Samtaka gegn spillingu

Íslandsdeild samtakanna Transparency International er nú að taka til starfa. Formaður og framkvæmdastjóri hennar segja spillingu illvíga meinsemd sem grafi undan heilbrigði samfélaga hvarvetna. Ísland sé þar ekki undantekning.

Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Guðrún Johnsen formaður Íslandsdeildar TI og Árni Múli Jónasson framkvæmdastjóri Íslandsdeildar TI.
Auglýsing

Alþjóða­stofn­anir hafa lýst því yfir og rann­sóknir sýna með óyggj­andi hætti að spill­ing er ill­víg mein­semd sem grefur undan grund­vall­ar­rétt­ind­um, tæki­færum og lífs­gæðum fólks og heil­brigði sam­fé­laga hvar­vetna í heim­in­um. Ísland er engin und­an­tekn­ing frá því. 

Spill­ing vegur að lýð­ræð­inu, mann­rétt­indum og rétt­ar­rík­inu. Hún leiðir til mis­mun­un­ar, hamlar efna­hags­legri þró­un, skerðir lífs­kjör og eykur ójöfn­uð. Spill­ing veldur umhverf­is­spjöllum og meng­un, stuðlar að sóun auð­linda og órétt­látri skipt­ingu arðs og síð­ast en ekki síst grefur hún undan heil­brigðum við­skipta­hátt­um. Hún skekkir sam­keppni og skaðar fyr­ir­tæki, starfs­fólk og neyt­endur og bitnar mest á þeim sem minnst vald og áhrif hafa, verst standa og eru fátæk­ast­ir.

Spill­ing er mis­beit­ing valds í þágu sér­hags­muna og hún er alltaf ógn við hags­muni almenn­ings því að mik­il­vægar ákvarð­anir eru teknar á grund­velli sér­hags­muna og án til­lits til áhrifa þeirra á sam­fé­lagið í heild.

Auglýsing

Berj­umst saman gegn spill­ingu

Spill­ing fylgir ekki flokkslín­um. Til að verja rétt­indi okk­ar, hags­muni og sam­fé­lag gegn spill­ingu þurfum við að vinna sam­an, burt­séð frá hvar í flokki við stöndum og hverjum við greiðum atkvæði í kosn­ing­um. Við verðum að vernda og styrkja það sem best gagn­ast í þeirri bar­áttu.

Virk ábyrgð þeirra sem treyst hefur verið fyrir opin­beru valdi er for­senda þess að spill­ingu verði haldið í skefj­um. Spill­ing þrífst og dafnar best þar sem ráða­menn kom­ast upp með að mis­fara með vald, fara ekki að leik­reglum og bregð­ast trausti almenn­ings. Við verðum þess vegna að gera afdrátt­ar­lausar og skýrar kröfur um ábyrgð vald­hafa í stjórn­mál­um, stjórn­kerfi og við­skipta­lífi og fylgja þeim fast eftir þegar til­efni er til.

Gagn­sæi (e. tran­sparency) við með­ferð valds, tján­ing­ar­frelsið og rétt­ur­inn til upp­lýs­inga, eru öflug vopn í bar­áttu gegn spill­ingu. Spilltir vald­hafar ótt­ast fátt meira en fjöl­miðla, sem eru óháðir sér­hags­mun­um, rann­sókn­ar­blaða­menn og upp­ljóstr­ara og reyna ávallt að þagga niður í þeim með öllum til­tækum ráð­um. Við verðum því að kunna að meta gríð­ar­lega mik­il­vægt fram­lag þeirra til sam­fé­lags­ins, skilja þá miklu áhættu sem þeir taka, virða hug­rekki þeirra, styðja þá í orði og verki og verja fyrir óeðli­legum þrýst­ingi, ógn­unum og hefnd­ar­að­gerðum spilltra vald­hafa í stjórn­mál­um, stjórn­kerfi og við­skipta­lífi.

Öfl­ug­ar, skil­virkar og óháðar eft­ir­lits­stofn­an­ir, sem fylgj­ast með að lögum og reglum sé fylgt og sjálf­stæðir og óhlut­drægir dóm­stólar gegna gríð­ar­lega mik­il­vægu hlut­verki við að verja sam­fé­lag okkar gegn spill­ingu.

Spill­ing virðir engin landa­mæri. Þess vegna hafa verið gerðir fjöl­þjóð­legir samn­ingar um skyldur ríkja til að vinna gegn spill­ingu og hafa virkt eft­ir­lit með því að fólk og fyr­ir­tæki beiti ekki spilltum aðferðum og ekki bara í eigin landi, heldur líka í öðrum lönd­um. Ísland hefur und­ir­geng­ist samn­inga og skyldur á vett­vangi Sam­ein­uðu þjóð­anna, Evr­ópu­ráðs­ins og Efna­hags- og fram­fara­stofn­un­ar­innar (OECD). Við þurfum að fylgj­ast mjög vel með að íslensk stjórn­völd standi við þær skuld­bind­ing­ar, í verki en ekki bara í orði.

Það er mikið áhyggju­efni að Evr­ópu­ráðið og OECD skuli nýlega hafa fundið sig knúin til að gagn­rýna íslensk stjórn­völd harð­lega fyrir áhuga- og fram­taks­leysi við að gera nauð­syn­legar ráð­stafnir til að vinna gegn spill­ingu. Það er líka mjög mikið áhyggju­efni að Ísland skuli fá sífellt verri nið­ur­stöður í alþjóð­legum mæl­ingum á spill­ingu.

Leggðu lið í bar­átt­unni gegn spill­ingu.

Ef þú vilt leggja lið í bar­átt­unni gegn spill­ingu á Íslandi og í heim­inum öllum hvetjum við þig til að kynna þér stefnu og starf alþjóða­sam­tak­anna Tran­sparency International (TI).

Sam­tökin voru stofnuð árið 1992 og hafa um langa hríð verið ein stærstu alþjóð­legu sam­tökin sem vinna að heil­indum í stjórn­mál­um, stjórn­sýslu og við­skipta­lífi hvar­vetna í heim­in­um. Sam­tökin eru sjálf­stæð og óháð stjórn­völdum og eru ekki rekin til að skila hagn­aði. Þau starfa í meira en 100 löndum og berj­ast gegn spill­ingu og því mikla órétt­læti og margs konar sam­fé­lags­lega skaða sem hún veld­ur.

Íslands­deild TI er nú að taka til starfa. Með því að ger­ast félagi í henni og/eða með því að styðja deild­ina með fjár­fram­lagi leggur þú þitt af mörkum í bar­átt­unni gegn spill­ingu á Íslandi og um allan heim. Upp­lýs­ingar um hvernig má ger­ast félagi í Íslands­deild TI og/eða styrkja deild­ina má nálg­ast á heima­síð­unni (www.tran­sparency.is). Þar eru einnig upp­lýs­ingar um hvernig er hægt að hafa sam­band við deild­ina og fram­kvæmda­stjóra henn­ar.

Verum sam­taka í bar­áttu gegn spill­ingu.

Guð­rún Johnsen, for­maður Íslands­deildar TI

Árni Múli Jón­as­son, fram­kvæmda­stjóri Íslands­deildar TI

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar