Tilneyddir farfuglar

Eggert Gunnarsson skrifar um velmegun sumra á kostnað annara.

Auglýsing

Frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk árið 1945 hefur verið mikil hagsæld. Hagsæld sem hefur fært þróuðum þjóðum heimsins velmegun en það sama er ekki hægt að segja um þær þjóðir sem eru eftirbátar þeirra. Stríð, hungursneyðir, faraldrar, landflótti og náttúruhamfarir. Þær hamfarir sem nú eiga sér stað eru að hluta til af manna völdum. Tilkomnar vegna gróðurhúsaáhrifa og mengunar almennt. Stríð hafa brotist út víða og oftar en ekki hafa þessi átök verið vegna þess að svæðin voru bitbein Sovétríkjanna og Bandaríkjanna á meðan á Kalda stríðinu stóð. 

Hér má nefna Kóreu, Víetnam og Kambódíu sem dæmi. Kína kom auðvitað einnig við sögu í átökunum. Auðvitað var barist um pólitísk áhrif en undirliggjandi voru alltaf efnahagshagsmunir. Sama má segja um þau átök sem seinna áttu sér stað í Suður-Ameríku. Þetta á við enn þann dag í dag og það þarf ekki að fara í grafgötur með það að sú vargöld sem ríkir fyrir botni Miðjarðarhafs, í Sýrlandi og í ríkjum sem liggja nálægt olíulindum Persaflóa er tilkomin vegna þess að olía hefur verið drifkraftur efnahagslegrar velgengni hinna vestrænu ríkja. Þetta á við einnig núna og nú er svo komið að ástandið í heiminum er að stefna okkur öllum í mikil vandræði bæði vegna þess hvaða áhrif styrjaldir hafa á almenna borgara og vegna þess að enn er olía megin hvatinn í efnahagskerfi okkar sem leiðir til þess að enn brennur sú auðlind og áhrif vegna þess valda hlýnun jarðar. 

Það er einföldun að kenna styrjöldum einvörðungu um flóttamannavandann. Uppskerubrestur, þurrkar og efnahagsleg óstjórn í mörgum ríkjum gerir það að verkum að íbúarnir geta ekki framfleytt sér og bregða á það ráð að reyna að flytja sig um set til annarra landa til að reyna að fá betri tækifæri til að framfleyta sér. Covid-19 bætir örugglega ekki úr skák þó að það hafi ekki borið mikið á faraldrinum í flóttamannabúðum enn sem komið er.

Litið til baka

Seinni heimsstyrjöldin breytti öllu og eins og áður var sagt voru þau 75 ár sem liðin eru frá lokum styrjaldarinnar hagstæð fyrir Bandaríkin, Kanada og Evrópuríkin sem voru vestan járntjaldsins. Hér má einnig nefna Ástralíu, Japan og fleiri lönd. Þetta eru allt lönd sem fylgdu Bandaríkjunum að málum og voru þau áhrifamest í heimsmálunum um langan aldur. Þetta hefur breyst mikið undanfarin ár og smátt og smátt eru Bandaríkin að missa þá sterku stöðu sem þau höfðu. Kína er í mikilli sókn og vekur ugg vegna þess að þar ríkir alræði kommúnistaflokksins og enginn veit hvernig heimsmynd það mun skapa. Þau lönd og svæði sem ekki tilheyrðu klúbbnum sem var undir forystu Bandaríkjanna drógust aftur úr og eru enn eftirbátar þeirra sem höfðu vinninginn. 

Auglýsing
Sovétríkin og þau lönd sem tilheyrðu þeim gátu ekki keppt við hin svokölluðu vestrænu ríki þegar talað er um hagsæld eða lýðræðisþróun. Það kerfi sem var kallað kommúnismi dó drottni sínum og varð að gerræði og alræði sem í fæstum tilvikum getur af sér framfarir eða hagsæld. Þetta virðist þó ekki vera upp á teningnum þegar talað er um Kína og þá gríðarlegu sókn sem þar hefur verið undanfarin ár. 

Afríkuþjóðir fengu hver á fætur annarri sjálfstæði eftir 1945 og sumar jafnvel fyrr. Vegna þess hvernig staðið var að því að gefa þessum þjóðum sjálfstæði komust þær oft í mikil vandræði. Spilling varð landlæg og einræðisherrar hrifsuðu til sín völd og átök brutust út. Þetta hefur valdið miklum búsifjum fyrir þau ríki sem um er rætt og almennir borgarar hafa alltaf farið illa út úr ástandi sem þessu. Eins og áður var getið hafa hungursneyðir sem komu til meðal annars vegna átaka rekið fólk að heiman í leit að betra lífi. Flóttamannastraumur er ekki nýtt vandamál en árið 2014 gáfu Sameinuðu þjóðirnar það út að flóttafólk í heiminum það árið var fleira en við lok seinni heimsstyrjaldar. Ég er efins um að á þeim sex árum sem liðin eru hafi mikil breyting orðið nema að vandinn hefur aukist.

Tölulegar staðreyndir

Samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) voru 79,5 milljónir manna á flótta í lok árs 2019. Þar af 26 milljónir flóttafólk, 45,7 milljónir á flótta innan heimalandsins, 4,2 milljónir hælisleitendur og 3,6 milljónir sem höfðu flúið Venesúela.

Þetta er um 1 prósent jarðarbúa í lok árs 2019. 80 prósent þessa fólks býr nú á svæðum sem eiga við erfiðleika að stríða hvað varðar viðurværi, vatnsskortur er viðvarandi og næringarskortur er mikið vandamál.

40 prósent þeirra sem flúið hafa eru börn.

4,2 milljónir eru án ríkisfangs.

Þau lönd sem hafa tekið við hvað flestum flóttamönnum eru:

  • Tyrkland með 3,6 milljónir.
  • Kólumbía með 1,8 milljón.
  • Pakistan með 1,4 milljón.
  • Úganda með 1,4 milljón.
  • Þýskaland með 1,1 milljón.
  • Þau lönd sem flest flóttafólk kemur frá eru:
  • Sýrland með 6,6 milljónir.
  • Venesúela með 3,7 milljónir.
  • Afganistan með 2,7 milljónir.
  • Suður Súdan með 2,2 milljónir. 
  • Myanmar með 1,1 milljón.

Hér er hlekkurinn á síðuna.

Hvernig sem á þetta er litið eru þetta sláandi tölur.

Flóttafólk á Íslandi

Rauði kross Íslands hefur starfað með flóttamönnum síðan 1956. Þeir flóttamenn sem koma til landsins eru svokallaðir kvótaflóttamenn og valdir til ferðarinnar af starfsfólki Rauða krossins. Í ár átti að taka á móti 85 flóttamönnum með þessum hætti en það er enn ekki útséð um að þeirri tölu verði náð. Úrvinnsla gagna er lokið hjá Útlendingastofu og ríkislögreglustjóra en vegna heimsfaraldursins hefur það dregist að fólkið komi til landsins. Árið 2018 komu 52 kvótaflóttamenn til landsins og á síðasta ári voru þeir 74.

Það eru skiptar skoðanir um þetta málefni og nýverið hefur mikið verið rætt og ritað um mál Khedr-fjölskyldunnar sem er frá Egyptalandi. Umsókn þeirra um dvalarleyfi hafði velkst um í kerfinu lengi og að lokum var ákveðið að vísa þeim úr landi. Fjölskyldan fór í felur og fannst ekki í nokkrar vikur. Að lokum ákvað kærunefnd útlendingamála að veita þeim landvistarleyfi á þeim forsendum að umfjöllun um mál þeirra hafi tekið of langan tíma. Annað mál sem kom upp var vegna stúlknanna Haniye og Mary sem var í hámæli í aðdraganda kosninganna 2017. Til að koma stúlkunum í skjól var samþykkt á alþingi að breyta útlendingalögum tímabundið. Katrín Jakobsdóttir, núverandi forsætisráðherra, flutti frumvarpið og allir flokkar sem sátu á þingi greiddu atkvæði með frumvarpinu að Sjálfstæðisflokknum undanskildum.

Staðan núna

Flóttafólk leitar að öruggari stað til að búa á og til að framfleyta sér og fjölskyldum sínum. Flóttamannabúðir eru neyðar- og bráðabirgðaúrræði sem oft er gripið til en raunin er sú að þessar búðir verða oftar en ekki heimili fólks til langframa. Flóttamannabúðir eru oft byggðar á landi þar sem erfitt er að finna vatn og ræktun er illgerleg. Þetta ylli ekki miklum vanda ef búðirnar stæðu aðeins nokkra mánuði og væru undir verndarvæng hjálparstofnanna og þeir sem þar leituðu skjóls kæmust aftur til síns heima eða væri boðin önnur úrræði. Það eru hinsvegar dæmi um það að flóttamannabúðir hafi staðið árum saman og breyst með árunum. Búðirnar verða að fátækrahverfum þar sem volæði ríkir vegna þess að íbúarnir hafa fá tækifæri til að framfleyta sér og glæpir, hungur og sjúkdómar verða mörgum að fjörtjóni. Þrátt fyrir það að hjálparstofnanir reyni sitt ítrasta hefur vandinn stigmagnast með árunum. Flóttafólk reynir með öllum ráðum að sleppa úr þeim aðstæðum sem það er í og oft ferðast þetta fólk um langan veg og reynir að komast til Evrópu, Bandaríkjanna eða annarra landa þar sem lífsgæðin eru skaplegri og tækifæri til að framfleyta sér eru fleiri. Straumur flóttafólks hefur skapað mörg vandamál og stjórnmálaleiðtogar hafa reynt að nota ástandið sér til framdráttar og oft mætir flóttamönnunum hatur og óvild. 

Auglýsing
Flóttamannastraumur til Þýskalands var Angelu Merkel mjög erfiður og hún átti undir högg að sækja vegna þess að hægriöflunum þótti hún leyfa of mörgum að koma til landsins. Donald Trump notar þetta vandamál í sífellu sér til framdráttar og vill reisa vegg á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að koma í veg fyrir að flóttafólk sem kemur hvaðanæva að frá Suður-Ameríku komist inn í landið. Honum hefur ekki tekist þetta ætlunarverk sitt og kjörtímabil hans er brátt á enda runnið. Umræðan um flóttamenn veldur miklum deilum og hatursáróðurinn er gríðarlegur. Það má nefna önnur dæmi eins og meðferð flóttamanna í sumum Austur-Evrópuríkjum eins og mikla ásókn flóttamanna frá Norður-Afríku sem reyna að komast yfir Miðjarðarhafið á bátum sem oft eru ekki hæfir til sjóferða og lenda oft í hrakningum og sökkva jafnvel með fjölda fólks innanborðs. Þeir sem komast alla leið eru hýstir í flóttamannabúðum, meðal annars á eyjunni Lesbos. Þetta flóttafólk á litla möguleika að komast alla leið til fyrirheitna landsins þrátt fyrir að hafa sloppið frá heimahögum sínum þar sem oftar en ekki er stríðsástand, hungur, sjúkdómar og dauði. Það fólk sem tekur sig upp og flýr er búið að fullreyna það að reyna að búa þar sem það fæddist. Í allflestum tilvikum er það alger neyð og sú staðreynd að það er engin framtíð í heimalandinu.

Þó að Ísland sé vissulega úr alfaraleið og ekki sé með góðu móti hægt að komast hingað á bátum né heldur landveg koma flóttamenn hingað í leit að skjóli og bjartari framtíð. Þegar þessi mál eru rædd er það oft á þann hátt að manneskjurnar gleymast og praktíkin er látin ráða för. Í vikunni var mikið rætt um hugmyndir Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, um lokuð svæði á Íslandi fyrir flóttafólk sem bíður brottvísunar. Andres Ingi Jónsson bendir á það að þetta hafi verið reynt í Danmörku en skilaði ekki góðum árangri og að aðbúnaður flóttafólksins hafi verið afar slæmur. Þórhildur Sunna Sævarsdóttir, þingmaður Pírata og Kolbeinn Óttarsson Proppé tjáðu sig á samfélagsmiðlum og leist mjög illa á hugmyndir dómsmálaráðherra. Umræða skapaðist einnig á Alþingi um hvernig verklag lögreglunnar er háttað og spurt um hugsanlega breytingar á því.

Það má til sanns vegar færa að húmanismi kostar fé en stundum þarf að líta fram hjá því. Ísland er sannarlega ekki í stakk búið til að taka við fjölda flóttamanna einfaldlega vegna smæðar landsins en við þurfum að leggja okkar á vogarskálarnar þar sem vandinn er gríðarlegur. Íslendingar geta líka beitt sér á alþjóðavettvangi og í stað þess að ræða flóttamannavandann að ræða hvernig hægt er að stöðva mannvonsku og grimmdarverk á heimsvísu. Flest okkar eru þannig þenkjandi að við viljum búa þar sem við ólumst upp. Þó að Íslendingar búi nú út um allar koppagrundir þá snúa margir heim eftir nám eða eftir að hafa unnið í öðrum löndum um lengri eða skemmri tíma og vilja hvergi annarsstaðar búa. Römm er sú taug og svo framvegis. Við ættum því að geta gert okkur í hugarlund og sett okkur í spor þeirra sem ekki geta snúið til síns heima og eru jafnvel nauðbeygð til að flýja land sitt. Þetta er alheimsvandamál sem við erum hluti af og þessi mál þarf að ræða opinskátt og án sleggjudóma og fordóma. 

Höf­undur er kenn­ari/­kvik­mynda­gerð­ar­mað­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar