og að sjálf­sögðu í lopa­peys­unni. Kreppu­stemm­ing er íslenska þjóðar­í­þrótt­in. En að vera mætt enn eitt skiptið við grunn­búð­ir Covid­fjalls­ins ­tekur á og öll súr­deigs­brauðin hafa verið borðuð og börnin kvarta ef enn eitt hel­vítis ban­ana­brauðið er bak­að. ­Sjálfs­vor­kunnin er orð­inn heim­il­is­gestur og von­brigðin og p­irr­ing­ur­inn liggja yfir sam­fé­lag­inu. Það er eng­inn í stuði fyr­ir­ ­myllu­merki eins og #lifa­ognjóta, #þakk­læti eða #líf­ið­ernún­a. 

En þó að engin vilji heyra það þá er lífið samt núna. Það er ekki bara þegar gengur vel og sólin skín heldur líka núna þegar dag­arnir taka á. Lífið er líka erf­iðar stund­ir, sjálfs­vor­kunn og reiði. Það er nefni­lega ekk­ert mál að segja #lifa­ognjóta og #líf­ið­ernúna þegar dag­arnir eru ljúfir, það er bara fyrir byrj­end­ur. Það fer fyrst að telja þegar stund­irnar eru erf­iðar og það sem má ekki nefna fer ekki neitt og lægð situr yfir land­in­u. 

Því ef við ætlum aftur upp á topp Covid­fjalls­ins ­með geð­heils­una nokkurn veg­inn í lagi þá virkar gamla klisjan að pakka góðu við­horf­i. D­ic­kens ­skrif­aði: „Þetta voru bestu tímar, þetta voru verstu tímar, þetta var öld visku, þetta var öld heimsku, til­trúin sat við háborð­ið, van­trúin sat við háborð­ið, þetta var tíma­bil ljóss, þetta var tíma­bil myrk­urs, þetta var vor von­ar­inn­ar, þetta var vetur von­leys­is­ins, allt var framund­an, ekk­ert var framundan".  

Á meðan allir feng­u Covid­fjall að klífa fékk ég úthlut­uðum mínum per­sónu­lega krabba­meins­hnjúk. Snemma í vor fékk ég stað­fest að ég væri með mein­varp í brjósti og þyrfti aðgerð og með­ferð. Í miðju Covid­fári ­skildi ég að ef þetta ætti ekki að keyra fjöl­skyld­una mína í þrot þá yrði ég að trúa að bestu tím­arnir koma með verstu tímun­um. Það þýddi að nú þyrfti ég að velja hug­ar­far. Ég vissi að ég ætti erf­iðar með­ferðir eft­ir, fjöl­skyldan yrði félags­lega ein­angruð í útlönd­um, smit­hætt­ur ­leynd­ust alls staðar (meira segja kvef var mér hættu­legt) og því yrði ekki breytt. En spurn­ingin var hversu mikið ætl­aði ég að láta það skemma fyrir mér? Ég gæti valið mér að velt­ast upp úr sjálfs­vor­kunn en hversu inni­halds­ríkir dagar eru það ef ég fæ kannski ekki meiri tíma með fólk­inu mínu? Dag­arnir síðan þá hafa verið dásam­legur hræri­grautur af ynd­is­legum stundum í bland við ömur­legar meðferð­ir. Lífið er nefni­lega nún­a... Akkúrat nún­a. 

Kæru sam­land­ar, þvoið hend­ur, berið grím­ur, skoðið brjóstin á ykk­ur, kaupið Bleiku slauf­una og elskið fólkið ykk­ar. Covid­töl­urn­ar þurfa að fara niður því ég þarf að kom­ast heim að knúsa pabba minn og mömmu. Ég þarf að sýna þeim að hvorki brjóstakrabba­mein né Covid ­stoppar mig. 

En p­lís... ekki meiri Helgi Björns. 

Knús heim! 

Höf­undur er þriggja barna móðir í krabba­meins­með­ferð og búsett erlend­is.

#líf­ið­ernúna #þakk­læti #lifa­ognjóta #k­lisja #fuckcancer #­kraftur #bleikaslaufan 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar