Um Hálendisþjóðgarðinn

Benedikt Sigurðarson segir heitar tilfinningar ekki þurfa ekki að kæfa rökræðuna um Hálendisþjóðgarð.

Auglýsing

Þegar stór mál reka á fjör­urnar skiptir miklu hvernig á móti þeim er tek­ið. Far­sæl fram­vinda og hag­felld nið­ur­staða getur einmitt oltið á því að það tak­ist að hemja umræð­una og halda stað­reyndum og góð­vilj­aðri leit að bestu lend­ing í for­grunni. Yfir­veguð rök­ræða getur farið fram, þótt heitar til­finn­ingar og sterk og jafn­vel ástríðu­full afstaða, haldi mörgum við efn­ið.

Því miður virð­ist það ekki vera þannig með mál­efni Hálend­is­þjóð­garðs­ins. Mið­há­lendi Íslands, með jöklum, eld­fjöll­um, fljótum og hita­svæð­um, auðnum og vinj­u­m, er ótví­rætt það verð­mæti sem dregur fólk til sín og er einna mik­il­væg­asti drif­kraftur ferða­þjón­ustu. Hálendið er þannig ótví­rætt mik­ils virði, auð­lind með sínum nátt­úruperlum sam­eign okkar allra og alger­lega óháð því hvort dóm­stólar valda­kerf­is­ins hafa lýst til­tekin land­svæði „þjóð­lend­ur” eða ekki.

Frum­varp umhverf­is­ráð­herra um þjóð­garð á mið­há­lendi Íslands er hik­laust eitt mark­verð­asta mál­efni sem sitj­andi rík­is­stjórn setti á dag­skrá í stjórn­ar­sátt­mál­an­um, og raunar eitt af fáum sem virð­ist halda fram almanna­rétti gagn­vart sér­hags­munum valda­stétt­ar, umsvifa­manna eða fjár­festa.

Þess vegna er ég sér­stak­lega áhuga­samur um að þetta mál fái jákvæðan fram­gang og vinnslu í Alþingi. Frum­varpið er búið að fara í gegn­um býsna langt und­ir­bún­ings- og sam­ráðs­ferli, þar sem sveit­ar­stjórnir aðliggj­andi sveit­ar­fé­laga og fjöl­margir hags­muna­að­ilar hafa fengið tæki­færi til að leggja að mörk­um. Búið er að taka til­lit til mjög margra athuga­semda og „krafna” af hálfu meintra hags­muna­að­ila.

Mála­miðlun hefur þegar verið gerð

Í fyrsta lagi er til að mynda búið að heim­ila að umsvif Lands­virkj­unar á þegar rösk­uðum svæðum verði nán­ast ótak­mörkuð ef ég les þetta rétt og þjóð­garð­ur­inn skilur þau eftir utan að mestu. Það tel ég reyndar mikið óráð enda skerðir það aug­ljós­lega mjög vernd­ar­gildi heild­ar­inn­ar. Á sama hátt er ekk­ert sem knýr á akkúrat núna að sækja inn í aukna orku­öflun á hálend­inu. Rétt er að halda því til haga að hávær­ustu kröfu­gerð virkj­un­ar­að­ila er mætt með þessu, þótt þeim sé ekki sjálf­krafa heim­ilað að ganga inn á ný svæði nema með vönd­uðum und­ir­bún­ingi og víð­tæku sam­ráði og sam­þykki.

Auglýsing
Í öðru lag­i er sveit­ar­fé­lögum sem liggja inn á og að fyr­ir­hug­uðum þjóð­garði veittur alger for­gangur að skipu­lagi og stjórnun á svæðum þjóð­garðs­ins. Þetta atriði er að mínu mati ekki besta lausn­in, en rök­stutt með því að nauð­syn­legt sé að mæta „kröfum sveit­ar­stjórn­ar­fólks­ins” þannig að sá fyr­ir­ferð­ar­mikli valda­kjarni fáist til að vera með í verk­efn­inu. Þarna er langt gengið til móts við hávær og frekju­leg sjón­ar­mið „sveit­ar­stjórn­ar­klúbbs­ins” og því nær óskilj­an­legt að hluti sveit­ar­stjórna geti ekki látið þar við sitja heldur halda nú úti mjög ómál­efna­legum kröfum og ósann­gjörnu and­ófi gegn frum­varp­inu. Það er til að mynda sví­virði­leg óskamm­feilni að ljúga því nú upp að ekki hafi verið haft neitt sam­ráð við sveit­ar­stjórn­ir, þótt nið­ur­staða frum­varps­ins hafi ekki mæti ítr­ustu sér­-hyggju­sjón­ar­miðum fámenns hóps (ma. Í Blá­skóga­byggð) sem raunar vilja ekki neina verndun eða sam­eig­in­lega há­lend­is­frið­un.

Öskur­keppni

Í þriðja lagi fer nú fram afar hávær hópur sem gefur sig út fyrir að vera full­trúar jeppa­manna, veiði­manna, bænda og ferða­þjón­ustu­að­ila – og úti­vi­star­fólks – jafn­vel alls í senn. Samt á þessu hópur lítið sam­eig­in­legt í mál­flutn­ingi sínum annað en að fara fram með hávaða­sömum full­yrð­ingum og dylgj­um; jafn­vel beinum ósann­ind­um, og með köflum veru­lega rudda­legri orð­ræðu ma. í garð hins kurt­eisa og hóg­væra umhverf­is­ráð­herra.

Þessum hópi gerði Stein­grímur J Sig­fús­son óvæntan greiða með ótrú­lega heimsku­legum mál­flutn­ingi sínum úr ræðu­stól Alþing­is. Skíta­-­skæt­ingur þing­manns NA-­kjör­dæm­is, sem þaul­sætn­astur hefur verið á Alþingi, varð skyndi­lega að sam­ein­ing­ar­tákni hinna sund­ur­leitu hópa. Þannig varð gam­al­kunnur öskurtaktur þing­manns for­tíð­ar­innar til þess að soga til sín alla athygli og alls konar skring­i-­sjón­ar­mið þyrluðu upp mold­viðri og umluktu sig háreisti og ósönnum full­yrð­ingum og dylgj­u­m.Í hópi þeirra sem öskra hæst á móti Stein­grími virð­ist mest lagt út af þeirri lygi; að umferð verði bönn­uð; bæði akandi og ríð­andi, bændum gert ókleift að nýta beit og veiði­hlunn­indi, og alveg sér­stak­lega „að hreyfi­höml­uð­um” verði var­an­lega gert ómögu­legt að heim­sækja nátt­úruperlurnar á hálend­inu.

Aðilar í ferða­þjón­ustu, sem sumir hverjir hafa gert út á hálendisperlurnar án þess að leggja nokkra ein­ustu krónu á móti – hvorki til að sinna þjón­ustu né til mót­væg­is­að­gerða eða afgjalds – dylgja nú um að það „sé verið að búa til bákn” og ekki verði nokkur leið að kom­ast upp á hálendið með ferða­hópa nema „með löngu og kostn­að­ar­sömu umsókn­ar­ferli” (já og væri það ekki einmitt bara gott – að menn geti ekki gert út á nátt­úruperlurnar án und­ir­bún­ings og án skipu­lags eða end­ur­gjalds?) Og svo enn og aftur er klifað á því að skort hafi á sam­ráð við und­ir­bún­ing, og að ekki sé tekið til­lit til ábend­inga og hug­mynda, þegar hið gagn­stæða er raun­veru­leik­inn.

Það blasir svo sem við að mestu hávaða­belgirnir treysta því fjöl­miðl­arnir end­ur­varpi hæstu öskr­un­um, og því varð hið mjög svo óheppi­lega inn­legg Stein­gríms þeim afar kær­kom­ið. Já; og það er orðið ein­hvers konar „sam­ein­ing­ar­tákn.“ Það reynd­ist kær­komið ef til vill og ekki síst af því að þol almenn­ings gagn­vart þrá­setu Stein­gríms er orðið tak­markað og eins er fer­ill hans þannig að fleiri og fleiri átta sig á að hans póli­tík hefur lengst af skort trú­verð­ug­leika. Hann „er hvorki svo mikið vinstri eða græn” en miklu heldur ein­kennst af Mor­fís­stæl­um, stór­yrðum og sjálfs­upp­höfnum yfir­lýs­ing­um. Þar hefur Stein­grímur kall­ast á við það versta af íslenskri póli­tískri orð­ræð­u og vissu­lega á hann stóran þátt í að spilla fyrir mál­efna­legri vinnslu og góð­vilj­aðri rök­ræðu. Jafn­vel má halda því fram að hann sé enn að skeyt­ast við Davíð Odds­son og Morg­un­blað hans, og þeir kump­án­arnir njóta þess að fjöl­miðla­vað­all­inn hjálpar þeim. Þar taka þeir undir Björn Bjarna­son og Guðni Ágústs­son, og alls konar minni spá­menn stjórn­mál­anna, eins og Jón Gunn­ars­son og Lilja Alfreðs­dótt­ir, sigla í kjöl­far öskur-orð­ræð­unnar og reyna að fiska í grugg­inu.

Ferða­þjón­ustan mun þurfa mest á óspilltu hálend­inu að halda

Ekki virð­ist nokkur vafi á að óspillt nátt­úra hálend­is­ins; kyrrð og víð­átta fáfar­inna svæða, jöklar, eld­stöðvar og gróð­ur­vinjar eru mjög mikil verð­mæti. Slík verð­mæti á þjóðin öll og þau verð­mæti ber okkur að vernda til fram­tíð­ar, fyrir börnin okkar og barna­börnin og fyrir kyn­slóðir heims­borg­ara. Okkur ber einnig að virða menn­ing­ar­arf­inn, og það jákvæða í ferða­frelsi þeirra sem vilja fara með friði og lúta hóf­sömu skipu­lagi. Bændur og úti­vi­star­fólk eiga hefð­bund­inn nytja­rétt sem þarf að virða en um leið að halda innan þeirra marka að ekki feli í sér hættu á ofnýt­ingu eða yfir­gangi sem valdið getur skemmd­um. Vissu­lega eru enn stað­fest merki um ofbeit á við­kvæmum svæð­um, sem eru engum til sóma.

Á sama hátt er mik­il­vægt að halda aftur af þeim sem vilja fara um hálendið með sán­ingu og gróð­ur­setn­ingu og ger­breyta ásýnd og aðkomu, að því er virð­ist nán­ast án und­ir­bún­ings og skipu­lags. Þeir hinir sömu „öskra” gjarna á þá sem vilja var­kára nálgun og vilja sjá nátt­úr­legri fram­vindu og þróun gróð­ur­fars og kalla þá „for­mæl­endur svartrar nátt­úru­vernd­ar” eins og það sé eitt­hvað sem er slæmt eða jafn­vel afbrigði­legt. Auð­vitað vilja menn ekki vernda „sand­storm­inn” eða ösku­rokið og auð­vitað verða jafn­vel for­mæl­endur lúpínusán­ing­anna að við­ur­kenna að einn hluti af verð­mæti Sprengisands fel­ast einmitt í hrjóstrinu, sem speglar sam­spil „eld­virkni og jök­ul­tíð­ar” miklu fremur en ánauð mann­vistar síð­ustu 12 hund­ruð ára.

Stuðn­ingur við hálend­is­þjóð­garð yfir­gnæf­andi meðal almenn­ings

Nýlega tók Kjarn­inn saman yfir­lit um þróun við­horfa til hálend­is­frið­unar eins og skoð­ana­kann­anir hafa mælt það sl. 10 ár. Þar blasir við að stuðn­ingur við þjóð­garðs­hug­myndir er marg­faldur á móts við minni­háttar and­stöðu. Raun­veru­lega má líta svo á að and­staða við hálend­is­friðun sé „jað­ar­skoð­un“ innan við 10% lands­manna. Slíkt felur auð­vitað ekki sjálf­krafa í sér umræðu­bann eða neitt slíkt, en eins og hér er að ofan rakið þá er búið að taka rök­semdir hávær­ustu and­stöðu­hópanna til yfir­veg­un­ar, og taka í mörgum til­fellum fullt til­lit til þeirra sjón­ar­miða og svara öðrum með mál­efna­legum rökum í grein­ar­gerð­um. Einnig má vitna í nýlega meistar­rit­gerð Mich­ael Bis­hop til vitnis um efn­is­lega orð­ræðu og und­ir­strikun átaka­punkta, en um leið til vitnis um víð­tækan stuðn­ing við meg­in­hug­mynd­ina um þjóð­garð á hálend­inu.

Það er heið­ar­legt að taka sér­stak­lega fram að und­ir­rit­aður er í öllum atriðum fylgj­andi víð­tækri friðun hálend­is­ins og þar með tak­mörkun á umsvifum fram­kvæmda­að­ila. Ég tel m.a. rétt að setja öllum virkj­ana­fram­kvæmdum inni á mið­há­lend­inu afar þröng tak­mörk og ég tel einnig að þörf sé að taka upp virka stýr­ingu á umferð um við­kvæm­ustu svæð­in, en bæta um leið ferða­leið­ir. Ég tel að nauð­syn sé að koma í veg fyrir að ein­stakir umsvifa-að­ilar geti gert út á nátt­úruperlurnar án þess að sæta skipu­lagi og gjalda fyrir afnot nægi­lega til að reka þjón­ustu og vernda svæð­in, um leið og fénýt­ing sam­eig­in­legra auð­linda á alltaf undir öllum kring­um­stæðum að skila afgjaldi til þeirra land­svæða/sveit­ar­fé­laga sem taka á móti heim­sókn­ar­gestum eða eru lögð undir orku­vinnslu.

Þar af leið­andi er ég í meg­in­at­riðum fylgj­andi frum­varpi umhverf­is­ráð­herra um Mið­há­lend­is­þjóð­garð og vil sjá að frum­varpið fái mál­efna­lega með­ferð á Alþingi næstu vik­urnar og verði afgreitt sem lög fyrir þing­lok. 

Jafn­framt leyfi ég mér að gera þá kröfu fyrir hönd allra sæmi­legra Íslend­inga að menn haldi sig við hóf­semi í orð­ræð­unni og beiti rökum og fari rétt með stað­reynd­ir. Umhverf­is­ráð­herr­ann Guð­mundur Ingi er klár­lega þekktur að því að vera sjálfur kurt­eis og almennt vamm­laus í orð­ræðu­stíl og afar sann­færður umhverf­is­vernd­ar­sinni, og með til­liti til þess er sann­gjörn krafa að honum séu ekki borin á brýn önnur eða ann­ar­leg sjón­ar­mið. Verst er þó þegar ein­hvers konar rasískum óþverra er blandað í upp­hróp­an­irnar sem á honum ganga eða stuðn­ings­mönnum hálend­is­frið­un­ar­inn­ar.

Flestir vilja jú finna ásætt­an­legan og var­an­legan ramma fyrir verndun og far­sæla nýt­ingu hálend­is­ins í þágu fram­tíð­ar­inn­ar. Nægi­lega margar skoð­ana­kann­anir hafa stað­fest jákvætt við­horf til stofn­unar hálend­is­þjóð­garðs á umliðnu árum þar sem stuðn­ingur er yfir­gnæf­and­i og því er ekki mál­efna­legt að hlaupa eftir sér­tækum kröf­um mjög fámenn­ra og sund­ur­leitra hópa, sama hvað menn öskra hátt.

Klárum málið til jákvæðrar nið­ur­stöðu

For­dæmum skít­kast og róg. Stöðvum yfir­gang og inni­halds­lausan hávaða, en vinnum mál­efni hálend­is­frið­unar til jákvæðrar nið­ur­stöð­u. 

Við vitum að það verður ekki öllum gert til hæf­is; en endi­lega reynum að halda þeim sem hæst öskra í tak­mörk­uðum „berg­máls­helli“ þar sem þeir mæta einkum eigin hávaða, en fá ekki að rugla í þeim sem vilja finna bestu lend­ing­una fyrir heild­ar­hags­muni fjöld­ans og fram­tíð­ar­inn­ar.  

Höf­undur er fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar