Getur Ísland orðið leiðandi í mannréttindamálum?

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, ritar grein í tengslum við friðardaga í Reykjavík.

Auglýsing

Spurningin um það hvort  Ísland geti orðið leiðandi í alþjóðasamfélaginu er samofin þeirri spurningu hvort lítil ríki geti látið til sín taka í alþjóðamálum. Norðurlöndin sem talin eru lítil ríki í alþjóðakerfinu hafa sýnt fram á að þau geta haft áhrif á einstök mál innan Sameinuðu þjóðanna. Spyrja má hvort Ísland geti fetað í fótspor þeirra og hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til þess. Með nýlegri yfirlýsingu um framboð til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna fyrir kjörtímabilið 2025 til 2027 hafa íslenskir ráðamenn sett sér þau metnaðarfullu markmið að halda áfram að hafa áhrif á mannréttindamál eftir setu í ráðinu fyrir skemmstu. Í þessu samhengi langar mig að nefna níu atriði sem vert er að hafa í huga vilji Ísland skapa sér sess á alþjóðavettvangi og reyna að hafa áhrif á gang heimsmála. 

Veikleikar, metnaður og forgangsröðun

Í fyrsta lagi er mikilvægt að lítil ríki eins og Ísland grípi til ráðstafana til að draga úr veikleikum sem tengjast smæðinni eins og lítilli stjórnsýslu, takmarkaðri sérfræðiþekkingu og efnahagsgetu. Lítil ríki sem ætlar sér um of ná oft ekki markmiðum sínum eins og sannaðist með Ísland í hruninu.

Í öðru lagi er pólitískur vilji stjórnmálamanna og almennings grunnforsenda fyrir því að ríki geti haft áhrif í alþjóðasamfélaginu. Ráðamenn verða að vera reiðubúnir að verja tíma og fjármunum til verksins. Stjórnmálamenn þurfa líka að vera viljugir til að takast á við þær áskoranir sem felst í því að gagnrýna stjórnvöld annarra ríkja fyrir brot á mannréttindum.

Í þriðja lagi þá þarf Ísland að forgangsraða. Lítil ríki verða að ákveða hvaða mál eða málaflokka þau vilja einblína á, eins og Ísland hefur nú gert með framboði sínu til Mannréttindaráðs SÞ. Innan mannréttindamála er síðan mikilvægt að forgangsraða enn frekar og leggja til dæmis áherslu á mannréttindi kvenna, barna og/eða hinsegin fólks. 

Auglýsing

Þekking, grasrótin og samningatækni

Í fjórða lagi er yfirgripsmikil þekking innanlands á þeim málaflokkum sem Ísland vill leggja áherslu á í alþjóðasamfélaginu forsenda til árangurs. Mikilvægt er að viðhalda þeirri þekkingu sem nú þegar er til staðar eftir setu Íslands í Mannréttindaráði SÞ ef Ísland ætlar sér að verða leiðandi í málaflokknum. Þetta er til dæmis hægt að gera með því að halda áfram að leggja fram ályktanir í ráðinu en ríki þurfa ekki að eiga sæti í ráðinu til þess. Þetta gæti verið góður undirbúningur fyrir setu Íslands í ráðinu kjörtímabilið 2025-27 nái það kjöri.

Í fimmta lagi er mikilvægt að Ísland vinni náið með frjálsum félagasamtökum og stofnunum hér á landi, sem og erlendis, sem vinna að mannréttindamálum. Samstarf stjórnvalda við þessa aðila getur skapað tækifæri fyrir Ísland til að setja mál á dagskrá í alþjóðasamfélaginu.

Í sjötta lagi er mikilvægt að íslenskir sérfræðingar hafi öðlast þjálfun í samningatæki í alþjóðamálum. Þjálfun og reynsla af alþjóðastarfi er forsenda fyrir því að lítil ríki geti tekið frumkvæði í samningaviðræðum og gegnt leiðtogahlutverki. Öflugir leiðtogar og klókir samningamenn lítilla ríkja vega upp á móti lítilli stjórnsýslum og utanríkisþjónustu.

Bandalög og alþjóðastofnanir

Í sjöunda lagi er samstarf við önnur ríki og ríkjabandalög lykilatrið. Eitt og sér mun Ísland litlu sem engu áorka. Vinni Ísland hins vegar náið með ríkjum sem stefna að sama markmiði getur það áorkað miklu. Ísland getur unnið miklu nánar með norrænu ríkjunum sem og Evrópusambandinu að mannréttinamálum og þannig sparað tíma og fjármuni og haft mun meiri áhrif en það hefur í dag. Það er einnig mikilvægt fyrir Ísland að vinna með ríkjum í öðrum heimshlutum sérstaklega ríkjum sem geta látið til sín taka. 

Í áttunda lagi þá er fjölþjóðasamvinna innan alþjóðastofnana helsti vettvangur lítilla ríkja til að hafa áhrif á gang heimsmála. Markmiðasetning ásamt markvissri stefnumótun um þátttöku Íslands innan SÞ og Evrópuráðsins er mikilvæg forsenda þess að landið veljist til forystu í þessum stofnunum og geti látið til sín taka í bandalagi með öðrum ríkjum. 

Til fyrirmyndar

Í níunda og síðasta lagi má nefna að hin Norðurlöndin hafa náð frumkvæði í mörgum málaflokkum í alþjóðakerfinu með því að vera til fyrirmyndar í málaflokkunum heima fyrir, eins og varðandi réttindi kvenna, stöðu samkynhneigðra og umhverfisvernd. Jákvæð ímynd þeirra í þessum málaflokkum hefur skapað þeim virðingu í alþjóðasamfélaginu sem gerir það líklegra en ella að á þau sé hlustað. Ísland hefur allar forsendur til þess að gera meira úr góðri stöðu kvenna, samkynheigðra og barna hér á landi svo dæmi séu tekin. Góða stöðu er hægt að nýta sem stökkpall inn á svið alþjóðamála til að stuðla að bættri stöðu þessara hópa í öðrum löndum.  

Heimavinna

Ísland sem og önnur lítil ríki í alþjóðasamfélaginu geta haft áhrif á afmörkuðum sviðum eins og í mannréttindamálum. Heimavinna er forsenda árangurs og ef hún er vel unnin getur Ísland jafnvel orðið leiðandi á tilteknum sviðum í mannréttindamálum.  

Höfundur er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.

Greinin er hluti af friðardögum í Reykjavík  sem Höfði friðarsetur Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands stendur að í samstarfi við UN Women á Íslandi, UNICEF á Íslandi, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og utanríkisráðuneytið.  Umræðan í ár fer alfarið fram á netinu, með hlaðvarpsseríu og völdum greinum sem birtar verða dagana 10. - 16. október á  www.fridarsetur.is. Í ár er sjónum beint að því hvernig Ísland getur gert enn betur þegar kemur að ófriði í íslensku samfélagi og um leið verið öflugri málsvari á alþjóðavettvangi á sviði friðar og mannréttinda. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
AGS býst ekki við að jafnmargir muni ferðast á næstu árum og á árunum fyrir faraldurinn.
Segir hátt vægi ferðaþjónustu og stífa kjarasamningagerð vera áhyggjuefni
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að aukinn sveigjanleiki á vinnumarkaði, til dæmis með því að láta laun fylgja framleiðniþróun í meira mæli, gæti komið í veg fyrir að faraldurinn valdi langtímaskaða í hagkerfinu.
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar