Meðalverð á raforku til álvera á Íslandi mun hækka

Ketill Sigurjónsson, sérfræðingur í orkumálum, skrifar um nýja skýrslu um raforkuverð til stóriðju og hvernig það verð muni þróast til framtíðar.

Auglýsing

Þýska fyr­ir­tækið Fraun­hofer hefur skilað skýrslu sinni um sam­keppn­is­stöðu stór­iðju á Íslandi m.t.t. orku­verðs. Almenna nið­ur­staðan vegna álvera er að álverk­smiðj­urnar á Íslandi njóta sam­keppn­is­hæfs verðs í alþjóð­legu sam­hengi (alu­minium prod­ucing industries have relati­vely competitive elect­ricity prices in Iceland when compared at a global level). Þessi nið­ur­staða Fraun­hofer kemur engum á óvart, enda hefur Ísland um langt skeið verið tölu­vert langt undir með­al­verði til álvera í heim­inum og nokkrir orku­samn­ing­anna hér kveða á um verð sem er með því alla lægsta sem þekk­ist í áliðn­aði heims­ins.

Í sam­an­burði sínum leit Fraun­hofer sér­stak­lega til þriggja landa sem eru með umtals­verðan áliðnað og er þar um að ræða Kana­da, Noreg og Þýska­land. Sam­an­burð­ur­inn við Kanada á vel að merkja ein­ungis við um álverin í Qué­bec-­fylki, en þar er jú vagga kanadíska áliðn­að­ar­ins og átta af níu kanadískum álverum eru stað­sett í fylk­inu frönsku­mæl­andi. Það hefði reyndar verið áhuga­vert ef Fraun­hofer hefði haft sam­an­burð­inn aðeins breið­ari og t.a.m. líka skoðað orku­verð til álvera í Banda­ríkj­un­um, en það var ekki gert í þetta sinn. 

Auglýsing
Í þessum sam­an­burði Fraun­hofer var litið til heild­ar­orku­verðs­ins, þ.e. bæði bor­inn saman kostn­aður vegna sjálfrar raf­orkunnar og kostn­aður vegna raf­orku­flutn­ings (sem er hlut­falls­lega nokkuð hár á Íslandi miðað við bæði Kanada og Nor­eg). Einnig var litið til ann­arra orku­tengdra gjalda sem áliðn­að­ur­inn greiðir í hverju landi fyrir sig. Þegar rætt er um orku­verð hér, er átt við heild­ar­verðið sem við­kom­andi álver greiðir vegna raf­orkunnar og að fá hana afhenta í sam­ræmi við skil­grein­ingu Fraun­hofer.

Nið­ur­staða Fraun­hofer í þessum sam­an­burði var eft­ir­far­andi:

  • Álverin á Íslandi greiða lægra verð fyrir ork­una en álverin í Þýska­land­i. 
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins lægra verð (slightly lower) fyrir ork­una en álverin í Nor­egi, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að sam­keppn­is­hæfni álver­anna á Íslandi og þeirra í Nor­egi sé svip­uð. 
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins hærra verð (slightly hig­her) fyrir ork­una en álverin í Qué­bec í Kana­da, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að álverin á Íslandi séu almennt sam­keppn­is­hæf við álverin í Kanada (competitive in average terms). Bæði er til dæmi um álver á Ísland sem greiðir lægra verð en með­al­verðið í Qué­bec og dæmi um álver á Íslandi sem greiðir hærra verð en með­al­verðið í Qué­bec. 

Sam­kvæmt Fraun­hofer er með­al­verð á orku til álvera á Íslandi sem sagt lægra en í Nor­egi og Þýska­landi, en hærra en með­al­verðið í Kanada. Af þessum löndum er orku­verðið til álvera hag­stæð­ast í Kanada (Qué­bec), enda hefur lengi verið alþekkt að álver í Kanada njóta og hafa lengi notið lægsta orku­verðs í heimi. Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að nýjum álverum býðst ekki þetta lága með­al­verð í Kanada. Sam­an­burður við kanadíska botn­verðið segir því í reynd lítið um sam­keppn­is­stöðu álvera í öðrum lönd­um. Þar þarf að horfa til breið­ara hóps álf­ram­leiðslu­ríkja og þá sést að auk álver­anna í Kanada eru álver á Íslandi og í Nor­egi í hópi sam­keppn­is­hæf­ustu álvera heims­ins.

Það er viss galli á skýrslu Fraun­hofer að þar kemur ekki fram orku­verð ein­stakra álvera og þar er heldur ekki svarað hvort eða hvaða með­al­verð telst sam­keppn­is­hæft í alþjóð­legu til­liti miðað við til­tekið álverð. Hafa ber í huga að í heim­inum öllum eru vel á þriðja hund­rað álver. Þar af er rúm­lega helm­ingur fram­leiðsl­unnar innan Kína og því ein­ungis tæp­lega helm­ing­ur­inn utan Kína, en Kína hefur um skeið verið hlut­falls­lega yfir­gnæf­andi í álf­ram­leiðslu heims­ins. 

Ál­ver á Íslandi og sam­an­burð­ar­lönd­unum þremur (Kana­da, Nor­egi og Þýska­landi) eru sam­tals ein­ungis um tíundi hluti allra álvera heims­ins. Sam­an­burður Fraun­hofer á álverum í þessum fjórum löndum nær því í reynd aðeins til lít­ils hluta álvera heims­ins. Um leið er vert að nefna að í skýrslu sinni til­tók Fraun­hofer að með­al­verðið á orku til álvera í Kína árið 2019 var um 47 USD/MWst (sem fyrr segir er þar um að ræða meira en hund­rað álver). Öll íslensku álverin þrjú eru að greiða miklu lægra orku­verð en þetta kín­verska með­al­verð. 

Þegar sam­an­burð­ur­inn á orku­verði er skoð­aður er aug­ljóst að ekki eru sterk rök til að kenna of háu raf­orku­verði um það ef rekstr­ar­af­koma álvers á Íslandi reyn­ist slök. Vandi álvera á Íslandi um þessar mund­ir, sem og víða ann­ars staðar á Vest­ur­löndum nú á óvissu­tímum með til­heyr­andi fremur lágu álverði, liggur einkum í því að þau eru fæst mjög nýleg. M.ö.o. þá eru álverin á Vest­ur­löndum að með­al­tali tækni­lega ófull­komn­ari en almennt ger­ist í áliðn­aði í Kína og fleiri Asíu­ríkj­um; hátt hlut­fall álver­anna þar eystra eru mjög nýleg og búin tækni sem heldur raf­orku­þörf pr. fram­leitt tonn í lág­marki. Á þetta er einmitt bent í umræddri skýrslu Fraun­hofer.

Að öllu sam­an­teknu þá er stað­reyndin sú að í alþjóð­legu til­liti er sam­keppn­is­staða álver­anna hér á Íslandi sterk m.t.t. orku­verðs. Það er sem sagt svo að orku­verð til álvera á Íslandi er almennt séð prýði­lega sam­keppn­is­hæft þegar miðað er við álver í umræddum við­mið­un­ar­löndum og víðar um heim. Engu að síður eru álverin þrjú hér á landi mis sam­keppn­is­hæf, því raf­orku­verðið til þeirra er nokkuð mis­mun­andi. Til að varpa skýr­ara ljósi á það hvar álverin á Íslandi standa í sam­an­burði  Fraun­hofer á orku­verði, vís­ast til eft­ir­far­andi yfir­lits. Raforkuverð til álvera 2019.

Eins og sjá má er ISAL, þ.e. álver Rio Tinto í Straums­vík, að greiða hæsta orku­verðið af álver­unum þremur á Íslandi. Miðað við orku­verð til álvera í Þýska­landi og Nor­egi er ISAL sann­ar­lega ekki að greiða lágt verð, en heldur ekk­ert mjög hátt verð því orku­verðið þar er mjög svipað eins og með­al­verðið til álvera í Nor­egi og Þýska­landi. Það er því nokkuð sér­kenni­legt ef ein­hver heldur því fram að orku­verðið til Straums­víkur sé ekki sam­keppn­is­hæft í sam­hengi við t.d. evr­ópskan eða alþjóð­legan áliðn­að, þó svo vissu­lega megi finna álver sem greiða tals­vert lægra orku­verð en Rio Tinto í Straums­vík.

Þegar litið er til taln­anna í graf­inu hér að ofan ætti líka öllum að vera ljóst að Lands­virkjun stefnir að því að orku­verðið til Norð­ur­áls (Cent­ury Alu­m­inum) í Hval­firði og þó einkum til Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði hækki umtals­vert við næstu end­ur­skoðun á orku­verð­inu. Þar með munu nátt­úru­auð­lind­irnar sem Lands­virkjun nýtir loks­ins fara að skila bæri­legum arði til eig­and­ans; íslenska rík­is­ins og þar með til íslensku þjóð­ar­inn­ar. 

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ingur einn af óbeinum eig­endum Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki allir les­endur grein­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar