Aðgerðir verða að fylgja orðum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar um uppfærð markmið íslenskra stjórnvalda um losun gróðurhúsalofttegunda.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum upp­færðu íslensk stjórn­völd mark­mið sín um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stefna nú að 55% minni losun árið 2030 miðað við 1990 en ekki um 40% sam­drátt í losun eins og búið er að vera mark­miðið und­an­farin ár. 

Þetta er gott og mjög nauð­syn­legt skref. 

En. Þetta eru ekki sér­stök mark­mið rík­is­stjórnar Íslands, heldur afrakstur sam­tals Íslands, ESB og Nor­egs og er því ekki sér­stök ákvörðun Íslands, heldur hluti af sam­komu­lagi í takt við mark­mið fram­kvæmda­stjórnar ESB sem nær bara að hafa mark­miðið í 55% til að halda öllum ríkjum innan ESB góð­um. Ríkjum á borð við Pól­land. Þetta er því ekki í takt við kröf­ur  Evr­ópu­þings­ins, sem vill draga úr losun árið 2030 um 60%. 

Ísland nær því hvorki að fylgja mark­miðum Evr­ópu­þings­ins, né toppa fram­kvæmda­stjórn ESB, eins og mörg önnur Evr­ópu­ríki hafa gert með því að kynna metn­að­ar­fyllri mark­mið en fram­kvæmda­stjórn ESB ákvað. Dæmi um þetta er Bret­land, sem undir for­ystu Boris John­son, stefnir á 68% sam­drátt. Sví­þjóð hefur sett stefn­una á 63% sam­drátt og Dan­mörk er með 70% mark­mið miðað við 1990. 

Íslensk yfir­völd eru því miður of svifa­sein og fylgja lág­marks­mark­miðum 28 ríkja ESB, sem sum hver eru mun „grárri" ríki en Ísland sem hefur gríð­ar­lega mikið sam­keppn­is­for­skot á önnur lönd með allar sínar hreinu orku­auð­lind­ir. 

Engin skýr mynd um upp­færðar aðgerðir

Og enn á eftir að kynna aðgerðir Íslands og útfæra þær til að ná þessu nýja mark­miði, því ef við ætlum okkur að ná þessum upp­færðu við­miðum þarf að kynna og útfæra nýjar aðgerð­ir. Alveg eins og það á eftir að útfæra nákvæm­lega tíma – og mark­miðs­setn­ingar á mörgum aðgerðum í núver­andi aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í loft­lags­mál­u­m. 

Það er ekki góður sam­an­burður fyrir Ísland að ESB með 27 ríki inn­an­borðs, nái samt að gera útli­staða aðgerða­á­ætlun með sínu „Green Deal" plani en ekki íslensk stjórn­völd. 

Auglýsing
Það voru því von­brigði að heyra svar for­sæt­is­ráð­herra í síð­ustu viku þegar ég spurði hana í þing­sal Alþingis hvenær eigi að upp­færa núver­andi aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, hvaða aðgerðum verður bætt við núver­andi aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og hvort tíma­sett mark­mið verði í þeirri upp­færðu aðgerða­á­ætl­un. Svörin voru því miður afskap­lega rýr: „Við þurfum að efla þessar aðgerðir” og að „…í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar næsta vor muni sjást þess merki…” og „(þá) vænt­an­lega orðið ljóst hvaða aðgerðir við viljum efla og hverju við viljum flýta“.  

Og það er ekki nóg að áformin um aðgerðir í takt við upp­færð mark­mið Íslands séu mjög óljós um að eitt­hvað ger­ist ein­hvern tíma í vor, heldur vill for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórnin alls ekki taka undir áskorun Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóra S.Þ. frá 12. des­em­ber sl. um að öll ríki heims lýsi yfir neyð­ar­á­standi í loft­lags­málum þar til kolefn­is­hlut­leysi næst. Jafn­vel þó að 38 ríki heims hafi lýst yfir neyð­ar­á­standi og hund­ruð borga og sveit­ar­fé­lag víða um heim. Ástæðan ? Jú, orðum verða að fylgja aðgerðir segir for­sæt­is­ráð­herra.

Nauð­syn­legar aðgerðir til að ná upp­færðum mark­mið­um 

Til að mynda þarf að: 

  • úti­loka jarð­efna­elds­neyti og notkun þess í raun­hæfum áföngum
  • koma á heild­stæðu og stig­hækk­andi gjaldi á alla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, binda skýr mark­mið um sam­drátt los­unar í lög
  • sam­hæfa ALLAR opin­berar áætl­anir rík­is­ins þannig að þær stuðli að minni losun og bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Ísland­i. 
  • að lög­bundin mark­mið og aðgerðir verði sett á atvinnu­greinar lands­ins
  • að fjár­munum veðri aukið til muna til þess að takast almenni­lega á við loft­lags­vand­ann sem er okkar stærsti vandi og fram­tíð­ar­kyn­slóða. Það þýðir líka að efna­hags­leg við­spyrna út úr Covid-19 krepp­unni þarf að vera raun­veru­lega umhverf­is­væn og vinna raun­veru­lega gegn lofts­lags­breyt­ingum um leið. 

Það er nefni­lega svo að orðum verða að fylgja gjörð­ir.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar