Sex venjur hamingjusamra einstaklinga

Ingrid Kuhlman, sem er með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði, skrifar um hamingjuna.

Auglýsing

Þrátt fyrir ýmis afrek á 19 ára ferli sínum tókst höf­und­inum og for­stjór­anum Laura DiBene­detto ekki að finna ham­ingj­una. Hún ákvað því að fara í smá ferða­lag, kynnti sér rann­sókn­ir, las bækur og ræddi við fólk til að kom­ast að því sem ham­ingju­samir ein­stak­lingar eiga sam­eig­in­legt. Nið­ur­staðan er sex venjur sem geta stuðlað að lífi sem ein­kenn­ist af til­gangi og full­nægju: 

  1. Að sýna sjálfum sér umhyggju og vin­semd: Þessi venja snýst um það hvernig við komum fram við okkur sjálf með hugs­unum okk­ar, orðum og gjörð­um. Þegar við sýnum umhyggju, vin­semd og kær­leika í eigin garð finnst okkur við vera sjálfsör­ugg, fær, hug­rökk og verð­ug.
  2. Að sýna sjálfs­virð­ingu: Sjálfs­virð­ing hefur að gera með það hvað okkur finn­ist um okkur sjálf og hvernig við elskum, heiðrum og virðum okkur sjálf skil­yrð­is­laust. Það að við­ur­kenna og sam­þykkja eigin hugs­an­ir, til­finn­ingar og athafnir gefur okkur leyfi til að vera sönn, sátt og frjáls til að vera 100% eins og við erum.
  3. Að sýna þakk­læti: Þessi venja snýst um það hvernig við lítum á líf­ið. Þakk­læti er linsan sem við sjáum lífið í gegn­um, sér­stak­lega erf­iðu hlut­ina og allt það sem við tökum sem sjálf­sögðum hlut. Þegar við erum þakk­lát virð­ast vanda­mál létt­væg­ari og við finnum fyrir meiri lífs­á­nægju og raun­veru­legum styrk. 
  4. Að vera til staðar í eigin lífi: Að vera til staðar í eigin lífi snýst um það hvert við beinum fókus okkar og athygli. Þegar við höfum athygl­ina á líð­andi stundu erum við með­vituð um það sem er að ger­ast hér og nú og látum ekki trufl­ast af for­tíð­inni né fram­tíð­inni. Afleið­ingin er að við fáum meiri ánægju út úr líf­inu.
  5. Að ein­blína á góða hluti: Þessi venja snýst um það að passa ork­una og gefa sér tíma til að end­ur­nær­ast með því að bæta góðum hlutum inn í líf sitt og fjar­lægja slæma hluti á með­vit­aðan hátt. Við setjum okkur í fyrsta sætið og sinnum okkur sjálfum án þess að finna fyrir sam­visku­bit­i. 
  6. Að hafa skýran ásetn­ing: Ásetn­ing­ur­inn snýst um það hvernig við vinnum úr löng­unum okkar þannig að við verðum metn­að­ar­full og áhuga­söm um að ná settum mark­mið­um. Með skýrum ásetn­ingi finnum við fyrir eigin krafti og losnum við ótt­ann. Draumar okkar lifna við.

Laura DiBene­detto segir að þessar sex venjur breyti lífi okkar þar sem þær setji sviðið fyrir það sem við skil­greinum sem ham­ingju. Við getum stjórnað þeim öll­um. Hver ein­asta venja sé öflug ein og sér en saman hafi þær marg­föld­un­ar­á­hrif. 

Auglýsing
Markmiðið sé að sam­ræma, skilja og ná tökum á þessum venj­um. Við þurfum því að læra um venj­urn­ar, kort­leggja hvar við séum stödd í dag, finna út hvað við viljum í líf­inu og lifa síðan ofan­greindar venjur til hins ítrasta. Þannig getum við stuðlað að auk­inni ham­ingju.

Hægt er að horfa á fyr­ir­lestur Laura DiBene­detto hér: The Six Habits of the Happiest People | Laura DiBene­detto | TEDxMcphs - YouTube

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Birtingarmynd af eindæma skilningsleysi stjórnvalda“
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að félags- og barnamálaráðherra hafi tekist að hækka flækjustigið svo mikið varðandi sérstakan styrk til íþrótta- og tómstundastarfs barna frá tekjulágum heimilum að foreldrar geti ekki nýtt sér styrkinn.
Kjarninn 23. janúar 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Fimm hundruð milljarða spurningin – Í næstu kosningum
Kjarninn 23. janúar 2021
Freyja Haraldsdóttir
Baráttunni ekki lokið á meðan fólk gleymist og situr eftir
Freyja Haraldsdóttir segist vera þakklát fyrir að vera bólusett og að heilbrigðisyfirvöld hafi sett hópinn sem hún tilheyrir í forgang. Hún bendir þó á að fatlað fólk með aðstoð heima hafi gleymst í bólusetningarferlinu.
Kjarninn 23. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
Kjarninn 23. janúar 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
„Mig langar að halda áfram“
Guðmundur Andri Thorsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Samfylkinguna fyrir næstu kosningar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Snjallúr geta greint merki um sýkingar mjög snemma.
Snjallúr geta fundið merki um COVID-sýkingu
Vísindamenn við Stanford-háskóla hafa fundið upp aðvörunarkerfi í snjallúr sem láta notandann vita ef merki um sýkingu finnast í líkamanum.
Kjarninn 23. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
Kjarninn 23. janúar 2021
Ungur drengur bíður eftir mataraðstoð í Jóhannesarborg. Útbreiðsla faraldursins í Suður-Afríku hefur valdið því að öll þjónusta er í hægagangi.
Vísindamenn uggandi vegna nýrra afbrigða veirunnar
Þó að litlar rannsóknir á rannsóknarstofum bendi til þess að mótefni fyrri sýkinga af völdum kórónuveirunnar og að vörn sem bóluefni eiga að veita dugi minna gegn suðurafríska afbrigðinu en öðrum er ekki þar með sagt að sú yrði niðurstaðan „í raunheimum”.
Kjarninn 23. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar