Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?

Til að bæta fæðuöryggi fátækra landsmanna þurfum við að lækka matarverð, sérstaklega hollrar fæðu, skrifar Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur.

Auglýsing

Flest­ir Ís­lend­ingar hafa nóg að borða af hollum og góðum mat. Það á samt ekki við um alla. Sam­kvæmt Hag­stof­unni búa á bil­inu 18-35 þús­und við fátækt hverju sinn­i, eða 5-10% lands­manna. Af þeim eru sjö til tíu þús­und í mik­illi neyð og búa við sára­fá­tækt. Stærstur hluti þeirra eru ein­stæðir for­eldr­ar, líf­eyr­is­þegar og inn­flytj­end­ur. Fátækt tak­markar mögu­leika fólks með ýmsum hætti. Margir láta ­sér nægja fábreytt­an, óhollan mat.

Í febr­úar 2021 kom út skýrslan Fæðu­ör­yggi á Íslandi unnin af sér­fræð­ing­um Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands (LB­HÍ). Þar er útskýrt hvað þarf til að tryggja öflugt fæðu­fram­boð en ekki nefnt að margir geta ekki keypt sér fjöl­breytta og holla fæðu.

Skýrslan er unnin af LBHÍ fyrir land­bún­að­ar­ráðu­neytið sem ef til vill skýrir að horft er á málið út frá fram­leið­enda­hlið­inni en neyt­enda­hlið­inni sleppt.

Auglýsing

Skýrslan sýn­ir ­mik­il­vægi frjálsra og opinna við­skipta milli landa sem er vel. Við á Íslandi þurf­um að flytja ýmis­legt inn sem ekki hentar að fram­leiða hér, til dæmis ávext­i, græn­meti, korn­vörur og einnig aðföng til mat­væla­fram­leiðslu eins og elds­neyt­i, ­vél­ar, tæki, áburð og dýra­fóð­ur. Á móti flytjum við út fisk og fleira og erum „nettó ­út­flytj­end­ur“ mat­væla.

Holl mat­væli kosta ­gjarnan meira en óholl. Fátækt fólk neytir því hlut­falls­lega mik­ils af ódýrum ­mat svo sem núðl­um, hrís­grjónum og syk­ur­bættum mat. Um 20% barna telj­ast of þung og um 60% full­orð­inna eru yfir kjör­þyngd. Ástæð­urnar eru of­neysla orku­ríkrar fæðu og ónóg hreyf­ing. Afleið­ing­arnar eru lífstíls­sjúk­dóm­ar ­sem stytta með­al­ævi fólks og kosta þjóð­ina yfir 10 millj­arða á ári var­lega ­á­ætl­að.

Hvað á að gera við afa?

Í gamla daga var fæðu­ör­yggi spurn­ing um líf eða dauða. Börn voru borin út eða hent í foss til að létta á heim­il­unum og aldr­aðir gengu jafn­vel fyr­ir­ ætt­ern­is­stapa í sama til­gangi. En nú eru aðrir og betri tímar og hægt að bæta fæðu­ör­ygg­i allra. Það þarf ekki að skilja neina út und­an.

Við þurfum líka að breyta neyslu­venjum fyrir okkur og umhverf­ið. Núver­and­i ­styrkja­kerfi land­bún­að­ar­ins ræður ekki við þessar áskor­anir og þarfnast ­upp­færslu.

Leiðin fram á við

Til að bæta fæðu­ör­yggi fátækra þurf­um við að lækka mat­ar­verð, sér­stak­lega hollrar fæðu. Það má gera með gagn­kvæmri ­nið­ur­fell­ingu mat­ar­tolla við aðrar Evr­ópu­þjóðir eins og þær hafa fyrir löngu gert sín á milli.

Við þetta eykst fram­boð hollrar fæðu, vöru­verð lækkar og hagur fátækra neyt­enda og lands­ins ­sem ferða­manna­lands vænkast.

Um leið þarf að bæta hag bænda með því að koma á grunn­stuðn­ingi við virka bændur óháð því hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda og nýta kosti mark­að­ar­ins, líka til að færa fram­leiðsl­una yfir í þær vörur sem eft­ir­spurn er eft­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og situr í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóra salamandra, svokölluð, verður um 10-16 sentimetrar á lengd. Vegna þessa litla dýrs eru fyrirætlanir um uppbyggingu húsnæðis á Amager fælled í Kaupmannahöfn í uppnámi.
Froskaflækjur
Froskar hafa sig að jafnaði lítt í frammi og vilja helst fá að vera í friði með sitt kvakk. Þetta litla dýr veldur nú miklum deilum í Kaupmannahöfn, þótt það hafi ekki annað til saka unnið en að vera til.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar