Annað Bakkaævintýri?

Ólafur S. Andrésson er mjög efins um lofthreinsiver á Bakka, sem á að skapa 500 störf. Hann telur hvorki efnahagsleg eða umhverfisrök fyrir því.

Auglýsing

„Loft­hreinsi­ver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf”, stendur á vef RÚV 30. októ­ber. Í frétt­inni segir svo: „Fyr­ir­tækið hyggst nú reisa loftorku­ver á Bakka við Húsa­vík, sem gerir kleift að hreinsa og binda eina milljón tonna af koltví­sýr­ingi úr and­rúms­lofti. „Og svo ætlum [við] að nýta það til að fram­leiða afleiddar afurðir og hug­myndin er að vera með CO2 til mat­væla­fram­leiðslu og síðan að fram­leiða grænt elds­neyt­i,“ segir Eyjólfur Lár­us­son, fram­kvæmda­stjóri Car­bon Iceland.”

Eru stjórn­völd eða aðrir sem eru ábyrgir fyrir ráð­stöfun fjár­muna almenn­ings ginn­keyptir fyrir þessu „til­boð­i”?

Lítum fyrst á fjár­málin í grófum drátt­um. Með þess­ari aðferð er kostn­aður við að fram­leiða hvert tonn af CO2 a.m.k. $200. Mark­aðs­verð er aftur á móti á bil­inu $25 til $50 á tonn og flutn­ings­kostn­aður getur verið annað eins. Þetta gengur ekki upp nema með veru­legum stuðn­ingi í gegnum styrki og afskrifað fjár­magn. Það virð­ist því langt frá að útflutn­ingur á CO2 frá Bakka geti orðið hag­kvæm­ur.

Um hvað snýst tæknin og hver er ávinn­ing­ur­inn fyrir umhverf­ið? Ætl­unin er að fanga CO2 sem að öðrum kosti dreifð­ist um and­rúms­loftið og ylli hlýn­un. Í Bakka­ver­inu á  að fanga CO2 beint úr venju­legu and­rúms­lofti þar sem styrkur CO2 er mjög lágur (0,04%). Til sam­an­burðar er  CO2  fangað úr hvera­lofti hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi en þar getur styrkur CO2 numið tugum pró­senta. Auk­inn styrkur eykur skil­virkni, veru­lega.

Auglýsing
Grunnhugmyndin er að fanga CO2. Hvað svo? Það skiptir öllu máli hvað verður um þetta CO2. ­Fyr­ir­huguð bind­ing er ekki til lang­frama, ólíkt t.d. bind­ingu í bergi eða skóg­i. Til að meta umhverf­is­á­hrifin verðum við að skoða hvað verður um efn­ið, m.a. með fer­ils­grein­ingu. Um þetta er ágæt­lega fjallað á vef­síð­u Al­þjóða orku­mála­stofn­un­ar­innar (IEA). Það breytir á end­anum engu ef þetta koltví­oxíð er losað aftur út í and­rúms­loftið á einn eða annan hátt, t.d. ef því er breytt í elds­neyti og síðan brennt.

Lítum aðeins á fram­leiðslu afleiddra afurða, sem kostar að sjálf­sögðu heil­mikla fjár­fest­ingu í við­bót, en gæti skapað miklu fleiri störf en „loft­hreinsi­ver­ið”. 

CO2 til mat­væla­fram­leiðslu: Hér er vænt­an­lega átt við hækkun á CO2 styrk til að nota við ylrækt og til íblönd­unar í drykkj­ar­vöru. Þeim þörfum má full­nægja á hag­kvæman hátt með vinnslu CO2 úr heitum upp­sprettum líkt og gert er í Hæð­ar­garði í Gríms­nesi, og þar er fangað CO2 sem ann­ars sleppur út.

CO2 til að fram­leiða grænt elds­neyt­i: Ein­fald­ast er að gera þetta með því að bæta við vetni og fram­leiða þannig met­anól líkt og gert er hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi. Vetnið fæst með raf­grein­ingu á vatni líkt og gert var í áburð­ar­verk­smiðj­unni í Gufu­nesi. Ekki er hægt að sjá að verk­smiðja á Bakka geti keppt við verk­smiðj­una í Svarts­engi, eða verk­smiðjur sem myndu nýta háan styrk CO2 sem kemur frá iðju­ver­unum í Hval­firði og Reyð­ar­firð­i. Og svo er hag­kvæm­ast að setja raf­magnið beint á far­ar­tæk­in!

Á heims­vísu er stór hluti fang­aðs CO2 nýttur til fram­leiðslu á köfn­un­ar­efn­is­á­burði, þar sem CO2 er bundið amm­on­íaki til að mynda þvagefni (ur­ea). Við notkun áburð­ar­ins losnar amm­on­íakið og er nýtt af gróðri, en CO2 losnar út í and­rúms­loft­ið. Miklu nær­tækara er að fram­leiða amm­on­íum nítrat áburð (kjarna), líkt og gert var í Gufu­nes­i, en til þess þarf ekki CO2.

Í stuttu máli: Það virð­ast hvorki efna­hags­leg eða umhverf­is­rök fyrir „loft­hreinsi­veri” á Bakka.

Höf­undur er líf­efna­fræð­ingur og áhuga­maður um umhverf­is­vernd.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar