Getur Ísland orðið leiðandi í mannréttindamálum?

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Spurn­ingin um það hvort  Ísland geti orðið leið­andi í alþjóða­sam­fé­lag­inu er sam­ofin þeirri spurn­ingu hvort lítil ríki geti látið til sín taka í alþjóða­mál­um. Norð­ur­löndin sem talin eru lítil ríki í alþjóða­kerf­inu hafa sýnt fram á að þau geta haft áhrif á ein­stök mál innan Sam­ein­uðu þjóð­anna. Spyrja má hvort Ísland geti fetað í fót­spor þeirra og hvaða for­sendur þurfi að vera til staðar til þess. Með nýlegri yfir­lýs­ingu um fram­boð til Mann­réttinda­ráðs Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir kjör­tíma­bilið 2025 til 2027 hafa íslenskir ráða­menn sett sér þau metn­að­ar­fullu mark­mið að halda áfram að hafa áhrif á mann­rétt­inda­mál eftir setu í ráð­inu fyrir skemmstu. Í þessu sam­hengi langar mig að nefna níu atriði sem vert er að hafa í huga vilji Ísland skapa sér sess á alþjóða­vett­vangi og reyna að hafa áhrif á gang heims­mála. 

Veik­leik­ar, metn­aður og for­gangs­röðun

Í fyrsta lagi er mik­il­vægt að lítil ríki eins og Ísland grípi til ráð­staf­ana til að draga úr veik­leikum sem tengj­ast smæð­inni eins og lít­illi stjórn­sýslu, tak­mark­aðri sér­fræði­þekk­ingu og efna­hags­getu. Lítil ríki sem ætlar sér um of ná oft ekki mark­miðum sínum eins og sann­að­ist með Ísland í hrun­inu.

Í öðru lagi er póli­tískur vilji stjórn­mála­manna og almenn­ings grunn­for­senda fyrir því að ríki geti haft áhrif í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Ráða­menn verða að vera reiðu­búnir að verja tíma og fjár­munum til verks­ins. Stjórn­mála­menn þurfa líka að vera vilj­ugir til að takast á við þær áskor­anir sem felst í því að gagn­rýna stjórn­völd ann­arra ríkja fyrir brot á mann­rétt­ind­um.

Í þriðja lagi þá þarf Ísland að for­gangs­raða. Lítil ríki verða að ákveða hvaða mál eða mála­flokka þau vilja ein­blína á, eins og Ísland hefur nú gert með fram­boði sínu til Mann­réttinda­ráðs SÞ. Innan mann­rétt­inda­mála er síðan mik­il­vægt að for­gangs­raða enn frekar og leggja til dæmis áherslu á mann­rétt­indi kvenna, barna og/eða hinsegin fólks. 

Auglýsing


Þekk­ing, gras­rótin og samn­inga­tækni

Í fjórða lagi er yfir­grips­mikil þekk­ing inn­an­lands á þeim mála­flokkum sem Ísland vill leggja áherslu á í alþjóða­sam­fé­lag­inu for­senda til árang­urs. Mik­il­vægt er að við­halda þeirri þekk­ingu sem nú þegar er til staðar eftir setu Íslands í Mann­réttinda­ráði SÞ ef Ísland ætlar sér að verða leið­andi í mála­flokkn­um. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að halda áfram að leggja fram álykt­anir í ráð­inu en ríki þurfa ekki að eiga sæti í ráð­inu til þess. Þetta gæti verið góður und­ir­bún­ingur fyrir setu Íslands í ráð­inu kjör­tíma­bilið 2025-27 nái það kjöri.

Í fimmta lagi er mik­il­vægt að Ísland vinni náið með frjálsum félaga­sam­tökum og stofn­unum hér á landi, sem og erlend­is, sem vinna að mann­rétt­inda­mál­um. Sam­starf stjórn­valda við þessa aðila getur skapað tæki­færi fyrir Ísland til að setja mál á dag­skrá í alþjóða­sam­fé­lag­inu.

Í sjötta lagi er mik­il­vægt að íslenskir sér­fræð­ingar hafi öðl­ast þjálfun í samn­inga­tæki í alþjóða­mál­um. Þjálfun og reynsla af alþjóða­starfi er for­senda fyrir því að lítil ríki geti tekið frum­kvæði í samn­inga­við­ræðum og gegnt leið­toga­hlut­verki. Öfl­ugir leið­togar og klókir samn­inga­menn lít­illa ríkja vega upp á móti lít­illi stjórn­sýslum og utan­rík­is­þjón­ustu.

Banda­lög og alþjóða­stofn­anir

Í sjö­unda lagi er sam­starf við önnur ríki og ríkja­banda­lög lyk­il­at­r­ið. Eitt og sér mun Ísland litlu sem engu áorka. Vinni Ísland hins vegar náið með ríkjum sem stefna að sama mark­miði getur það áorkað miklu. Ísland getur unnið miklu nánar með nor­rænu ríkj­unum sem og Evr­ópu­sam­band­inu að mann­rétt­ina­málum og þannig sparað tíma og fjár­muni og haft mun meiri áhrif en það hefur í dag. Það er einnig mik­il­vægt fyrir Ísland að vinna með ríkjum í öðrum heims­hlutum sér­stak­lega ríkjum sem geta látið til sín taka. 

Í átt­unda lagi þá er fjöl­þjóða­sam­vinna innan alþjóða­stofn­ana helsti vett­vangur lít­illa ríkja til að hafa áhrif á gang heims­mála. Mark­miða­setn­ing ásamt mark­vissri stefnu­mótun um þátt­töku Íslands innan SÞ og Evr­ópu­ráðs­ins er mik­il­væg for­senda þess að landið velj­ist til for­ystu í þessum stofn­unum og geti látið til sín taka í banda­lagi með öðrum ríkj­u­m. 

Til fyr­ir­myndar

Í níunda og síð­asta lagi má nefna að hin Norð­ur­löndin hafa náð frum­kvæði í mörgum mála­flokkum í alþjóða­kerf­inu með því að vera til fyr­ir­myndar í mála­flokk­unum heima fyr­ir, eins og varð­andi rétt­indi kvenna, stöðu sam­kyn­hneigðra og umhverf­is­vernd. Jákvæð ímynd þeirra í þessum mála­flokkum hefur skapað þeim virð­ingu í alþjóða­sam­fé­lag­inu sem gerir það lík­legra en ella að á þau sé hlust­að. Ísland hefur allar for­sendur til þess að gera meira úr góðri stöðu kvenna, sam­kyn­heigðra og barna hér á landi svo dæmi séu tek­in. Góða stöðu er hægt að nýta sem stökk­pall inn á svið alþjóða­mála til að stuðla að bættri stöðu þess­ara hópa í öðrum lönd­um.  

Heima­vinna

Ísland sem og önnur lítil ríki í alþjóða­sam­fé­lag­inu geta haft áhrif á afmörk­uðum sviðum eins og í mann­rétt­inda­mál­um. Heima­vinna er for­senda árang­urs og ef hún er vel unnin getur Ísland jafn­vel orðið leið­andi á til­teknum sviðum í mann­rétt­inda­mál­u­m.  

Höf­undur er pró­fessor í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Greinin er hluti af frið­ar­dögum í Reykja­vík  sem Höfði frið­ar­setur Reykja­vík­ur­borgar og Háskóla Íslands stendur að í sam­starfi við UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi og utan­rík­is­ráðu­neyt­ið.  Umræðan í ár fer alfarið fram á net­inu, með hlað­varpss­eríu og völdum greinum sem birtar verða dag­ana 10. - 16. októ­ber á  www.frid­ar­set­ur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku sam­fé­lagi og um leið verið öfl­ugri málsvari á alþjóða­vett­vangi á sviði friðar og mann­rétt­inda. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar