Samninganefnd Félags grunnskólakennara vill starfsmat

Helga Dögg Sverrisdóttir grunnskólakennari hvetur aðra slíka til að fella nýgerðan kjarasamning.

Auglýsing

Kjara­við­ræður grunn­skóla­kenn­ara hafa staðið yfir í 16 mán­uði. Það sem hefur ein­kennt við­ræð­urnar er bið, eilíf bið. Þegar Félag grunn­skóla­kenn­ara (FG) stefndi sveit­ar­fé­lög­unum fyrir félags­dóm, vegna jafn­gild­ingar á próf­gráðum til launa, var gert hlé á við­ræð­un­um. Það stóð mjög lengi. Síðan átti að reyna sam­vinnu innan Kenn­ara­sam­bands­ins og freista þess að fá eina launa­töflu fyrir öll aðild­ar­fé­lög­in. Tók langan tíma og tókst ekki. Covid hefur haft sitt að segja og verður ekki tíundað hér.

Það sem hefur ein­kennt við­ræður FG er upp­lýs­inga­skortur til félags­manna. Við­ræðu­nefnd félags­ins hefur haldið spil­unum mjög þétt að sér og hinn almenni félags­maður lítið vitað hvað var í gangi. Almenn samn­ings­mark­mið hafa kenn­arar þó sé sem er ekk­ert annað en yfir­hug­tak eins og virð­ing og ábyrgð. Hvað felst í hverju hug­taki er ekki vit­að. Eitt samn­ings­mark­mið náð­ist, hækka grunn­launin (yf­ir­hug­tak), sam­kvæmt áður­gerðum samn­ingum í þjóð­fé­lag­inu.

Eftir fáa fundi hjá sátta­semj­ara tókst að gera samn­ing sem nú er í atkvæða­greiðslu. Lífs­kjara­samn­ing­ur­inn er í boði, allt í góðu með það. Grunn­skóla­kenn­arar geta ekki kraf­ist meira að sögn margra. Læt það liggja milli hluta. Alvar­legri þátt­ur­inn er að taka á upp starfs­mat. Þetta útspil kom eins og skratt­inn úr sauð­ar­leggn­um. Kenn­arar höfðu ekki fengið kynn­ingu um að ósk þeirra væri að fara í starfs­mat né heldur hvað það felur í sér. Álit og vilji kenn­ara liggur ekki fyr­ir. Útspil sem er óásætt­an­legt fyrir stétt­ina. 

Auglýsing
Í kjara­samn­ingnum stendur skýrt og skor­in­ort ,,Grein 1.3.4. fellur niður frá og með 31. des­em­ber 2021 þegar starfs­mat tekur gild­i.“ Hér er ekki um bókun að ræða eða val. Það á ekki að kjósa um hvort starfs­mat fari inn í næsta kjara­samn­ing eður ei. Ákvæðið tekur gildi 31. des­em­ber 2021 þegar kjara­samn­ing­ur­inn fellur úr gildi, verði hann sam­þykkt­ur. Þá er oft seint í rass grip­ið.

Um starfs­mat má lesa á síð­unni Starfs­mat.­is. For­ystu­sauðir FG hafa hvatt félags­menn til að kynna sér mat­ið, lögðu ekki á sig vinnu við að gera það sjálf­ir. Á síð­unni Starfs­mat kemur hvergi fram að til­tekin sétt hafi val um taka mat­inu eða hafna, hafi verið sam­þykkt að taka það upp. Gildir heldur ekki um kenn­ar­ar. Fram­kvæmda­nefnd sem skipuð er full­trúum samn­ings­að­ila sér um fram­kvæmd­ina. Sé ein­stak­lingur ósáttur eða hópar má óska eftir end­ur­mati með rök­stuðn­ingi.

Starfs­mat hentar ekki grunn­skóla­kenn­ur­um. Stór hluti starfs­ins er hug­læg­ur, álags­vinna og vinna með börn. Hvernig á að meta margra klst. vinnu við aga­brot nem­enda sem hefur meira í för með sér en bara spjall við nem­end­ur. Ágrein­ing í bekk þar sem íhlutun kenn­ara er nauð­syn­leg. Huggun vegna sorgar nem­anda. Hlustun vegna áhyggna nem­enda af heim­il­is­að­stæðum o.s.frv. Ekk­ert af þessu er metið í starfs­mat­inu. Þeir þættir sem snúa m.a. að verk­stjórn und­ir­manna, verk­efna­út­hlutun (ekki til nem­enda) og pen­ingum eru fyr­ir­ferða­miklir í mat­inu. Allt hlut­lægt gefur flest stig í mat­in­u. 

Hvet grunn­skóla­kenn­ara til að fella nýgerðan samn­ing. Fá ákvæðið um starfs­mat út. Ákvæðið kemur inn að ósk við­ræðu­nefndar FG. Eftir það má hugs­an­lega sam­þykkja nýjan samn­ing. Allt um starfs­mat á vera bókun sem bindur ekki næsta kjara­samn­ing.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar