Eru 307 þúsund króna atvinnuleysisbætur rétta leiðin?

Ólafur Margeirsson hagfræðingur hvetur til þess að boðið verði upp á atvinnuframboðstryggingu til að mæta núverandi atvinnuleysi og tekjutapi hjá vinnandi einstaklingum.

Auglýsing

Rík­is­stjórnin kynnti marg­vís­legar aðgerðir nýlega til að mæta efna­hags­á­fall­inu sem kófið hefur í för með sér. Ég ætla ekki að fjalla um þær all­ar, heldur ein­göngu þá aðgerð að hækka grunnatvinnu­leys­is­bætur í 307þkr. á mán­uði.

Í stuttu máli: gott og bless­að, en það má efast alvar­lega um áhrifa­mátt slíkra aðgerða sem og er rétt að hafa í huga að það eru til miklu betri leiðir til að bregð­ast við atvinnu­leysi en hærri atvinnu­leys­is­bæt­ur.

Er 307þkr. á mán­uði nóg?

Fyrst má spyrja sig hvort það sé nóg til að lifa á því að vera með 307þkr. á mán­uði í atvinnu­leys­is­bæt­ur. Það má efast alvar­lega um það.

Á mynd­inni hér að neðan má sjá neðri fjórð­ungs­mörk launa eftir starfi árið 2019 (gögn: Hag­stofa Íslands). Ég hef einnig bætt við metnum fram­færslu­kostn­aði að ákveðnum gefnum for­send­um, atvinnu­leys­is­bótum og launum innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (e. job guar­an­tee) væri hún sett á lagg­irnar líkt og ég lagði til í Vís­bend­ingu í sum­ar.Neðri fjórðungsmörk heildarlauna eftir starfi árið 2019, lægst launuðustu störfin. 

Rétt er að taka fram hverjar for­send­urnar eru að baki fram­færslu­við­mið­inu:

  • 1. Barn­laus ein­stak­lingur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, án bíls, á leigu­mark­aði. Ég nota reikni­vél fyrir neyslu­við­mið 2019 til að finna út að við­kom­andi er með 131þkr. heild­ar­út­gjöld á mán­uði fyrir hús­næð­is­kostn­að.
  • 2. Hús­næð­is­kostn­aður er met­inn út frá meðal leigu­verði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fyrir 40-60fm íbúð, skv. gögnum Þjóð­skrár Íslands: 160þkr. á mán­uði, sam­tals 291þkr. á mán­uði eftir skatta.
  • 3. Reikni­vél stað­greiðslu RSK er notuð til að finna út mán­að­ar­laun fyrir skatta (eng­inn sér­eign­ar­sparn­að­ur) til að fá 291þkr. útborgað m.v. full­nýttan per­sónu­af­slátt. 380þkr. á mán­uð­i. 
  • 4. Metnar húsa­leigu­bætur (32þkr.) eru dregnar frá fram­færslu­við­mið­inu en þær eru mjög háðar tekjum og eignum við­kom­andi. Hér er miðað við að við­kom­andi sé með lág­marks­laun, þ.e. 335þkr. á mán­uði svo hann fær hámarks­húsa­leigu­bæt­ur. Við endum því á töl­unni 348þkr. að gefnum for­sendum fyrir nauð­syn­leg heild­ar­laun fyrir skatta. 

Ég geri mér grein fyrir að þetta er slump­reikn­ingur hvers nið­ur­staða verður mis­mun­andi eftir aðstæðum hvers og eins en ég leyfi mér að efast um að þetta fram­færslu­við­mið – 348þ.kr. á mán­uði fyrir skatta – sé ofmet­ið.

Er hægt að gera bet­ur? Já!

Við sjáum að 307þkr. virð­ast ná skammt miðað við fram­færslu­við­mið­ið. Meira að segja virð­ast launin innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar hrökkva skammt en þegar ég stakk upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að bregð­ast við atvinnu­leys­inu mið­aði ég við lág­marks­laun. Ef fólk vill miða við metin fram­færslu­við­mið er það líka hægt, svo lengi sem fullur skiln­ingur er á því hvort slíkt myndi t.d. leiða til verð­bólgu eða ekki.

Auglýsing
En það er ljóst að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing, hvort sem launin innan hennar væru miðuð við núver­andi lág­marks­laun (335þkr.) eða met­inn fram­færslu­kostnað (348þkr), er áhrifa­meiri efna­hags- og sam­fé­lags­leg aðgerð en atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. Það eru 20 þús­und manns atvinnu­laus á Íslandi sam­kvæmt nýj­ustu tölum Vinnu­mála­stofn­un­ar: það eru fleiri atvinnu­lausir ein­stak­lingar á Íslandi en heildar­í­bú­ar­fjöldi Akur­eyr­ar. Ofan á þá tölu eru um 5.000 manns í skertu starfs­hlut­falli. Ríf­lega 9.000 manns hafa verið atvinnu­laus í lengur en 6 mán­uði sem þýðir að tekju­teng­ing atvinnu­leys­is­bóta er útrunnin fyrir þessa ein­stak­linga.

 Það eru ansi margir ein­stak­lingar sem eru búnir að missa tekju­teng­ingu atvinnu­leys­is­bóta og komnir í tekju­vand­ræði. Atvinnu­leys­is­bætur upp á 307þkr. eru ónægar fyrir marga af þessum ein­stak­lingum til að hafa í sig og á. Og þetta er fólk sem finnur enga vinnu, jafn­vel þótt það vildi það! Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu.

Um 20 þúsund manns eru atvinnulaus, fleiri en íbúafjöldi Akureyrar. Um 9.000 manns hafa þegar misst rétt sinn til tekjutengdra atvinnuleysisbóta.Ein af ástæðum þess að atvinnu­fram­boðs­trygg­ing er betri en atvinnu­leys­is­bætur til að takast á við atvinnu­leysi er að tekjur innan hennar eru hærri. Það er því minni hætta á að fólk hafi ekki í sig og á. Eft­ir­spurn í hag­kerf­inu er einnig við­haldið bet­ur, sem þýðir hrað­ari efna­hags­bati.

Fram­leiðsla í hag­kerfi með atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu er líka meiri en í hag­kerfi sem borgar atvinnu­leys­is­bæt­ur, sem dregur úr hættu á verð­bólgu. Þetta er raunin jafn­vel þótt tekjur innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar séu hærri en atvinnu­leys­is­bæt­ur. 

Atvinnu­fram­boðs­trygg­ing býður fólki líka upp á að við­halda starfs­reynslu sinni og -þekk­ingu, sem og að læra eitt­hvað nýtt: end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið ýmis konar eru ein af grunn­stoðum atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­ar. Þetta kemur einka­geir­anum hvað best sem og hag­kerf­inu öllu því fyr­ir­tæki eiga þá auð­veld­ara með að finna menntað og reynslu­mikið fólk þegar fyr­ir­tækin vilja ráða fólk aft­ur. 

Þá sér atvinnu­fram­boðs­trygg­ing til þess að fólk hafi starf, hafi það áhuga á því, þar sem það hittir annað fólk: ein af skæð­ustu afleið­ingum atvinnu­leysis er félags­leg ein­angr­un, ein­semd og sál­fræði­leg vanda­mál. Kostn­aður sam­fé­lags­ins, t.d. beinn heil­brigðis­kostn­að­ur, verður því minni sé boðið upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ing­u. 

Þá býður atvinnu­fram­boðs­trygg­ing fólki upp á að nýta vinnu­afl sitt til t.d. umhverf­is- og sam­fé­lags­legra verk­efna sem koma öllum vel: við­hald garða, hreinsun umhverf­is, plöntun skóga. Slíkt myndi t.d. draga úr hætt­unni á því að Ísland þyrfti að borga millj­arða í kostnað vegna óupp­fylltra samn­inga um losun á gróð­ur­húsa­loft­teg­und­um, fyrir utan að fegra landið og bæta nátt­úru­lega fjöl­breytn­i. 

Kost­irnir við atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu m.v. atvinnu­leys­is­bætur eru ótví­ræð­ir. Þess vegna á að bjóða upp á atvinnu­fram­boðs­trygg­ingu til að mæta núver­andi atvinnu­leysi og tekju­tapi hjá vinn­andi ein­stak­ling­um.

Að lokum er rétt að hamra á því: vinna innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar er val. Það er eng­inn neyddur til þess að þiggja starf eða sitja end­ur­mennt­un­ar­nám­skeið, svo dæmi sé tek­ið, innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar vilji við­kom­andi það ekki. Það er val ein­stak­lings­ins að þiggja ann­að­hvort atvinnu­leys­is­bætur sam­kvæmt reglum á hverjum tíma (307þ.kr. plús hugs­an­leg tekju­teng­ing) eða starf innan atvinnu­fram­boðs­trygg­ingar (lág­mark 335þ.kr.).

Höf­undur er doktor í hag­fræð­i. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar