Þétting byggðar – Lýðheilsa og lífsgæði

Þrír sérfræðingar hvetja sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eindregið til þess að endurskoða þéttingaráform sín í þágu lýðheilsu og lífsgæða.

triviamynd.jpg
Auglýsing

Í fréttum Arn­ars Þórs Ing­ólfs­sonar í Kjarn­anum þann 23. og 24. októ­ber sl. er vönduð umfjöllun um til­lögur að breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar sem nú eru komnar í form­lega kynn­ingu.

Ljóst er að mikil vinna hefur verið lögð í breyt­ing­arnar og á Reykja­vík­ur­borg og ráð­gjafar hennar heiður skil­ið. Þá sér­stak­lega fyrir metn­að­ar­full mark­mið sem eru sett í þágu lýð­heilsu og lífs­gæða. Í nefndum kynn­ing­ar­gögnum seg­ir:

„Við skipu­lagn­ingu og hönnun íbúð­ar­byggðar verði gæði hús­næð­is­ins og nærum­hverfis þess í fyr­ir­rúmi. Í því sam­hengi þarf m.a. að horfa til stærða íbúða fyrir mis­mun­andi fjöl­skyldu­gerðir og sam­býl­is­form, birtu­skil­yrða, hljóð­gæða og loft­gæða í íbúð­um, sem og inn­görðum og nærum­hverfi hús­næð­is­ins, hæð bygg­inga og fjar­lægða milli þeirra, dýpt hús­bygg­inga og hlut­fall úti­svæða til leiks og dvalar þar sem sólar nýtur bróð­ur­part dags.“

Grein­ar­höf­undar taka heils hugar undir þessi mark­mið og fagna þeim. Þeir eru samt áhyggju­fullir í ljósi reynslu síð­ustu ára. Það á eftir að sjá hvernig þessi fal­legu mark­mið skila sér í hverfa­skipu­lagi, deiliskipu­lagi og end­an­legri byggð. Hættan er sú að fjár­hags­legir hags­munir ráði of miklu og byggt verði of mikið og of þétt. Í þessu efni er rétt að nefna mik­il­vægar nið­ur­stöður fræði­manna:

„Fé­lags­leg vanda­mál og streitu­þættir í umhverfi eru að jafn­aði meiri og útbreidd­ari í borgum en úti á lands­byggð­inni. Hverfi með miklum þétt­leika byggðar ein­kenn­ast af hærri glæpa­tíðni, dán­ar­tíðni, félags­legri ein­angr­un, loft­mengun og hávaða.(Freeman H. Mental health and the environ­ment. 1st ed. London: Churchill Livingsto­ne, 1984.)

Auglýsing
Vandi okkar sem ráð­gjafa á sviði hljóð­vistar og lýs­ingar er sá að þegar við komum að borð­inu er búið að ákveða skipu­lag byggð­ar­innar og því verður litlu breytt til batn­að­ar. Það er mik­il­vægt að við komum að verki strax á skipu­lags­stigi til þess að koma góðu til leiðar á okkar fagsvið­um. Vondu skipu­lagi verður ekki bjargað með „bygg­ing­ar­tækni­legum aðgerð­um“ eins og gjarnan er haft á orði af full­trúum skipu­lags­yf­ir­valda.

Á sviði hljóð­vistar er áhyggju­efni að verið er að teikna nýja íbúða­byggð þétt við stofnæðar umferð­ar. Miklu nær væri að byggja skrif­stofu­bygg­ingar og atvinnu­hús­næði næst stofnæðum og leyfa íbúa­byggð­inni að vera í skjóli til þess að tryggja góða hljóð­vist og ótrufl­aðan svefn. Benda má á leið­bein­ingar Alþjóða heil­brigð­is­stofn­un­ar­innar í þessu efni. Vand­inn er sá að við stofn­brautir höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er glugg­inn sem bíla­um­ferð dettur niður ein­ungis frá u.þ.b. 01:30 til 04:30 að nóttu. Það er of stuttur svefn. Þung öku­tæki sem fara hjá á leyfi­legum hraða stofn­brauta vekja fólk upp af svefni. Þetta þekkja íbúar sem búa í nágrenni stofn­brauta. Eru allir búnir að gleyma átök­unum við breikkun Reykja­nes­brautar í gegnum Garða­bæ?

Hér ráða oft sjón­ar­mið fjár­festa og bygg­ing­ar­að­ila sem segja ekki markað fyrir atvinnu­hús­næði og vilja byggja íbúðir sem gefa meira í aðra hönd. Það er ómögu­legt að láta slík sjón­ar­mið koma niður á lýð­heilsu og lífs­gæðum með heilsu­spill­andi íbúð­ar­hús­næði. Um þetta er m.a. fjallað í grein Lárusar og Ólafs sem ber nafnið Sefur þú nógu vel; ef ekki hvað veld­ur? sem birt­ist þann 16.03.2018 í Morg­un­blað­inu. Í með­fylgj­andi töflu sjást alvar­leg áhrif svefn­leysis af völdum umhverf­is­há­vaða á lýð­heilsu: Heimild:  World Health Organization 2009 Night Noise Guidelines for Europe.

Það er mjög ánægju­legt að Evr­ópu­sam­bandið hefur tekið bar­átt­una við stig­vax­andi hávaða í umhverf­inu upp á sína arma. Við Íslend­ingar erum því skyldug til þess að kort­leggja hávaða við helstu umferð­ar­æðar og flug­velli og birta útreiknuð hávaða­kort opin­ber­lega. Sér­stök ákvæði eru um upp­lýs­inga­skyldu gagn­vart almenn­ingi. Les­endur eru hvattir til þess að kanna rétt sinn í þessu efni. Aðild­ar­þjóðir eru jafn­framt skyldugar til þess að stuðla að fækkun íbúða sem standa í of miklum hávaða með aðgerða­á­ætl­un­um. Ný íbúða­byggð þétt við stofn­brautir fer í þver­öf­uga átt.

Grein­ar­höf­undar sjá ekki betur en að helsta verk­færið hér á landi til þess að skoða aðkomu dags­ljóss inn í bygg­ingar við skipu­lags­vinnu sé notkun skugga­varps. Það er notað til þess að meta aðkomu sólar að ytri skel bygg­inga og umhverfis þeirra. Skugga­varp er afhent með skipu­lags­upp­drætti fyrir jafn­dægur og sum­ar­sól­stöð­ur. Ekki er tekið til­lit til þeirrar dýr­mætu kvöldsólar sem við njótum á Íslandi að sumri til. Sama gildir um tak­mörkun á dags­lýs­ingu við skýj­aðan him­inn eða þegar sólar nýtur ekki við. Af þessum sökum hafa grein­ar­höf­undar ásamt fleirum sent inn athuga­semdir vegna deiliskipu­lags nýs Skerja­fjarð­ar. Rann­sóknir hafa sýnt að sól­ar­ljós stuðlar að auk­inni myndum serótóníns sem lyftir geði, þrótti og hækkar kjarna­hita lík­am­ans; sem ann­ars er lækk­aður að nóttu til. (Turner PL, Van Someren EJ, Main­ster MA. The role of environ­mental light in sleep and health: effects of ocular aging and cat­aract sur­gery Sleep Med Rev 2010 Aug;14(4):269-80). Rann­sóknir hafa einnig sýnt að betri aðkoma dags­ljóss teng­ist auknum afköst­um, betri náms­ár­angri, betri ein­beit­ingu og auknum þæg­ind­um; eins og að sjá hluti og umhverfi bet­ur. (Ed­wards, L., Torcell­ini, P. (2002) A Litera­t­ure Review of the Effects of Natural Light on Build­ing Occupants, National Renewa­ble Energy Laboratory, U.S. Depart­ment of Energy.)

Þegar lagt er upp með að byggja hátt og þröngt fá efstu hæð­irnar bestu skil­yrð­in. Þar er ávallt góð aðkoma dags­ljóss; þegar þess nýt­ur. Dags­ljós nýt­ist u.þ.b. 4 m inn í íbúðir frá glugga­flöt­um. Þegar bygg­ing er 15 m djúp er nýt­an­legt dags­ljós í rétt lið­lega helm­ingi íbúða á efstu hæð­um; þar sem gluggar eru í tvær átt­ir. Þegar dýptin eykst í 20 m eða meira tak­markast nýt­ing dags­ljóss líka á efstu hæð­um. Allt aðra sögu er að segja um íbúðir á neðstu hæð­um. Í þéttri byggð hefur umhverfið mikið að segja um aðkomu dags­ljóss þar. Bæði nálægð, lega og hæð nálægra bygg­inga; sem og svalir og teg­und glerja, getur tak­markað aðkomu dags­ljóss­ins sbr. með­fylgj­andi ljós­mynd­ir. Gott skipu­lag og full­nægj­andi ákvæði í bygg­ing­ar­reglu­gerð verða að stuðla að góðri aðkomu dags­ljóss inn í íbúðir eigi að tryggja lýð­heilsu og lífs­gæði íbúa.

Í breyt­ingu á aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar, sem nú liggur til kynn­ing­ar, kemur fram að tekið sé til­lit til hnatt­stöðu lands­ins og umhverf­is­að­stæðna. Þannig er mikil áhersla lögð á aðkomu dags­ljóss; sér­stak­lega sól­ar­ljóss, inn í íbúðir og á græn svæði. Þessu taka grein­ar­höf­undar fagn­andi eins og áður seg­ir. Við nán­ari lestur kemur þó í ljós alvar­legt vanda­mál sem er gefin við­mið fyrir leyfi­lega hæð bygg­inga. Skil­greind eru stór svæði með að hámarki 5 hæð­um, önnur svæði eru til­greind með 5 til 8 hæð­um. Þriðji flokk­ur­inn er bygg­ingar hærri en 9 hæð­ir. Leyfð frá­vik frá þessu eru -1 til +2 hæðir með rök­stuðn­ingi.

Það sem vekur sér­staka athygli í þessu sam­bandi er að í aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar frá árinu 1966 liggja nákvæm­lega sömu lýð­heilsu mark­mið til grund­vall­ar: Vitnað er í hnatt­stöðu og umhverf­is­að­stæð­ur. Lögð er mikil áhersla á aðkomu dags­ljóss; þar með talið sól­ar­ljóss, inn í bygg­ing­ar. Sér­stak­lega er tekið fram mik­il­vægi aðkomu sólar að leik­svæðum barna. Aðferðin árið 1966 til þess að ná þessum mark­miðum aðal­skipu­lags er hins­vegar gjör­ó­lík því sem áður er greint: Byggja á 1. til 3. hæða íbúða­hverfi til að tryggja vist­væna byggð. Mögu­lega var nálg­unin árið 1966 heldur íhalds­öm. Hún tryggir mjög gott dags­ljós í íbúð­um; mögu­lega að ein­hverju leyti á kostnað götu­lífs. Það má þó á milli vera.

Fram­an­greind mark­mið aðal­skipu­lags um lýð­heilsu og lífs­gæði eru ekki tölu­sett og hafa verður í huga að bygg­ing­ar­reglu­gerð tryggir ekki þessi gæði. Það er von­andi að almenn­ing­ur, yfir­völd, Reykja­vík­ur­borg og fjöl­miðlar styðji okkur ráð­gjaf­ana í að bæta reglu­verkið til þess að tryggja umrædd mark­mið. Við mætum gjarnan þögn­inni þegar við leitum til við­kom­andi stofn­ana um úrbætur í þágu þjóð­ar. Það tók til að mynda heil 12 ár að fá end­ur­bætur á bygg­ing­ar­reglu­gerð með til­liti til hljóð­vist­ar. Hún er alls endis ófull­nægj­andi þegar dags­lýs­ing á í hlut; þ.e. í skipu­lagi byggðar m.t.t. sól­ar­ljóss og dags­birtu. Nú liggja form­legt erindi og til­lögur til úrbóta á borði nýs for­stjóra Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar. Hann hefur ekki stað­fest mót­töku erind­is­ins þrátt fyrir vin­sam­lega beiðni þar að lút­andi. Ósk­andi er að for­stjór­inn og hans fólk ein­hendi sér í verk­ið. Ef reynslan lýgur ekki gætum við þurft víð­tækan stuðn­ing almenn­ings og fjöl­miðla til þess að koma góðu til leið­ar. Það væri ómögu­legt að þurfa aftur að bíða í 12 ár eftir sjálf­sögðum end­ur­bótum á reglu­verk­inu. Við getum litið til nágranna­þjóða okkar á Norð­ur­löndum í þessu efni.

Hér með hvetja grein­ar­höf­undar sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu ein­dregið til þess að end­ur­skoða þétt­ing­ar­á­form sín í þágu lýð­heilsu og lífs­gæða. Förum var­lega og forð­umst að nýjar íbúðir standi í óbæri­legum hávaða og skugga. Tryggjum að götu­myndir veiti birtu og yl í okkar kalda landi.

Dr. Ásta Loga­dóttir er verk­fræð­ingur hjá Lotu, Dr. Lárus S. Guð­munds­son er dós­ent við Háskóla Íslands og Ólafur Hjálm­ars­son er verk­fræð­ingur hjá Tri­vium ráð­gjöf. Mynd að ofan er tekin í nýju hverfi í Vatnsmýrinni með sól í hádegisstað tæpum 3 vikum eftir haustjafndægur. MYND: Örn Þór Halldórsson arkitekt.

Myndatexti 1: Mynd að ofan er tekin í nýju hverfi í Vatnsmýrinni með sól í hádegisstað tæpum 3 vikum eftir haustjafndægur. Mynd að er tekin af Melunum um hálftíma síðar. MYND: Örn Þór Halldórsson arkitekt.

Í þéttri byggð stela svalir dýrmætu dagsljósi þegar þær eru staðsettar yfir gluggum neðri hæða. MYND: Örn Þór Halldórsson arkitekt.

Mynda­texti 2: Í þéttri byggð stela svalir dýr­mætu dags­ljósi þegar þær eru stað­settar yfir gluggum neðri hæða



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar