Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?

Til að bæta fæðuöryggi fátækra landsmanna þurfum við að lækka matarverð, sérstaklega hollrar fæðu, skrifar Guðjón Sigurbjartsson, viðskiptafræðingur.

Auglýsing

Flest­ir Ís­lend­ingar hafa nóg að borða af hollum og góðum mat. Það á samt ekki við um alla. Sam­kvæmt Hag­stof­unni búa á bil­inu 18-35 þús­und við fátækt hverju sinn­i, eða 5-10% lands­manna. Af þeim eru sjö til tíu þús­und í mik­illi neyð og búa við sára­fá­tækt. Stærstur hluti þeirra eru ein­stæðir for­eldr­ar, líf­eyr­is­þegar og inn­flytj­end­ur. Fátækt tak­markar mögu­leika fólks með ýmsum hætti. Margir láta ­sér nægja fábreytt­an, óhollan mat.

Í febr­úar 2021 kom út skýrslan Fæðu­ör­yggi á Íslandi unnin af sér­fræð­ing­um Land­bún­að­ar­há­skóla Íslands (LB­HÍ). Þar er útskýrt hvað þarf til að tryggja öflugt fæðu­fram­boð en ekki nefnt að margir geta ekki keypt sér fjöl­breytta og holla fæðu.

Skýrslan er unnin af LBHÍ fyrir land­bún­að­ar­ráðu­neytið sem ef til vill skýrir að horft er á málið út frá fram­leið­enda­hlið­inni en neyt­enda­hlið­inni sleppt.

Auglýsing

Skýrslan sýn­ir ­mik­il­vægi frjálsra og opinna við­skipta milli landa sem er vel. Við á Íslandi þurf­um að flytja ýmis­legt inn sem ekki hentar að fram­leiða hér, til dæmis ávext­i, græn­meti, korn­vörur og einnig aðföng til mat­væla­fram­leiðslu eins og elds­neyt­i, ­vél­ar, tæki, áburð og dýra­fóð­ur. Á móti flytjum við út fisk og fleira og erum „nettó ­út­flytj­end­ur“ mat­væla.

Holl mat­væli kosta ­gjarnan meira en óholl. Fátækt fólk neytir því hlut­falls­lega mik­ils af ódýrum ­mat svo sem núðl­um, hrís­grjónum og syk­ur­bættum mat. Um 20% barna telj­ast of þung og um 60% full­orð­inna eru yfir kjör­þyngd. Ástæð­urnar eru of­neysla orku­ríkrar fæðu og ónóg hreyf­ing. Afleið­ing­arnar eru lífstíls­sjúk­dóm­ar ­sem stytta með­al­ævi fólks og kosta þjóð­ina yfir 10 millj­arða á ári var­lega ­á­ætl­að.

Hvað á að gera við afa?

Í gamla daga var fæðu­ör­yggi spurn­ing um líf eða dauða. Börn voru borin út eða hent í foss til að létta á heim­il­unum og aldr­aðir gengu jafn­vel fyr­ir­ ætt­ern­is­stapa í sama til­gangi. En nú eru aðrir og betri tímar og hægt að bæta fæðu­ör­ygg­i allra. Það þarf ekki að skilja neina út und­an.

Við þurfum líka að breyta neyslu­venjum fyrir okkur og umhverf­ið. Núver­and­i ­styrkja­kerfi land­bún­að­ar­ins ræður ekki við þessar áskor­anir og þarfnast ­upp­færslu.

Leiðin fram á við

Til að bæta fæðu­ör­yggi fátækra þurf­um við að lækka mat­ar­verð, sér­stak­lega hollrar fæðu. Það má gera með gagn­kvæmri ­nið­ur­fell­ingu mat­ar­tolla við aðrar Evr­ópu­þjóðir eins og þær hafa fyrir löngu gert sín á milli.

Við þetta eykst fram­boð hollrar fæðu, vöru­verð lækkar og hagur fátækra neyt­enda og lands­ins ­sem ferða­manna­lands vænkast.

Um leið þarf að bæta hag bænda með því að koma á grunn­stuðn­ingi við virka bændur óháð því hvaða grein land­bún­aðar þeir stunda og nýta kosti mark­að­ar­ins, líka til að færa fram­leiðsl­una yfir í þær vörur sem eft­ir­spurn er eft­ir.

Höf­undur er við­skipta­fræð­ingur og situr í stjórn Neyt­enda­sam­tak­anna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 35. þáttur: Nunnusjóguninn I
Kjarninn 22. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill framlengja skattfrjálsa heimild fyrir þá sem nota séreign til að borga niður húsnæði
Frá miðju ári 2014 hefur tæplega þriðjungur íslensks vinnumarkaðar fengið yfir 21 milljarð króna í skattafslátt til að borga niður húsnæðislánin sín. Nú á að framlengja það úrræði. Reykjavík vill að ríkið bæti borginni tekjutap sem úrræðið veldur henni.
Kjarninn 22. apríl 2021
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði
RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.
Kjarninn 22. apríl 2021
28 þingmenn sögðu já.
Svona féllu atkvæði þingmanna um breytingar á sóttvarnalögum í nótt
Þingmenn tveggja flokka, Vinstri grænna og Framsóknar, greiddu allir atkvæði með tímabundnum lagabreytingum er tengjast landamærum þegar atkvæðagreiðsla fór fram í nótt. Ellefu þingmenn Sjálfstæðisflokks sögðu já, einn sagði nei og þrír voru fjarverandi.
Kjarninn 22. apríl 2021
Þórður Snær Júlíusson
Fullnaðarsigur skattsvikara
Kjarninn 22. apríl 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 22. apríl 2021
Efstu fjórir frambjóðendur á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi: (F.v.) Þórunn Wolfram Pétursdóttir, Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Elva Dögg Sigurðardóttir og Guðbrandur Einarsson.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Fyrsti framboðslisti Viðreisnar fyrir þingkosningarnar í haust er í Suðurkjördæmi. Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir listann. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir.
Kjarninn 22. apríl 2021
Katrín Baldursdóttir
Kærleikshagkerfið
Kjarninn 22. apríl 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar