Aðgerðir verða að fylgja orðum

Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar um uppfærð markmið íslenskra stjórnvalda um losun gróðurhúsalofttegunda.

Auglýsing

Fyrir nokkrum dögum upp­færðu íslensk stjórn­völd mark­mið sín um sam­drátt í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og stefna nú að 55% minni losun árið 2030 miðað við 1990 en ekki um 40% sam­drátt í losun eins og búið er að vera mark­miðið und­an­farin ár. 

Þetta er gott og mjög nauð­syn­legt skref. 

En. Þetta eru ekki sér­stök mark­mið rík­is­stjórnar Íslands, heldur afrakstur sam­tals Íslands, ESB og Nor­egs og er því ekki sér­stök ákvörðun Íslands, heldur hluti af sam­komu­lagi í takt við mark­mið fram­kvæmda­stjórnar ESB sem nær bara að hafa mark­miðið í 55% til að halda öllum ríkjum innan ESB góð­um. Ríkjum á borð við Pól­land. Þetta er því ekki í takt við kröf­ur  Evr­ópu­þings­ins, sem vill draga úr losun árið 2030 um 60%. 

Ísland nær því hvorki að fylgja mark­miðum Evr­ópu­þings­ins, né toppa fram­kvæmda­stjórn ESB, eins og mörg önnur Evr­ópu­ríki hafa gert með því að kynna metn­að­ar­fyllri mark­mið en fram­kvæmda­stjórn ESB ákvað. Dæmi um þetta er Bret­land, sem undir for­ystu Boris John­son, stefnir á 68% sam­drátt. Sví­þjóð hefur sett stefn­una á 63% sam­drátt og Dan­mörk er með 70% mark­mið miðað við 1990. 

Íslensk yfir­völd eru því miður of svifa­sein og fylgja lág­marks­mark­miðum 28 ríkja ESB, sem sum hver eru mun „grárri" ríki en Ísland sem hefur gríð­ar­lega mikið sam­keppn­is­for­skot á önnur lönd með allar sínar hreinu orku­auð­lind­ir. 

Engin skýr mynd um upp­færðar aðgerðir

Og enn á eftir að kynna aðgerðir Íslands og útfæra þær til að ná þessu nýja mark­miði, því ef við ætlum okkur að ná þessum upp­færðu við­miðum þarf að kynna og útfæra nýjar aðgerð­ir. Alveg eins og það á eftir að útfæra nákvæm­lega tíma – og mark­miðs­setn­ingar á mörgum aðgerðum í núver­andi aðgerða­á­ætlun stjórn­valda í loft­lags­mál­u­m. 

Það er ekki góður sam­an­burður fyrir Ísland að ESB með 27 ríki inn­an­borðs, nái samt að gera útli­staða aðgerða­á­ætlun með sínu „Green Deal" plani en ekki íslensk stjórn­völd. 

Auglýsing
Það voru því von­brigði að heyra svar for­sæt­is­ráð­herra í síð­ustu viku þegar ég spurði hana í þing­sal Alþingis hvenær eigi að upp­færa núver­andi aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­mál­um, hvaða aðgerðum verður bætt við núver­andi aðgerða­á­ætlun í lofts­lags­málum og hvort tíma­sett mark­mið verði í þeirri upp­færðu aðgerða­á­ætl­un. Svörin voru því miður afskap­lega rýr: „Við þurfum að efla þessar aðgerðir” og að „…í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar næsta vor muni sjást þess merki…” og „(þá) vænt­an­lega orðið ljóst hvaða aðgerðir við viljum efla og hverju við viljum flýta“.  

Og það er ekki nóg að áformin um aðgerðir í takt við upp­færð mark­mið Íslands séu mjög óljós um að eitt­hvað ger­ist ein­hvern tíma í vor, heldur vill for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórnin alls ekki taka undir áskorun Ant­onio Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóra S.Þ. frá 12. des­em­ber sl. um að öll ríki heims lýsi yfir neyð­ar­á­standi í loft­lags­málum þar til kolefn­is­hlut­leysi næst. Jafn­vel þó að 38 ríki heims hafi lýst yfir neyð­ar­á­standi og hund­ruð borga og sveit­ar­fé­lag víða um heim. Ástæðan ? Jú, orðum verða að fylgja aðgerðir segir for­sæt­is­ráð­herra.

Nauð­syn­legar aðgerðir til að ná upp­færðum mark­mið­um 

Til að mynda þarf að: 

  • úti­loka jarð­efna­elds­neyti og notkun þess í raun­hæfum áföngum
  • koma á heild­stæðu og stig­hækk­andi gjaldi á alla losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, binda skýr mark­mið um sam­drátt los­unar í lög
  • sam­hæfa ALLAR opin­berar áætl­anir rík­is­ins þannig að þær stuðli að minni losun og bind­ingu gróð­ur­húsa­loft­teg­unda á Ísland­i. 
  • að lög­bundin mark­mið og aðgerðir verði sett á atvinnu­greinar lands­ins
  • að fjár­munum veðri aukið til muna til þess að takast almenni­lega á við loft­lags­vand­ann sem er okkar stærsti vandi og fram­tíð­ar­kyn­slóða. Það þýðir líka að efna­hags­leg við­spyrna út úr Covid-19 krepp­unni þarf að vera raun­veru­lega umhverf­is­væn og vinna raun­veru­lega gegn lofts­lags­breyt­ingum um leið. 

Það er nefni­lega svo að orðum verða að fylgja gjörð­ir.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar