Temjum okkur jákvætt og þakklátt lífsviðhorf

Ingrid Kuhlman skrifar um þakklæti.

Auglýsing

Það eru margar góðar ástæður fyrir því að temja sér jákvætt og þakk­látt lífs­við­horf. Raun­veru­legt þakk­læti felur í sér að koma auga á og þakka fyrir hið sjálf­sagða, það sem er allt í kringum okkur alltaf og við höfum til­hneig­ingu til að taka sem gefnu. Þakk­læti ber að rækta eins og allt ann­að.

Hér fyrir neðan eru fimm atriði sem geta hjálpað þér við að bera kennsl á hvað þú ert þakk­lát(­ur) fyr­ir. 

1. Þitt Plan B

Ímynd­aðu þér að þú eigir við hlaupa­meiðsli að stríða. Hlaup hafa vana­lega góð áhrif á streitu­losun hjá þér en nú kemstu ekki út að hlaupa í nokkrar vik­ur, sem er vissu­lega svekkj­andi. Gott er þó að hafa í huga að í stað­inn fyrir að hlaupa ertu fær um að gera t.d. fjöl­breyttar styrkt­ar- eða teygju­æf­ing­ar. Þú getur valið að vera þakk­lát(­ur) fyrir að hafa plan B.

Við ein­blínum oft það mikið á að geta ekki fram­kvæmt plan A að við van­rækjum gjarnan að átta okkur á því hversu heppin við erum að hafa plan B. Það er kannski ekki í fyrsta sæti hjá okkur en stundum getur plan B fært okkur óvæntar upp­götv­anir og per­sónu­legan vöxt.

2. Verð að gera eða Fæ að gera

Stundum pirrumst við á ábyrgð okk­ar. Þegar það ger­ist er gott að breyta því hvernig við hugsum og tjáum okk­ur. Í stað þess að hugsa „Ég verð að skrifa grein“ er gott að snúa þeirri hugsun við með því að segja „Ég fæ að skrifa grein“. Ég upp­lifi það sem dæmi sem gíf­ur­leg for­rétt­indi að fólk vilji lesa ráð mín og að ég hafi vett­vang til að ná til les­enda. Ég hef líka lagt mikið á mig til að öðl­ast þekk­ingu mína og er þakk­lát fyrir að hún nýt­ist öðr­um. 

Auglýsing
Ímyndaðu þér að þú sért með sam­starfs­mann sem á í ein­hverjum erf­ið­leik­um. Í stað þess að hugsa „Ég verð að styðja Magga“, reyndu þá að hugsa „Ég fæ að styðja Magga.“ Þú hefur lík­lega frá­bært tæki­færi til að laða fram það besta í Magga og hjálpa honum við að bæta frammi­stöðu sína.

3. Að vera ófull­kom­in(n) án mik­illa afleið­inga

Við ásökum okkur oft og berjum okkur í hug­anum fyrir and­lausa hegðun eins og að hámhorfa á heila þátta­röð í einni setu. Þú gætir sagt við sjálfan þig: „Í stað hámhorfs hefði ég átt að mála bíl­skúr­inn eða elda þennan nýja græn­kera­rétt sem mig hefur lengi langað til að mat­reiða.“

Að vera ofur­gagn­rýn­inn á sjálfa(n) sig er ekki lík­legt til að leiða til minna sjón­varps­gláps. Það er auk þess gott að hafa í huga að lífið gerir okkur kleift að vera ófull­komin og eiga samt mögu­leika á að fylgja mark­miðum okk­ar. Að horfa á ofgnótt sjón­varps­efnis kemur ekki í veg fyrir að þú getir mat­reitt græn­kera­rétt eða málað bíl­skúr­inn. Lífið veitir næg tæki­færi til að gera hvort tveggja og það er sann­ar­lega ástæða til að vera þakk­lát(­ur) fyr­ir.

4. Gnægð

Þegar fólk er í við­kvæmri stöðu er það oft upp­tekið af því sem það skort­ir. Þegar það ger­ist er gott að reyna að sjá gnægð­ina sem þú hugs­an­lega missir af. Ef þú fékkst sem dæmi ekki starfið sem þú sótt­ist eftir eða þegar sá eða sú sem þú varst í róm­an­tísku sam­bandi með ákveður að hætta með þér, reyndu þá að hugsa um öll þau fjöl­breyttu og spenn­andi störf þarna úti og allt það fólk sem hægt er að elska - það eru fleiri fiskar í sjón­um.

5. Færni sem hjálpar þér að bæta upp veik­leika

Við höfum öll styrk­leika og veik­leika. Ef þú ert ekki góð(­ur) í ein­hverju er auð­velt að fest­ast í því. Þegar það ger­ist lítur þú hugs­an­lega fram hjá því hvernig þú notar aðra færni til að bæta upp veik­leik­ana og koma því í fram­kvæmd sem skiptir þig máli. Reyndu að bera kennsl á þá færni sem hjálpar þér við að sigr­ast á veik­leikum þínum og vertu þakk­lát(­ur) fyrir hana. Þegar kvíð­inn yfir­bugar þig sem dæmi er gott að velta fyrir þér hvaða færni gæti hjálpað þér við að takast á við hann? Hvernig end­ur­speglar þessi færni und­ir­liggj­andi styrk­leika þína?

Þakk­læti breytir því hvernig við hugsum og hjálpar okkur að finna lausn­ir. Það að koma auga á það sem við erum þakk­lát fyrir eykur almenna ánægju með líf­ið.

Grein­ar­höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Þekk­ing­ar­miðl­unar og með meistara­gráðu í hag­nýtri jákvæðri sál­fræði (MAPP).

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar