Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir

Matthías Aron Ólafsson skrifar um borgina Salzburg, sögu hennar, menningu og núverandi ástand í ljósi heimsfaraldurs.

Auglýsing

Við landa­mæri Bæj­ara­lands og Aust­ur­ríkis er að finna borg­ina Salz­burg. Nafn borg­ar­innar má bein­þýða yfir á íslensku sem ein­fald­lega Salt­virk­ið. Nafnið er til­komið vegna auð­ugura salt­náma í nágrenni virk­is­ins sem sköp­uðu jafn­framt helstu tekju­lind þess og byggð­ar­innar sem síðan mynd­að­ist í kringum það. Salz­burg er ekki mikið stærri en Reykja­vík en þar búa rúm­lega 150 þús­und manns. Samt sem áður virð­ist hún tölu­vert stærri bæði vegna sögu­legs mik­il­vægis síns sem og barokk­há­hýsa. Helsta virki henn­ar, Festung Hohensalz­burg, sem sömu­leiðis má bein­þýða yfir á íslensku sem Hásalt­virkis­kastali, var byggður við lok ell­eftu aldar og stækk­aði síðan jafnt og þétt á kom­andi öldum en helsta stækk­unin varð síðan í byrjun sext­ándu ald­ar.  Virkið er jafn­framt einn stærsti mið­alda­kast­ali í Evr­ópu sem varð­veist hefur algjör­lega og situr efst á Festungs­berg, eða Kast­ala­fjalli, í rúm­lega 500 metra hæð.

Festungs­berg er eitt þriggja fjalla er liggja innan borg­ar­inn­ar, þó sumir myndu eflaust kalla þau aðeins hæð­ir. Hin tvö fjöllin eru ann­ars vegar Kapuziner­berg, sem hljómar í tal­máli eins og það sé skýrt í höf­uðið á ítölskum kaffi­drykk; og hins vegar Mönchs­berg, þar sem finna má annan – þó tölu­vert minni – mið­alda­kast­ala. Hann kom þó til með að gegna mik­il­vægu hlut­verki í styrj­öldum líkt og Þrjá­tíu ára stríð­inu. Á Kapuziner­berg er einnig að finna fyrrum villu rit­höf­und­ar­ins Stef­ans Zweig. Hann flutti til Salz­burgar árið 1919 en neydd­ist þó til að flýja heim­ili sitt fjórtán árum síðar sökum ofsókna aust­ur­rískra fas­ista. Undir lok tíma síns í Salz­burg hófst hann meðal ann­ars handa við skrif á sjálfsævi­sögu sinni, Ver­öld sem var.

Þegar horft er til norð­vest­urs í átt að Festung Hohensalz­burg á tindi Festungs­berg sést síðan hið rúm­lega 2000 metra háa Unters­berg sem liggur í aðeins 16 km fjar­lægð frá mið­borg­inni og gnæfir „end­an­lega“ yfir öllu nær­liggj­andi svæði. Unters­berg er jafn­framt hluti af Berchtes­ga­den-Ölp­unum sem bjóða upp á allskyns úti­vistar­tæki­færi nán­ast í göngu­færi frá borg­inni.

Auglýsing
Borgarfjöllin þrjú, Festungs­berg, Kapuziner­berg og Mönchs­berg, umkringja síðan þær 22 kirkjur sem finna má í mið­borg Salz­burgar og sömu­leiðis hina straum­sterku Salzachá, sem sveigir í gegnum hana. Stærst þess­ara kirkna er hin 80 metra háa dóm­kirkja borg­ar­innar sem fékk full­komna barokk­and­lits­lyft­ingu á sautj­ándu öld en ann­ars eru kirkj­unnar tals­vert fjöl­breyttar þegar kemur að stærð, stíl og aldri. Saman mynda þær þá „barokk­mekku“ sem mið­borg Salz­burgar hefur stundum verið kölluð og skapa þá gríð­ar­fal­legu lita­pal­lettu sem ein­kennir hana með mis­hvítum marm­ara sín­um. Salz­burg varð erki­bisk­ups­dæmi við lok átt­undu aldar og varð í fram­haldi valda­mik­ill bisk­ups­stóll í meira en þús­und ár. Borgin lék jafn­framt stórt hlut­verk í gagnsið­bót kaþ­ólsku kirkj­unnar sem fólst fyrst og fremst í því að stemma stigu við vax­andi áhrifum sið­bót­ar­innar á sext­ándu og sautj­ándu öld. Segja má að það hlut­verk hafi gefið Salz­burg þann blæ sem yfir henni er í dag með gríð­ar­stórum kirkj­um, klaustrum og öðrum mik­il­feng­legum bygg­ingum en sá blær lað­aði að sér rúm­lega þrjá­tíu millj­ónir túrista árið 2018 sem þyrsti í að bera kenni­leiti hennar aug­um.

Þó myndu sumir halda því fram að helsta aðdrátt­ar­afl Salz­burgar sé fyrst og fremst fæð­ing­ar­staður tón­skálds­ins Wolf­gang Ama­deus Moz­arts, sem fædd­ist á Getreideg­asse 9 árið 1756 og ólst þar upp. Í dag er þriðja hæð húss­ins, þar sem Moz­art-­fjöl­skyldan bjó, skýrt merkt með orð­unum „Moz­art Geburts­haus“, eða „Fæð­ing­ar­staður Moz­arts“, og má þar finna safn, sem snýr þó að miklu leyti að föður hans, Leo­pold Moz­art. Árið 1773 flutti Moz­art-­fjöl­skyldan síðan í íbúð á Market­platz 8, þar sem finna má safnið „Moz­art Wohnhaus“, eða „Íbúð Moz­arts“. Það safn fjallar með tals­vert ítar­legri hætti um líf tón­skálds­ins þar til hann flutti til Vín­ar­borgar árið 1781. Salz­burg er jafn­framt þekkt fyrir tón­list­ar­líf sitt og þá sér­stak­lega hina árlegu tón­list­ar­há­tið sína sem nú í sumar fagn­aði 100 ára afmæli sínu. Hátíðin fer fram fyrir opnum himni á dóm­kirkju­torgi borg­ar­innar þar sem leik­arar og söngvarar koma fram á dóm­kirkju­tröpp­un­um. Ár hvert er flutt verkið sem opn­aði hátíð­ina í fyrsta sinn árið 1920, Jeder­mann eftir Hugo von Hof­mann­sthal.

Þannig má segja að þótt hér búi ein­ungis 150 þús­und manns virð­ist borgin tölu­vert fjöl­menn­ari árið um kring undir venju­legum kring­um­stæð­um. Þar að auki eru starf­ræktir fjórir háskólar í borg­inni sem laða að sér þús­undir nem­enda og bæta enn frekar í flóru mann­fólks. Þar á meðal er að finna tón­list­ar­há­skól­ann Moz­ar­teum en þó nokkrir íslenskir óperu­söngv­arar hafa stundað þar nám og enn í dag er að finna íslenska upp­renn­andi söngv­ara sem nema við skól­ann. Moz­ar­teum liggur við Mira­bell-­garð­ana og Mira­bell­höll þar sem fræg­ustu atriði banda­rísku söng­leikja­kvik­mynd­ar­innar The Sound of Music frá árinu 1965 voru tekin upp. Þetta skapar enn einn ferða­manna­að­sókn­ar­kraft­inn fyrir aðdá­endur kvik­mynd­ar­innar en Salz­burg er jafn­framt aðal sögu­svið henn­ar. En þrátt fyrir háskóla sína hefur Salz­burg ekki kannski beint verið þekkt sem mikil „stúd­enta­borg“ og er öllu heldur kennd við íhalds­semi sína, sterka trú og mikinn auð – sem ekki er þó við­haldið með salt­námum líkt og forð­um.

Ef til vill má segja að íbúar Reykja­víkur kann­ist við það að lifa með gíf­ur­legum fjölda ferða­manna árið um kring þar sem þeir hafa sótt borg­ina af miklum ákafa síð­a­stiliðin ár. Jafn­vel mætti ganga svo langt að segja að Reykja­vík eigi sér hlið­stæðu í Salz­burg ef horft er út frá aðsókn ferða­manna að borg­unum tveimur sem jafn­framt skapa þeim báðum lífs­nauð­syn­lega inn­komu. Þó ætti slíkur sam­an­burður kannski aðeins rétt á sér ef Dóm­kirkjan og Frí­kirkjan í Reykja­vík yrðu marg­fald­aðar bæði í fjölda og stærð ásamt því að Hall­gríms­kirkja yrði dregin úr minimal­isma sínum yfir í skraut­legri barokkstíl. Sömu­leiðis þyrfti Esjan að teygja sig tölu­vert hærra, rúm­lega 1000 metra, til að ná Unters­berg.

Samt sem áður eiga báðir þessi ferða­manna­á­fanga­staðir það sam­eig­in­legt að núver­andi heims­á­stand hefur haft veru­leg áhrif á umsvif þeirra. Þó er enn tals­vert mann­líf hér í Salz­burg nú að hausti til þrátt fyrir að minna beri á alþjóð­legum ferða­manna­þvögum sem hring­snú­ast um kirkjur borg­ar­innar og til­biðja fæð­ing­ar­staði tón­skálda. Það sem veldur því að mann­líf virð­ist að mestu leyti enn líf­rænt er að öfl­ugar sótt­varnir eru við lýði í borg­inni og í öllu Aust­ur­ríki, sem fel­ast fyrst og fremst í strangri grímu­skyldu. Ekki er leyfi­legt að fara inn í almenn­ings­rými, svo sem versl­an­ir, veit­inga­staði, söfn og skóla án þess að bera grímu fyrir vit­um. Þessu fylgja allir borg­arar hér í Salz­burg með þeim ein­stöku und­an­tekn­ingum þegar fólk kemst upp með að teygja hlýra­boli sína yfir vit sín eftir að hafa lík­lega gleymt grímunni heima. Vana­gangur mann­lífs­ins hér og hlýðni við grím­skyld­una ber ef til vill merki um sterkan sam­fé­lags­sátt­mála hér í Aust­ur­ríki sem bygg­ist á trausti milli borg­ara og yfir­valda. Hér heldur lífið áfram rétt eins og áður að mestu leyti fyrir borg­ara, sem hlýða í stað­inn skil­yrð­is­laust fyr­ir­mælum yfir­valda. Leyfi­legt er að taka af sér grímu sína á meðan setið er til borðs á veit­inga­stöðum og börum svo hægt sé að neyta matar og drykks.

Raunar er merki­legt að hugsa til þess að Salz­burg liggur í aðeins þriggja tíma akst­urs­fjar­lægð frá skíða­bænum Ischgl. Bær­inn hefur það sem af er ári einna helst verið þekktur fyrir þá fót­festu sem kór­ónu­veiran náði þar í byrjun far­ald­urs­ins. Rekja má að minnsta kosti 2000 smit í Aust­ur­ríki, Þýska­landi og á Norð­ur­löndum þang­að, en eins og flestir vita er ansi lík­legt er að fyrstu kynni okkar Íslend­inga við veiruna hafi orðið í gegnum þennan skíða­bæ. Ástandið þar, og í Tyrol-hér­aði öllu, er ennþá „rautt“ sam­kvæmt smit­varn­ar­vef Evr­ópu, á meðan Salz­burg er í þessum töl­uðu orðum „app­el­sínugul“ en verður þó stundum „gul“ inni á milli. 

Hér í Salz­burg fara íþrótta­við­burðir þó að mestu leyti fram en þó án áhorf­enda líkt og ann­ars staðar í heim­in­um. Hér er að finna knatt­spyrnu­liðið FC Red Bull Salz­burg sem dregur nafn sitt frá orku­drykkja­fram­leið­and­anum sem á sér heim­kynni hér í borg. Í apríl árið 2005 festi stór­fyr­ir­tækið Red Bull GmbH kaup á knatt­spyrnu­lið­inu SV Austria Salz­burg, sem stofnað var árið 1933 og var á þeim tíma helsta flagg­skip borg­ar­innar í íþrótt­inni. Ekki voru allir stuðn­ings­menn SV Austria Salz­burg ánægðir með nýlega yfir­töku orku­drykkja­fram­leið­and­ans, sem breytti ekki ein­ungis nafni félags­ins, heldur einnig var hefð­bundnum litum liðs­ins, hvítum og fjólu­blá­um, skipt út fyrir þann rauða og hvíta, í stíl við vöru­merki orku­drykks­ins fræga. Um það leyti sem yfir­takan átti sér stað ákváðu hópur af stuðn­ings­mönnum að taka sig saman og stofna „nýtt“ knatt­spyrnu­fé­lag á grunni þess eldra og halda þannig uppi arf­leið þess. 

Bæði liðin eigna sér sögu þess liðs sem varð árið 2005 að tveimur lið­um, hið „nýja“ FC Red Bull Salz­burg gerir slíkt gegn sínum vilja eftir til­mæli frá aust­ur­ríska knatt­spyrnu­sam­band­inu á meðan að sú saga er að mörgu leyti helsta uppi­staða SV Austria Salz­burg. Hið fyrr­nefnda er auð­ugur Aust­ur­rík­is­meist­ari og leikur í Meist­ara­deild Evr­ópu ásamt bestu liðum heims fyrir framan rúm­lega 30 þús­und heima­á­horf­end­ur, hið síð­ar­nefnda stærir sig af rót­gró­inni stuðn­ings­manna­hreyf­ingu sinni og leikur í þriðju deild fyrir framan rúm­lega 1500 heima­á­horf­end­ur. Ekki er þó alls staðar greið leið fyrir það mark­aðslíkan sem Red Bull hefur til­einkað sér fyrir knatt­spyrnu­fé­lög. Sökum reglna í Meist­ara­deild Evr­ópu heitir félagið þar ein­ungis FC Salz­burg og sömu­leiðis eru nautin tvö, sem venju­lega stang­ast á fyrir miðju á merki þess, fjar­lægð. Ásamt Red Bull Salz­burg eru einnig til knatt­spyrnu­liðin Red Bull Leipzig, sem heitir tækni­lega séð RB Leipzig vegna kost­un­ar­reglna í Þýska­landi svip­uðum þeim og í Meist­ara­deild Evr­ópu; New York Red Bulls, Red Bull Brasil og Red Bull Ghana. Að sama skapi má einnig finna Red Bull í titli helsta íshokkíliðs Salz­burg.

Enn í dag eru starf­ræktar þrjár salt­námur í nágrenni Salz­burg­ar, í Hall­statt, Hall­ein og Altaus­see. Þær eru þó helst starf­ræktar í þeim til­gangi að laða að sér ferða­menn en salt­náman í Hall­statt er talin vera 7000 ára gömul og sömu­leiðis sú elsta í heimi. Það sem skapar borg­inni helst auð í dag er þess vegna ekki verslun með salt, heldur frekar orku­drykkir, arf­leið gagnsið­bót­ar­innar í bland við tíma­lausa tón­list­ar­sköpun og ferða­menn. Jafn­framt er áhuga­vert að velta því fyrir sér hvaða óperur og verk stór­skáldið Moz­art hefði mögu­lega samið til við­bótar hefði hann sopið Red Bull-orku­drykk á meðan á skrifum stóð og öðl­ast þá „vængi“ sem drykk­ur­inn er sagður veita. 

Höf­undur er sagn­fræð­ing­ur.Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar