Flugmál – ævintýraleg þróun flugherma til heimabrúks

Árni Stefán Árnason skrifar um hraða þróun flugherma til heimabrúks og/eða í atvinnuskyni.

Auglýsing

Áhugi Íslend­inga á flugi er eft­ir­tekt­ar­verður í jafn litlu sam­fé­lagi og landið er. Allar teg­undir flugs virð­ast stund­aðar hér­lendis og eru flug­skólar þétt­setn­ir. Útfærslur flug­herma til heima­brúks eru mis­mun­andi. Allt frá full­komn­ustu teg­undum hreyf­an­legra herma niður í sér­hann­aðar leikja­tölv­ur, heim­il­is­tölvur og þeir enda í sím­an­um. Já þú last rétt, þú getur flogið flug­hermi í síma. Fyr­ir­tækið Laminar res­e­arch, sem hefur þróað flug­herm­inn X plane í ára­tugi hefur gefið út síma­út­gáfu.

Svandís tilbúin til flugtaks á braut 19 í kvöldbirtunni í Reykjavík í veðri eins og það var um kl. 22.00 sunnudaginn 18. október s.l.Flug­herma­fé­lag Íslands var stofnað á síð­asta ári. Það er félags­skapur ein­stak­linga á öllum aldri og stigum flug­herma­flugs. Mark­mið og til­gangur félags­ins er að kynna flug­herma­flug, kenna það og tækn­ina, njóta þess sam­an, efla það, en síð­ast en ekki síst að vera ein­stak­lingum innan hand­ar, ­sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu stór­kost­lega áhuga­máli.

Næstu tvær myndir eru innan úr stjórn­klefa Svan­dísar flug­hermis fyrir flug­tak.Mynd 1.

Mynd 2.Félagið var stofnað að frum­kvæði Böðv­ars Egg­erts­son­ar, vél­fræð­ings og flug­á­huga­manns. Böðvar er jafn­framt einn af stofn­endum Holl­vina­sam­taka um drátt­ar­bát­inn Magna, fyrsta stál­skip smíðað á Íslandi. Þá hefur hann smíðað og er með í þróun eigin flug­hermi af King air gerð, all nákvæma eft­ir­lík­ingu af flug­stjórn­ar­klefa t.d. King air flug­vélar Mýflugs. Á meðal ann­arra öfl­ugra braut­ryðj­enda í flug­herma­sam­fé­lag­inu má nefna útlærða atvinnu­flug­mann­inn Eirík Walt­ers­son. Hann hefur lík­lega mesta reynslu á Íslandi á far­þega­þot­ur, einkum Boeing, og skráða nærri 4000 flug­tíma í mið­lægum heims­gagn­a­runni, sem heldur utan um, fyrir þá sem kjósa svo, ­flogna flug­tíma flug­herma­manna.

Auglýsing
Þá er í félags­skap okkar Jón Ket­ils­son, sem sér­hæft hefur sig í þróun flug­valla og byggðar kringum flug­velli í flug­herm­um. Innan okkar raða er sér­fræð­ingur í tölvu­málum og hug­bún­aði og svo mætti lengi telja.Svandís að fljúga framhjá Reykavík að nóttu til.

Næstu þrjár myndir eru frá Reykja­vík og Reykja­vík­ur­flug­velli og sýn­ir lista­vel gert hand­verk Jóns Ket­ils­son­ar.Mynd 1.

Mynd 2.Mynd 3.Löngu áður en félagið var stofnað þekkt­ust margir núver­andi félagar og stungu saman nefjum í þessu áhuga­máli. Með stofnun félags­ins var komin vett­vangur til að sam­ein­ast enn frek­ar.

Áhuga­málið felst í því að menn hafa aðgang að flestum teg­undum flug­véla, sem til eru í raun­veru­leik­an­um, hann­aðar af þriðja aðila, fyrir stýri­kerfi flug­hermana, og fljúga þeim með aðstoð tölvu þar sem mæla­borð og umhverfi birt­ast í allskyns útfærslum á skjá, einum eða fleiri, jafn­vel skjá­vörpum sem varpa lands­lagi í skýjum á vegg. Þá sjáum við flug­vél­ar, sem aðrir eru að fljúga. Til eru flug­vél­ar, sem hafa náð mjög háu þró­un­ar­stigi, laus­leg ágiskun ca 90% af kerf­is­dýpt og flug­eig­in­leikum raun­veru­legrar flug­vél­ar. Ein­ungis fag­menn og mjög langt komnir ein­stak­lingar í flug­herma­flugi sjá þann 10% mun, sem upp á vant­ar. Mark­mið margra fram­leið­enda er 100% flug­kerf­is, lands­lags- og veð­ur­eft­ir­lík­ing. Nokkrir eru á góðu skriði í þá átt.Svandís í kvöldbirtunni í Reykjavík tilbúin til flugtaks.

Algeng­ustu flug­herm­arnir í dag eru þrír, X plane, sem er sá elsti, og Prepared 3D, sem tók við af Microsoft flightsimulator hinum eldri og svo hinn ný útgefni hermir Microsoft flightsimulator 2020, sem er ennþá að slíta barns­skónum en í hraðri þróun með yfir eina milljón skráð leyfi skv. Microsoft. Þróun þess­ara flug­herma er svo langt komin að mjög margir atvinnu­flug­menn og flugnemar nota þá til blind­flugs- og við­bragðsæf­inga við bil­un­um. Hægt er að fá tvo fyrst nefndu hermana í dýr­ari útgáfu vott­aða af við­kom­andi flug­mála­yf­ir­völd­um. Flug­stjórn­ar­klefa (cock­pit) í raun­veru­legri eft­ir­lík­ingu 1:1 með alla eig­in­leika slíks klefa og virk tæki er hægt að kaupa í mörgum útgáfum af Boeing og Air­bus þot­u­m. Svandís í brottflugi frá Reykjavík.

Bæta má fjölda við­bóta (add on/plug in) við hermana, með lágum við­bót­ar­kostn­aði. Vin­sælastu við­bæt­urnar eru þró­uð­ustu flug­vél­arnar og veð­ur­herm­arn­ir. Þró­uð­ustu flug­vél­arn­ar, af Boeing og Air­bus teg­und­um, er ævin­týri lík­ast að nota, svo nákvæmar eru þær hinum raun­veru­legu loft­för­um. Þá er hægt að fá fjöldan allan af minni flug­vélum með ljóm­andi kerf­is­dýpt og góða flug­eig­in­leika.

Jafn­framt eru elstu gerðir af flug­vélum fáan­legar og margar teg­undir þar á milli allt til nýj­ustu flug­véla. Þró­uð­ustu flug­vél­arnar í dag eru flestar Boeing far­þega og vöru­flutn­inga­þot­urnar og Air­bus A319-320-321. Allir geta fundið eitt­hvað við sitt hæfi. Þá má nefna mjög full­komnar eft­ir­lík­ingar af DC 3, DC 6 og Boeing 727 og Fokker F 27 og F 50, flug­vélar sem þjón­uðu Íslend­ingum í ára­tugi, svo eitt­hvað sé nefnt úr þeirri átt, jafn­vel í litum íslensku flug­fé­lag­anna. Úrvalið af eins hreyf­ils vélum er næstum jafn mikið og fram­leitt hefur verið í raun­veru­leik­an­um. Svandís í brottflugi frá Reykjavík, Álftanes, Hafnarfjörður, Vatnsleysuströnd og Reykjanesskagi í bakgrunni.

Þá eru veð­ur­herm­arnir ómissandi hluti við­bót­anna en þeir herma af mjög mik­illi nákvæmni eftir stað­ar­veðri (met­ar) frá upp­lýs­ingum veð­ur­eft­ir­lits­stöðva alls heims­ins. Fyrir þá allra áhuga­söm­ustu er síðan hægt að nota þjón­ustu flug­um­ferð­ar­stjóra, ­sem virkar nákvæm­lega eins og í raun­veru­leik­an­um. Dæmi um það er í tengli á mynd­band hér fyrir neð­an­. Þú hefur tal­stöðv­ar­sam­skipti við áhuga­menn um flug­um­ferð­ar­stjórn í gegnum hug­búnað sem er sam­hæfður flug­hermun­um. Flug­um­ferð­ar­stjór­arnir er yfir­leitt mjög flinkir og not­ast er við sömu flug­reglur og í raun­veru­leik­an­um. Öll þeirra þjón­usta fer fram í gegnum rat­stjár­hermi og notuð eru sömu flug­kort og í raun­veru­leik­anum en í raf­rænu formi. Upp­runi þeirra er hjá Jeppesen með sér­stöku leyfi og eru þau sett a markað gegn áskrift í gegnum þriðja aðila, Navigrap­h. 

En þjón­usta flug­um­ferð­ar­stjóra er ekki eina þjón­ustan fyrir flug­menn. Allt svo­kallað ground service er til fyrir margar gerðir vin­sælla far­þega­þota. Þ.m.t. það mik­il­vægasta, push back, áfyll­ing elds­neytis o.m.fl. Að­stoð­ar­flug­mað­ur­inn er líka fáan­legur og munn­leg sam­skipti mögu­leg með aðstoð gervi­greind­ar. Í mjög ein­faldri fram­setn­ingu þá svarar hann þér, fram­kvæmir skip­anir þínar og þú svarar hon­um. Hann les yfir gát­lista o.fl. o.fl.

Svo mik­illa vin­sælda hefur þetta áhuga­mál notið s.l. ár að meðal launa­manni er nú gert kleift að kaupa nákvæma eft­ir­lík­ingu af full­virkum lok­uðum stjórn­klefum algengra far­þega­þota frá Boeing og Air­bus. Einn slíkur Air­bus A320 herm­ir, sem mun fá EASA vott­un, er nú á loka­metr­unum í upp­setn­ingu á Íslandi. Þá eru margir mjög flinkir við að smíða svona hermi annað hvort frá grunni eða að hluta. Tengsla­net félaga við fær­ustu sér­fræð­inga á þessu sviði er svo öfl­ugt að við rek­umst orðið sjaldan á hindr­an­ir. Félagar búa t.d. yfir þekk­ingu til að breyta raun­veru­legum stjórn­klefa yfir í flug­hermi. Þá eru slíkir stjórn­klefar venju­lega fengnir úr flug­vél­um, sem lagt hefur verið til nið­ur­rifs. Margir slíkir klefar eru t.d. í notkun í Þýska­landi allt upp í Boeing 747, enda fram­boðið nægt á svoköll­uðum flug­véla­kirkju­görð­um. Fram­boð sumra flug­véla er meira en eft­ir­spurn skv. mínum upp­lýs­ing­um. ­Fé­lagið hefur mik­inn áhuga á að hrynda slíku verk­efni af stað, að varð­veita afskráð íslensk loft­för, sem markað hafa spor sín í flug­sögu lands­ins. End­ur­nýja líf­daga þeirra, sem herma af virð­ingu og alúð og gera þá ódauð­lega.

Tveir slíkir óvirkir stjórn­klefar munu vera í eigu Flug­minja­safns­ins á Akur­eyri.

Að lokum er vert að geta þess sem blasir við flug­herma­flug­mönnum þegar þeir horfa út um glugg­ana í stjórn­klef­an­um. Við blasir nákvæm og und­ur­fögur eft­ir­lík­ing af öllu lands­lagi og skýja­mynd­unum af nákvæm­ustu gerð og miklu meiri full­komnun heldur en í flug­hermum flug­fé­laga, sem nota herma til reglu­bund­innar þjálf­unar flug­manna sinna.

Líkt er eftir vindi, úrkomu og fleiru þannig að t.d. ef mjög slæmt eða gott veður er á okkar stærsta flug­velli, í Kefla­vík þá líkir hermir­inn nákvæm­lega eftir því ef menn kjósa svo. Það sama á við um alla flug­velli heims. Blind­flugs­að­stæður við erf­ið­ust skil­yrði er sem­sagt hægt að æfa eða njóta útsýn­is­flugs í sjón­flugi t.d. í Ölp­un­um, vin­sælu sjón­flugs­svæði. Þró­un, útsýn­is­flugs í sjón­flugi er lík­lega lengst komin í nýjasta herm­in­um, þó höf­undur hafi þar tak­mark­aða reynslu.

Hægt væri, að skrifa um þetta mjög svo spenn­andi og fjöl­breyti­lega áhuga­mál í löngu og ítar­legu máli en hér verður látið staðar numið. Áhuga­samir er hvattir til að kynna sér Flug­herma­fé­lag Íslands t.d. á face­book síðu þess Flug­herma­fé­lag Íslands / The Icelandic flight sim comm­unity og síðar vef­síðu félags­ins sem er í smíðum og verður aug­lýst síð­ar. Á face­book síð­unni er flestum spurn­ingum svarað á skömmum tíma af vel upp­lýstum með­lim­um, flestir með ára­langa reynslu og sér­hæf­ingu á hinum ýmsu sviðum flug­herma­flugs. Grunn­kostn­aður við að koma sér upp tölvu og lág­marks­hug­bún­aði er, ­laus­lega giskað, kringum krónur 200-400 þús. þ.m.t. tölva og hug­bún­að­ur. Sem skjá má nota sjón­varp eða tölvu­skjá.

Að lokum eru hér svo smá upp­lýs­ingar fyrir áhuga­sama.

Svan­dís flýgur fram­hjá Reykja­vík í næt­ur­flug­i: 





Svandísi lent í Reykja­vík. Lands­lag, bygg­ingar og völlur hannað af Jóni Ket­ils­syni:





Í næsta mynd­bandi getið þið kynnst tvennu, sam­skipti flug­um­ferð­ar­stjóra við flug­vélar og í mynd­band­inu kemur Eiríkur Walt­er­son fyrir á mín. 4: 



Áhuga­verðir tengl­ar:



Flug­herma­fé­lag Íslands á face­book





Jón Ket­ils­son hönn­uður



Mynd­band frá þýsku fyr­ir­tæki sem kemur að fyrsta lok­aða flug­hermis­stjórn­klef­anum á Ísland­i: 





Breskt fyr­ir­tæki sem kemur að fyrsta lok­aða flug­hermis­stjórn­klef­anum á Ísland­i:


Heima­síður helstu flug­her­manna:

Prepar 3D

X plane

Microsoft flightsimulator 2020 



Heima­síða vin­sælasta lands­lags­hönn­uð­ar­ins, ORBX.

Og að lokum heima­síður þró­uð­ustu fram­leið­enda Boeing, Air­bus og McDonn­ell Dou­glas þot­anna.

Njótið og góða skemmt­un.

Höf­undur útskrif­að­ist 1982 með rétt­indi frá Flug­mála­stjórn Íslands, sem atvinnu­flug­maður og flug­kenn­ari og hefur lagt stund á flug­herma­flug í tölvum frá upp­hafi slíkra herma, lík­lega fyrir um þremur ára­tug­um. Hann er félags­maður í Flug­herma­fé­lagi Íslands. Allar ljós­myndir eru skjá­skot eftir grein­ar­höf­und. Þrjár ljós­myndir eftir Jón Ket­ils­son eru birtar með leyfi hans.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar