Opið bréf til Stefáns Eiríkssonar útvarpsstjóra vegna skaðlegrar fjölmiðlaumfjöllunar um holdafar

Formaður Samtaka um líkamsvirðingu skrifar opið bréf til útvarpsstjóra.

Auglýsing

Sam­tök um lík­ams­virð­ingu vilja lýsa yfir áhyggjum og von­brigðum með efn­is­tök Rík­is­út­varps­ins (RÚV) þegar kemur að umfjöllun um holda­far.

Ein­hliða og skað­leg efn­is­tök um holda­far á dag­skrá

Nú í jan­úar hafa verið sýndir tveir heim­ilda­þættir frá BBC á RÚV. Ann­ars­vegar er um að ræða þátt­inn Skyndi­megr­un­ar­til­raunin (The Big Crash Diet Experiment) þar sem fylgst er með fjórum feitum ein­stak­lingum sem settir eru á öfga­full­an, fljót­andi megr­un­ar­kúr þar sem þau fá ein­ungis að neyta um 700 hita­ein­inga á dag í 9 vik­ur. Nið­ur­staða þátt­ar­ins er sú að það slæma umtal sem fylgir öfga­kenndum megr­un­ar­kúrum eigi ekki rétt á sér og að það sé vel á það reyn­andi að skella sér á slíka kúra. Þessi nið­ur­staða er þvert á nið­ur­stöður ára­tuga rann­sókna sem hafa tekið af öll tví­mæli um að skyndi­megr­anir sem þessar séu stór­hættu­legar lík­am­legri, and­legri og félags­legri heilsu.

Fyrir utan lélegar árang­urs­tölur þegar kemur að langvar­andi þyngd­ar­tapi, sem eru á bil­inu 3-5%, þá hefur ekki enn tek­ist að sýna fram á að þyngd­ar­tapið sjálft leiði til heilsu­bót­ar. Algeng­asta útkoman úr þyngd­ar­tap­stil­raun­um, hvaða nafni sem þær nefnast, er þyngd­ar­aukn­ing (1, 2, 3 og 4).

Auglýsing

Lík­urnar á því að feitt fólk nái ein­hvern tím­ann kjör­þyngd á ævi sinni eru stjarn­fræði­lega lágar (5). Þetta orsakast ekki af skorti á vilja­styrk heldur mót­væg­is­að­gerðum sem lík­am­inn grípur til þegar hann upp­lifir hung­ursneyð og hafa fylgt mann­kyn­inu frá upp­hafi.

Í heims­frægri til­raun Ancel Keys þar sem 36 karl­menn tóku þátt í hálf­svel­tit­il­raun í 24 vikur voru afleið­ing­arnar þess­ar: 

Lík­am­legar afleið­ing­ar:

·   Nag­andi hungur

·   Kuldi

·   Lík­am­legur van­máttur

·   Svimi

·   Yf­ir­þyrm­andi þreyta

·   Vöðva­rýrnun

·   Hár­missir

·   Um­fang hjart­ans minnk­aði um 20%

·   Púls lækk­aði

·   Lík­ams­hiti lækk­aði

·   Grunn­brennsla lækk­aði um 40%

And­legar afleið­ing­ar:

·   Þrá­hyggju­kenndar hugs­anir um mat

·   Át­kasta­hegðun

·   Djúp geð­lægð

·   Mikil and­leg neyð

·   Pirr­ingur

·   Minnkuð kyn­hvöt

·   Áhugi á öllu nema mat hvarf

·   Fé­lags­leg ein­angrun

·   Tauga­veiklun

Karl­arnir í þess­ari til­raun neyttu 1560 hita­ein­inga á dag. Tvö­falt fleiri en þátt­tak­endur neyttu í þætt­inum sem RÚV sýndi nú í jan­ú­ar. Við teljum okkur geta full­yrt að eng­inn heil­brigð­is­starfs­maður eða nær­ing­ar­fræð­ingur gæti mælt með þeim aðferðum sem við­hafðar voru í þætt­in­um.

Hinn þátt­ur­inn sem RÚV bauð upp á er heim­ilda­þáttur frá BBC sem kall­ast Sann­leik­ur­inn um offitu (The Truth About Obesity). Þrátt fyrir örlítið gagn­rýn­ari umfjöllun um orsaka­þætti er meg­in­þráður þátt­ar­ins áhyggjur af heilsu­fars­legum og fjár­hags­legum kostn­aði við „flóð­bylgju“ og „far­ald­ur“ offitu þar sem spjótin bein­ast aðal­lega að hreyf­ingu og matar­æði. Sýnt hefur verið fram á að birt­ing­ar­mynd fjöl­miðla af feitu fólki sem byrði á sam­fé­lag­inu ýti undir fitu­for­dóma í sam­fé­lag­inu (6, 7). Slíkri umfjöllun er oft ætlað að vekja upp við­bjóð og reiði hjá áhorf­and­anum og er hún oftar en ekki skekkt þar sem hún fjallar um holda­far ein­ungis frá þyngd­ar­mið­aðri nálgun (weight-normative app­roach), en aldrei þyngd­ar­hlut­lausri nálgun (weight-­neutral app­roach). Þyngd­ar­hlut­laus nálgun fjallar meðal ann­ars um heilsu­fars­legar afleið­ingar fitu­for­dóma, mis­mun­unar og end­ur­tek­inna þyngd­ar­tap­stil­rauna. Sýnt hefur verið fram á að umfjöllun um holda­far af þessu tag­i,  þar sem hallar mjög á aðra hlið­ina, hafi mjög skað­leg áhrif út í sam­fé­lag­ið.

Við höfum jafn­framt miklar áhyggjur af umfjöllun og efn­is­tökum RÚV þegar kemur að offitu­að­gerð­um, allt frá frétta­skýr­ing­ar­þáttum eins og Kveik (20) yfir í útvarps­við­töl við skurð­lækna og sjúk­linga sem hafa geng­ist undir slíkar aðgerð­ir, nú síð­ast 19. jan­úar í morg­un­út­varpi Rásar 2 þar sem skurð­læknir líkti maga­ermis­að­gerðum við gall­blöðru­að­gerð­ir. Var ákveðnum dýrð­ar­ljóma slegið um þessa teg­und aðgerða án þess að farið væri djúpt í auka­verk­anir og áhættu, rétt eins og oft áður.  Sam­tök um lík­ams­virð­ingu hafa áður gert athuga­semd við fjöl­miðlaum­fjöllun um offitu­að­gerðir og reynt að vekja athygli á hætt­unum við slík vinnu­brögð (21). Við teljum áður­nefnda umfjöllun á villi­götum enda er um mikla og flókna aðgerð að ræða með ekki síður miklum og flóknum fylgi­kvill­um, og fólk sem fer í hana með óraun­hæfar vænt­ingar er í sér­stak­lega mik­illi áhættu (22).

Það sem kemur aldrei fram í þess­ari umfjöllun er að fólk sem und­ir­gengst aðgerð­irnar upp­lifir ekki alltaf bætt lífs­gæði og stundum versna þau. Algengt er að fólk þyng­ist aftur eftir að það hefur náð sinni lægstu þyngd eftir aðgerð og að sjúk­dómar á borð við kæfisvefn og syk­ur­sýki 2 sem fóru í sjúk­dóms­hlé láti á sér kræla á ný eftir örfá ár. Átrask­anir og áfeng­is- og vímu­efna­notkun eru einnig tíð­ari meðal þeirra sem hafa geng­ist undir aðgerð af þessu tagi. Krónísk vannær­ing, kvið­verkir og nið­ur­gangur eru við­búin vanda­mál. Aðgerðin hefur áhrif á horm­óna­jafn­vægi og dregur úr ghrel­in-­magni í lík­am­anum sem minnkar mat­ar­lyst en eykur líkur á þung­lyndi. Minni hæfni lík­am­ans til að draga til sín nauð­syn­leg nær­ing­ar­efni gerir það síðan að verkum að hann er ekki fær um að taka til sín virk efni þung­lynd­is­lyfja eins og áður og er því erf­ið­ara að lyfja­stilla þung­lynd­ið. Sjúk­lingar lýsa erf­iðum til­finn­ingum við að upp­lifa breytt við­mót umheims­ins þegar þeir grenn­ast og fitu­for­dómar og mis­munun minn­kar, en von­leysi þegar þeir þyngj­ast nær óhjá­kvæmi­lega aftur og verða fyrir jað­ar­setn­ingu á ný. Skömm­in, von­leysið og sjálfs­á­sök­unin sem fylgir þessu ferli er stór­hættu­leg en eðli­leg ef tekið er til­lit til þess að hvergi heyrum við að þetta séu eðli­legar og nátt­úru­legar afleið­ingar aðgerð­ar­innar og mót­væg­is­að­gerðir lík­am­ans við henni. Þess í stað tönnlast for­svars­fólk aðgerð­anna stöðugt á því að árangur af aðgerð­inni fari að nær öllu leyti eftir því hversu dug­legur sjúk­ling­ur­inn er við að til­einka sér „nýja lífs­hætti“ og ábyrgðin þannig sett í hendur sjúk­lings­ins. Afleið­ingin er sú að sjálfs­vígs­tíðni meðal feitra sem hafa farið í offitu­að­gerð er mun hærri en hjá jafn feitum sem hafa ekki farið í slíka aðgerð (22).

Auglýsing

Jað­ar­setn­ing og afmennskun feitra

Í nútíma­sam­fé­lagi er feitt fólk jað­ar­sett og verður fyrir kerf­is­bund­inni mis­mun­un. Þegar við sjáum feita mann­eskju hefur sam­fé­lagið skil­yrt okkur til að dæma hana sem lata, gráð­uga, óaðl­að­andi, heimska og sið­ferð­is­lega óæðri (8). Sam­fé­lags­leg skila­boð þess eðlis dynja á okkur úr öllum átt­um, ekki síst frá fjöl­miðl­um. Tíðni fitu­for­dóma í Banda­ríkj­unum var orðin sam­bæri­leg tíðni kyn­þátta- og kynja­for­dóma árið 2008 (9). Nýleg rann­sókn sem skoð­aði þróun með­vit­aðra og ómeð­vit­aðra for­dóma gagn­vart kyn­hneigð, kyn­þætti, húð­lit, aldri, fötlun og þyngd á tíma­bil­inu 2007-2016 sýndi fram á að nei­kvæð við­horf til allra þátta höfðu ann­að­hvort minnkað eða staðið í stað, nema til þyngd­ar. For­dómar á grund­velli þyngdar juk­ust á tíma­bil­inu (10).

Skýrsla Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins „For­dómar á grund­velli holda­fars í íslensku sam­fé­lagi“ (11) sýndi að fitu­for­dómar lifa góðu lífi á Íslandi. Þar kom einnig fram að „sökum þess hve for­dómar á grund­velli holda­fars koma fram víða má færa rök fyrir því að feitt fólk búi við kerf­is­lægt mis­rétti sem eigi sér rætur í almennum við­horfum og gild­is­mati sam­fé­lags­ins“ og voru fjöl­miðlar og birt­ing­ar­myndir feitra sem þar sjást til­tekin sem orsaka­þátt­ur.

Afleið­ing þess­arar þró­unar er sú að feitt fólk hefur verið afmennskað af sam­fé­lag­inu. Rann­sóknir sýna að þátt­tak­endur eru óhræddir við að stað­festa að þeir álíti feitt fólk síður mennskt og síður þróað en fólk sem er ekki feitt. Þeir sýna feitu fólki einnig minni sam­kennd en grennra fólki (12, 13). Afmennskunin hefur þau áhrif að for­dóm­ar, mis­munun og ofbeldi gegn feitu fólki verður sam­þykkt og rétt­læt­an­leg. Veiga­mik­ill þáttur þarna er áður­nefnd birt­ing­ar­mynd fjöl­miðla.

Vönduð umfjöllun um holda­far er lýð­heilsu­mál

Það þarf ekki frjótt ímynd­un­ar­afl til að sjá að áður­nefnd félags­leg staða feitra hefur áhrif á lík­am­legt, and­legt og félags­legt heilsu­far. Rann­sóknir meðal sam­fé­lags­hópa sem hafa orðið fyrir mis­munun sýna auknar líkur á ýmsum heilsu­farskvill­um, svo sem háþrýst­ingi, lang­vinnum verkj­um, kvið­fitu, efna­skipta­villu, æða­kölkun og brjóstakrabba­meini, jafn­vel þegar tekið hefur verið til­lit til ann­arra áhrifa­þátta (14). Rann­sóknir sýna enn­fremur að reynsla af fitu­for­dómum eykur líkur á þung­lyndi, nei­kvæðu sjálfs­mati, slæmri lík­ams­mynd, ofáts­vanda og minni þátt­töku í hreyf­ingu (14).

Nýleg rann­sókn sýndi fram á að reynsla af fitu­for­dómum hafi for­spár­gildi og nái að útskýra nærri þriðj­ung af þróun lífstíls­sjúk­dóma sem hafa hingað til verið útskýrðir með sjálfri lík­ams­fit­unni (15).

Í minn­is­blaði vinnu­hóps Land­lækn­is­emb­ætt­is­ins um aðgerða­á­ætlun til að draga úr tíðni offitu frá 2013 (16) seg­ir: „Rann­sóknir und­an­far­inna ára­tuga sýna að fitu­for­dómar (ant­i-­fat preju­dice) og mis­munun á grund­velli holda­fars er algeng í vest­rænum sam­fé­lögum og hafa íslenskar rann­sóknir m.a. stað­fest að slík mis­munun á sér stað í atvinnu­líf­inu hér á landi. Við inn­leið­ingu aðgerða þarf því að leggja áherslu á að þær stuðli allt í senn að and­legu, lík­am­legu og félags­legu heil­brigði og vellíðan en verði ekki til þess að auka nei­kvæð við­horf eða van­líðan í tengslum við holda­far. Þvert á móti er mik­il­vægt að efla virð­ingu fyrir fjöl­breyttum lík­ams­vexti í sam­fé­lag­inu þar sem slæm lík­ams­mynd og for­dómar vegna holda­fars geta haft nei­kvæð áhrif á heilsu­tengda hegð­un, heil­brigði og líð­an. Því er ráð­lagt að aðgerðir stjórn­valda felist í efl­ingu heil­brigðra lifn­að­ar­hátta á breiðum sam­fé­lags­legum grund­velli án sér­stakrar áherslu á offitu eða lík­ams­þyngd.“

Það er því ekki ein­ungis mann­rétt­inda­mál að umfjöllun um holda­far sé vönduð og í jafn­vægi, heldur einnig brýnt lýð­heilsu­mál. Á þeim grund­velli hefur Alþjóða­heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) vakið athygli á fitu­for­dómum sem heilsuvá og til­tekið sér­stak­lega fjöl­miðla sem stóran áhrifa­þátt (16).

Laga­legar skyldur RÚV sem fjöl­mið­ils í almanna­þágu

Mynd: Aðsend

Hér að ofan má sjá inn­gang að frétt RÚV frá árinu 2010. Fram kemur í mynda­text­anum að Íslend­ingar þurfi að hugsa sinn gang og herða sókn­ina gegn offitu þar sem ný skýrsla sýni að Íslend­ingar séu í hópi mestu „fitu­hjassa“ í heimi. Fréttin er enn aðgengi­leg á vef RÚV (17).

Nær­tækara dæmi er umfjöllun um ráð­stefnu um offitu sem Íslensk erfða­grein­ing stóð fyrir í febr­úar 2020. Kári Stef­áns­son kom af því til­efni í útvarps­við­tal á RÚV og var skrifuð frétt upp úr því sem einnig var birt á vef RÚV (18). Kári segir m.a.: „ef við hugsum um þetta út frá klass­ísku mati okkar í sam­fé­lag­inu á hegðun fólks, þá er offitan að með­al­tali tján­ing á heldur lélegri starf­semi heil­ans, það er ósköp ein­falt.“ Í kjöl­farið af ráð­stefn­unni þar sem máluð var upp mynd af feitu fólki sem heimsku og óhlýðnu skrif­aði for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu pistil (19) og gagn­rýndi þessa orð­ræðu. Pistill­inn var sendur á tölvu­póst­fang RÚV og óskað eftir því að fjallað yrði um þá hlið umræð­unnar til að gæta jafn­væg­is. Erind­inu var ekki svar­að.

Í fyrstu máls­grein 1. kafla laga um Rík­is­út­varp­ið, fjöl­miðil í almanna­þágu (nr. 23/2013), segir að mark­mið lag­anna sé að „stuðla að lýð­ræð­is­legri umræðu, menn­ing­ar­legri fjöl­breytni og félags­legri sam­heldni í íslensku sam­fé­lagi með fjöl­miðla­þjón­ustu í almanna­þágu. Rík­is­út­varp­inu er falin fram­kvæmd hennar eins og nánar er kveðið á um í lögum þess­um. Rík­is­út­varpið er þjóð­ar­mið­ill og skal rækja fjöl­breytt hlut­verk sitt af fag­mennsku, metn­aði, heið­ar­leika og virð­ing­u.“

Við óskum eftir opnu sam­tali við útvarps­stjóra til að ræða hvernig við get­um, sem fag­fólk og aðgerða­sinn­ar, stutt Rík­is­út­varpið við að fram­fylgja áður­greindu laga­á­kvæði eftir bestu getu.

Auglýsing

Í stuttu máli ...

-   Sam­tök um lík­ams­virð­ingu lýsa yfir áhyggjum og von­brigðum með efn­is­tök Rík­is­út­varps­ins (RÚV) þegar kemur að umfjöllun um holda­far.

-   Borið hefur á ein­hliða og skað­legri umfjöllun um holda­far á vegum RÚV sem málar feitt fólk upp sem byrði á sam­fé­lag­inu. Slík birt­ing­ar­mynd hefur afmennsk­andi áhrif á feitt fólk og ýtir undir fitu­for­dóma í sam­fé­lag­inu (6, 7).

-   Fitu­for­dómar og mis­munun á grund­velli holda­fars hafa alvar­legar lík­am­leg­ar, and­legar og félags­legar afleið­ingar fyrir feitt fólk (14, 15). Vönduð umfjöllun fjöl­miðla um holda­far er því ekki ein­ungis mann­rétt­inda­mál heldur brýnt lýð­heilsu­mál.

-   RÚV ber skylda til þess sam­kvæmt lögum að sinna hlut­verki sínu af fag­mennsku, metn­aði, heið­ar­leika og virð­ingu.

-   Sam­tök um lík­ams­virð­ingu óska eftir fundi með útvarps­stjóra í því skyni að eiga opið sam­tal um hvernig megi koma í veg fyrir skað­lega umfjöllun um holda­far.

Höf­undur er félags­ráð­gjafi og for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

Heim­ild­ir: 

1) https://nut­ritionj.biomedcentral.com/­art­icles/10.1186/1475-2891-10-9

2) https://www.hindawi.com/jo­urnals/jo­be/2014/983495/

3) https://eschol­ars­hip.org­/uc/item/0tv27311

4) https://www.face­book.com/not­es/2721052264776963/

5) https://pu­b­med.ncbi.nlm.nih.­gov/26180980/

6) https://on­lin­eli­br­ar­y.wiley.com/doi/­full/10.1111/j.1600-0838.2004.00399.x-i1

7) https://pu­b­med.ncbi.nlm.nih.­gov/26395745/

8) https://doi.org­/10.1038/o­by.2008.636

9) doi: 10.1038/i­jo.2008.22 

10) https://doi.org­/10.1177/0956797618813087

11) https://www.land­la­ekn­ir.is/serv­let/fi­le/­stor­e93/item28261/Holda­fars­for­d%C3%B3mar_loka­skjal_des.2015.pdf

12) doi: 10.1002/o­by.22460

13) https://doi.org­/10.1016/j.­ne­uroima­ge.2013.11.041

14) https://a­jp­h.ap­hapu­blications.org­/doi/10.2105/A­JP­H.2009.159491

15) https://jo­urnals.sagepu­b.com/doi/10.1177/0956797619849440

16) https://www.e­uro.who.in­t/__data/as­sets/p­d­f_fi­le/0017/351026/Weight­Bi­as.pd­f?u­a=1

17) https://www.ruv.is/frett/vill-her­da-sokn­ina-­gegn-offitu

18) https://www.ruv.is/frett/offita-a­d-­medaltali-tj­an­ing-a-l­el­egri-heila­starf­semi

19) https://www.vis­ir.is/g/2020200209861/feit-heimsk-og-ohlydin

20) https://www.face­book.com/fitu­for­doma­gler­aug­un/posts/502505666949886

21) https://www.face­book.com/not­es/870802080343141/

22) https://bari­at­rict­imes.com/und­er­stand­ing-postoper­ati­ve-su­icide-­self-inj­ury/#:~:text=Ba­sed%20on%20t­heir%20ana­lys­is%2C%20t­he,3.2%E2%80%935.1%2F10%2C000

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar