Annað Bakkaævintýri?

Ólafur S. Andrésson er mjög efins um lofthreinsiver á Bakka, sem á að skapa 500 störf. Hann telur hvorki efnahagsleg eða umhverfisrök fyrir því.

Auglýsing

„Loft­hreinsi­ver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf”, stendur á vef RÚV 30. októ­ber. Í frétt­inni segir svo: „Fyr­ir­tækið hyggst nú reisa loftorku­ver á Bakka við Húsa­vík, sem gerir kleift að hreinsa og binda eina milljón tonna af koltví­sýr­ingi úr and­rúms­lofti. „Og svo ætlum [við] að nýta það til að fram­leiða afleiddar afurðir og hug­myndin er að vera með CO2 til mat­væla­fram­leiðslu og síðan að fram­leiða grænt elds­neyt­i,“ segir Eyjólfur Lár­us­son, fram­kvæmda­stjóri Car­bon Iceland.”

Eru stjórn­völd eða aðrir sem eru ábyrgir fyrir ráð­stöfun fjár­muna almenn­ings ginn­keyptir fyrir þessu „til­boð­i”?

Lítum fyrst á fjár­málin í grófum drátt­um. Með þess­ari aðferð er kostn­aður við að fram­leiða hvert tonn af CO2 a.m.k. $200. Mark­aðs­verð er aftur á móti á bil­inu $25 til $50 á tonn og flutn­ings­kostn­aður getur verið annað eins. Þetta gengur ekki upp nema með veru­legum stuðn­ingi í gegnum styrki og afskrifað fjár­magn. Það virð­ist því langt frá að útflutn­ingur á CO2 frá Bakka geti orðið hag­kvæm­ur.

Um hvað snýst tæknin og hver er ávinn­ing­ur­inn fyrir umhverf­ið? Ætl­unin er að fanga CO2 sem að öðrum kosti dreifð­ist um and­rúms­loftið og ylli hlýn­un. Í Bakka­ver­inu á  að fanga CO2 beint úr venju­legu and­rúms­lofti þar sem styrkur CO2 er mjög lágur (0,04%). Til sam­an­burðar er  CO2  fangað úr hvera­lofti hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi en þar getur styrkur CO2 numið tugum pró­senta. Auk­inn styrkur eykur skil­virkni, veru­lega.

Auglýsing
Grunnhugmyndin er að fanga CO2. Hvað svo? Það skiptir öllu máli hvað verður um þetta CO2. ­Fyr­ir­huguð bind­ing er ekki til lang­frama, ólíkt t.d. bind­ingu í bergi eða skóg­i. Til að meta umhverf­is­á­hrifin verðum við að skoða hvað verður um efn­ið, m.a. með fer­ils­grein­ingu. Um þetta er ágæt­lega fjallað á vef­síð­u Al­þjóða orku­mála­stofn­un­ar­innar (IEA). Það breytir á end­anum engu ef þetta koltví­oxíð er losað aftur út í and­rúms­loftið á einn eða annan hátt, t.d. ef því er breytt í elds­neyti og síðan brennt.

Lítum aðeins á fram­leiðslu afleiddra afurða, sem kostar að sjálf­sögðu heil­mikla fjár­fest­ingu í við­bót, en gæti skapað miklu fleiri störf en „loft­hreinsi­ver­ið”. 

CO2 til mat­væla­fram­leiðslu: Hér er vænt­an­lega átt við hækkun á CO2 styrk til að nota við ylrækt og til íblönd­unar í drykkj­ar­vöru. Þeim þörfum má full­nægja á hag­kvæman hátt með vinnslu CO2 úr heitum upp­sprettum líkt og gert er í Hæð­ar­garði í Gríms­nesi, og þar er fangað CO2 sem ann­ars sleppur út.

CO2 til að fram­leiða grænt elds­neyt­i: Ein­fald­ast er að gera þetta með því að bæta við vetni og fram­leiða þannig met­anól líkt og gert er hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi. Vetnið fæst með raf­grein­ingu á vatni líkt og gert var í áburð­ar­verk­smiðj­unni í Gufu­nesi. Ekki er hægt að sjá að verk­smiðja á Bakka geti keppt við verk­smiðj­una í Svarts­engi, eða verk­smiðjur sem myndu nýta háan styrk CO2 sem kemur frá iðju­ver­unum í Hval­firði og Reyð­ar­firð­i. Og svo er hag­kvæm­ast að setja raf­magnið beint á far­ar­tæk­in!

Á heims­vísu er stór hluti fang­aðs CO2 nýttur til fram­leiðslu á köfn­un­ar­efn­is­á­burði, þar sem CO2 er bundið amm­on­íaki til að mynda þvagefni (ur­ea). Við notkun áburð­ar­ins losnar amm­on­íakið og er nýtt af gróðri, en CO2 losnar út í and­rúms­loft­ið. Miklu nær­tækara er að fram­leiða amm­on­íum nítrat áburð (kjarna), líkt og gert var í Gufu­nes­i, en til þess þarf ekki CO2.

Í stuttu máli: Það virð­ast hvorki efna­hags­leg eða umhverf­is­rök fyrir „loft­hreinsi­veri” á Bakka.

Höf­undur er líf­efna­fræð­ingur og áhuga­maður um umhverf­is­vernd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðuneytin byrjuðu á föstudag að birta upplýsingar úr málaskrám sínum, eins og þeim ber að gera samkvæmt breytingum á upplýsingalögum.
Óvart of mikið gagnsæi hjá heilbrigðisráðuneytinu
Persónuverndarfulltrúi stjórnarráðsins tilkynnti í gær öryggisbrest til Persónuverndar vegna mistaka sem urðu við birtingu á upplýsingum úr málaskrá heilbrigðisráðuneytisins. Rangt skjal með of miklum upplýsingum fór á vefinn í skamma stund.
Kjarninn 3. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar