Frá endalokum að nýju upphafi í þremur skrefum

Ingrid Kuhlman segir að umbreytingar krefjist hugrekkis, þolinmæði og þess að gefa huganum tækifæri og rými til að endurskipuleggja sig.

Auglýsing

Oft upp­lifum við mót­læti og áskor­anir sem við mætum á lífs­leið­inni sem vonda atburði. Þetta herr­ans ár 2020 hefur kennt okkur að jafn­vel bestu áætl­an­irnar eru háðar duttl­ungum örlag­anna. Heim­ur­inn er í sárum og óör­ygg­i,  óstöð­ug­leiki, ófyr­ir­sjá­an­leiki og breyt­ingar eru alls ráð­andi. Ekki eru þó allir vega­tálmar slæmir – sér­stak­lega ef þeir gefa okkur tæki­færi til að staldra við og meta þá veg­ferð sem við erum á.  

Til að nýta okkur mót­lætið þurfum við að finna leið fram hjá vega­tálm­un­um. Þetta er ekki alltaf auð­velt og ekki nema eðli­legt að vilja halda í það sem hefur reynst okkur vel hingað til. Þessa dag­ana erum við öll á einn eða annan hátt að ganga í gegnum umbreyt­ingu. Í bók sinni Manag­ing Transitions frá árinu 2003 skil­greinir William Bridges þrjú þrep umbreyt­inga:

1. Enda­lok

Það sem allar umbreyt­ingar eiga sam­eig­in­legt er enda­lok – enda­lok sam­bands, starfs, mark­miða eða drauma. Þær hafa í för með sér við­skilnað við for­tíð­ina og krefj­ast þess að við sleppum hend­inni af því gamla. Kannski höfum við fengið upp­sagn­ar­bréf eða þurft að hætta rekstri. Eða verið full til­hlökk­unar að byrja í fram­halds­skóla en erum núna í fjar­kennslu á meðan félags­lífið hefur verið sett á bið. Vænt­ingar hafa brugð­ist. Flutn­ingur á milli landa eða lands­hluta inni­felur einnig enda­lok. Tölu­verður sárs­auki getur verið fólg­inn í því að kveðja gömlu sjálfs­mynd­ina og það er eðli­legt að vera sorg­mædd­ur, reiður eða ringlað­ur.

Auglýsing
Eina leiðin til að skapa rými fyrir eitt­hvað nýtt er að sleppa því sem var eða virkar ekki (leng­ur). Gagn­legt getur verið að telja upp allt sem muni breyt­ast eða verða öðru­vísi og velta síðan fyrir sér hvað sé hægt að gera til að koma aftur jafn­vægi á það sem hefur verið tekið í burtu eða breyst. Gott ráð er einnig að ímynda sér hvað 80 ára sjálfið myndi segja eða ráð­leggja. Átta­tíu ára sjálfið hefur upp­lifað allt og getur sefað ótt­ann, full­vissað okkur um að allt verði í lagi og gefið okkur kraft. Það getur verið okkur góður leið­sögu­mað­ur.

2. Hlut­lausa svæðið

Tím­ann milli þess sem var og verður - þegar hið gamla er farið en hið nýja ekki orðið fylli­lega sýni­legt og virkt - kallar Bridges hlut­lausa svæðið eða tóma­rúm­ið. Þetta tíma­bil er kjarn­inn í umbreyt­inga­ferl­inu og grunn­ur­inn að nýju upp­hafi. Hlut­lausa svæðið ein­kenn­ist oft af kvíða, ráða­leysi, sinnu­leysi og óör­yggi en er einnig tími end­ur­nýj­un­ar, sköp­un­ar, nýrra tæki­færa og nýrrar sýn­ar. Í tóma­rúm­inu getur brugðið til beggja vona. 

Til að kom­ast í gegnum hlut­lausa svæðið er mik­il­vægt að sætta sig við það að vera ekki búinn að finna út úr öllu. Ef við treystum ferl­inu munum við sjá ljós við enda gang­anna. Hlut­lausa svæðið getur fært okkur ný svör við gömlum vanda­málum og frá­bært tæki­færi til að læra nýja hlut­i. 

3. Nýtt upp­haf

Þriðja þrepið er þegar maður er til­bú­inn að skoða tæki­færin sem heim­ur­inn færir manni. Hvaða tæki­færi fel­ast í því að leita sér að nýju starfi eða stofna nýtt fyr­ir­tæki? Hvernig er hægt að nýta styrk­leika sína til að fóta sig á nýjum stað? Hvaða tæki­færi fel­ast í fjar­kennslu eða fjar­vinnu? Upp­hafið felur í sér nýjan skiln­ing, ný gildi, nýja sjálfs­mynd og ný við­horf. Nýju upp­hafi fylgir iðu­lega spenn­ing­ur, orka, lær­dómur og inn­blást­ur. Gott er að nota sjón­sköpun og sjá hið nýja fyrir sér ljós­lif­andi og í eins mörgum smá­at­riðum og hægt er. Þannig er hægt að skapa í hug­anum það sem við þráum í raun­veru­leik­an­um.

Umbreyt­ingar krefj­ast hug­rekkis, þol­in­mæði og þess að við gefum hug­anum tæki­færi og rými til að end­ur­skipu­leggja sig. Við getum ekki farið beint frá því gamla til þess nýja heldur þurfum að dvelja í tóma­rúm­inu. Um er að ræða ferð frá einni sjálfs­mynd til ann­arrar og hún tekur tíma. Við förum mis­hratt í gegnum umskipt­in. Ýmis atriði geta haft áhrif á hrað­ann eins og fyrri reynsla og hvort við höfðum sjálf frum­kvæði að breyt­ing­un­um. 

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Óðinn Jónsson
Níræða Ríkisútvarpið
Kjarninn 5. desember 2020
Af þeim 2.333 íbúðum sem byggingaraðilarnir hyggjast reisa eru 1.368 á höfuðborgarsvæðinu og 965 á landsbyggðinni.
78 aðilar vilja byggja 2.333 íbúðir
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir áhyggjur af því að kröfur hlutdeildarlána kæmu í veg fyrir að sótt yrði um þau og hagkvæmt húsnæði byggt, virðast hafa verið óþarfar.
Kjarninn 5. desember 2020
Rannsókn á undanskotum vegna fjárfestingarleiðarinnar stutt á veg komin
Mál tengt einstaklingi sem grunaður er um að hafa skotið undan fjármagnstekjum með því að nýta sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands fór frá skattrannsóknarstjóra til héraðssaksóknara í maí. Þar er rannsókn þess stutt á veg komin.
Kjarninn 5. desember 2020
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar