Fórnir unga fólksins

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, skrifar um hagsmuni ungs fólks á tímum COVID-19 og bendir á að þeir séu samofnir hagsmunum samfélagsins okkar til framtíðar.

Auglýsing

Það er sívax­andi þungi í umræðu um vald­heim­ildir sótt­varna­læknis og heil­brigð­is­ráð­herra til opin­berra sótt­varna­ráð­staf­ana. Tím­inn mun leiða í ljós hvort ráð­staf­anir stjórn­valda á þessum sér­kenni­legu tímum sam­ræm­ast áskiln­að­inum um með­al­hóf í ákvarð­ana­töku, sér­stak­lega þeim sem skerða til­finn­an­lega frelsi fólks til ferða, athafna og einka­lífs. Þórólfur Guðna­son, sótt­varna­lækn­ir, hefur af því til­efni ítrekað bent á mik­il­vægi þess að við fest­umst ekki í far­inu um hvað þessar núver­andi aðgerðir stjórn­valda valdi miklum skaða, heldur hvað ger­ist ef við missum tök­in. Einmitt þess vegna er að mínu mati mik­il­vægt að stjórn­völd séu vel með á nót­unum og leiti allra leiða til að draga úr skað­legum lang­tíma­af­leið­ingum þeirra sótt­varna­að­gerða sem gripið hefur verið til. 

Að þessu sögðu er ljóst að aðstæður ólíkra hópa fólks hafa fengið mis­mikla athygli stjórn­valda. Athygli hefur eðli­lega beinst að frelsi fólks til vinnu, enda dylj­ast engum nei­kvæðar afleið­ingar af því að skerða það frelsi auk þess sem þær koma mjög fljótt fram. Okkur ber hins vegar ein­fald­lega skylda til að líta lengra í við­brögðum okk­ar.  

Þess hefur verið gætt að skóla­starf barna sé því sem næst órof­ið, en við vitum að allar tak­mark­anir á því eru til þess fallnar að hafa áhrif á tæki­færi þessa hóps í fram­tíð­inni; lífs­gæði, getu til frekara náms, félags­þroska og almenns heil­brigð­is. Þess vegna hefur til dæmis Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin lagst alfarið gegn því að grunn­skólum sé lok­að. 

Tímar sem koma ekki aftur

Hingað til hefur þó ekki verið nægi­legur fókus á sömu sjón­ar­mið þegar kemur að unga fólk­inu okk­ar, sem hefur lokið grunn­skóla, og afleið­ingum COVID-ráð­staf­ana á þann stóra hóp. Það verður að segj­ast að fórnir þess hóps hafi ekki verið metnar að verð­leik­um. Við­brögð stjórn­valda sem snúa að kennslu í fram­halds­skólum og háskólum hafa verið ómark­viss og mis­vísandi og enn ekki ljóst hvort og hvenær stað­nám hefst á ný, hvernig próftöku jóla­prófa verður háttað og hvaða for­sendur eru að baki ólíkra inn­gripa á milli skóla­stiga.

Auglýsing
Hjá háskól­um, líkt og hjá fram­halds­skól­um, hefur mik­ill tími og orka farið í það að bregð­ast við síbreyti­legum aðstæðum og aðgerðum vegna sótt­varna­að­gerða. Af hálfu stjórn­enda hefur verið kallað eftir því að stjórn­völd tryggi festu til lengri tíma svo hægt sé að setja hags­muni nem­enda framar í for­gangs­röð­ina. Fyr­ir­sjá­an­leiki og gegn­sæi eru lyk­il­orð hér sem og ann­ars staðar þegar kemur að getu okkar til að bregð­ast við far­aldr­inum á besta mögu­legan hátt. Við erum ekki lengur að kljást við for­dæma­lausa tíma. 

Með fullri virð­ingu fyrir mik­il­vægi fjar­náms, þá er það ekki síst félags­legi þátt­ur­inn sem reynir mest á núna. Nem­endur í fram­halds­skólum og háskólum eign­ast þar vini sem end­ast út ævina. Tak­mark­anir á tæki­færum nem­enda til að sitja saman í kennslu­stund eða hitt­ast á milli kennslu­stunda og á skemmt­unum utan kennslu eru til þess fallnar að svipta þennan hóp tíma og tæki­færum sem koma ekki aft­ur. Við útskrif­umst bara einu sinni úr fram­halds­skóla. Útskriftir úr háskóla eru líka stór­mál. Eins er það með fyrstu skrefin í fram­halds­skóla. Spennan og til­hlökk­unin er eitt­hvað sem við munum flest. Þetta eru tímar sem koma ekki aft­ur. Upp­lifun sem verður ekki end­ur­sköpuð síð­ar. 

Risa­vaxnar áskor­anir

Kann­anir sýna að nem­endur eru ekki bein­línis óánægðir með það sem verið er að gera, en þeim líður almennt illa í þessum aðstæð­um. Það hefur komið fram í fjöl­miðl­um, í sam­tölum við skóla­stjórn­endur og náms­ráð­gjafa skól­anna að nem­endur hafi sýnt mikla seiglu og dugnað en farið sé að bera á „zoom-­þreytu“ meðal þeirra. Hér spilar svo auð­vitað líka inn í að aðstaða nem­enda til að vinna heima er mjög mis­mun­andi. Því má ekki gleyma. Það er ein­fald­lega lyk­il­at­riði að finna leiðir til að opna dyr skól­anna fyrir þessum hópi eins fljótt og auðið er. Og tryggja aukið aðgengi að sál­fræði­þjón­ustu sam­hliða vegna þess að auk félags­lega þátt­ar­ins þurfum við að hlúa þeim sál­ræna. 

Eftir því sem núver­andi aðstæður drag­ast á lang­inn, eykst hættan á því að hópur nem­enda gef­ist ein­fald­lega upp. Verði það raunin á sama tíma og litla sem enga vinnu er að fá, þá er það upp­skrift að týndri kyn­slóð. 

Við vissum fyrir tíma COVID að unga kyn­slóðin stæði frammi fyrir risa­vöxnum áskor­un­um, ekki síst þegar litið er til umhverf­is­mála. Nú vitum við að þessi hópur mun stíga sín fyrstu skref í atvinnu­líf­inu í heimi sem verður lík­lega tölu­vert frá­brugð­inn heim­inum fyrir heims­far­ald­ur­inn. Það má færa rök fyrir því að áhersla á að svara þessum aðstæð­um, sé of neð­ar­lega í for­gangs­röð­un­inni. Við þurfum líka að meta áhrif lok­ana og nálægð­ar­tak­mark­ana á kaffi­hús, skemmti­staði og bari, íþrótta­iðkun og annað slíkt með til­liti til aðstæðna ungs fólks sem þessar aðgerðir bitna á. Fjar­kennsla ein og sér getur ekki komið í stað­inn fyrir tæki­færi nem­enda til að efla félags­þroska, tengj­ast vin­áttu­bönd­um, slíta vin­áttu, skemmta sér, eign­ast kærasta og kærust­ur, vinna og svo ótal margt fleira.

Það þarf stór og ákveðin skref

Síð­ast en ekki síst þarf að meta áhrif sótt­varna­ráð­staf­ana og í kjöl­farið efna­hags­ráð­staf­ana á tekju­mögu­leika stúd­enta. Aukið atvinnu­leysi leggst þungt á sam­fé­lag þeirra þar sem vinna með námi er ekki bara algeng, heldur er norm­ið, sér­stak­lega á háskóla­stig­inu. Nú eru tekju­mögu­leik­arnir skertir hjá þessum hópi og lítið hefur verið gert til að bæta þeim tap­ið. Það hefur hvorki verið gripið til þess ráðs að hækka grunn­fram­færslu náms­lána né að hækka frí­tekju­mörk­in, sem gæti nýst sumum þeirra vel. Þá hefur ekki verið gengið í að tryggja náms­mönnum tíma­bundin rétt­indi til atvinnu­leys­is­bóta til að bæta fyrir vinnu­tap þeirra eða auka að ráði svig­rúm fólks til vinnu með­fram atvinnu­leys­is­bót­um. Þar þurfum við að gera bet­ur. 

Við  megum ekki bara að bíða af okkur ástandið núna, í von um að allt fær­ist í fastar skorður innan skamms. Að skekkj­urnar sem mynd­ast við núver­andi aðstæður rétt­ist af sjálfu sér. Við verðum þvert á móti að finna svör við því hvernig við getum stutt sér­stak­lega við ungt fólk – núna og ekki síður í þeim heimi sem tekur við. Skrefin þurfa að vera mark­viss og nægi­lega stór til þess að gagn­ast réttum hópi á réttum tíma.  Það er án nokk­urs vafa það skyn­sam­leg­asta sem við getum gert. Hags­munir ungs fólks eru ekki létt­vægir og það sem meira er, hags­munir ungs fólks eru sam­ofnir hags­munum sam­fé­lags­ins okkar til fram­tíð­ar. Það verður ekki slitið úr sam­heng­i. 

Höf­undur er þing­flokks­for­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Ásmundur Einar Daðason mun taka við málinu gegn Hafdísi Helgu Ólafsdóttur af Lilju Alfreðsdóttur. Hér eru þau saman á kosningavöku Framsóknarflokksins í september.
Ásmundur Einar tekur við málarekstri Lilju gegn Hafdísi
Nýr mennta- og barnamálaráðherra Framsóknarflokksins hefur fengið í fangið mál sem varðar brot forvera hans í embætti og samflokkskonu gegn jafnréttislögum. Það bíður hans að taka ákvörðun um hvort málarekstri fyrir Landsrétti skuli haldið til streitu.
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar