Að þvælast fyrir eigin getu

Svavar Guðmundsson fjallar um samskipti sín við Þjónustu og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón og heyrnarskerðingu.

Auglýsing

Það getur oft fylgt því óþarfa streita að búa við hindrun hvers­konar sem er hamlandi að ein­hverju leyti í dag­lega líf­inu. Við fjöl­yrkjarnir sem not­umst við ýmis konar hjálp­ar­tæki erum auð­sjá­an­lega úrræða­góð þegar við þurfum að kom­ast á milli staða, eins og t.a.m. að heim­sækja stofn­an­ir.

Óþarf­lega oft hef ég rekið mig harka­lega á vegg þegar kemur að sam­skiptum við sumar opin­berar stofn­anir auk þess sem að hjá þeim hef ég mætt for­dóm­um. Álagið og streitan sem skap­ast við slík sam­skipti er fjarri því að ein­falda dag­legt líf manns, þvert á móti gerir hún það enn erf­ið­ara. Gæti ég nefnt þó nokkrar sem dæmi en ætla bíða með það fram yfir bólu­efni og jól, bólu­jól. 

Ég er svo sem engin und­an­tekn­ing, við lesum um raunir margra ein­stak­linga og atvinnu­lífið varð­andi sam­skiptum við ýmsar stofn­anir sem oft þvæl­ast ansi mikið fyrir sjálfum sér. Oft les maður að hjá fyr­ir­tækjum sé margra mán­aða bið eftir hinum ein­föld­ustu svörum og svo þvælist stór hópur ein­stak­linga og fyr­ir­tækja um alla borg og bý með kæru­bréf á milli allra kæru­nefnd­anna með öll krútt­legu nöfn­in. Kæra Ísland!

Að þvæl­ast fyrir eigin getu

Við getum aldrei alveg skilið þján­ingu ann­arra, því við göngum ekki í þeirra skóm. En það er alger lág­marks­krafa að stofn­anir sem eiga aðstoða fólk sem til þeirra leitar skuli ekki sífellt vera með „stæla“ með ítrek­uðu svar- og sinnu­leysi gagn­vart sumum skjól­stæð­ingum sín­um. Ég myndi t.d. kæra eina stofnun til Umboðs­manns Alþingis og fleiri stofn­ana ef ekki tæki svo langan tíma að fá úrskurð frá þeim og því birti ég þessa grein hér í stað­inn og sem víð­ast. En ég tel að Umboðs­maður Alþingis beri af á máls­hraða­með­ferðum engu að síð­ur. Ætli ég sendi honum þetta ekki bara, þó ég viti að hann sé að drukkna í kærum, bless­að­ur.

Stofn­unin á þann vafa­sama heiður að bera lengsta stofn­ana­heiti á Íslandi. Og nafnið þvælist í raun jafn­mikið fyrir stofn­un­inni sjálfri og ráðu­neyti þess, því ítrekað rugl­ast þau á heit­inu, sem greint er frá hér að neð­an. Já, og heiti þess­arar til­teknu stofn­un­ar, sem ætlað er að þjón­usta blinda og sjón­skerta, er þeim alger tungu­brjótur þar sem þau sjá ekki nafn­ið, því finnst stofn­unin eðli­legt að hafa það svona.

Tækni­fram­farir í í þróun hjálp­ar­tækja sem auð­velda blindum og sjón­skertum dag­legt líf eru á mik­illi sigl­ingu og ég fylgist mikið með þeirri þróun svo ég eigi mögu­leika á bæta lífs­gæði mín. Hver myndi ekki gera það? Ég var t.a.m. eini Íslend­ing­ur­inn sem fór fyrra á stærstu blindra­tækni­sýn­ingu í heimi sem haldin er ár hvert víða í evr­ópu, og hafði ég mikið gagn og gaman af.

Í lok síð­asta árs lagði ég í vík­ing til London þar sem ég keypti mér snjall­gler­augu en þau minna frekar á skíða­gler­augu í útliti en venju­leg gler­augu; þau eru samt fislétt og afar ein­föld í notk­un. Gler­augun kost­uðu 600.000.- krónur fyrir utan ferða­kostnað en ég fór út í tvígang með aðstoð­ar­manni (vini) til þess að kynna mér ólík gler­augu af þess­ari gerð. 

Þessi gler­augu virka vel á 6 ólíkar teg­undir augn­sjúk­dóma fyrir lög­blinda og mjög sjón­dapra og þau gagn­ast mér á margan hátt þó ég geti ekki gengið með þau úti, né keyrt bíl o.s.frv.. Ég get m.a. lesið öll bréf með þeim, get horft á kapp­leik í sjón­varpi úr venju­legri fjar­lægð, séð stúlk­urn­ar, horft dreym­inn til hafs og fylgst með fuglum og skip­um, en ekk­ert af þessu gat í 5 ár þar á und­an.

Þessi gler­augu eru það besta sem til er á mark­aðnum í dag í blindra­tækni. Ég bauðst til þess að kynna gler­augun fyrir lög­blindum og sjón­skertum ein­stak­lingum innan Blindra­fé­lags­ins en þeirri beiðni hefur aldrei verið svarað af for­ráða­mönnum þess og ekki er hægt að kenna Covid -19 um; því ég bauð þeim það áður en far­ald­ur­inn skall á. 

Auglýsing
Já, það er sárt að segja það og því nauð­syn­legt, að ég hef ekki orðið var við miklar fram­farir í mál­efnum blindra og sjón­skertra hér­lendis síðan ég kynnt­ist félag­inu fyrir um 6 árum. Félagið minnir mig að mörgu leyti á stjórn­laust skemmti­ferða­skip með óþarfa mörgum laumu­far­þegum um borð. Og aðrir und­ir­menn mót­mæla for­ingj­anum aldrei því þá eiga þeir raun­veru­lega hættu á að missa starfs sitt og íveru­stað innan félags­ins eins og við sem dæmin þekkja.. Stjórn­un­ar­stíll­inn er ekki ósvip­aður og and­inn á Júl­íusi Geir­munds­syni, með sjálf­læga kall­inn í brúnn­i. 

Ein­föld spurn­ing borin upp

Í mars á þessu ári hafði ég sam­band við Sjúkra­trygg­ingar til að kanna hvort þær tækju ein­hvern þátt í kaupum á gler­aug­un­um. Eftir smá­tíma komst ég í sam­band við deild­ar­stjóra sem benti mér á Sjúkra­trygg­ingar tækju ekki þátt í þessu en sagði svo orð­rétt:

„Þú átt að tala við stofn­un­ina, æ nú get ég ómögu­lega munað nafnið á henni, eitt­hvað þjón­usta, æ, það er svo langt að ég get aldrei munað það,“ sagði hún, ég skal bara segja þér það sagði ég við hana. Hún heitir Þjón­ustu og þekk­ing­ar­mið­stöð fyrir blinda, sjón­skerta og ein­stak­linga með sam­þætta sjón og heyrn­ar­skerð­ingu, og hún hló og sagði svo já, einmitt hún. En stofn­unin kallar sig þess á milli ein­fald­lega Mið­stöð­in. Hún á að sjá um hluta end­ur­greiðslna á gler­augum skv. lög­um, sagði þessi starfs­maður að lokum við mig.

Það er nátt­úr­lega stór­merki­legt þegar deild­ar­stjóri Sjúkra­trygg­inga getur ekki borið fram nafn á stofnun sem ætla mætti að væri hluti af heil­brigð­is­kerf­inu. Bók­stafirnir eru jú 95.

Ég hafði því sam­band við Mið­stöð­ina með langa nafnið í mars síð­ast­liðn­um.

Það er ekki auð­velt að vera stutt­orður þegar kemur að sam­skiptum við stofnun með svo mikið nafn, og hef ég í tvígang þurft að reka erindi mín í fjöl­miðlum vegna sinnu- og getu­leysis sumra starfs­manna henn­ar, og hef ég þegið mik­inn fýlu­poka­svip í stað­inn, þó ég sjá hann ekki, en auð­velt að skynja hann með lokuð aug­un, og gæti mér ekki verið meira sama. En á fýlu­svipur þeirra að bitna á mér, nei. Frá árinu 2017 hafa 4 ein­stak­lingar gengt starfi for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar. Það geti verið dokt­ors­verk­efni að rann­saka fyrir ein­hvern stjórn­sýslu­fræð­ing­inn, hvað veld­ur. Margir góðir starfs­menn hafa verið reknir af þessum stoppi­stöðv­ar­for­stjór­um. 

Og ég hef ekk­ert sér­stak­lega gaman af að standa í þessum skrifum og kvört­unum opin­ber­lega því tími minn er dýr­mætur og jafn­vel dýr­mæt­ari en ann­arra því ég þarf að hafa meira fyrir hlut­unum vegna sjón­depru minn­ar. Auk þess á ég engan vin sem nennir að hlusta á þessa þvælu­kenndu bar­áttu mína við þessa umbúða­miklu stofn­un.

Að mis­muna skjól­stæð­ingum

Ef þú ætlar að hlaupa hratt - skaltu gera það einn. Sinnu- og svar­leysið hefur verið gegn­um­gang­andi frá því ég bar upp erind­ið. Spurn­ingin var ein­föld, sú sama og ég hafði spurt Sjúkra­trygg­ingar stuttu áður. Svar barst stuttu síðar þess efnis málið þyrfti skoð­un. Ég get skilið það þar sem gler­augun keypti ég að mínu frum­kvæði. Því enda vissi ég það hefði aldrei þýtt að byrja á hinum end­an­um, sem sagt að biðja Mið­stöð­ina að kaupa svona gler­augu til lands­ins til að leyfa prófun á þeim. Þá leið próf­aði ég árið 2017 sem end­aði með blaða­grein sem heitir „gler­augun í kass­an­um“. Ekki ætla ég að rekja felu­leik­inn og svar­leysið næstu mán­uð­ina, það skín í gegn ann­ars­stað­ar.

Ég fékk loks­ins eitt­hvað áþreif­an­legt svar tæpum 4 mán­uðum síðar frá for­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, í júlí. Þar kom hann fram með afsök­un­ar­beiðni, eina ferð­ina enn. Hann kom þá með til­lögu að stofn­unin keypti helm­ing­inn í gler­aug­unum í stað þess að veita styrk til kaupa á þeim, fyrst þau vildu ekki styrkja kaupin beint því það ætti víst að vera of flókið fyrir mig skatta­lega. Kaupin yrðu með því for­orði að ég myndi leyfa þeim lög­blindu sem það vildu að prófa þau. 

Ég sagð­ist skyldi hugsa málið en tók það skýrt fram að ég myndi alltaf eiga meiri­hlut­ann í gler­aug­un­um, já, já ekki málið sagði núver­andi settur for­stjóri, Bjarni Gríms­son. Í fram­hald­inu hugs­aði ég með mér, ekki er öll vit­leysan eins, að stofnun úti í bæ ætli að eiga helm­ing í gler­augum á móti lög­blindum manni, þeir eigi hægra glerið og ég það vinstra.. Já, og það tók virki­lega um 4 mán­uði að taka þessa ákvörð­un. Skyldi Sjálfs­björg eiga helm­ing í ein­hverjum hjóla­stólum not­enda þeirra, t.d. annað dekk­ið.? 

Að hjálpa öðrum „get­ur“ gefið for­dæmi

Nokkrum dögum síðar til­kynnti ég að ég væri til í þetta, þ.e. að kenna ný-lög­blindum og öðrum með þannig sjón á gler­augun þar sem ekki er um stóran hóp að ræða. Ég myndi glaður hjálpa þeim sem vildu prófa og þar með bæta lífs­gæði sín þó gler­augun henti ekki öll­um. Ég myndi eiga 51% í gler­aug­unum og Mið­stöðin 49 % og ég hefði þau í minni umsjá og væri ávallt með yfir­ráð. Þannig lauk okkar sam­tali, sam­þykkt af beggja hálfu.

Dregst nú málið á lang­inn, for­stjór­inn tók upp á því að láta hvorki ná í sig í gegnum skipti­borðið né svara tölvu­póstum næstu tvo mán­uði eða svo. Stofn­ana­þol­in­mæði, stofn­ana­bið­lund, stofn­ana­skiln­ingur og stofn­ana­þreyta, allt eru þetta orð sem eru á hraðri leið inn í tungu­málið okk­ar.

Lík­leg skýr­ing á því gæti verið sífellt styttri vinnu­vika sam­hliða allri fjölda háskóla­gráðu­væð­ing­unni, sem leiðir af sér mennt­un­ar­á­kvarð­ana­fælni sem leiðir af sér að ð ein­föld­ustu mál verða að risa­vanda­mál­um. Þess á milli virð­ast menn alltaf á verk­ferla­grein­inga­fundum um hvernig leysa eigi hin ein­föld­ustu mál, og áður búið er að afreka nokkuð er vinnu­dag­ur­inn skyndi­lega búinn. Mat­seljan fer síðan síð­ust úr húsi því kaffi­bolla­upp­vaskið var óvenju mikið þennan dag.

Aula­skap­ur­inn er úti um allt, enn eina ferð­ina. Ég stór efast um að setti for­stjór­inn gæti tekið skyndi­á­kvörðun um að kaupa nýja teg­und örygg­is­hjálma handa sjó­mönnum og það væri sól­ar­hringur í brott­för.

Stofn­ana­stælar

Mér barst síðan afsök­un­ar­bréf um hvað málið hefði dreg­ist á lang­inn, eða þann 6. okt. síð­ast­lið­inn, ásamt sam­komu­lagi um aðkomu Mið­stöðv­ar­innar að þessum gjörn­ingi. Sam­komu­lagið var aðeins 8 lín­ur. Já, Það tók for­stjór­ann sem­sagt 6 mán­uði að skrifa 8 línu sam­komu­lag og það um notkun á gler­augum fyrir lög­blinda og sjón­dapra. Það ætti að veita slóða­orð­una fyrir svona frammi­stöðu en mér skylst að Vega­gerðin veiti hana árlega fyrir sér­lega skap­andi slóða­gang.

og hér eft­ir­far­andi eru aðal­at­riði þess: (3 af 8 lín­un­um) 

„Svavar mun reyna tækið og deila reynslu sinni til starfs­manna Mið­stöðv­ar­innar eftir sam­ráði og sam­komu­lagi a.m.k. sem svarar um 50 vinnu­tím­um. Svavar mun einnig verða til­bú­inn til að leið­beina og kenna öðrum not­endum Mið­stöðv­ar­innar á þessi tæki“.

Þetta svo­kall­aða sam­komu­lag er ekk­ert annað en hræsni, hroki og stælar því aldrei áður hafði verið talað um ein­hvern tíma­fjölda. Sjái hver sem vill sjá! Sjálfur fékk ég hálf­tíma kennslu á gler­augun úti í London og hefur það dugað mér vel. Hvað á ég þá að fara kenna starfs­mönnum stofn­un­ar­innar í 50 klst., en ein­ungis tveir sjón­tækja­fræð­ingar starfa þarna en ekki 100 og eru þeir einu sem á tækið þyrftu að læra. Það sér það hver sem vill sjá, per­sónu­leg óvild í minn garð þar sem ég hef gagn­rýnt stofn­un­ina opin­ber­lega og ekki van­þörf á, og nægu er af taka í þeim mál­um.

Alsjá­andi mann­eskja lærir á Iris Vision gler­augun á 10 mín­útum (Youtu­be). Það tók stofn­un­ina sem sagt hálft ár að kom­ast að þess­ari nið­ur­stöðu. Og auð­vitað eiga þessi vinnu­brögð ekki að koma mér á óvart í ljósi fyrri greina­skrifa minna um starf­semi stofn­un­ina. Það er eðli­legt að stofn­anir læri af gagn­rýni not­enda hennar í stað þess að víg­bú­ast af gremju.

Á þessum tíma­punkti ákvað ég að eiga gler­augun einn og standa ekki í þessum fífla­skap, við stofnun sem er með vand­læt­ingu og stæla við skjól­stæð­ing sinn. Í raun ætti að reka sitj­andi for­stjór­ann og yfir­sjóntækja­fræð­ing­inn fyrir ömur­leg vinnu­brögð, ekki bara þessi heldir líka eldri vinnu­brögð sbr. Gler­augun í kass­anum þar sem það tók mig og aðra hálft ár að prófa gler­augu sem lágu ofan í skúffu hjá sjón­tækja­fræð­ingn­um. Þessi teg­und af fram­komu er ein­hvers­konar fötl­un.

Ég ákvað engu að síður að svara til baka svona til þess að sjá hvort ein­hver glóra væri í þessu for­stjóra greyi og yfir­sjóntækja­fræð­ing­um, þó ég væri búinn að taka mína ákvörð­un. 

Svar mitt var ein­falt: fækkið í 25 tíma í stað 50. Kveðja Svav­ar 

Mér hefur reyndar ekki borist svar frá því 6. októ­ber við til­lögu minni þrátt fyrir ítrekun þess í tvígang.. Ég segi við alsjá­andi: þið eruð heppin að þurfa ekki að eiga við þessa stofnun því hún er í raun streitu­valdur í stað hins óskrif­aða orð sem þjón­usta er. Það er til skammar hvernig svona starfs­menn fara með tíma fólks og fjár­muni skatt­greið­enda. 

Á þessum tíma sem málið hefur þvælst á milli lapp­ana á þeim misstu vafa­lítið ein­hverjir skjól­stæð­ingar stofn­un­ar­innar tæki­færi á að bæta lífs­gæði sín með því að prófa gler­aug­un, en það er auð­sjá­an­lega ekki for­gangs- eða hags­muna­mál for­stjór­ans og sjón­tækja­fræð­ing­ana. Auð­vitað er ágætis starfs­fólk þarna inn á milli, en þeir for­stjórar sem þarna hafa verið meira upp­teknir af skjala­stjórn­un, að glugg­a­rnir séu hreinir og því að fægja langa nafnið á stofn­un­inni.

Til fróð­leiks hefur verið úthlutað nokkrum blindra­hundum í ár og er það vel. Nokkrir starfs­menn Blindra­fé­lags­ins hafa fengið úthlutað leið­sögu­hund. Ég og þeir sem hafa fengið hundana úthlutað erum allri skil­greindir lög­blindir en leið­sögu­hundur hentar ekki öllum og hefur það ekki ein­ungis með lög­blindu að gera. Blindra­hundur hentar mér t.d. ekki.

Kostn­aður við kaup og þjálfun á blindra­hundi er á bil­inu 8-10 millj­ónir . Gler­augun umræddu kost­uðu aðeins kr. 600.­þús­und kr. Sem­sagt brot af kostn­aði við hund. Þessi félagi minn sem er starfs­maður Blindra­fé­lags­ins sótti um hund í jan­úar og fékk hann í sept­em­ber já, allt á þessu ári. Og hann þarf ekki að borga krónu í hon­um, né vera með hann á 50 tíma tísku­sýn­ingu hjá stofn­un­inni með langa nafnið sem fæstir geta borið rétt fram. Já, það eru ekki allir jafnir fyrir stofn­ana­syk­ur­sýk­inni.

Aug­lýst eftir nýjum for­stjóra

Nú er enn á ný verið að aug­lýsa eftir for­stjóra stofn­un­ar­innar en hún heyrir undir Félags­mála­ráðu­neyt­ið. Ég veit ekki mikið um starfs­getu þeirrar mann­eskju sem skrif­aði aug­lýs­ing­una en nafnið á stofn­un­inni er til­tekið í þrí­gang í aug­lýs­ing­unni en ein­ungis einu sinni rétt en í hin tvö skiptin kol­rangt og í raun vantar 24 bók­stafi í nafnið svo það komi rétt fram í aug­lýs­ing­unn­i. 

Stofn­unin breytti um nafn árið 2017 og það er alger­lega magnað að ráðu­neyt­is­stjór­inn sem skrifar undir aug­lýs­ing­una skuli ekki vita betur eða sjá svo afger­andi og fárán­lega aug­ljósa fram­setn­ingu. Sá sem fær ekki starfið hlýtur örugg­lega að kæra þegar hann áttar sig á því að hann hafi sótt um hjá vit­lausri stofnun og kærir síðan öll vinnu­brögðin til kæru­nefndar í lofts­lags­málum því bréfið fór inn um ranga bréfalúgu.

Að kunna ekki sitt eigið nafn

Stofn­unin virð­ist nú vart vita um sitt eigið rétta nafn held­ur, því t.a.m. á sam­fé­lags­miðlum og ann­ars­staðar notar hún enn nafnið sem var aflagt fyrir rúmum 3 árum, og ef komið er inn í and­dyri hennar í Hamra­hlíð 17, er áber­andi skilti sem vísar á starf­semi stofn­un­ar­innar þá er þar einn not­ast við gamla nafn­ið, þetta er alveg frá­bær­lega fram­úr­skar­andi fram­taks­semi hjá yfir­mönnum þess­arar stofn­un­ar. Nú þegar Credit­info er að birta lista yfir þá sem borga reikn­ing­ana sína á eindaga og kallar þau fram­úr­skar­andi fyrir skil­vísi sína, væri ekki úr vegi að taka upp nýja keppni meðal íslenskra fyr­ir­tækja sem gæti heitið „Að standa undir eigin nafn­i“. Það þarf ekki að spyrja að leikslokum hver yrði sig­ur­veg­ari.

Það er ekki eins og það vanti bara ein­hverja kommu eða þvíum­líkt, nei, nei, í gamla nafn­inu voru 71 bók­stafur en 95 bók­stafir í nýja nafn­inu sem tekið var upp 1. jan­ú­ar, 2018, og því hefur ekki enn verið breytt í and­dyri stofn­un­ar­innar né víða ann­ars­stað­ar.

Auglýsing
Einhverjum kann að finn­ast þetta óþarfa smá­muna­semi í mér, en ef maður getur ekki haft nafnið sitt á hreinu, hvað er þá í lagi? Já, og sjálft ráðu­neytið sem stofn­unin heyrir undir er ekki með nafnið á hreinu eins og má lesa í starfs­aug­lýs­ing­unni. Og flækju­stigið í hæstu hæðum varð­andi aðkomu að ein­földum hjálp­ar­tækjum að manni fer að gruna mat­selj­una um græsku.

Það skyldi þó ekki vera að mat­seljan sé með grugg í poka þá daga sem hún fer síð­ust úr húsi, þá daga sem kaffi­drykkjan fer úr bönd­un­um. það hlýtur að vera skýr­ing á orku­leysi for­stjór­ans og sumra starfs­manna á hroll­vekj­andi seina­gangi og fádæma fram­taks­leysi.

Í raun þyrfti að gera stjórn­sýslu- og vand­ræða­gangsút­tekt á starf­sem­inni og kanna hvað veldur öllu þessu fram­taks­leysi og kanna þessi tíðu for­stjóra­skipti en engin af fyrri for­stjórum hefur haft grunn­þekk­ingu á mála­flokknum áður en til starfans var komið og ekki ósenni­legt að þar liggi metn­að­ar­leysið graf­ið.

Í núver­andi starfs­aug­lýs­ingu sem rann út í gær, þann 10. nóv­em­ber 2020, var eft­ir­far­andi skil­yrða krafist: 

  1. Þekk­ing og reynsla af þeim mála­flokkum sem heyra undir stofn­un­ina.
  2. Metn­aður og vilji til að ná árangri.
  3. Frum­kvæði, sjálf­stæði í vinnu­brögðum og skipu­lags­hæfni.

Engum af þessum eig­in­leikum hef ég kynnst í fari núver­andi og und­an­geng­inna for­stjóra því mið­ur, og er ég ekki einn á þeim sorg­ar­báti.

Það væri ósk­andi að sá for­stjóri fynd­ist nú sem fellur að ofan­greindir hæfi­leika­lýs­ingu svo bjarga megi jól­unum þetta árið og þeim næstu. Það væri mun skemmti­legra að skrifa stofn­un­inni fal­legt jóla­kort á næstu jólum í stað þessa bréfs og senda þeim um leið mandar­ínu­kassa. 

Það getur tæp­ast verið svo flókið að finna réttu mann­eskj­una í starfið og ráðu­neytið ætti að girða sig í brók og ein­beita sér örlítið að því sem það er að gera. Blindur maður sá meira að segja þessa fárán­lega illa skrif­uðu aug­lýs­ing­u. 

Ps. Ég býðst til að próf­ark­ar­lesa allt sem ráðu­neytið sendir út frá sér fyrir ánægj­una eina. Þannig væri hægt að spara umtals­verðar fjár­hæðir sem nýta mætti til að kaupa ólík hjálp­ar­tæki handa skap­andi og úrræða­góðum fjöl­yrkjum þessa lands.

Höf­undur er fjöl­yrki.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar