Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat

Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari hvetur aðra slíka til að fella nýgerðan kjarasamning.

Auglýsing

Kjaraviðræður grunnskólakennara hafa staðið yfir í 16 mánuði. Það sem hefur einkennt viðræðurnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunnskólakennara (FG) stefndi sveitarfélögunum fyrir félagsdóm, vegna jafngildingar á prófgráðum til launa, var gert hlé á viðræðunum. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna samvinnu innan Kennarasambandsins og freista þess að fá eina launatöflu fyrir öll aðildarfélögin. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.

Það sem hefur einkennt viðræður FG er upplýsingaskortur til félagsmanna. Viðræðunefnd félagsins hefur haldið spilunum mjög þétt að sér og hinn almenni félagsmaður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samningsmarkmið hafa kennarar þó sé sem er ekkert annað en yfirhugtak eins og virðing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hugtaki er ekki vitað. Eitt samningsmarkmið náðist, hækka grunnlaunin (yfirhugtak), samkvæmt áðurgerðum samningum í þjóðfélaginu.

Eftir fáa fundi hjá sáttasemjara tókst að gera samning sem nú er í atkvæðagreiðslu. Lífskjarasamningurinn er í boði, allt í góðu með það. Grunnskólakennarar geta ekki krafist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvarlegri þátturinn er að taka á upp starfsmat. Þetta útspil kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Kennarar höfðu ekki fengið kynningu um að ósk þeirra væri að fara í starfsmat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kennara liggur ekki fyrir. Útspil sem er óásættanlegt fyrir stéttina. 

Auglýsing
Í kjarasamningnum stendur skýrt og skorinort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. desember 2021 þegar starfsmat tekur gildi.“ Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfsmat fari inn í næsta kjarasamning eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. desember 2021 þegar kjarasamningurinn fellur úr gildi, verði hann samþykktur. Þá er oft seint í rass gripið.

Um starfsmat má lesa á síðunni Starfsmat.is. Forystusauðir FG hafa hvatt félagsmenn til að kynna sér matið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálfir. Á síðunni Starfsmat kemur hvergi fram að tiltekin sétt hafi val um taka matinu eða hafna, hafi verið samþykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kennarar. Framkvæmdanefnd sem skipuð er fulltrúum samningsaðila sér um framkvæmdina. Sé einstaklingur ósáttur eða hópar má óska eftir endurmati með rökstuðningi.

Starfsmat hentar ekki grunnskólakennurum. Stór hluti starfsins er huglægur, álagsvinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við agabrot nemenda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nemendur. Ágreining í bekk þar sem íhlutun kennara er nauðsynleg. Huggun vegna sorgar nemanda. Hlustun vegna áhyggna nemenda af heimilisaðstæðum o.s.frv. Ekkert af þessu er metið í starfsmatinu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verkstjórn undirmanna, verkefnaúthlutun (ekki til nemenda) og peningum eru fyrirferðamiklir í matinu. Allt hlutlægt gefur flest stig í matinu. 

Hvet grunnskólakennara til að fella nýgerðan samning. Fá ákvæðið um starfsmat út. Ákvæðið kemur inn að ósk viðræðunefndar FG. Eftir það má hugsanlega samþykkja nýjan samning. Allt um starfsmat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjarasamning.

Höfundur er grunnskólakennari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skúli Magnússon var boðinn velkominn til starfa af þeim Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis og Rögnu Árnadóttur skrifstofustjóra þingsins fyrr í mánuðinum.
Nýr umboðsmaður ætlar í leyfi frá HÍ og vonast eftir meira fé frá pólitíkinni
Nýr umboðsmaður Alþingis er enn að ljúka síðustu verkunum við lagadeild Háskóla Íslands. Í bili. Hann segir við Kjarnann að stofnunin þurfi meira fé til að geta gert annað og meira en að „standa við færibandið“ og vinna úr kvörtunum.
Kjarninn 18. maí 2021
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar