Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir

Matthías Aron Ólafsson skrifar um borgina Salzburg, sögu hennar, menningu og núverandi ástand í ljósi heimsfaraldurs.

Auglýsing

Við landa­mæri Bæj­ara­lands og Aust­ur­ríkis er að finna borg­ina Salz­burg. Nafn borg­ar­innar má bein­þýða yfir á íslensku sem ein­fald­lega Salt­virk­ið. Nafnið er til­komið vegna auð­ugura salt­náma í nágrenni virk­is­ins sem sköp­uðu jafn­framt helstu tekju­lind þess og byggð­ar­innar sem síðan mynd­að­ist í kringum það. Salz­burg er ekki mikið stærri en Reykja­vík en þar búa rúm­lega 150 þús­und manns. Samt sem áður virð­ist hún tölu­vert stærri bæði vegna sögu­legs mik­il­vægis síns sem og barokk­há­hýsa. Helsta virki henn­ar, Festung Hohensalz­burg, sem sömu­leiðis má bein­þýða yfir á íslensku sem Hásalt­virkis­kastali, var byggður við lok ell­eftu aldar og stækk­aði síðan jafnt og þétt á kom­andi öldum en helsta stækk­unin varð síðan í byrjun sext­ándu ald­ar.  Virkið er jafn­framt einn stærsti mið­alda­kast­ali í Evr­ópu sem varð­veist hefur algjör­lega og situr efst á Festungs­berg, eða Kast­ala­fjalli, í rúm­lega 500 metra hæð.

Festungs­berg er eitt þriggja fjalla er liggja innan borg­ar­inn­ar, þó sumir myndu eflaust kalla þau aðeins hæð­ir. Hin tvö fjöllin eru ann­ars vegar Kapuziner­berg, sem hljómar í tal­máli eins og það sé skýrt í höf­uðið á ítölskum kaffi­drykk; og hins vegar Mönchs­berg, þar sem finna má annan – þó tölu­vert minni – mið­alda­kast­ala. Hann kom þó til með að gegna mik­il­vægu hlut­verki í styrj­öldum líkt og Þrjá­tíu ára stríð­inu. Á Kapuziner­berg er einnig að finna fyrrum villu rit­höf­und­ar­ins Stef­ans Zweig. Hann flutti til Salz­burgar árið 1919 en neydd­ist þó til að flýja heim­ili sitt fjórtán árum síðar sökum ofsókna aust­ur­rískra fas­ista. Undir lok tíma síns í Salz­burg hófst hann meðal ann­ars handa við skrif á sjálfsævi­sögu sinni, Ver­öld sem var.

Þegar horft er til norð­vest­urs í átt að Festung Hohensalz­burg á tindi Festungs­berg sést síðan hið rúm­lega 2000 metra háa Unters­berg sem liggur í aðeins 16 km fjar­lægð frá mið­borg­inni og gnæfir „end­an­lega“ yfir öllu nær­liggj­andi svæði. Unters­berg er jafn­framt hluti af Berchtes­ga­den-Ölp­unum sem bjóða upp á allskyns úti­vistar­tæki­færi nán­ast í göngu­færi frá borg­inni.

Auglýsing
Borgarfjöllin þrjú, Festungs­berg, Kapuziner­berg og Mönchs­berg, umkringja síðan þær 22 kirkjur sem finna má í mið­borg Salz­burgar og sömu­leiðis hina straum­sterku Salzachá, sem sveigir í gegnum hana. Stærst þess­ara kirkna er hin 80 metra háa dóm­kirkja borg­ar­innar sem fékk full­komna barokk­and­lits­lyft­ingu á sautj­ándu öld en ann­ars eru kirkj­unnar tals­vert fjöl­breyttar þegar kemur að stærð, stíl og aldri. Saman mynda þær þá „barokk­mekku“ sem mið­borg Salz­burgar hefur stundum verið kölluð og skapa þá gríð­ar­fal­legu lita­pal­lettu sem ein­kennir hana með mis­hvítum marm­ara sín­um. Salz­burg varð erki­bisk­ups­dæmi við lok átt­undu aldar og varð í fram­haldi valda­mik­ill bisk­ups­stóll í meira en þús­und ár. Borgin lék jafn­framt stórt hlut­verk í gagnsið­bót kaþ­ólsku kirkj­unnar sem fólst fyrst og fremst í því að stemma stigu við vax­andi áhrifum sið­bót­ar­innar á sext­ándu og sautj­ándu öld. Segja má að það hlut­verk hafi gefið Salz­burg þann blæ sem yfir henni er í dag með gríð­ar­stórum kirkj­um, klaustrum og öðrum mik­il­feng­legum bygg­ingum en sá blær lað­aði að sér rúm­lega þrjá­tíu millj­ónir túrista árið 2018 sem þyrsti í að bera kenni­leiti hennar aug­um.

Þó myndu sumir halda því fram að helsta aðdrátt­ar­afl Salz­burgar sé fyrst og fremst fæð­ing­ar­staður tón­skálds­ins Wolf­gang Ama­deus Moz­arts, sem fædd­ist á Getreideg­asse 9 árið 1756 og ólst þar upp. Í dag er þriðja hæð húss­ins, þar sem Moz­art-­fjöl­skyldan bjó, skýrt merkt með orð­unum „Moz­art Geburts­haus“, eða „Fæð­ing­ar­staður Moz­arts“, og má þar finna safn, sem snýr þó að miklu leyti að föður hans, Leo­pold Moz­art. Árið 1773 flutti Moz­art-­fjöl­skyldan síðan í íbúð á Market­platz 8, þar sem finna má safnið „Moz­art Wohnhaus“, eða „Íbúð Moz­arts“. Það safn fjallar með tals­vert ítar­legri hætti um líf tón­skálds­ins þar til hann flutti til Vín­ar­borgar árið 1781. Salz­burg er jafn­framt þekkt fyrir tón­list­ar­líf sitt og þá sér­stak­lega hina árlegu tón­list­ar­há­tið sína sem nú í sumar fagn­aði 100 ára afmæli sínu. Hátíðin fer fram fyrir opnum himni á dóm­kirkju­torgi borg­ar­innar þar sem leik­arar og söngvarar koma fram á dóm­kirkju­tröpp­un­um. Ár hvert er flutt verkið sem opn­aði hátíð­ina í fyrsta sinn árið 1920, Jeder­mann eftir Hugo von Hof­mann­sthal.

Þannig má segja að þótt hér búi ein­ungis 150 þús­und manns virð­ist borgin tölu­vert fjöl­menn­ari árið um kring undir venju­legum kring­um­stæð­um. Þar að auki eru starf­ræktir fjórir háskólar í borg­inni sem laða að sér þús­undir nem­enda og bæta enn frekar í flóru mann­fólks. Þar á meðal er að finna tón­list­ar­há­skól­ann Moz­ar­teum en þó nokkrir íslenskir óperu­söngv­arar hafa stundað þar nám og enn í dag er að finna íslenska upp­renn­andi söngv­ara sem nema við skól­ann. Moz­ar­teum liggur við Mira­bell-­garð­ana og Mira­bell­höll þar sem fræg­ustu atriði banda­rísku söng­leikja­kvik­mynd­ar­innar The Sound of Music frá árinu 1965 voru tekin upp. Þetta skapar enn einn ferða­manna­að­sókn­ar­kraft­inn fyrir aðdá­endur kvik­mynd­ar­innar en Salz­burg er jafn­framt aðal sögu­svið henn­ar. En þrátt fyrir háskóla sína hefur Salz­burg ekki kannski beint verið þekkt sem mikil „stúd­enta­borg“ og er öllu heldur kennd við íhalds­semi sína, sterka trú og mikinn auð – sem ekki er þó við­haldið með salt­námum líkt og forð­um.

Ef til vill má segja að íbúar Reykja­víkur kann­ist við það að lifa með gíf­ur­legum fjölda ferða­manna árið um kring þar sem þeir hafa sótt borg­ina af miklum ákafa síð­a­stiliðin ár. Jafn­vel mætti ganga svo langt að segja að Reykja­vík eigi sér hlið­stæðu í Salz­burg ef horft er út frá aðsókn ferða­manna að borg­unum tveimur sem jafn­framt skapa þeim báðum lífs­nauð­syn­lega inn­komu. Þó ætti slíkur sam­an­burður kannski aðeins rétt á sér ef Dóm­kirkjan og Frí­kirkjan í Reykja­vík yrðu marg­fald­aðar bæði í fjölda og stærð ásamt því að Hall­gríms­kirkja yrði dregin úr minimal­isma sínum yfir í skraut­legri barokkstíl. Sömu­leiðis þyrfti Esjan að teygja sig tölu­vert hærra, rúm­lega 1000 metra, til að ná Unters­berg.

Samt sem áður eiga báðir þessi ferða­manna­á­fanga­staðir það sam­eig­in­legt að núver­andi heims­á­stand hefur haft veru­leg áhrif á umsvif þeirra. Þó er enn tals­vert mann­líf hér í Salz­burg nú að hausti til þrátt fyrir að minna beri á alþjóð­legum ferða­manna­þvögum sem hring­snú­ast um kirkjur borg­ar­innar og til­biðja fæð­ing­ar­staði tón­skálda. Það sem veldur því að mann­líf virð­ist að mestu leyti enn líf­rænt er að öfl­ugar sótt­varnir eru við lýði í borg­inni og í öllu Aust­ur­ríki, sem fel­ast fyrst og fremst í strangri grímu­skyldu. Ekki er leyfi­legt að fara inn í almenn­ings­rými, svo sem versl­an­ir, veit­inga­staði, söfn og skóla án þess að bera grímu fyrir vit­um. Þessu fylgja allir borg­arar hér í Salz­burg með þeim ein­stöku und­an­tekn­ingum þegar fólk kemst upp með að teygja hlýra­boli sína yfir vit sín eftir að hafa lík­lega gleymt grímunni heima. Vana­gangur mann­lífs­ins hér og hlýðni við grím­skyld­una ber ef til vill merki um sterkan sam­fé­lags­sátt­mála hér í Aust­ur­ríki sem bygg­ist á trausti milli borg­ara og yfir­valda. Hér heldur lífið áfram rétt eins og áður að mestu leyti fyrir borg­ara, sem hlýða í stað­inn skil­yrð­is­laust fyr­ir­mælum yfir­valda. Leyfi­legt er að taka af sér grímu sína á meðan setið er til borðs á veit­inga­stöðum og börum svo hægt sé að neyta matar og drykks.

Raunar er merki­legt að hugsa til þess að Salz­burg liggur í aðeins þriggja tíma akst­urs­fjar­lægð frá skíða­bænum Ischgl. Bær­inn hefur það sem af er ári einna helst verið þekktur fyrir þá fót­festu sem kór­ónu­veiran náði þar í byrjun far­ald­urs­ins. Rekja má að minnsta kosti 2000 smit í Aust­ur­ríki, Þýska­landi og á Norð­ur­löndum þang­að, en eins og flestir vita er ansi lík­legt er að fyrstu kynni okkar Íslend­inga við veiruna hafi orðið í gegnum þennan skíða­bæ. Ástandið þar, og í Tyrol-hér­aði öllu, er ennþá „rautt“ sam­kvæmt smit­varn­ar­vef Evr­ópu, á meðan Salz­burg er í þessum töl­uðu orðum „app­el­sínugul“ en verður þó stundum „gul“ inni á milli. 

Hér í Salz­burg fara íþrótta­við­burðir þó að mestu leyti fram en þó án áhorf­enda líkt og ann­ars staðar í heim­in­um. Hér er að finna knatt­spyrnu­liðið FC Red Bull Salz­burg sem dregur nafn sitt frá orku­drykkja­fram­leið­and­anum sem á sér heim­kynni hér í borg. Í apríl árið 2005 festi stór­fyr­ir­tækið Red Bull GmbH kaup á knatt­spyrnu­lið­inu SV Austria Salz­burg, sem stofnað var árið 1933 og var á þeim tíma helsta flagg­skip borg­ar­innar í íþrótt­inni. Ekki voru allir stuðn­ings­menn SV Austria Salz­burg ánægðir með nýlega yfir­töku orku­drykkja­fram­leið­and­ans, sem breytti ekki ein­ungis nafni félags­ins, heldur einnig var hefð­bundnum litum liðs­ins, hvítum og fjólu­blá­um, skipt út fyrir þann rauða og hvíta, í stíl við vöru­merki orku­drykks­ins fræga. Um það leyti sem yfir­takan átti sér stað ákváðu hópur af stuðn­ings­mönnum að taka sig saman og stofna „nýtt“ knatt­spyrnu­fé­lag á grunni þess eldra og halda þannig uppi arf­leið þess. 

Bæði liðin eigna sér sögu þess liðs sem varð árið 2005 að tveimur lið­um, hið „nýja“ FC Red Bull Salz­burg gerir slíkt gegn sínum vilja eftir til­mæli frá aust­ur­ríska knatt­spyrnu­sam­band­inu á meðan að sú saga er að mörgu leyti helsta uppi­staða SV Austria Salz­burg. Hið fyrr­nefnda er auð­ugur Aust­ur­rík­is­meist­ari og leikur í Meist­ara­deild Evr­ópu ásamt bestu liðum heims fyrir framan rúm­lega 30 þús­und heima­á­horf­end­ur, hið síð­ar­nefnda stærir sig af rót­gró­inni stuðn­ings­manna­hreyf­ingu sinni og leikur í þriðju deild fyrir framan rúm­lega 1500 heima­á­horf­end­ur. Ekki er þó alls staðar greið leið fyrir það mark­aðslíkan sem Red Bull hefur til­einkað sér fyrir knatt­spyrnu­fé­lög. Sökum reglna í Meist­ara­deild Evr­ópu heitir félagið þar ein­ungis FC Salz­burg og sömu­leiðis eru nautin tvö, sem venju­lega stang­ast á fyrir miðju á merki þess, fjar­lægð. Ásamt Red Bull Salz­burg eru einnig til knatt­spyrnu­liðin Red Bull Leipzig, sem heitir tækni­lega séð RB Leipzig vegna kost­un­ar­reglna í Þýska­landi svip­uðum þeim og í Meist­ara­deild Evr­ópu; New York Red Bulls, Red Bull Brasil og Red Bull Ghana. Að sama skapi má einnig finna Red Bull í titli helsta íshokkíliðs Salz­burg.

Enn í dag eru starf­ræktar þrjár salt­námur í nágrenni Salz­burg­ar, í Hall­statt, Hall­ein og Altaus­see. Þær eru þó helst starf­ræktar í þeim til­gangi að laða að sér ferða­menn en salt­náman í Hall­statt er talin vera 7000 ára gömul og sömu­leiðis sú elsta í heimi. Það sem skapar borg­inni helst auð í dag er þess vegna ekki verslun með salt, heldur frekar orku­drykkir, arf­leið gagnsið­bót­ar­innar í bland við tíma­lausa tón­list­ar­sköpun og ferða­menn. Jafn­framt er áhuga­vert að velta því fyrir sér hvaða óperur og verk stór­skáldið Moz­art hefði mögu­lega samið til við­bótar hefði hann sopið Red Bull-orku­drykk á meðan á skrifum stóð og öðl­ast þá „vængi“ sem drykk­ur­inn er sagður veita. 

Höf­undur er sagn­fræð­ing­ur.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar