Fórnir unga fólksins

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifar um hagsmuni ungs fólks á tímum COVID-19 og bendir á að þeir séu samofnir hagsmunum samfélagsins okkar til framtíðar.

Auglýsing

Það er sívax­andi þungi í umræðu um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana. Tím­inn mun leiða í ljós hvort ráð­staf­anir stjórn­valda á þessum sér­kenni­legu tímum sam­ræm­ast áskiln­að­inum um með­al­hóf í ákvarð­ana­töku, sér­stak­lega þeim sem skerða til­finn­an­lega frelsi fólks til ferða, athafna og einka­lífs. Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, hefur af því til­efni ítrekað bent á mik­il­vægi þess að við fest­umst ekki í far­inu um hvað þessar núver­andi aðgerðir stjórn­valda valdi miklum skaða, heldur hvað ger­ist ef við missum tök­in. Einmitt þess vegna er að mínu mati mik­il­vægt að stjórn­völd séu vel með á nót­unum og leiti allra leiða til að draga úr skað­legum lang­tíma­af­leið­ingum þeirra sótt­varna­að­gerða sem gripið hefur verið til. 

Að þessu sögðu er ljóst að aðstæður ólíkra hópa fólks hafa fengið mis­mikla athygli stjórn­valda. Athygli hefur eðli­lega beinst að frelsi fólks til vinnu, enda dylj­ast engum nei­kvæðar afleið­ingar af því að skerða það frelsi auk þess sem þær koma mjög fljótt fram. Okkur ber hins vegar ein­fald­lega skylda til að líta lengra í við­brögðum okk­ar.  

Þess hefur verið gætt að skóla­starf barna sé því sem næst órof­ið, en við vitum að allar tak­mark­anir á því eru til þess fallnar að hafa áhrif á tæki­færi þessa hóps í fram­tíð­inni; lífs­gæði, getu til frekara náms, félags­þroska og almenns heil­brigð­is. Þess vegna hefur til dæmis Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin lagst alfarið gegn því að grunn­skólum sé lok­að. 

Tímar sem koma ekki aftur

Hingað til hefur þó ekki verið nægi­legur fókus á sömu sjón­ar­mið þegar kemur að unga fólk­inu okk­ar, sem hefur lokið grunn­skóla, og afleið­ingum COVID-ráð­staf­ana á þann stóra hóp. Það verður að segj­ast að fórnir þess hóps hafi ekki verið metnar að verð­leik­um. Við­brögð stjórn­valda sem snúa að kennslu í fram­halds­skólum og háskólum hafa verið ómark­viss og mis­vísandi og enn ekki ljóst hvort og hvenær stað­nám hefst á ný, hvernig próftöku jóla­prófa verður háttað og hvaða for­sendur eru að baki ólíkra inn­gripa á milli skóla­stiga.

Auglýsing
Hjá háskól­um, líkt og hjá fram­halds­skól­um, hefur mik­ill tími og orka farið í það að bregð­ast við síbreyti­legum aðstæðum og aðgerðum vegna sótt­varna­að­gerða. Af hálfu stjórn­enda hefur verið kallað eftir því að stjórn­völd tryggi festu til lengri tíma svo hægt sé að setja hags­muni nem­enda framar í for­gangs­röð­ina. Fyr­ir­sjá­an­leiki og gegn­sæi eru lyk­il­orð hér sem og ann­ars staðar þegar kemur að getu okkar til að bregð­ast við far­aldr­inum á besta mögu­legan hátt. Við erum ekki lengur að kljást við for­dæma­lausa tíma. 

Með fullri virð­ingu fyrir mik­il­vægi fjar­náms, þá er það ekki síst félags­legi þátt­ur­inn sem reynir mest á núna. Nem­endur í fram­halds­skólum og háskólum eign­ast þar vini sem end­ast út ævina. Tak­mark­anir á tæki­færum nem­enda til að sitja saman í kennslu­stund eða hitt­ast á milli kennslu­stunda og á skemmt­unum utan kennslu eru til þess fallnar að svipta þennan hóp tíma og tæki­færum sem koma ekki aft­ur. Við útskrif­umst bara einu sinni úr fram­halds­skóla. Útskriftir úr háskóla eru líka stór­mál. Eins er það með fyrstu skrefin í fram­halds­skóla. Spennan og til­hlökk­unin er eitt­hvað sem við munum flest. Þetta eru tímar sem koma ekki aft­ur. Upp­lifun sem verður ekki end­ur­sköpuð síð­ar. 

Risa­vaxnar áskor­anir

Kann­anir sýna að nem­endur eru ekki bein­línis óánægðir með það sem verið er að gera, en þeim líður almennt illa í þessum aðstæð­um. Það hefur komið fram í fjöl­miðl­um, í sam­tölum við skóla­stjórn­endur og náms­ráð­gjafa skól­anna að nem­endur hafi sýnt mikla seiglu og dugnað en farið sé að bera á „zoom-­þreytu“ meðal þeirra. Hér spilar svo auð­vitað líka inn í að aðstaða nem­enda til að vinna heima er mjög mis­mun­andi. Því má ekki gleyma. Það er ein­fald­lega lyk­il­at­riði að finna leiðir til að opna dyr skól­anna fyrir þessum hópi eins fljótt og auðið er. Og tryggja aukið aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu sam­hliða vegna þess að auk félags­lega þátt­ar­ins þurfum við að hlúa þeim sál­ræna. 

Eftir því sem núver­andi aðstæður drag­ast á lang­inn, eykst hættan á því að hópur nem­enda gef­ist ein­fald­lega upp. Verði það raunin á sama tíma og litla sem enga vinnu er að fá, þá er það upp­skrift að týndri kyn­slóð. 

Við vissum fyrir tíma COVID að unga kyn­slóðin stæði frammi fyrir risa­vöxnum áskor­un­um, ekki síst þegar litið er til umhverf­is­mála. Nú vitum við að þessi hópur mun stíga sín fyrstu skref í atvinnu­líf­inu í heimi sem verður lík­lega tölu­vert frá­brugð­inn heim­inum fyrir heims­far­ald­ur­inn. Það má færa rök fyrir því að áhersla á að svara þessum aðstæð­um, sé of neð­ar­lega í for­gangs­röð­un­inni. Við þurfum líka að meta áhrif lok­ana og nálægð­ar­tak­mark­ana á kaffi­hús, skemmti­staði og bari, íþrótta­iðkun og annað slíkt með til­liti til aðstæðna ungs fólks sem þessar aðgerðir bitna á. Fjar­kennsla ein og sér getur ekki komið í stað­inn fyrir tæki­færi nem­enda til að efla félags­þroska, tengj­ast vin­áttu­bönd­um, slíta vin­áttu, skemmta sér, eign­ast kærasta og kærust­ur, vinna og svo ótal margt fleira.

Það þarf stór og ákveðin skref

Síð­ast en ekki síst þarf að meta áhrif sótt­varna­ráð­staf­ana og í kjöl­farið efna­hags­ráð­staf­ana á tekju­mögu­leika stúd­enta. Aukið atvinnu­leysi leggst þungt á sam­fé­lag þeirra þar sem vinna með námi er ekki bara algeng, heldur er norm­ið, sér­stak­lega á háskóla­stig­inu. Nú eru tekju­mögu­leik­arnir skertir hjá þessum hópi og lítið hefur verið gert til að bæta þeim tap­ið. Það hefur hvorki verið gripið til þess ráðs að hækka grunn­fram­færslu náms­lána né að hækka frí­tekju­mörk­in, sem gæti nýst sumum þeirra vel. Þá hefur ekki verið gengið í að tryggja náms­mönnum tíma­bundin rétt­indi til atvinnu­leys­is­bóta til að bæta fyrir vinnu­tap þeirra eða auka að ráði svig­rúm fólks til vinnu með­fram atvinnu­leys­is­bót­um. Þar þurfum við að gera bet­ur. 

Við  megum ekki bara að bíða af okkur ástandið núna, í von um að allt fær­ist í fastar skorður innan skamms. Að skekkj­urnar sem mynd­ast við núver­andi aðstæður rétt­ist af sjálfu sér. Við verðum þvert á móti að finna svör við því hvernig við getum stutt sér­stak­lega við ungt fólk – núna og ekki síður í þeim heimi sem tekur við. Skrefin þurfa að vera mark­viss og nægi­lega stór til þess að gagn­ast réttum hópi á réttum tíma.  Það er án nokk­urs vafa það skyn­sam­leg­asta sem við getum gert. Hags­munir ungs fólks eru ekki létt­vægir og það sem meira er, hags­munir ungs fólks eru sam­ofnir hags­munum sam­fé­lags­ins okkar til fram­tíð­ar. Það verður ekki slitið úr sam­heng­i. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar