Drengirnir okkar

Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar um menntamál.

Auglýsing

Reglu­lega kemur upp umræða um að ófarir íslenskra drengja innan mennta­kerf­is­ins séu áhyggju­efni. Í PISA könnun frá árinu 2018 kemur fram að 34% drengja og 19% stúlkna séu undir öðru hæfnistigi og telj­ist því ólæs. Allt að einn þriðji drengja sem útskrif­ast úr grunn­skóla eru ekki færir um að lesa sér til gagns. Nátt­úru­fræði­greinar fylgja fast á eftir en þar eru um 25% nem­enda undir öðru hæfnistig­i. 

Þá hlýtur að fylgja í kjöl­farið spurn­ingin hvers vegna? Getur verið að mennta­kerfið hrein­lega afskrifi svona stóran hluta nem­enda? Grunn­skólar víð­ast hvar í heim­inum eru ennþá starf­ræktir eftir lík­ani sem var full­komnað í kringum alda­mótin 1900. Þó er þetta ekki algilt og inn á milli eru fram­sýnir vel starf­ræktir skól­ar.

Covid-19 hafði það í för með sér að mennta­stofn­anir lands­ins tóku hrað­nám­skeið í fjar­kennslu, bún­aður hefur víð­ast hvar verið upp­færður og því hefur mennta­kerfið tekið tutt­ugu ára stökk framá­við. Í þessu fel­ast stór­kost­leg tæki­færi til betri árang­urs. Ótví­ræður kostur við nútíma tækni er að nem­endur þurfa ekki að binda sig við sinn skóla ef þeir kjósa ann­að. Tölvu­tæknin gerir okkur kleift að hlýða á fyr­ir­lestra og kennslu­stundir úr öðrum skól­um, þess vegna hinum megin á hnett­in­um. 

Gleði­tíð­indin í nið­ur­stöðum PISA kann­an­anna eru þau að töl­urnar um ófarir drengja í íslenska mennta­kerf­inu sem fjöl­miðlar slá upp í fyr­ir­sögnum reglu­lega, segja ekki alla sög­una og gefa jafn­vel vill­andi mynd. Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var í Kanada árið 2012 kom í ljós að nokkrum árum eftir útskrift úr grunn­skóla, höfðu flestir nem­endur sem þá gátu ekki lesið sér til gagns, náð upp þeim hæfi­leika. Skýr­ingin er lík­lega sú að þeir hrein­lega þurftu þess. Í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar kemur fram að ekki allir geta fetað hinn hefð­bundna mennta­veg. Sveigj­an­leiki innan kerf­is­ins skipti sköpum fyrir þá nem­end­ur.

Auglýsing
Þá vaknar spurn­ing­in, hvers vegna er verið að þrjóskast við að kenna nem­endum inn­gang­inn að afstæð­is­kenn­ingu Ein­steins í tíunda bekk? Til hvers þarf að ham­ast á nem­endum að læra hluti sem ein­falt mynd­band getur útskýrt í grunn­at­riðum á nokkrum mín­út­um? Hvers vegna þurfa nem­endur að þola sam­an­burð við sam­nem­endur sína sem hafa allt aðra getu og áhuga­svið. Hvernig sam­ræm­ist þetta áherslum mennta­stefnu íslands um mótun heil­brigðar sjálfs­myndar þess­ara nem­enda. Við ættum að fagna fjöl­breyti­leik­an­um.

Í skýrslu nefndar um mennta­stefnu frá 1993 var þessi hug­mynd reifuð og lagt til að nem­endur grunn­skóla fengju greið­ari aðgang að lög­gildu iðn­námi. En síðan hún var skrifuð hefur lítið sem ekk­ert breyst til hins betra. Raunar er nem­endum gert erf­ið­ara fyrir með því að stytta fram­halds­nám en fækka ekki ein­ingum á móti. Námið var því ekki stytt því var bara þjappað sam­an. Það er því blaut tuska í and­litið á þeim nem­endum sem eiga þegar erfitt upp­dráttar í hefð­bundnu bók­legu námi og ein­ungis til þess fallið að brjóta þau enn frekar nið­ur.

Vanda­málið er að stórum hluta að svona hefur þetta alltaf ver­ið. Frá alda­mótum 1900. Allir nem­endur eiga að sitja kyrrir og hlýða á sann­leik­ann sem for­eldrum þeirra var kennd­ur. Hefur ein­hver spurt hvort þau séu til í að læra eitt­hvað ann­að? Nám á að vera ein­stak­lings­miðað og byggt á áhuga­sviði. Það er ekki nóg að setja hug­mynd­ina í aðal­námskrá. Þessu þarf að hrinda í fram­kvæmd.

Því legg ég til að nem­endur eftir átt­unda bekk grunn­skóla fái að velja sér fram­halds­nám. Í stað þess að þvinga nem­endur í enn meira bók­nám sem þeir, sam­kvæmt PISA könn­un­um, eru hvort eð er ekki að læra. Rann­sóknir sýna að þeir nem­endur sem ljúka iðn­námi eða sam­bæri­legri menntun fyrir 24 ára aldur vegnar betur heldur en þeir sem ljúka ein­ungis grunn­skóla eða mennta­skóla. Krakkar sem eru lunknir í hönd­unum eða hafa áhuga­svið utan hefð­bund­inna náms­greina eiga skilið tæki­færi til að móta þessa hæfi­leika og jafn­framt stytta verk­nám. Ég legg til að fyrir hvert ár stundað í grunn­skóla detti út heil önn í sam­svar­andi námi. Aðal­námskrá verði gerð sveigj­an­legri og nem­and­anum gefin kostur á því að stunda nám sem vekur áhuga á sínum for­send­um.

Þetta á ekki ein­göngu við verk­nám þar sem okkar bestu nem­endum er haldið aftur og þeir hlekkj­aðir við jafn­aldra sína. Í grunn­skólum lands­ins er aðstaða til smíða og ann­ars hand­verks. Við erum þegar með inn­við­ina til að kenna fólki í fjar­námi. Tæknin og tólin eru til stað­ar. Kenn­arar hafa sýnt vilja og yfir­burða­getu til aðlög­unar og fram­þró­un­ar. Það eina sem uppá vantar er vilji yfir­valda til þess að gera bet­ur. 

Eins og ein­hver sagði, Ef fiskur er met­inn á hæfi­leikum hans til að klifra þá eyðir hann ævinni í þeirri trú að hann sé vit­laus.

Höf­undur er fram­bjóð­andi í próf­kjöri Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar