Frá endalokum að nýju upphafi í þremur skrefum

Ingrid Kuhlman segir að umbreytingar krefjist hugrekkis, þolinmæði og þess að gefa huganum tækifæri og rými til að endurskipuleggja sig.

Auglýsing

Oft upp­lifum við mót­læti og áskor­anir sem við mætum á lífs­leið­inni sem vonda atburði. Þetta herr­ans ár 2020 hefur kennt okkur að jafn­vel bestu áætl­an­irnar eru háðar duttl­ungum örlag­anna. Heim­ur­inn er í sárum og óör­ygg­i,  óstöð­ug­leiki, ófyr­ir­sjá­an­leiki og breyt­ingar eru alls ráð­andi. Ekki eru þó allir vega­tálmar slæmir – sér­stak­lega ef þeir gefa okkur tæki­færi til að staldra við og meta þá veg­ferð sem við erum á.  

Til að nýta okkur mót­lætið þurfum við að finna leið fram hjá vega­tálm­un­um. Þetta er ekki alltaf auð­velt og ekki nema eðli­legt að vilja halda í það sem hefur reynst okkur vel hingað til. Þessa dag­ana erum við öll á einn eða annan hátt að ganga í gegnum umbreyt­ingu. Í bók sinni Manag­ing Transitions frá árinu 2003 skil­greinir William Bridges þrjú þrep umbreyt­inga:

1. Enda­lok

Það sem allar umbreyt­ingar eiga sam­eig­in­legt er enda­lok – enda­lok sam­bands, starfs, mark­miða eða drauma. Þær hafa í för með sér við­skilnað við for­tíð­ina og krefj­ast þess að við sleppum hend­inni af því gamla. Kannski höfum við fengið upp­sagn­ar­bréf eða þurft að hætta rekstri. Eða verið full til­hlökk­unar að byrja í fram­halds­skóla en erum núna í fjar­kennslu á meðan félags­lífið hefur verið sett á bið. Vænt­ingar hafa brugð­ist. Flutn­ingur á milli landa eða lands­hluta inni­felur einnig enda­lok. Tölu­verður sárs­auki getur verið fólg­inn í því að kveðja gömlu sjálfs­mynd­ina og það er eðli­legt að vera sorg­mædd­ur, reiður eða ringlað­ur.

Auglýsing
Eina leiðin til að skapa rými fyrir eitt­hvað nýtt er að sleppa því sem var eða virkar ekki (leng­ur). Gagn­legt getur verið að telja upp allt sem muni breyt­ast eða verða öðru­vísi og velta síðan fyrir sér hvað sé hægt að gera til að koma aftur jafn­vægi á það sem hefur verið tekið í burtu eða breyst. Gott ráð er einnig að ímynda sér hvað 80 ára sjálfið myndi segja eða ráð­leggja. Átta­tíu ára sjálfið hefur upp­lifað allt og getur sefað ótt­ann, full­vissað okkur um að allt verði í lagi og gefið okkur kraft. Það getur verið okkur góður leið­sögu­mað­ur.

2. Hlut­lausa svæðið

Tím­ann milli þess sem var og verður - þegar hið gamla er farið en hið nýja ekki orðið fylli­lega sýni­legt og virkt - kallar Bridges hlut­lausa svæðið eða tóma­rúm­ið. Þetta tíma­bil er kjarn­inn í umbreyt­inga­ferl­inu og grunn­ur­inn að nýju upp­hafi. Hlut­lausa svæðið ein­kenn­ist oft af kvíða, ráða­leysi, sinnu­leysi og óör­yggi en er einnig tími end­ur­nýj­un­ar, sköp­un­ar, nýrra tæki­færa og nýrrar sýn­ar. Í tóma­rúm­inu getur brugðið til beggja vona. 

Til að kom­ast í gegnum hlut­lausa svæðið er mik­il­vægt að sætta sig við það að vera ekki búinn að finna út úr öllu. Ef við treystum ferl­inu munum við sjá ljós við enda gang­anna. Hlut­lausa svæðið getur fært okkur ný svör við gömlum vanda­málum og frá­bært tæki­færi til að læra nýja hlut­i. 

3. Nýtt upp­haf

Þriðja þrepið er þegar maður er til­bú­inn að skoða tæki­færin sem heim­ur­inn færir manni. Hvaða tæki­færi fel­ast í því að leita sér að nýju starfi eða stofna nýtt fyr­ir­tæki? Hvernig er hægt að nýta styrk­leika sína til að fóta sig á nýjum stað? Hvaða tæki­færi fel­ast í fjar­kennslu eða fjar­vinnu? Upp­hafið felur í sér nýjan skiln­ing, ný gildi, nýja sjálfs­mynd og ný við­horf. Nýju upp­hafi fylgir iðu­lega spenn­ing­ur, orka, lær­dómur og inn­blást­ur. Gott er að nota sjón­sköpun og sjá hið nýja fyrir sér ljós­lif­andi og í eins mörgum smá­at­riðum og hægt er. Þannig er hægt að skapa í hug­anum það sem við þráum í raun­veru­leik­an­um.

Umbreyt­ingar krefj­ast hug­rekkis, þol­in­mæði og þess að við gefum hug­anum tæki­færi og rými til að end­ur­skipu­leggja sig. Við getum ekki farið beint frá því gamla til þess nýja heldur þurfum að dvelja í tóma­rúm­inu. Um er að ræða ferð frá einni sjálfs­mynd til ann­arrar og hún tekur tíma. Við förum mis­hratt í gegnum umskipt­in. Ýmis atriði geta haft áhrif á hrað­ann eins og fyrri reynsla og hvort við höfðum sjálf frum­kvæði að breyt­ing­un­um. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Leitaði svara hjá lögreglustjóra en ákvað síðan að svara ekki fjölmiðlum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir í svari við fyrirspurn Kjarnans að hún hafi ekki talið við hæfi að veita fjölmiðlum upplýsingar um samkomuna í Ásmundarsal á Þorláksmessu, eftir að ljóst var hvers eðlis málið var.
Kjarninn 3. mars 2021
Þjónustuútflutningur jókst hratt í desember, þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi enn verið í lamasessi.
Útflutningur þjónustu stórjókst í desember
Þrátt fyrir hrun í stærstu útflutningsgreinnni flytjum við enn meira út af þjónustu en við kaupum frá öðrum löndum. Þjónustuafgangurinn var mikill á síðasta ársfjórðungi, sér í lagi vegna mikils útflutnings í desember.
Kjarninn 3. mars 2021
Vinnustundir voru fleiri í fyrra en Seðlabankinn gerði ráð fyrir
Laun á hverja vinnustund héldust nær óbreytt í fyrra
Á meðan launavísitalan hækkaði umtalsvert á síðasta ári voru laun og launatengd gjöld á hverja unna vinnustund nánast óbreytt. Þetta er minnsta hækkun launa á vinnustund frá upphafi mælinga árið 2003.
Kjarninn 3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
Kjarninn 2. mars 2021
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar