Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?

Til að bæta fæðuöryggi fátækra landsmanna þurfum við að lækka matarverð, sérstaklega hollrar fæðu, skrifar Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur.

Auglýsing

Flest­ir Ís­lend­ingar hafa nóg að borða af hollum og góðum mat. Það á samt ekki við um alla. Sam­kvæmt Hag­stof­unni búa á bil­inu 18-35 þús­und við fátækt hverju sinn­i, eða 5-10% lands­manna. Af þeim eru sjö til tíu þús­und í mik­illi neyð og búa við sára­fá­tækt. Stærstur hluti þeirra eru ein­stæðir for­eldr­ar, líf­eyr­is­þegar og inn­flytj­end­ur. Fátækt tak­markar mögu­leika fólks með ýmsum hætti. Margir láta ­sér nægja fábreytt­an, óhollan mat.

Í febr­úar 2021 kom út skýrslan Fæðu­ör­yggi á Íslandi unnin af sér­fræð­ing­um Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands (LB­HÍ). Þar er útskýrt hvað þarf til að tryggja öflugt fæðu­fram­boð en ekki nefnt að margir geta ekki keypt sér fjöl­breytta og holla fæðu.

Skýrslan er unnin af LBHÍ fyrir land­bún­að­ar­ráðu­neytið sem ef til vill skýrir að horft er á málið út frá fram­leið­enda­hlið­inni en neyt­enda­hlið­inni sleppt.

Auglýsing

Skýrslan sýn­ir ­mik­il­vægi frjálsra og opinna við­skipta milli landa sem er vel. Við á Íslandi þurf­um að flytja ýmis­legt inn sem ekki hentar að fram­leiða hér, til dæmis ávext­i, græn­meti, korn­vörur og einnig aðföng til mat­væla­fram­leiðslu eins og elds­neyt­i, ­vél­ar, tæki, áburð og dýra­fóð­ur. Á móti flytjum við út fisk og fleira og erum „nettó ­út­flytj­end­ur“ mat­væla.

Holl mat­væli kosta ­gjarnan meira en óholl. Fátækt fólk neytir því hlut­falls­lega mik­ils af ódýrum ­mat svo sem núðl­um, hrís­grjónum og syk­ur­bættum mat. Um 20% barna telj­ast of þung og um 60% full­orð­inna eru yfir kjör­þyngd. Ástæð­urnar eru of­neysla orku­ríkrar fæðu og ónóg hreyf­ing. Afleið­ing­arnar eru lífstíls­sjúk­dóm­ar ­sem stytta með­al­ævi fólks og kosta þjóð­ina yfir 10 millj­arða á ári var­lega ­á­ætl­að.

Hvað á að gera við afa?

Í gamla daga var fæðu­ör­yggi spurn­ing um líf eða dauða. Börn voru borin út eða hent í foss til að létta á heim­il­unum og aldr­aðir gengu jafn­vel fyr­ir­ ætt­ern­is­stapa í sama til­gangi. En nú eru aðrir og betri tímar og hægt að bæta fæðu­ör­ygg­i allra. Það þarf ekki að skilja neina út und­an.

Við þurfum líka að breyta neyslu­venjum fyrir okkur og umhverf­ið. Núver­and­i ­styrkja­kerfi land­bún­að­ar­ins ræður ekki við þessar áskor­anir og þarfnast ­upp­færslu.

Leiðin fram á við

Til að bæta fæðu­ör­yggi fátækra þurf­um við að lækka mat­ar­verð, sér­stak­lega hollrar fæðu. Það má gera með gagn­kvæmri ­nið­ur­fell­ingu mat­ar­tolla við aðrar Evr­ópu­þjóðir eins og þær hafa fyrir löngu gert sín á milli.

Við þetta eykst fram­boð hollrar fæðu, vöru­verð lækkar og hagur fátækra neyt­enda og lands­ins ­sem ferða­manna­lands vænkast.

Um leið þarf að bæta hag bænda með því að koma á grunn­stuðn­ingi við virka bændur óháð því hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda og nýta kosti mark­að­ar­ins, líka til að færa fram­leiðsl­una yfir í þær vörur sem eft­ir­spurn er eft­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og situr í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar