Frá endalokum að nýju upphafi í þremur skrefum

Ingrid Kuhlman segir að umbreytingar krefjist hugrekkis, þolinmæði og þess að gefa huganum tækifæri og rými til að endurskipuleggja sig.

Auglýsing

Oft upp­lifum við mót­læti og áskor­anir sem við mætum á lífs­leið­inni sem vonda atburði. Þetta herr­ans ár 2020 hefur kennt okkur að jafn­vel bestu áætl­an­irnar eru háðar duttl­ungum örlag­anna. Heim­ur­inn er í sárum og óör­ygg­i,  óstöð­ug­leiki, ófyr­ir­sjá­an­leiki og breyt­ingar eru alls ráð­andi. Ekki eru þó allir vega­tálmar slæmir – sér­stak­lega ef þeir gefa okkur tæki­færi til að staldra við og meta þá veg­ferð sem við erum á.  

Til að nýta okkur mót­lætið þurfum við að finna leið fram hjá vega­tálm­un­um. Þetta er ekki alltaf auð­velt og ekki nema eðli­legt að vilja halda í það sem hefur reynst okkur vel hingað til. Þessa dag­ana erum við öll á einn eða annan hátt að ganga í gegnum umbreyt­ingu. Í bók sinni Manag­ing Transitions frá árinu 2003 skil­greinir William Bridges þrjú þrep umbreyt­inga:

1. Enda­lok

Það sem allar umbreyt­ingar eiga sam­eig­in­legt er enda­lok – enda­lok sam­bands, starfs, mark­miða eða drauma. Þær hafa í för með sér við­skilnað við for­tíð­ina og krefj­ast þess að við sleppum hend­inni af því gamla. Kannski höfum við fengið upp­sagn­ar­bréf eða þurft að hætta rekstri. Eða verið full til­hlökk­unar að byrja í fram­halds­skóla en erum núna í fjar­kennslu á meðan félags­lífið hefur verið sett á bið. Vænt­ingar hafa brugð­ist. Flutn­ingur á milli landa eða lands­hluta inni­felur einnig enda­lok. Tölu­verður sárs­auki getur verið fólg­inn í því að kveðja gömlu sjálfs­mynd­ina og það er eðli­legt að vera sorg­mædd­ur, reiður eða ringlað­ur.

Auglýsing
Eina leiðin til að skapa rými fyrir eitt­hvað nýtt er að sleppa því sem var eða virkar ekki (leng­ur). Gagn­legt getur verið að telja upp allt sem muni breyt­ast eða verða öðru­vísi og velta síðan fyrir sér hvað sé hægt að gera til að koma aftur jafn­vægi á það sem hefur verið tekið í burtu eða breyst. Gott ráð er einnig að ímynda sér hvað 80 ára sjálfið myndi segja eða ráð­leggja. Átta­tíu ára sjálfið hefur upp­lifað allt og getur sefað ótt­ann, full­vissað okkur um að allt verði í lagi og gefið okkur kraft. Það getur verið okkur góður leið­sögu­mað­ur.

2. Hlut­lausa svæðið

Tím­ann milli þess sem var og verður - þegar hið gamla er farið en hið nýja ekki orðið fylli­lega sýni­legt og virkt - kallar Bridges hlut­lausa svæðið eða tóma­rúm­ið. Þetta tíma­bil er kjarn­inn í umbreyt­inga­ferl­inu og grunn­ur­inn að nýju upp­hafi. Hlut­lausa svæðið ein­kenn­ist oft af kvíða, ráða­leysi, sinnu­leysi og óör­yggi en er einnig tími end­ur­nýj­un­ar, sköp­un­ar, nýrra tæki­færa og nýrrar sýn­ar. Í tóma­rúm­inu getur brugðið til beggja vona. 

Til að kom­ast í gegnum hlut­lausa svæðið er mik­il­vægt að sætta sig við það að vera ekki búinn að finna út úr öllu. Ef við treystum ferl­inu munum við sjá ljós við enda gang­anna. Hlut­lausa svæðið getur fært okkur ný svör við gömlum vanda­málum og frá­bært tæki­færi til að læra nýja hlut­i. 

3. Nýtt upp­haf

Þriðja þrepið er þegar maður er til­bú­inn að skoða tæki­færin sem heim­ur­inn færir manni. Hvaða tæki­færi fel­ast í því að leita sér að nýju starfi eða stofna nýtt fyr­ir­tæki? Hvernig er hægt að nýta styrk­leika sína til að fóta sig á nýjum stað? Hvaða tæki­færi fel­ast í fjar­kennslu eða fjar­vinnu? Upp­hafið felur í sér nýjan skiln­ing, ný gildi, nýja sjálfs­mynd og ný við­horf. Nýju upp­hafi fylgir iðu­lega spenn­ing­ur, orka, lær­dómur og inn­blást­ur. Gott er að nota sjón­sköpun og sjá hið nýja fyrir sér ljós­lif­andi og í eins mörgum smá­at­riðum og hægt er. Þannig er hægt að skapa í hug­anum það sem við þráum í raun­veru­leik­an­um.

Umbreyt­ingar krefj­ast hug­rekkis, þol­in­mæði og þess að við gefum hug­anum tæki­færi og rými til að end­ur­skipu­leggja sig. Við getum ekki farið beint frá því gamla til þess nýja heldur þurfum að dvelja í tóma­rúm­inu. Um er að ræða ferð frá einni sjálfs­mynd til ann­arrar og hún tekur tíma. Við förum mis­hratt í gegnum umskipt­in. Ýmis atriði geta haft áhrif á hrað­ann eins og fyrri reynsla og hvort við höfðum sjálf frum­kvæði að breyt­ing­un­um. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar