Opið samfélag er besta bóluefnið

Kristján Guy Burgess segir að samvinna sé það sem skiptir máli – samvinna milli fólks með ólíka hæfileika og ólíkan bakgrunn, milli einkaframtaksins og opinbera geirans, að samfélögin leggi til hreyfiafl til breytinga.

Auglýsing

Það skyldi þó ekki vera að þessi dimmi nóv­em­ber marki þátta­skil í alþjóða­stjórn­mál­un­um? Á milli stór­hríða og veð­ur­við­var­ana er gott að hug­leiða hvernig stærstu fréttir mán­að­ar­ins geti breytt heim­inum til hins betra.

Vest­an­hafs kaus meiri fjöldi en nokkru sinni fyrr for­seta sem ætlar að vinna með öðrum þjóð­um, taka mark á vís­ind­um, byggja brýr en ekki múra og fjár­festa í grænni fram­tíð.

Þótt við­brögð íslenskra stjórn­valda við þessum merku tíð­indum sem munu skipta sköpum fyrir íslenskt alþjóða­starf og áherslu­mál okkar í alþjóða­mál­um, hafi verið fremur mátt­laus, og sér­fræð­ingar varað við því að búast við of hröðum breyt­ing­um, er engum vafa und­ir­orpið að áferð og yfir­bragð alþjóða­sam­skipt­anna munu taka stakka­skipt­um.

Auglýsing

Lýð­skrumarar og vald­níð­ingar munu ekki lengur fá skjól frá vold­ug­asta ríki heims og tals­menn alþjóða­sam­starfs, mann­rétt­inda og lýð­ræðis fá sterka banda­menn í bar­átt­unni fyrir auk­inni sam­vinnu og aðgerðum fyrir lofts­lag­ið. Val á ráð­herrum í nýja stjórn Banda­ríkj­anna sýnir líka vilja til að nýta fólk með fjöl­breyttan bak­grunn og sögur um hvernig hægt er að brjót­ast til met­orða af tak­mörk­uðum efnum í því áhuga­verða landi.

Næsti utan­rík­is­ráð­herra er alinn upp af manni sem flúði útrým­ing­ar­búð­irnar í Dachau og Auschwitz og var sá eini af 900 nem­endum úr sínum barna­skóla í Pól­landi sem lifði Hel­för­ina af. Næsti sendi­herra hjá Sam­ein­uðu þjóð­unum ólst upp hjá ólæsum for­eldrum í fátækt í Suð­ur­ríkj­un­um, fyrsta konan sem fór í háskóla úr þeirri fjöl­skyldu. Næsti inn­an­rík­is­ráð­herra kom með for­eldrum sínum sem flótta­maður frá Kúbu, og þekkir því stöðu inn­flytj­enda af eigin raun.

Nú þegar tæki­fær­unum hefur ört fækkað fyrir hæfi­leik­a­ríkt fólk að kom­ast áfram af litlum efn­um, eru þetta miki­væg skila­boð um vilj­ann til að breyta því.

En aðrar fréttir vöktu líka bjart­sýni og sýndu hvernig fjöl­breytt og opin vest­ræn sam­fé­lög eru besta fyr­ir­komu­lag sem enn hefur verið fundið upp.

Þegar þetta er skrifað hafa komið fram þrjú bólu­efni við Covid-19 sem munu virka til að stöðva far­ald­ur­inn innan ekki of margra mán­uða. Fyrsta bólu­efnið byggir á upp­finn­ingu tyrk­neskra inn­flytj­enda í Þýska­landi, hjóna sem helga sig vís­indum og ber­ast ekki á. Sýna hvað hæfi­leik­a­ríkt fólk fær áorkað ef því eru gefin tæki­færi. Til þess að ná árangri í þróun bólu­efn­is­ins rækt­uðu þau sam­starf við lyfja­fyr­ir­tækið Pfizer og grískan for­stjóra þess og á ein­hvern skemmti­legan hátt fundu þessir ein­stak­lingar tón­inn og sýndu að fólk frá þjóðum sem eiga í erj­um, getur vel unnið saman að góðum mál­um, tækn­in, rann­sókn­irnar og pen­ing­arnir fundu sér sam­leið.

Annað bólu­efnið varð til úr sam­starfi Moderna og heilsu­stofn­unar Banda­ríkj­anna (NI­H). Moderna er stýrt af frönskum for­stjóra sem naut háskóla­mennt­unar í Banda­ríkj­unum en frum­kvöð­ull­inn á bak­við fyr­ir­tækið er armenskur maður sem fædd­ist í Beirút og flúði borg­ar­styrj­öld­ina þar á níunda ára­tugn­um. Komst til Banda­ríkj­anna og fékk fyrsta flokks menntun sem hann hefur nýtt til að koma á fót og fjár­magna sprota­fyr­ir­tæki í líf­tækni. Til að ná árangri í þróun bólu­efn­is­ins þurfti Moderna mikla opin­bera fyr­ir­greiðslu og fjár­muni úr opin­berum sjóð­um.

Þriðja bólu­efnið er þróað af Jenner stofn­un­inni í Oxford í sam­vinnu við Astra-Zeneca. Vís­inda­teymið þar er að mestu leyti sett saman af breskum og írskum sér­fræð­ing­um. Aðal­vís­inda­mað­ur­inn er þó Sarah Gil­bert sem hefur unnið að bólu­efna­rann­sóknum sam­hliða því að ala upp þrí­bura. Fjár­mun­irnir til rann­sókn­anna koma frá einka­sjóð­um, Wellcome Trust og Bill and Melinda Gates sjóðnum en líka frá opin­berum sjóðum og Evr­ópu­sam­band­inu.

Og hvað segir þessi ein­fald­aða mynd af flók­inni sögu okk­ur? Hún sýnir að til að leysa flókn­ustu vanda­mál sam­tím­ans er það sam­vinna einka­fram­taks­ins og opin­berra aðila sem dugar best. Að fólk sem fær tæki­færi til að þróa hæfi­leika sína í frjálsu, opnu sam­fé­lagi, getur náð mestum árangri. Að fjöl­breytni skiptir sköpum þegar búa þarf til sig­ur­lið. Að það er á Vest­ur­löndum sem þekk­ing og hæfni er til að leysa svona vanda­mál.

Þetta færir okkur líka heim sann­inn um að við verðum að varð­veita þessi gildi og fjár­festa í því að tæki­færin verði áfram til stað­ar. Að landa­mærum verði ekki lokað á fólk sem er að flýja stríð og von­lausar aðstæð­ur. Að mennta­kerfin verði opin fyrir fólk óháð efna­hag. Að menntun og rann­sóknir eru bestu fjár­fest­ing­arnar sem sam­fé­lög geta ráð­ist í. Að sam­vinna er það sem skiptir máli – milli fólks með ólíka hæfi­leika og ólíkan bak­grunn, milli einka­fram­taks­ins og opin­bera geirans, að sam­fé­lögin leggi til hreyfi­afl til breyt­inga. Að jöfn tæki­færi fólks til að blómstra og rækta hæfi­leika sína sé það sem öllu máli skipt­ir.

Þetta á ekki síður við í sam­fé­lags­um­ræð­una á Íslandi.

Höf­undur kennir alþjóða­stjórn­mál í Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar