Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat

Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari hvetur aðra slíka til að fella nýgerðan kjarasamning.

Auglýsing

Kjara­við­ræður grunn­skóla­kenn­ara hafa staðið yfir í 16 mán­uði. Það sem hefur ein­kennt við­ræð­urnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunn­skóla­kenn­ara (FG) stefndi sveit­ar­fé­lög­unum fyrir félags­dóm, vegna jafn­gild­ingar á próf­gráðum til launa, var gert hlé á við­ræð­un­um. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna sam­vinnu innan Kenn­ara­sam­bands­ins og freista þess að fá eina launa­töflu fyrir öll aðild­ar­fé­lög­in. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.

Það sem hefur ein­kennt við­ræður FG er upp­lýs­inga­skortur til félags­manna. Við­ræðu­nefnd félags­ins hefur haldið spil­unum mjög þétt að sér og hinn almenni félags­maður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samn­ings­mark­mið hafa kenn­arar þó sé sem er ekk­ert annað en yfir­hug­tak eins og virð­ing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hug­taki er ekki vit­að. Eitt samn­ings­mark­mið náð­ist, hækka grunn­launin (yf­ir­hug­tak), sam­kvæmt áður­gerðum samn­ingum í þjóð­fé­lag­inu.

Eftir fáa fundi hjá sátta­semj­ara tókst að gera samn­ing sem nú er í atkvæða­greiðslu. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn er í boði, allt í góðu með það. Grunn­skóla­kenn­arar geta ekki kraf­ist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvar­legri þátt­ur­inn er að taka á upp starfs­mat. Þetta útspil kom eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggn­um. Kenn­arar höfðu ekki fengið kynn­ingu um að ósk þeirra væri að fara í starfs­mat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kenn­ara liggur ekki fyr­ir. Útspil sem er óásætt­an­legt fyrir stétt­ina. 

Auglýsing
Í kjara­samn­ingnum stendur skýrt og skor­in­ort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. des­em­ber 2021 þegar starfs­mat tekur gild­i.“ Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfs­mat fari inn í næsta kjara­samn­ing eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. des­em­ber 2021 þegar kjara­samn­ing­ur­inn fellur úr gildi, verði hann sam­þykkt­ur. Þá er oft seint í rass grip­ið.

Um starfs­mat má lesa á síð­unni Starfs­mat.­is. For­ystu­sauðir FG hafa hvatt félags­menn til að kynna sér mat­ið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálf­ir. Á síð­unni Starfs­mat kemur hvergi fram að til­tekin sétt hafi val um taka mat­inu eða hafna, hafi verið sam­þykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kenn­ar­ar. Fram­kvæmda­nefnd sem skipuð er full­trúum samn­ings­að­ila sér um fram­kvæmd­ina. Sé ein­stak­lingur ósáttur eða hópar má óska eftir end­ur­mati með rök­stuðn­ingi.

Starfs­mat hentar ekki grunn­skóla­kenn­ur­um. Stór hluti starfs­ins er hug­læg­ur, álags­vinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við aga­brot nem­enda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nem­end­ur. Ágrein­ing í bekk þar sem íhlutun kenn­ara er nauð­syn­leg. Huggun vegna sorgar nem­anda. Hlustun vegna áhyggna nem­enda af heim­il­is­að­stæðum o.s.frv. Ekk­ert af þessu er metið í starfs­mat­inu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verk­stjórn und­ir­manna, verk­efna­út­hlutun (ekki til nem­enda) og pen­ingum eru fyr­ir­ferða­miklir í mat­inu. Allt hlut­lægt gefur flest stig í mat­in­u. 

Hvet grunn­skóla­kenn­ara til að fella nýgerðan samn­ing. Fá ákvæðið um starfs­mat út. Ákvæðið kemur inn að ósk við­ræðu­nefndar FG. Eftir það má hugs­an­lega sam­þykkja nýjan samn­ing. Allt um starfs­mat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjara­samn­ing.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar