Það er laukrétt hjá Ólafi Stephensen að í grein hans í Kjarnanum 1.1.2021, nefnir hann ekki berum orðum tollfrjálsan innflutning landbúnaðarafurða. Hins vegar er erfitt að skilja eindregna ósk Ólafs um viðskiptafrelsi bæði í þessari grein og mörgum öðrum á liðnum mánuðum um landbúnaðarmál öðru vísi en svo að hann vilji enga tolla eða aðrar viðskiptahindranir á innflutning landbúnaðarafurða. Viðskiptafrelsi og tollmúrar virðast ekki fara saman.
Nú kemur hins vegar í ljós að Ólafur vill alls ekki tollfrjálsan innflutning á landbúnaðarafurðum heldur aðeins lægri tolla (og væntanlega stærri tollkvóta) en nú er.
Biðst ég því afsökunar á mínum misskilningi á afstöðu Ólafs og væntanlega umbjóðanda hans, Félags atvinnurekenda.
Vonandi er Ólafur mér líka sammála mér um að í þessu mati á þjóðhagslega hagkvæmum tollum þurfi m.a. að horfa til togstreitu þjóða um tolla og viðskiptahindranir og tollasamninga Íslands í heild.
Höfundur er prófessor emiritus í hagfræð