Drengirnir okkar

Gunnar Ingiberg Guðmundsson skrifar um menntamál.

Auglýsing

Reglu­lega kemur upp umræða um að ófarir íslenskra drengja innan mennta­kerf­is­ins séu áhyggju­efni. Í PISA könnun frá árinu 2018 kemur fram að 34% drengja og 19% stúlkna séu undir öðru hæfnistigi og telj­ist því ólæs. Allt að einn þriðji drengja sem útskrif­ast úr grunn­skóla eru ekki færir um að lesa sér til gagns. Nátt­úru­fræði­greinar fylgja fast á eftir en þar eru um 25% nem­enda undir öðru hæfnistig­i. 

Þá hlýtur að fylgja í kjöl­farið spurn­ingin hvers vegna? Getur verið að mennta­kerfið hrein­lega afskrifi svona stóran hluta nem­enda? Grunn­skólar víð­ast hvar í heim­inum eru ennþá starf­ræktir eftir lík­ani sem var full­komnað í kringum alda­mótin 1900. Þó er þetta ekki algilt og inn á milli eru fram­sýnir vel starf­ræktir skól­ar.

Covid-19 hafði það í för með sér að mennta­stofn­anir lands­ins tóku hrað­nám­skeið í fjar­kennslu, bún­aður hefur víð­ast hvar verið upp­færður og því hefur mennta­kerfið tekið tutt­ugu ára stökk framá­við. Í þessu fel­ast stór­kost­leg tæki­færi til betri árang­urs. Ótví­ræður kostur við nútíma tækni er að nem­endur þurfa ekki að binda sig við sinn skóla ef þeir kjósa ann­að. Tölvu­tæknin gerir okkur kleift að hlýða á fyr­ir­lestra og kennslu­stundir úr öðrum skól­um, þess vegna hinum megin á hnett­in­um. 

Gleði­tíð­indin í nið­ur­stöðum PISA kann­an­anna eru þau að töl­urnar um ófarir drengja í íslenska mennta­kerf­inu sem fjöl­miðlar slá upp í fyr­ir­sögnum reglu­lega, segja ekki alla sög­una og gefa jafn­vel vill­andi mynd. Sam­kvæmt rann­sókn sem gerð var í Kanada árið 2012 kom í ljós að nokkrum árum eftir útskrift úr grunn­skóla, höfðu flestir nem­endur sem þá gátu ekki lesið sér til gagns, náð upp þeim hæfi­leika. Skýr­ingin er lík­lega sú að þeir hrein­lega þurftu þess. Í nið­ur­stöðum rann­sókn­ar­innar kemur fram að ekki allir geta fetað hinn hefð­bundna mennta­veg. Sveigj­an­leiki innan kerf­is­ins skipti sköpum fyrir þá nem­end­ur.

Auglýsing
Þá vaknar spurn­ing­in, hvers vegna er verið að þrjóskast við að kenna nem­endum inn­gang­inn að afstæð­is­kenn­ingu Ein­steins í tíunda bekk? Til hvers þarf að ham­ast á nem­endum að læra hluti sem ein­falt mynd­band getur útskýrt í grunn­at­riðum á nokkrum mín­út­um? Hvers vegna þurfa nem­endur að þola sam­an­burð við sam­nem­endur sína sem hafa allt aðra getu og áhuga­svið. Hvernig sam­ræm­ist þetta áherslum mennta­stefnu íslands um mótun heil­brigðar sjálfs­myndar þess­ara nem­enda. Við ættum að fagna fjöl­breyti­leik­an­um.

Í skýrslu nefndar um mennta­stefnu frá 1993 var þessi hug­mynd reifuð og lagt til að nem­endur grunn­skóla fengju greið­ari aðgang að lög­gildu iðn­námi. En síðan hún var skrifuð hefur lítið sem ekk­ert breyst til hins betra. Raunar er nem­endum gert erf­ið­ara fyrir með því að stytta fram­halds­nám en fækka ekki ein­ingum á móti. Námið var því ekki stytt því var bara þjappað sam­an. Það er því blaut tuska í and­litið á þeim nem­endum sem eiga þegar erfitt upp­dráttar í hefð­bundnu bók­legu námi og ein­ungis til þess fallið að brjóta þau enn frekar nið­ur.

Vanda­málið er að stórum hluta að svona hefur þetta alltaf ver­ið. Frá alda­mótum 1900. Allir nem­endur eiga að sitja kyrrir og hlýða á sann­leik­ann sem for­eldrum þeirra var kennd­ur. Hefur ein­hver spurt hvort þau séu til í að læra eitt­hvað ann­að? Nám á að vera ein­stak­lings­miðað og byggt á áhuga­sviði. Það er ekki nóg að setja hug­mynd­ina í aðal­námskrá. Þessu þarf að hrinda í fram­kvæmd.

Því legg ég til að nem­endur eftir átt­unda bekk grunn­skóla fái að velja sér fram­halds­nám. Í stað þess að þvinga nem­endur í enn meira bók­nám sem þeir, sam­kvæmt PISA könn­un­um, eru hvort eð er ekki að læra. Rann­sóknir sýna að þeir nem­endur sem ljúka iðn­námi eða sam­bæri­legri menntun fyrir 24 ára aldur vegnar betur heldur en þeir sem ljúka ein­ungis grunn­skóla eða mennta­skóla. Krakkar sem eru lunknir í hönd­unum eða hafa áhuga­svið utan hefð­bund­inna náms­greina eiga skilið tæki­færi til að móta þessa hæfi­leika og jafn­framt stytta verk­nám. Ég legg til að fyrir hvert ár stundað í grunn­skóla detti út heil önn í sam­svar­andi námi. Aðal­námskrá verði gerð sveigj­an­legri og nem­and­anum gefin kostur á því að stunda nám sem vekur áhuga á sínum for­send­um.

Þetta á ekki ein­göngu við verk­nám þar sem okkar bestu nem­endum er haldið aftur og þeir hlekkj­aðir við jafn­aldra sína. Í grunn­skólum lands­ins er aðstaða til smíða og ann­ars hand­verks. Við erum þegar með inn­við­ina til að kenna fólki í fjar­námi. Tæknin og tólin eru til stað­ar. Kenn­arar hafa sýnt vilja og yfir­burða­getu til aðlög­unar og fram­þró­un­ar. Það eina sem uppá vantar er vilji yfir­valda til þess að gera bet­ur. 

Eins og ein­hver sagði, Ef fiskur er met­inn á hæfi­leikum hans til að klifra þá eyðir hann ævinni í þeirri trú að hann sé vit­laus.

Höf­undur er fram­bjóð­andi í próf­kjöri Pírata í Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar