Annað Bakkaævintýri?

Ólafur S. Andrésson er mjög efins um lofthreinsiver á Bakka, sem á að skapa 500 störf. Hann telur hvorki efnahagsleg eða umhverfisrök fyrir því.

Auglýsing

„Loft­hreinsi­ver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf”, stendur á vef RÚV 30. októ­ber. Í frétt­inni segir svo: „Fyr­ir­tækið hyggst nú reisa loftorku­ver á Bakka við Húsa­vík, sem gerir kleift að hreinsa og binda eina milljón tonna af koltví­sýr­ingi úr and­rúms­lofti. „Og svo ætlum [við] að nýta það til að fram­leiða afleiddar afurðir og hug­myndin er að vera með CO2 til mat­væla­fram­leiðslu og síðan að fram­leiða grænt elds­neyt­i,“ segir Eyjólfur Lár­us­son, fram­kvæmda­stjóri Car­bon Iceland.”

Eru stjórn­völd eða aðrir sem eru ábyrgir fyrir ráð­stöfun fjár­muna almenn­ings ginn­keyptir fyrir þessu „til­boð­i”?

Lítum fyrst á fjár­málin í grófum drátt­um. Með þess­ari aðferð er kostn­aður við að fram­leiða hvert tonn af CO2 a.m.k. $200. Mark­aðs­verð er aftur á móti á bil­inu $25 til $50 á tonn og flutn­ings­kostn­aður getur verið annað eins. Þetta gengur ekki upp nema með veru­legum stuðn­ingi í gegnum styrki og afskrifað fjár­magn. Það virð­ist því langt frá að útflutn­ingur á CO2 frá Bakka geti orðið hag­kvæm­ur.

Um hvað snýst tæknin og hver er ávinn­ing­ur­inn fyrir umhverf­ið? Ætl­unin er að fanga CO2 sem að öðrum kosti dreifð­ist um and­rúms­loftið og ylli hlýn­un. Í Bakka­ver­inu á  að fanga CO2 beint úr venju­legu and­rúms­lofti þar sem styrkur CO2 er mjög lágur (0,04%). Til sam­an­burðar er  CO2  fangað úr hvera­lofti hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi en þar getur styrkur CO2 numið tugum pró­senta. Auk­inn styrkur eykur skil­virkni, veru­lega.

Auglýsing
Grunnhugmyndin er að fanga CO2. Hvað svo? Það skiptir öllu máli hvað verður um þetta CO2. ­Fyr­ir­huguð bind­ing er ekki til lang­frama, ólíkt t.d. bind­ingu í bergi eða skóg­i. Til að meta umhverf­is­á­hrifin verðum við að skoða hvað verður um efn­ið, m.a. með fer­ils­grein­ingu. Um þetta er ágæt­lega fjallað á vef­síð­u Al­þjóða orku­mála­stofn­un­ar­innar (IEA). Það breytir á end­anum engu ef þetta koltví­oxíð er losað aftur út í and­rúms­loftið á einn eða annan hátt, t.d. ef því er breytt í elds­neyti og síðan brennt.

Lítum aðeins á fram­leiðslu afleiddra afurða, sem kostar að sjálf­sögðu heil­mikla fjár­fest­ingu í við­bót, en gæti skapað miklu fleiri störf en „loft­hreinsi­ver­ið”. 

CO2 til mat­væla­fram­leiðslu: Hér er vænt­an­lega átt við hækkun á CO2 styrk til að nota við ylrækt og til íblönd­unar í drykkj­ar­vöru. Þeim þörfum má full­nægja á hag­kvæman hátt með vinnslu CO2 úr heitum upp­sprettum líkt og gert er í Hæð­ar­garði í Gríms­nesi, og þar er fangað CO2 sem ann­ars sleppur út.

CO2 til að fram­leiða grænt elds­neyt­i: Ein­fald­ast er að gera þetta með því að bæta við vetni og fram­leiða þannig met­anól líkt og gert er hjá Car­bon Recycl­ing í Svarts­engi. Vetnið fæst með raf­grein­ingu á vatni líkt og gert var í áburð­ar­verk­smiðj­unni í Gufu­nesi. Ekki er hægt að sjá að verk­smiðja á Bakka geti keppt við verk­smiðj­una í Svarts­engi, eða verk­smiðjur sem myndu nýta háan styrk CO2 sem kemur frá iðju­ver­unum í Hval­firði og Reyð­ar­firð­i. Og svo er hag­kvæm­ast að setja raf­magnið beint á far­ar­tæk­in!

Á heims­vísu er stór hluti fang­aðs CO2 nýttur til fram­leiðslu á köfn­un­ar­efn­is­á­burði, þar sem CO2 er bundið amm­on­íaki til að mynda þvagefni (ur­ea). Við notkun áburð­ar­ins losnar amm­on­íakið og er nýtt af gróðri, en CO2 losnar út í and­rúms­loft­ið. Miklu nær­tækara er að fram­leiða amm­on­íum nítrat áburð (kjarna), líkt og gert var í Gufu­nes­i, en til þess þarf ekki CO2.

Í stuttu máli: Það virð­ast hvorki efna­hags­leg eða umhverf­is­rök fyrir „loft­hreinsi­veri” á Bakka.

Höf­undur er líf­efna­fræð­ingur og áhuga­maður um umhverf­is­vernd.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar