Misskilningur um laun

Landsbankinn furðar sig á hækkun launavísitölunnar á síðustu mánuðum og Samtök atvinnulífsins notar hana sem mótrök gegn boðuðum kjarabótum láglaunafólks. Heldur það vatni?

Auglýsing

Í síð­ustu viku birti Lands­bank­inn hag­spá þar sem hækkun launa­vísi­töl­unnar á síð­ustu mán­uðum var sögð vera „óneit­an­lega dálítið sér­stök“ sökum efna­hag­skrepp­unnar sem ríkir núna. Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) sendu einnig frá sér svip­aða grein­ingu degi síðar þar sem því var haldið fram að það heyri lík­lega til und­an­tekn­inga að svona miklar launa­hækk­anir mælist á sama tíma og atvinnu­leysi eykst svona skarpt.

Hér virð­ist hafa orðið ein­hver mis­skiln­ingur í báðum grein­ing­ar­deild­un­um. Hækkun með­al­launa og launa­vísi­töl­unnar ætti alls ekki að koma á óvart þessa stund­ina, heldur er hún bein afleið­ing af yfir­stand­andi efna­hags­á­standi. Með öðrum orð­um: Launin hafa ekki hækkað þrátt fyrir krepp­una heldur einmitt vegna henn­ar.

Með­al­laun hækka þegar botn­inn hverfur

Hægt er að fá nokkuð góða mynd af áhrifum kór­ónu­krepp­unnar á vinnu­mark­að­inn með því að skoða fjölda starfa eftir atvinnu­grein­um. Sam­kvæmt þeim hafa flest störf tap­ast í ferða­þjón­ustu, og þá sér­stak­lega í rekstri veit­inga­staða og gisti­staða.

Auglýsing

Þetta eru ekki vel launuð störf ef miðað er við aðrar atvinnu­greinar hér á landi. Í tölum Hag­stof­unnar kemur fram að mið­gildi launa í störfum sem snúa að rekstri veit­inga- og gisti­staða er heilum fjórð­ungi lægra en mið­gildi allra launa á vinnu­mark­aðn­um. Búast má við að mörg önnur störf í ferða­þjón­ust­unni hafi einnig verið lág­launa­störf, þar sem þau kröfð­ust sjaldan mik­illar mennt­unar eða ann­ars konar sér­hæf­ing­ar.

Áður hefur verið fjallað um áhrif krepp­unnar á lág­launa­störf, en þau eru ástæða þess að ójöfn­uður muni lík­lega aukast í náinni fram­tíð. Atvinnu­leysi er mun meira meðal ýmissa tekju­lágra hópa, til dæmis ungs fólks, náms­manna og erlendra rík­is­borg­ara.

Það er eðli­legt að með­al­laun hækki þegar lág­launa­störf­um, sem ann­ars myndu draga með­al­tal launa nið­ur, fækk­ar. Á sama hátt væri það eðli­legt að með­al­hæð á vinnu­stöðum ykist ef lág­vaxnir væru ekki taldir með. Þró­unin á vinnu­mark­aði er því ekk­ert sér­stök að þessu leyti, heldur við­búin þegar efna­hag­skreppa herjar á tekju­lága.

Þetta er ekki 2008

SA færa rök fyrir stað­hæf­ingu sinni um að launa­hækk­unin í ár sé óeðli­leg með því að bera hana saman við þróun launa í kjöl­far banka­hruns­ins árið 2008, þar sem vísi­tala þeirra lækk­aði skarpt á meðan atvinnu­leysi jókst til muna.

Slíkur sam­an­burður er hins vegar nokkuð vara­sam­ur, þar sem eðl­is­munur er á krepp­unni árið 2008 og þeirri sem hófst núna í vor. Kreppan eftir hrunið var fjár­málakreppa sem kom verst niður fólki sem vann í fjár­mála­geir­anum og á eigna­fólki sem hafði getað tekið sér lán fyrir annað hvort bíl eða íbúð í góð­ær­inu á und­an.

Stærsta tekju­fallið í þeirri kreppu var því í atvinnu­greinum þar sem  milli- og hátekju­fólk starfaði, ekki lág­tekju­fólk. Þannig jókst tekju­jöfn­uður hér á landi, eins og sjá má í mæl­ingum Hag­stofu á svoköll­uðum Gin­i-­stuðli á tíma­bil­inu. Önnur afleið­ing af þess­ari þróun var sú að launa­vísi­talan lækk­aði, eins og búast má við þegar launa­greiðslur í vel laun­uðum störfum lækka.

Ekki ein á báti

Í ljósi þess að Lands­bank­inn og SA telja launa­hækk­anir und­an­far­inna mán­aða vera sér­stakar er ágætt að benda á að Ísland er ekk­ert eins­dæmi, nákvæm­lega sama þróun hefur átt sér stað í öðrum löndum sem reiða sig í miklum mæli á þjón­ustu­störf. Heimild: EurostatSam­kvæmt tölum frá Eurostat jókst launa­kostn­aður í Evr­ópu­sam­band­inu um fimm pró­sent á öðrum fjórð­ungi þessa árs og er það tölu­vert meiri hækkun en venju­lega. Myndin hér að ofan sýnir einnig hvernig launa­kostn­aður hefur hækkað í þeim Evr­ópu­löndum þar sem hlut­fall ferða­þjón­ustu af lands­fram­leiðslu er hæst, þ.e. á Íslandi, Spáni, Króa­tíu og Frakk­landi. Í öllum lönd­unum jókst launa­kostn­aður tölu­vert á öðrum fjórð­ungi þessa árs, þegar fyrsta bylgja far­ald­urs­ins var í fullum gangi.

Ísland sker sig ekk­ert úr þessum hópi landa. Launa­kostn­að­ur­inn jókst mun meira á Spáni heldur en hér­lend­is, en það má að öllum lík­indum rekja til þess að tekju­fallið var meira innan þjón­ustu­geirans þar í landi vegna strangs útgöngu­banns sem sett var á í vor. Í Frakk­landi og Króa­tíu má svo sjá minni hækk­un, en þó var hún meiri eftir að far­ald­ur­inn skall á heldur en í byrjun árs.

Launa­kostn­að­ur­inn er ekki vanda­málið

Í grein­ingu sinni segja SA að frek­ari launa­hækk­anir séu ekki boð­legar í núver­andi efna­hags­á­standi, þar sem fyr­ir­tæki hafi ekki bol­magn til þess að verða við þeim. Vissu­lega eru mörg fyr­ir­tæki í ferða­þjón­ustu og í veit­inga­rekstri á barmi gjald­þrots og gætu ekki starfað ef launa­kostn­aður hækkar enn frekar í núver­andi ástandi. Hins vegar liggja aðrar ástæður á bak við rekstr­ar­erf­ið­leika þeirra heldur en launa­kostn­að­ur.

Það er nefn­in­lega ekki svo að eig­endur veit­inga- og gisti­staða hafi orðið gjald­þrota á síð­ustu mán­uðum vegna ört hækk­andi launa­kostn­aðar þeirra, þvert á móti. Sam­kvæmt Hag­stofu lækk­uðu laun starfs­manna í geir­anum að raun­gildi á öðrum árs­fjórð­ungi, þar sem hún náði ekki að hækka í takt við verð­bólgu. Launa­hækk­an­irnar eiga sér aftur á móti stað í atvinnu­greinum þar sem fyr­ir­tækj­unum gengur til­tölu­lega vel, til dæmis hækk­uðu laun starfs­manna í vátrygg­inga- og fjár­mála­starf­semi um 7 pró­sent umfram verð­bólgu á tíma­bil­in­u. 

Þar sem launa­vísi­talan ber saman laun sama ein­stak­lings í sama starfi er því ekk­ert óeðli­legt að hún hafi hækkað á síð­ustu mán­uð­um, þar sem ein­ungis afmark­aður hópur fólks hefur lækkað í laun­um. Hækkun vísi­töl­unnar er frekar birt­ing­ar­mynd þess mikla ójafn­aðar sem kreppan skap­ar. Ekki er að sjá úr hag­tölum að laun starfs­manna í þjón­ustu­geir­anum hafi hækkað úr hófi fram, heldur virð­ast þau standa í stað á meðan öðrum atvinnu­greinum gengur miklu bet­ur.

Höf­undur er rit­stjóri Vís­bend­ingar og blaða­maður á Kjarn­an­um. 

---Aths rit­stjórnar kl.09:18 : pistl­inum var breytt lít­il­lega vegna athuga­semda um upp­bygg­ingu launa­vísi­töl­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dyrhólaós fóstrar fjölskrúðugt fuglalíf árið um kring.
Valkostir vegarins um Mýrdal „ekki meitlaðir í stein“
Enn kemur til greina að bæta við og breyta þeim valkostum sem Vegagerðin hefur sett fram á hringveginum um Mýrdal. Yfir 270 manns hafa þegar sent athugasemdir og hafa flestir áhyggjur af áhrifum á lífríki Dyrhólaóss.
Kjarninn 26. janúar 2021
Anna María Bogadóttir, Borghildur Sturludóttir og Hildur Gunnarsdóttir
Velsæld eða vesöld
Kjarninn 26. janúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Segir það enga skoðun standast að tala um að stúdentar hafi verið skildir eftir
Þingmaður Flokks fólksins spurði forsætisráðherra út í málefni námsmanna á Alþingi í dag. „Er ekki kom­inn tími til að grípa alla sem hafa orðið fyrir þessum hörm­ung­um, atvinnu­leysi, og eiga jafn­vel ekki fyrir húsa­leigu og ekki fyrir mat?“
Kjarninn 26. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
Kjarninn 26. janúar 2021
Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar fékk 34 vindorkukosti inn á sitt borð í fyrra.
Vindorkukostir sem eru 10 MW eða meira heyri undir rammaáætlun
Lagt er til að land verði flokkað með tilliti til vindorkuvera í tengslum við breytingar á frumvarpi um rammaáætlun. „Telja verður að vindorkuver geti haft í för með sér minna óafturkræft rask en hefðbundnari orkukostir,“ segir í greinargerð.
Kjarninn 26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
Kjarninn 26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
Kjarninn 26. janúar 2021
Tólf gefa kost á sér í forvali um fimm efstu sætin fyrir VG í Norðausturkjördæmi
Framboðsfrestur Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi er runninn út.
Kjarninn 26. janúar 2021
Meira úr sama flokkiÁlit